Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
3
úr verinu
EFTIR EINAR SIGURÐSSON
ÍBORG
PALMANNA
Tilgangur ferðalagsins vestur
var að sitja aðalfund Coldwater,
sem haldinn er einu sinni á ári f
Bandaríkjunum, þar sem öll
stjórnin kemur saman, en f henni
eru 8 frystihúsamenn búsettir á
Islandi, forstjórinn og bandarísk-
ur lögfræðingur búsettir f
Ameríku.
I leiðinni er svo ætlunin, að við
þrir höldum til Japans til þess að
líta eftir fyrirtæki Sölumið-
stöðvarinnar þar. En þvf er verið
að segja frá þessu, að ætlunin er
að staldra við i San Fransisco í
Kaliforníu, fjölmennasta ríki
Bandaríkjanna. Þar fannst gullið
forðum, sem ýtti mikið undir bú-
setu. Þar dafnar mikil menning,
og þar er til að mynda kvik-
myndaiðnaðurinn, sem kynnt hef-
ur Bandaríkin utan síns heima-
lands meira en nokkuð annað,
bæði að illu og góðu. Þar er allt
milli himins og jarðar, sem hugur-
inn girnist.
En það var ekki ætlunin að fara
að telja upp gull og gersemar
Kalifornfu, heldur að skýra frá, af
hverju leiðin lá um San
Francisco. Þegar komið var alla
leið til New York, var orðið stytzt
að fara vestur yfir þvera Amerfku
til Japans. Auðvitað mátti fljúga
þetta í einum áfanga og þá helzt
einhvers staðar yfir pólinn, en
það flug tekur 15 klukkustundir,
og þegar manni fannst nú orðið
nóg um að hafa 6 tíma áfanga frá
Reykjavík til New York, sem urðu
12 með öllu, sem í kringum ferð-
ina er, varð það að ráði að hafa
ekki öllu lengri áfanga en Atl-
antshafið, en leiðin yfir þvert
meginland Ameríku er álfka. Svo
er ætlunin af sömu ástæðu að
skipta því sem eftir er í tvo
áfanga með viðkomu í Honolulu á
Hawaii, sem verða álfka áfangar.
Um ferðina heim frá Japan er svo
ekkert ráðið.
En þetta eru nú allt mála-
lengingar, en kannski ekki alveg
ónauðsynlegar fyrir þá, sem
kynnu að leggja á sig að lesa
þessa pistla.
Eins og hinir ferðaþyrstu Is-
lendingar vita nú flestir orðið, er
4 tfma munur á klukkunni á
Islandi og í New York, hvað hún
er seinni, og 3 tímar komu í við-
bót, þegar komið var til San
Francisco. Þetta átti eftir að
halda svona áfram, þar til við
höfðum tapað heilum degi. Þetta
reyndi Filfus Fog á sinni 80 daga
hnattreisu hjá Jules Verne.
Allir sem ferðast með flugvél
yfir stóru löndin verða strax
þreyttir á að horfa út um glugg-
ana, akurlendi og skógar, borgir
og þorp, allt hvað öðru líkt, nema
óbyggðirnar. Þær eru alltaf jafn-
stórkostlegar, þar sem náttúran
er ósnortin frá örófi alda.
Og meginland Amerfku er
engin undantekning í þeim efn-
um, en það verður að bíða betri
tíma að lýsa því. En eitt þarf að
minnast á, af því að það er hvatn-
ing til að gera betur heima, en
það er einfaldleikinn við af-
greiðslu vélanna, þessara ferlfkja,
sem taka 500 manns.
Þegar leigubifreiðin nemur
staðar við flugstöðina, stendur
þar maður, setur miða með núm-
eri á farangurinn, og farþeginn
snertir hann ekki með minnsta
fingri. Enginn burður, engin vigt-
un, farmiðanum er svipt úr heft-
inu og sætisnúmerið stimplað
með vél á útgönguspjaldið. Hand-
farangur er látin á færiband, um
leið og maðurinn sjálfur labbar „í
gegn“ og geislar gá að, hvort
nokkuð sé járnkyns, sem nota
mætti sem vopn. Þetta gengur
jafnhratt og farþeginn gengur.
En það lfður sjálfsagt nokkur
tími, þangað til sami háttur verð-
ur hafður á fluginu heima á
lslandi. Islendingar þurfa alltaf
að flytja svo mikið með sér og
kaupa svo mikið. I millilanda-
reisum eru þetta leifar frá inn-
flutningshöftunum og tollmúrun-
um. En nú ætti þetta að fara að
breytast og er sjálfsagt að því
smátt og smátt.
Það er ekki mikið hægt að sjá af
750.000 manna borg á einum degi
og margra milljóna á helzta ferða-
mannatímanum. Bezta leiðin til
þess að sjá sig um er að fara í
skoðunarferðir með „Gráa hund-
inum“, en hann er um öll Banda-
ríkin og er ekkert óáþekkur nýj-
ustu langferóabílunum heima,
tslendingar eru þar komnir
nokkuð langt.
Þó að menn skilji ekki allt, sem
leiðs'ögumaðurinn segir, nema þá
þeir, sem eru mjög góðir í ensku,
ná þeir þræðinum eins og í ensk-
um kvikmyndum, og það er nóg,
því að sjón er sögu ríkari, og það
er líka ómögulegt að melta þau
ósköp af byggingum, minnis-
merkjum, frægum stöðum,
menningarverðmætum og svo ótal
mörgu.
Líklega er Golden gate brúin
—„Gullna hliðið“— eitthvert
frægasta undur San Francisco.
Þar getur að líta mestu fjarlægð
milli brúarsporða í heiminum.
Skyldi Borgarfjarðarbrúin hans
Halldórs slá hana út?
Það eru margir dásamlegir
staðir í þessari fjölbreytilegu
borg. Geysilegur hæðarmunur er
á lægsta hluta hennar og þeim
hæsta. Það vekur f urðu manns, að
bílar skuli geta ekið þar. Jafn-
framt þvf fara um borgina spor-
vagnar, sem ganga fyrir raf-
magni, engin loftnet, heldur
aðeins rafmagnsgeymar. Fólkið
situr og snýr út að götunni og
skoðar sig um. Sumir vagnarnir
gætu verið 100 ára, svogamaldags
eru þeir, en þeir eru ávallt fullir
af ferðamönnum, sem fara með
þeim upp þessa snarbröttu vegi.
Það væri hægt að skrifa heila
bók um San Francisco, því að þar
er sagt, að séu að sumarlegi 2
milljónir ferðamanna.
Eitt það dásamlegasta f borg-
inní eru 2 undurfagrir garðar.
Þar eru gysilega stórar og fagrar
byggingar, og má minnast á hin
gríðarstóru ferðamannahótel.
Lyfturnar fara milli tugi hæða og
eru í gangi allan sólarhringinn.
Þær eru allar úr gleri, utan á
hótelunum, og gengur öflugur
stálteinn upp úr miðri lyftunni.
Utsýnið er dásamlegt.
Lyfturnar nema staðar á neðstu
hæð, þar sem’ selt er allt milli
himins og jarðar f svonefndum
drug-shops eða apótekum. Þetta
er ólíkt eða heima á Islandi, þar
sem lyfjafræðingarnir eru á hjól-
um. Ég spurði um piilur við
þursabiti, sem séra Jes A. Gísla-
son í Vestmannaeyjum hafði þýtt
svo meistaralega danska orðið
hekseskud. I þessu apóteki fékk
ég belgi — pain — og sagðí lyfsal-
inn, að ég skyldi taka 2 til að
byrja með. Verkurinn var horfinn
eftir 2 daga.
Stúlka við borðið afgreiddi mig
og benti mér á E-vítamín, sem
voru í pundsdósum. Þetta var
mikil sölukona og hafði þennan
formála fyrir E-töflunum: „Hús-
bóndi minn er þrígiftur og býr nú
með 4. konunni og á 3 ástkonur.
Boxin eru með 200 styrkleika ein-
ingum, 400 og 1000. Þetta eiga að
vera náttúruefni. Húsbóndinn
tekur 1000 eininga belgi á hverj-
um degi.“
Fram hjá okkur gengur flug-
kafteinn með 4 borða á ermunum.
Hann lítur glaðlega til okkar, ung-
frúarinnar og mín, og segir glað-
klakkalega: „Ég nota 1000 ein-
inga pillu daglega".
Umhverfi borgarinnar er
undurfagurt og urmull af villtum
fuglum líkt og komið væri til
Vestmannaeyja. Brim er við kiett-
ana. En samt sækja ferðamenn-
irnir f fisk og safna þeim i poka.
Fiskurinn er að sjálfsögðu
veiddur á stöng.
Niðri við höfnina er aragrúi
sportbáta, sem veiða fisk. Iðulega
fara bátarnir fullir af ferðamönn-
um með veiðistengur til þess að
svala sport- og veiðilöngun þeirra.
Þarna eru allar gerðir báta, og
eru þeir ýmist einkabátar eða
leigubátar.
Með fram aðalgötunni við sjó-
inn er urmull verzlana, sem selja
ferðamönnum matreiddan fisk.
Rétt ofan við aðalstrandgötuna er
margra hæða „niðursuðuverk-
smiðja", sem breytt hafði verið í
stórt matsöluhús. Áfast og út af
stærstu bryggjunni er stórglæsi-
legt matsöluhús, og er það mörg-
um sinnum snyrtilegra og meira
aðlaðandi en fiskmatstaðir heima,
og þarna biðu ferðamenn f 40
mínútur til þess að komast að.
Það er svo margt, sem hægt er
að segja um San Francisco og
fisksölu Coldwater þar, en ein-
hvers staðar verður að Iáta staðar
numið við að lýsa borg pálm-
anna, garðanna og fegurðarinnar.
Við höfnina.