Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÖBER 1974 Það lá náttúrulega beinast við eftir að við höfðum flandrað þarna f kring og á toppi Kili- manjaró, að halda niður aftur og það gerðum við. Ferðin niður tók tvo daga og var hún allmiklu léttari en hin leiðin. 1 síðasta kofanum á baka- leiðinni fóru svert- ingjarnir að þvo sér og klæða sig upp, en skömmu síðar spruttu konur þeirra upp hér og hvar í skóginum og tóku hluta af byrðum þeirra á sínar herðar. Síðla kvölds komuní við á hótelið okkar og skömmu síðar töltu burðarkarlarnir í hlað og fóru að taka upp farangur okk- ar. Við sáum strax til hvers það var, því að þeir fóru strax að tala um hvað þetta væri góður fatnaður, sem við vorum með, íslenzkar ullarpeysur, ullar- nærföt, buxur, sokkar og fleira. Við gáfum þeim mest allt af ullarfatnaði okkar og öðru sem við máttum missa. Einn okkar var með aukaskó og gaf hann þá einum burðarkarlinum. Það leið því ekki á löngu þar til þeir voru komnir til okkar og skoð- uðu skóna með hástemmdum ummælum á bjagaðri tungu, en skólausir vildum við ekki vera. Það var spaugileg sjón að sjá burðarkarlana okkar þarna fyrir utan hótelið i steikjandi hita klædda í lopapeysur og föðurlandið, en það þótti þeim stássklæðnaður hinn mesti. Þegar þessu bögglauppboði var lokið drifum við okkur í langþráð bað og hafa líklega flestir okkar aldrei verið eins drullugir. Við höfðum nokkur htis þarna, en hótelið rak þýzk kona, sem áður hafði rekið bú- garð með manni sínum þarna. Hún átti heljarmikið kanínubú, en þeim fækkaði ört meðan við gistum hjá henni, því steikin hjá henni var góð. Svo gátum við farið í sundlaug og synt í kapp við froskana, en nóg var af þeim í lauginni. Þar með breyttist ferðin tals- vert og varð nokkurs konar sumarfrí, en nú lá leiðin inn í hina villtu þjóðgarða Afríku. Aður en við fórum af stað bauð Stóra-Nös Óla og Sigga heim til sín í mat í kofann sinn. Kofinn var gerður úr trégrind- Kilimanjaroferð Eyjapeyjanna: „Fórnuðiim bnxunuin Vir spjót innfæddra’ ’ „Einn var að smfða ausutet- um og mold sem var troðið á milli spýtna og myndaði vegg- ina. Þeim Óla og Magga var boðið í stofu sem var f jórir fermetrar að flatarmáli. Á borð var borið smásteikt beljukjöt og það var eingöngu karlpeningurinn, sem fékk að borða, en auk Manasi var einn annar innfæddur. Þetta var ánægjulegasta kvöld- stund og maturinn var borðað- ur með skeiðum af einu fati. A ferð okkar til þjóðgarðanna stönzuðum við í Arusha og reyndum að finna Baldur Óskarsson, sem þar vinnur, en hann var nýfarinn úr háskólan- um sem hann vinnur í. Við báð- um hins vegar fyrir kveðjur til hans og skildum eftir handa honum nokkra Mogga, vissum að einskis saknaði hann meir af Fróni! Skammt utan Arusha stönzuðum við og skiptum á buxum okkar fyrir spjót inn- lendra. Römbuðum við nokkuð um þarna með tilþrifum. Síðan héldum við inn á Maasai svæð- ið, en sá ættbálkur fær að ráfa eins og hann vill með naut- gripahjarðir sínar á svæði þarna milli Tanzaníu og Kenya. Næst stönzuðum við á flott- asta hóteli Afrfku, Lake Manyara og þar gistum við í tvo daga, og það fór vel um okkar. Við röltum um svæðið í kring og fórum í rúgbrauðunum okk- ar ef lengra var haldið. Mikið var myndað þarna: fílar, Ijón, buffalóar, gíraffar og öll hugsanleg dýr Afríku. Eftir stanzið á þessu glæsilega hóteli héldum við af stað til Engorongoro eldgígsins og tók- um okkur ból í hóteli, sem er á gígbarminum. Ef maður stakk hausnum út um stofugluggann sá maður beint niður, 700 metra, en sjálfur er gígurinn um 60 km í þvermál. Þarna var mikið af bandarískum ferða- mönnum og m.a. hittum við þarna frægan kvikmyndatöku- Góðan daginn. 1 Ngorongoro-gfgnum. Ekki vantar sakleysissvipinn en þó lögðum við ekki f að tylla okkur hjá kattarskinnunum. Fjölskyldan á skemmtigöngu, en vlð höfðum ekki við þeim á býfunum okkar.og þarna eiga fflarnir allan rétt. mann, sem sýndi okkur kvik- mynd, sem hann hafði gert um villta hunda, en við kölluðum myndina „Sögu vinstri stjórnarinnar". Við fórum niður í gíginn á jeppum, en það er talið eitt af Síðarigrem undrum veraldar hvernig dýrin hafa komizt þarna niður, alls- konar dýr. Þegar við vorum að spássera þarna i skóginum komum við allt í einu í rjóður þar sem tvö ljón voru, en þau létu ekkert trufla sig í samförum sínum, svo við fylgdumst með góða stund, þvf það er mjög sjald- gæft að menn komist i aðstöðu til að kanna þá háttu hjá ljón- um. Þarna í gígnum mötuðum við fálka, sem gripu fæðuna á flugi með klónum. Sumir voru anzi ágengir eins og góðum fálkum sæmir og það var spaugilegt að sjá þegar einn fuglinn hrifsaði matarpakka af Þjóðverja sem var þarna á ferð. Þjóðverjinn trylltist alveg og tókst á loft af bræði, en þó ekki nógu hátt til þess að ná matarpakkanum, sem fálkinn gerði síðan beztu skil. Eftir góðan labbitúr settumst við niður í friðsælu sefi, en það var þá eitthvað annað en friður þegar til kom, því við sáum allt í einu að flóðhestur var á vappi þarna hjá okkur og mikið skelf- ing hlupum við hratt burtu og inn í bílana okkar. Umferðar- reglurnar sem giltu þarna voru mjög einfaldar, fíllinn hefur réttinn. Einn fíll gerði sig lík- legan til þess að ráðast á bflinn hjá okkur, en Daði brosti þá sínu blíðasta og kvendýrið lagði niður loppuna. Ljón elti Snorra þarna árangurslaust og þannig gekk á ýmsu. Svo fengum við stundum heimsóknir inn í bíl- ana, bavíana, sem stálu öllu steiniléttara. I Mombasa hittum við íslenzka konu, Gerður heitir hún, og var á flökti þarna, og Siggi Þ. söng til hennar „Hver gerði Gerði grikk í vetur“. Við bjuggum þarna í sex daga, köfuðum við kóralrifin, veltum okkar í sjónum, dönsuðum afríkudansa við innfæddar, en það var bara verst hvað það var ofsaleg svitafýla af þeim — en það var nú hægt að komast í vatn. Þarna er feikilega forvitni- legur neðansjávarþjóðgarður og þar syntum við m.a. í ofsa- legu fiskabúri, en það var ævin- týralegt að synda þarna innan um allskonar fiska og sjávar- dýr. Ofansjávar fórum við á sjó- skíði og stunduðum stórfiska- veiði, en við misstum tvo þá stærstu. Þetta var kynleg veiði- aðferð, það var keyrt á fullri ferð með 6 stangir úti og ætlun- in var að veiða túnfisk eða höfr- unga. Svertingjar sáu um beit- ingu og allt slíkt, svo þetta var lítið spennandi utan heimabú- inn galskap. Svo fórum við i heimsókn í gamalan arabískan bæ, Gedi, en hann var því miður ekkert ann- að en rústir síðan um 1500. Það var þó sitthvað líflegra í nágrenninu, m.a. fjölskrúðugur fuglagarður og í þorpi einu þarna skammt frá i frum- skóginum lentum við i æðis- gengnum Afríkudansi. Allar stelpurnar voru berar að ofan, svo það var auðvelt að tékka landslagið, bongotrommur voru barðar, oliufötur og fleira, en það furðulegasta þarna var kona ein sem var með brjóstin bundin í sluffu. Þær buðu upp á prútt og læti, en við sinntum því enganveginn, því að við vor- um jú í vísindaleiðangri til þess að kanna sakleysi. Margt kynlegt bar fyrir af og til. Eitt sinn ókum við fram hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.