Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 32

Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974 Notið fristundirnar Vélritunar- og hraðritunarskólinn Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl. Úrvals rafmagnsritvélar. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn- ritun í síma 21 768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27 — sími 21768. Gullverðlaunahafi — The Business Educators' Asso- ciation of Canada. Mercury Comet Til afgreiöslu strax. Verð til atvinnubifreiðastjóra frá 861 þúsund. Ford umboðið, Sveinn Egilsson h.f. Ford húsinu, Skeifan 1 7. : . « NYTT—NYTT FRÁ MEGINLA NDINU ★ ULLARKÁPUR TWEEDKÁPUR KÁPUR MEÐ SKINNUM KÁPUR ÚR RÚSKINNSLÍK/ JAKKAR MEÐ KULDAFÓÐRI FLAUELSJAKKAR LEÐURJAKKAR BUXNADRAGTIR ÚLPUR :jölbreyttara úrval en nokkru iinni fyrr af hlýjum og vönd- iðum vetrarfatnaði. þernhard lax^al ______m KIÖRGARD! Söngur skógarþrastarins Ströndin var yfirgefin og friðsæl. Eina hljóðið, sem rauf kyrrð hinnar norðlenzku sumarnætur, var niður öldunn- ar, sem brotnaði á ströndinni og söngur fuglanna, sem barst yfir auðnirnar. Þar mátti heyra spóa, stelk og heiðlóu. Hópur æðarkolla synti á sléttum sjón- um, þaðan sem hinn mjúki lági kliður barst. Himinninn var nær heiðskír, en örfá ský sáust við sjóndeildar- hringinn, — og huldu sólina. Nokkrir geislar náðu þó að skfna á hafflötinn, þar sem þeir mynduðu geislandi polla. Ég gekk framhjá nokkrum timburbyggingum nærri sjávar- málinu. í rökkri júnínætur- innar virtist tómleiki þeirra að- eins auka á styrk þagnarinnar. Þær höfðu allar verið yfir- gefnar fyrir mörgum árum. Ein hafði verið skóli, og inni var allt hreint og fágað. Snotur viðarköstur hafði verið hlaðinn við arininn. Óhefluð borð stóðu við vegginn líkt og þau væru orðin þreytt á að bíða endur- komu nemendanna, sem aldrei höfðu lokið námi. Einhverntíma í framtíðinni verður þetta litla hús kannski leyfa mér að koma með í eina slíka pílagrímsför. Fyrr um daginn, er við höfð- um dregið bátinn upp fyrir sjávarmál, hrópaði Magnús glaðlega: „Hér finnst mér sem ég verði ungur á ný.“ Ekkert gat vitnað betur um ást hans á fæðingarstað sínum, — þá til- finningu, sem menn finna gleggst þegar þeir líta bernsku- stöðvar sínar á ný eftir margra Eftir Stanley Cerely ára fjarveru. Gleðin var ekki eingöngu í rödd hans, heldur einnig i svipnum. I Þverdal, undir hrikalegum björgum Nasa, sem er 418 metra hár, skvettist lítill lækur glaðlega uppá steinana, en var annars nær hulinn af blómum og grasi. Á bakkanum stóðu leifarnar af fyrsta heimili Magnúsar, hrundar tóttir, þar sem torfveggirnir höfðu áður staðið. „Úr þessum læk geturðu Komið var fram undir mið- nætti og tímabært að snúa til baka. Gullni sandurinn í Aðal- vík hafði tapað lit sínum er birtan dvínaði. Mildur andvari lék um háa störina í sandinum. Fuglarnir höfðu flestir hætt söng sfnum. Einn hélt þó áfram, — skógarþröstur. Eg nam staðar og hlustaði á söng þrastarins í nokkrar mín- útur. Hann var mjög nærri mér, ■sat á staur, þar sem ég sá hann greinilega í rökkrinu. Þröstur- inn vaggaði höfðinu um leið og hann söng, stutt en skært, síendurtekið. Þegar ég loksins hélt áfram var hann enn að syngja. Þeim söng fylgdu töfr- ar. Skógarþrestir eru velþekktir sem vetrarfarfuglar í Bret- landi. Nokkrir þeirra, sem til okkar koma frá Islandi, hafa verpt með góðum árangri f Skotlandi á undanförnum árum. Nærri heimili minu' f Woking í Surrey á Suður-Eng- landi sé ég oft skógarþresti f stórum hópum á vetrum. Á veturna lifa skógarþrestirnir mest á ormum, sem þeir tína á ökrum, fjarri borgum og bæj- um. Þegar snjór hylur jörð leita þeir sér ætis i skógunum, þar Þegar þessi mynd var tekin var ströndin f Aðalvfk ekki auð og yfirgefin. Þar eru á ferð nokkrir „farfuglar", sem gjarnan leituðu þangað norður f eyðibyggðina. — Ljðsm.: E. Pá. notað sem neyðarskýli, — kannski fyrir sjóhrakta menn, fórnarlömb vetrarstormanna. Þessi undurfagri, en þó ógn- fulli staður er Aðalvík. Eýði- hérað, þar sem andar fyrri íbúa eru sagðir koma í heimsókn öðru hvoru. Heimskautsbaug- urinn er f minna en tíu mflna fjarlægð. Slóðin, sem ég skildi eftir í sandinum, lengdist stöðugt. Sem útlendingur gat ég aðeins gert mér í hugarlund, hvernig síðustu íbúum víkurinnar hef- ur liðið er þeir yfirgáfu heim- kynni sfn í síðasta skipti. Hins vegar var ekki erfitt að ímynda sér þær ástæður og þá erfið- leika, sem knúðu þetta fólk til þess að yfirgefa staðinn, sem það og þess forfeður höfðu fæðzt á. Ég vissi, að nokkrir elska hin gömlu heimkynni svo mikið, að þeir koma hér á hverju sumri. Þeirra á meðal voru Magnús, Ingimar og Sigurður, — þrfr bræður, sem höfðu verið svo elskulegir að drukkið bezta vatn í heimi," sagði Magnús. Þá tilfinningu þekkti ég af eigin reynslu. Við lögðumst báðir niður og drukk- um tært og kalt vatnið. Það var mjög hressandi. Þegar ég gekk einn eftir ströndinni hugsaði égum ýmis lett, sem Magnús hafði áður sagt mér. Það var dæmigert fyrir það, sem ég hafði áður tekið eftir, ást tslendinga á föðurlandi sínu og hina sterku tilfinningu þeirra fyrir sög- unni. Að því er sfðarnefnda atriðinu viðkemur má ljóst vera, a^ með lítilli þjóð eins og tslendingum hlýtur þjóðar- sagan alltaf að vera meira í ætt við fjölskyldumál en gerist með stærri þjóðum. Einstaklingur- inn er sömuleiðis lfklegur til þess að hafa meiri þýðingu, hvert svo sem hlutverk hans er. Það getur ekki verið slæmt fyrir neinn, og enginn þarf að fyllast hroka vegna þess; að vita, að manns er þörf, ætti að vera nóg fyrir alla. sem þeir étá ber af trjám. Síðastliðinn vetur sá ég hópa af hungruðum skógarþröstum éta hvert einasta ber af stórum trjám. Á Englandi eigum við þess sjaldan kost að heyra söng þess- ara fallegu smáfugla þar sem þeir yfirgefa okkur á vorin. Á aprflnóttum getum við heyrt þá kallast á í myrkrinu þegar þeir hef ja sitt langa flug í norðurátt. Ég mun alltaf tengja söng skógarþrastarins Norðvestur- landi. Grunnavfk fór í eyði fyrir mörgum árum, eins og Aðalvík. Litla kirkjan á Stað stendur enn, en neglt er fyrir alla glugga. Hin fáu hús, sem enn standa, gerast nú hrörleg, en í nokkrum þeirra hafa skógarþrestir gert hreiður. Ég hafði auðvitað heyrt um Maríu Maack, velþekkta konu á Islandi, en hún heimsækir bernskustöðvar sínar á Stað á hverju ári. Maria Maack og skógarþrestirnir virðast eiga þetta sameiginlegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.