Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTOBER 1974 35 Kristbjörg Péturs- dóttir - Minningarorð Fædd 26. júní 1882, Dáin 18. okt. 1974. Á morgun, 28. október, verður til moldar borin á Blönduósi móð- ir mín, Kristbjörg Pétursdóttir, Blönduósi. Hún andaðist á Héraðshæli A- Húnvetninga, 18. okt. s.l. 92 ára að aldri, eftir 2 ára sjúkralegu. Kristbjörg Pétursdóttir var fædd að Mýrdal (Miðdal) í Kjós 26. júní 1882. Foreldrar hennar voru þau hjónin Pétur Árnason og Margrét Benjamínsdóttir, sem lengi bjuggu í Miðdal. Börn þeirra Péturs og Margrétar urðu alls 12, sem náðu fullorðinsaldri og var Kristbjörg næstelst. Enn eru á lífi Soffía, Magnús, Pétur og Lárus, öll búsett í Reykjavík. Margrét amma min andaðist árið 1900 á 43. aldursári. Börn þeirra hjóna voru þá á aldrinum 1—19 ára. Pétur Árnason afi minn bjó að- eins 2 ár í Miðdal, eftir lát konu sinnar. Eftir það kom hann yngri börnunum fyrir á ýmsum stöðum og nutu þau þvl mörg hver for- eldra sinna skamma hríð. En þau komust öll vel til manns og hafa öll reynst dugandi fólk og barizt áfram til bjargálna. Móðir mín hugsaði um heimili föður síns i 1 ár eftir lát móður sinnar, en fór árið 1901 til Ölafs frænda mlns Einarssonar I Flekkudal I Kjós og Sigriðar Guðnadóttur konu hans og var hjá þeim I vinnumennsku I 4 ár. Hún starfaði siðan við sveitastörf að Sandi f Kjós árin 1905—1908 og að Tindastöðum á Kjalarnesi árin 1908—1910. Arin 1910 fluttist móðir mín norður i Húnaþing og gerðist ráðskona hjá föður mínum, Birni Eysteinssyni, sem hafði þá verið ekkjumaður um 4 ára skeið og fluttist þetta ár frá Grímstungu í Vatnsdal að Orrastöðum á Ásum. Foreldrar mínir giftust ekki, en bjuggu saman óslitið til dauða- dags hans 1939. Þau eignuðust 2 syni, mig og Martein Björnsson, verkfræðing og fæddumst við báðir á Orrastöðum. Árið 1915 fluttust þau að Hamrakoti sem er næsti bær við Orrastaði og nú í eyði. Ástæðan fyrir því, að þau fluttust að Hamrakoti var tima- bundið heilsuleysi .föður mins, sem vildi minnka bú sitt af þeim sökum. Urþessu rættist þó vel um skeið. Foreldrum mínum leið Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu - Minning I DAG er til moldar borinn i Biskupstungum bændahöfðing- inn Þorsteinn Sigurðsson. Margir verða án efa til að rita um hann minningarorð, rekja æviferil hans og hið merkilega lífsstarf og ævisögu. En þótt svo sé, og að auki, að ég þekkti Þorstein ekki mikið, þá leitar á mig löngun að minnast hans lítillega. Tilefni þess er einkum sjón- varpsviðtal Indriða G. Þorsteins- sonar við Þorstein fyrir tæpu ári. Síðastliðinn vetur var ég að skrá hjá mér hugleiðingar um ýmis áhugamál, í því skyni raunar að flytja um það í þætti um dag og veg. En af því hefir ekki orðið. Einn þáttur þessara hugleiðinga var einmitt út af sjónvarpsviðtalinu. Og á blöðum minum er það á þessaleið: „Fyrri hluta vetrar var viðtalsþáttur I sjónvarpinu, þar sem Indriði G. Þorsteinsson ræddi við Þorstein bónda á Vatns- leysu. Sá þáttur var frábærlega skemmtilegur og athyglisverður fyrirýmsra hluta sakir. Þorsteinn er elskulegur fulltrúi þeirrar bændamenningar, sem ýmsir vilja nú hafa í flimtingum og bændastéttin má sannarlega gæta að sér að halda við lýði kjarki og glæsileik i liði sínu f líkingu við Þorstein á Vatnsleysu. Slíkt er hamingju Islands raunar ómissandi. Svipur bænda- þjóðfélagsins má aldrei hverfa, og hann helzt við með byggð um allt Island, — með því að bænda- stéttin láti borgarsvipinn ekki flatjafna alla persónulega glæsi- mennsku. Frásögn Þorsteins af festu hans fyrir byggingu Bændahallarinnar stækkaði hann mjög í mínum augum. Slíkra manna er ávallt þörf og aldrei meiri en nú.“ Þessi orð urðu of sein til að berast Þorsteini sjálfum, því að nú er hann fallinn, og fallinn á þann hátt, er slfkum skörungum hæfir. En þó skulu þau hér birtast. Ég sakna Þorsteins. Glaðværðar hans og glæsileiks. Aðalsbrag ís- lenzkra bænda bar hann í bezta máta. Þá von læt ég I ljós, að margir bændur þessa lands leitist við að tileinka sér svipmót Þor- steins. Konu Þorsteins og fjölskyldu allri flyt ég sarnúðarkveðju. Öllum vinum hans og islenzkri bændastétt. Megi merki Þorsteins lifa um aldir. 19. október 1974, Jónas Pétursson. ágætlega I Hamrakoti. Og öll fjöl- skyldan átti þaðan bjartar minn- ingar. Margt af þeim rifjaðist upp þegar ég kom þangað með móður minni sumarið 1969. Faðir minn hætti búskap f Hamrakoti vegna sjóndepru og dvöldust foreldrarminireftir það fyrst 2 ár að Orrastöðum og síðan önnur 2 ár í Grímstungu. En árið 1926 hófu þau búskap á Mosfelli í Svínadal, vegna þess að þau vildu ekki láta okkur Martein fara frá sér á meðan við vorum að alast upp Þetta var að mörgu leyti ánægulegur tími að Mosfelli. Búið var lítið og jörðin hæg. Við bræð- urnir vorum óráðnir, hvað gera skyldi og sinntum mikið fræða- grúski. Árið 1930 hættu foreldrar mínir búskap að Mosfelli og við bræð- urnir snerum okkur þá að lang- skólanámi, en þau fluttust aftur að Grímstungu, þar sem þau ílent- ust hjá Lárusi Björnssyni, bróður mínum, og hans ágætu konu Péturínu Jóhannsdóttur. Móðir mín hjálpaði föður mínum sjálf til hinstu stundar. En hann dó í Grímstungu árið 1939, 91 árs að aldri. Hún fluttist síðan fljótlega til Blönduóss, þar sem hún hefur átt heima siðan i hálfan fjórða tug ára og jafnan búið út af fyrir sig, nema síðustu 5 árin, sem hún dvaldist áHéraðshæli A-Húnvetn inga. Móðir mín ólst upp á fátæku heimili foreldra sinna, þar sem mikið var starfað og litlu sóað og bar þess merki til æviloka. Iðju- semi og sparsemi voru henni eig- inlegar. En auk þess hafði hún létta lund, lét sér smámuni í léttu rúmi liggja og öfundaði ekki þá, sem betur voru settir. Hún var sátt við meðbræður sina og alla tilveruna sem hún ætlaðist ekki til mikils af en treysti þvi að Guð stjórnaði eins og best mætti verða. Það er háttur hins nægju- sama að sætta sig við örlög sín og una glaður við sitt, hafa ekki áhyggjur af óútreiknanlegum til- gangi lffsins og mótaka með þakk- læti sérhvern vináttuvott með- bræðra sinna. Og þá er og komið að þvi, sem fékk mig til að taka mér penna í hönd við andlát móður minnar. Mér var kunnugt um, að hún bar þakklæti í huga til íbúa Húna- þings, þess byggðarlags, sem hún vildi ekki yfirgefa i lifanda lifi, ekki einungis til þeirra, sem eink- um réttu henni hjálparhönd, þeg- ar á bjátaði og kraftar tóku að þverra, heldur til allra hárra og lágra, sem Húnaþing byggja. Þessu síðbúna þakklæti kem ég hér með á framfæri. Jafnframt óska ég átthöfum mínum blessun- ar Guðs í nútíð og framtíð. Erlendur Björnsson. Frá timburverzlun Árna Jónssonar Sedrus viður (Western Red Cedar) Stærðir: 21/2"x5" Timburverzlun Árna Jónssonar og Co. hf., Laugavegi 1 48, sími 1 1 333 — 1 1 420. Glataður póstur. Póstur sendur til Steypustöðvarinnar h.f. og Vinnuvéla h.f., pósthólf 245 Reykjavik um 15. október, hefur glatast í pósti. M.a. bréfa, bréf frá Búnaðarbanka íslands til Vinnuvéla h.f. og frá Vegagerð ríkisins til Steypustöðvarinnar h.f., skilist til viðkomandi gegn fundarlaunum. Miðvikudaginn 30. okt. hefst námskeið að Norð- urbrún 1, fyrir konur, sem taka eða hafa hug á að taka börn í daggæzlu. Kennt verður á miðvikudögum og föstudögum, kl. 20—22. Kennsluefni: Föndur, leikir, söngur, sögur. V____________________________________________) WW| Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar ~ ~ ^ Vonarstræti 4 sími 25500 ffl Aðstoðarlæknar 2 stöður aðstoðarlækna á Lyflækningadeild Borgarspítalans eru lausar til umsóknar, frá 1. janúar 1975 til 6 eða 1 2 mánaða. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur og Reykja- víkurborgar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deildarinnar, fyrir 27. nóvember n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 25. október 1974. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar skemmdar eftir tjón: Ford Mavrick árg. 1974. Ford Mustang árg. 1972. Willys Jeep árg. 1 974. Mercedes Benz 250 árg. 1969. Fiat 850 árg. 1966. Fiat 1 100 árg. 1 966. Bifreiðarnar verða til sýnis að Dugguvog 9 — 1 1, Kænuvogsmegin, á mánudag. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora eigi síðar en þriðjudag 29. október. l/v!r~!vv SJÖVATRYGGINGABFÉLAG ÍSLANDS í Bifreiðadeild. Suðurlandsbraut 4, sími 82500 S]E]^E]G]E]E]G|B]B]G]E]E]G]E]E1E]B]E]E]B] Hvar er Sjgrún????? Hún er í Álfheimum 4. Þaö fæst margt hjá Sigrúnu: Á dömur: Á börnin: Glæsilegir jólakjólar á 3 — 10 ára. Loðkápur á 1 — 5 ára. Tviskiptir barnagallar á 1 /2 — 5 ára. Úlpur, buxur, peysur, skyrtur úr jersey og terylene, sokkar, nærföt, einnig úr ull, náttföt. Ungbarnafatnaður og sængurgjafir. Brjóstahöld og buxur, náttfatnaður, undirkjólar, sokkab., sokkar, blússur úr terylene og jersey, snyrtivörur, hárburstar og margt, margt fleira. Opið ð laugardögum. Vöruúrvalið er hjá okkur. Sjón er sögu ríkari. Sigrún Heimaveri Álfheimun 4 TILKYNIMING frá lögreglunni í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi beinir þeim tilmælum til bifreiðaeigenda og annarra ökumanna, að þeir láti stilla Ijósker bifreiða, sem þeir eiga eða stjórna. Á næstunni munu gerðar ráðstafanir til að tryggja, að ákvæði um Ijósastillingu séu haldin. Jafnframt eru ökumenn varaðir við því að vanrækja notkun stefnuljósa lögum samkvæmt, en brot á þeim ákvæðum munu eftirleiðis kærð eigi síður en önnur umferðarbrot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.