Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÖBER 1974 Cornelis Cornelis gerir mikið af þvl að gretta sig enda verið fenginn til að leika í fjórum kvikmyndum um Vreeswijk kemor til stríða okknr 0 Hún verður ekki af lakara taginu heimsóknin, sem við fáum I fyrstu viku næsta mánaðar. Hingað til lands koma danska vlsnasöngkonan Trille og sænsk-hollenzki „trúba- dúrinn" Cornelis Vreeswijk. Q Hvort tveggja eru þetta úrvals- listamenn og vlst er, að Vreeswijk ersá vlsnasöngvari á Norðurlöndum, sem nýtur mestra vinsælda hér á landi. Þótt aðdáendahópurinn sé ekki ýkjastór á heimsmælikvarða, nokkur hundruð, þá er ákafinn því meiri vegna deyfðarinnar og fátæktarinnar I skemmtanalifinu hér almennt. Það er að tilhlutan Norræna hússins sem þau tvö koma hingað, en á vegum hússins hafa komið nokkrir aðrir vlsnasöngvarar frá Norðurlöndum og þar á meðal Trille, en þetta er efalaust merkasta heim- sóknin fram að þessu. Þau Cornelis og Trille koma til landsins 3. nóvember, þ.e. næsta sunnudag, og verða fyrstu tónleik- arnir fimmtudaginn 7. nóvember. Reyndar stóð til, að þau kæmu ekki fyrr en 8. nóv., en á þvl var gerð breyting. Þau verða nefnilega með tónleika I Færeyjum 1. og 2. nóvem- ber og ákváðu að flýta förinni hingað til að fá betra tækifæri til að skoða sig um é íslandi. En fyrstu tónleikarnir verða sem sagt fimmtudaginn 7. nóv. og þeir næstu laugardagseftirmiðdaginn 9. nóvember. Á þessum tónleikum koma þau Trille og Vreeswijk fram saman, en slðan er ætlunin að efna til tveggja hljómleika, þar sem þau koma fram hvort i slnu lagi. Þegar er ákveðið, að Vreeswijk komi fram sunnudaginn 10. nóv. og verða þeir tónleikar á vegum Sænsk- islenzka félagsins. Héðan munu þau fara 11. nóv., en Dansk-islenzka fé- lagið á enn eftir að ákveða, hváða dag Trille heldur sína „sóló"tón- leika. Cornelis Vreeswijk hefur sungið inn á margar hljómplötur, sem fáan- legar hafa verið i verzlunum hér- Um það leyti. sem fyrsta platan kom út. Sjaldan verið grennri. Um 1970. Allur far- inn að bústna. lendis, og þótt útvarpið bjóði sjaldan upp á visnasöng i dagskránni hefur það þó borið við einstöku sinnum og að öðrum ólöstuðum á Jón Múii líkast til mestar þakkir skildar i þeim efnum. f morgunútvarpinu hefur Jón Múli ósjaldan „lætt plötu á fóninn" með Vreeswijk, eins og Jökull myndi orða það. Á dögunum kom 13. platan, sem Cornelis hefur sungið inn á. „Geting- honung" heitir hún eða „Geitunga- hunang". Vreeswujk býr i Hollandi ásamt eiginkonu sinni um þessar mundir, en skauzt nýlega til Svíþjóð- ar til að kynna nýju plötuna. Þaðan hélt hann í tónleikaferð til Noregs. Færeyja og fslands og i blaðaviðtali nýlega sagðist hann mundu syngja á sænsku, en einnig svolítið á hollenzku „til að striða þeim svolitið". Vreeswijk ætlar sem- sagt að striða okkur, en það er þó bót i máli, að nú erum við viðbúin. Eins og við tökum fram byrjaði hann að spila og syngja 1959, en opinber skemmtikraftur varð hann um þetta leyti árs fyrir einmitt tíu árum. Vreeswijk heldur þvi upp á 10 ára listamannsferil sinn hér á fs- landi. En það eru sem sagt bjartir tímar framundan hjá íslenzkum áhuga- mönnum um vísnasöng: Fjórir tón- leikar úrvalskrafta á fáum dögum. Vreeswijk hefur um margra ára skeið verið mjög vinsæll i Sviþjóð, sem hann litur á sem föðurland sitt, þótt hann sé af hollenzku bergi brotinn. Hann fæddist I Velsen árið 1937, en fluttist með foreldrum sínum til Sviþjóðar érið 1949, tólf ára að aldri. Þar hefur hann búið siðan. Vreeswijk er litrikur persónuleiki og vinsæll blaðamatur i Svíþjóð. Hann er hreinskilinn og opinskár og er yfirleitt ekki að skafa utan af hlutunum. Og það verður tæpast sagt um hann, að hann sé sérlega sómakær. Fyrir nokkru hafði t.d. sænskur blaðamaður pantaði viðtal við hann og þegar Vreeswijk kom til - Heldur upp á 10 ára listamannsferil á íslandi á 4 hljómleikum í Norræna húsinn í næstn vikn dyra brá blaðamanni heldur betur i brún. Fyrir framan hann stóð Vreeswijk berrassaður. Af þessum sökum og ýmsum áltka er Vreeswijk nánast orðinn þjóð- sagnapersóna i Svíþjóð allt frá þvi hann sendi frá sér sina fyrstu hljóm- plötu. Og nafn hennar lýsir kannski persónunni vel. Hún heitir „Ball- ader och offörskámdheter", sem samkvæmt orðanna hljóðan útleggst á íslenzku: Ballöður og óforskömmu- legheit. Næsta plata ber reyndar næstum þvi sama nafn eða Visur og óforskömmugheit og sú þriðja Ballöður og grettur. Það sem gerir heimsókn Vreeswijks nú ef til vill ánægjuleg- asta er sú staðreynd, að um þessar mundir mun hann vera i miklu stuði. Það er nefnilega svo, að hann þykir dyntóttur og skapið töluverðum breytingum undirorpið. En Slagsiðan hefur þær fróttir frá Danmörku, að hann hafi gert mikla lukku, þegar hann var þar fyrir nokkru. Þá hefur hann verið með "show" I Stokkhólmi, sem notið hefur mikilla vinsælda. Slagsiðan ræddi á dögunum við Maj-Britt Imnander. forstjóra Norræna hússins, sem á heiðurinn af komu Trille og Vreeswijks hingað til lands og bjóst hún síður við, að hann byði upp á þessa dagskrá hér. — Við spurðum Maj-Britt að þvi hver væru tildröjjin að komu þeirra Trille og Cornelis hingað og sagði hún, að leiðin hefði eiginlega legið I gegnum Danmörku. Hún hefði komizt i samband við umboðsmann skemmtikrafta i Kaup- mannahöfn vegna hingaðkomu ann- arra listamanna. Umboðsmaðurinn hefði orðað það við hana, að Trille kæmi hingað og skemmti I Norræna húsinu. f það sinn hefði hún reyndar verið á höttunum eftir sænskum vísna- söngvara og féll málið þvi niður I bili. Siðar hefði hún fengið bréf frá um- boðsmanninum, þar sem hann bauð henni að fá bæði Trille og Vreeswij, en þau komu fyrst fram saman I tónleikasal Tivolí í Kaupmannahöfn sumarið 1970, eins og fram kemur annars staðar á siðunni. Þessu tilboði hefði hún að sjálf- sögðu svarað játandi. — Maj-Britt sagði, að Cornelis hefði sýnt mikinn áhuga á að koma hingað til lands og væri það reyndar svo um flesta erlenda listamenn, sem hún hefði haft kynni af í starfi sinu. Nefndi hún sem dæmi, að Sven-Bertil Taube hefði verið mjög spenntur fyrir þvi að koma hingað á Listahátíð fyrr á þessu ári, eins og til stóð. fsland virtist hafa eitthvert að- dráttarafl. Aðspurð um hvort ekki væri óhætt að segja, að Cornelis væri vinsælasti visnasöngvarinn í Sviþjóð, vildi hún ekkert fullyrða. Hún kvað það þó sennilegt vera, en erfitt væri hins vegar að gera sér almennilega grein fyrir þvi. f Sviþjóð væri vísnasöngur mjög vinsæll og stór hópur manna. sem stundaði þá iðju. Hún nefndi sérstaklega Sven-Bertil Taube, sem nyti mikilla vinsælda. Hann hefði gert marga skemmtilega hluti með hljómsveitarstjóranum Ulf Björlin og hugmynd hefði komið upp um, að þeir kæmu saman hingað og héldu tónleika með Sinfóniuhljómsveit fs- lands. — Það þarf náttúrlega ekki að spyrja hvernig þér finnst Vreeswijk? — „Ég hef mjög gaman að því að hlusta á hann, eins og t.d. Bellmann- plötuna. Á henni kemur eitthvað nýtt fram fyrir okkur, sem þekkjum Bellmann og höfum heyrt hann túlk- aðan af ýmsum listamönnum. Og ég held, að hann komist mjög nálægt hinu upphaflega. Þá má ekki gleyma, að margt af hans eigin ijóðum og lögum er mjög gott. En á plötunni, þar sem hann syngur Ijóð Lars Forssell (þekkt sænskt Ijóðskáld) kemur næmi hans vel í Ijós. Ég var svolítið undrandi hvað hann gerði þetta vel. því i fijótu bragði virðast þeir tveir vera mjög ólíkir. Þarna sýndir hann hversu næmur túlkandi hann er." Visnasöngur er rík hefð i Sviþjóð. Þar ber hæst Bellmann, Ferlin og Evert Taube, nöfn sem flestir fslend- ingar kannast sjálfsagt við. En af yngri kynslóðinni eru líkast til þekkt- astir Sven-Bertii Taube (sonur gamla Taube), Fred Akerström, sem komið hefur hingað á vegum Norræna hússins og siðast en ekki sizt Cornelis Vreeswijk. Þessir þrir eiga einna rikastan þátt í endurreisn sænskrar visnahefðar upp úr 1960, og siðan hefur staðið blómaskeið þessarar tónlistar þar og hefur hún reyndar teygt arma sína langt út fyrir Svíþjóð. Það var einmitt um þetta leyti, eða árið 1959, tiu árum eftir að Vreeswijk fluttist frá Hollandi, sem hann hóf að semja texta og lög til að flytja sjálfur. Og svo miklum vin- sældum náði hann og þeir félagar, að jafnvel Bftlunum tókst ekki að yfirgnæfa þá með sinum rafmagns- giturum ítónlistarbáttumSænska út- varpsins. Fyrst um sinn flutti Vreeseijk einn- ungis eigin Ijóð og lög, en nú síðari árin hefur hann snúið sér einnig að verkum annarra, eins og kom fram hjá Maj-Britt hér að framan. Auk platna með pistlum Bellmanns og Ijóðum Forsseus hefur hann sungið inn á plötu Ijóð og lög Evert Taube. Vreeswijk hefur hlotið margs kon- ar viðurkenningu i heimalandi sinu og má nefna, að árið 1969 hlaut hann verðlaun sænskra hljómplötu- útgefenda bæði sem bezti vísna- söngvarinn og bezti lagasmiðurinn. Þetta hefur verið gott ár hjá Vreeswijk, þvi þá hlaut hann einnig svokallaðan Evert Taube-styrk, sem þykir mikill heiður. Það er þrennt sem Vreeswijk þyk- ir, eða þótti allavega, mjög gott, en það er matur, brennivfn og bjór. Enda er eftirtektarvert að bera saman myndir af honum á fyrstu plötunum og svo þeim, sem sfðar komu. Það er varla að maður sjái, að um sé að ræða sama manninn. Þau Trille munu búa I Norræna húsinu meðan á dvöl þeirra stendur hér og þótt við efumst ekki um, að hann komi til með að hafa það gott þar, á hann eflaust eftir að sakna bjórsins. Ef hann er likur vini sinum Fred Akerström er hætt við, að söknuður- inn verði mikill, því að eitt sinn er Slagsíðan var á tónleikum hjá Frek I Sviþjóð, svalg hann tiu bjóra meðan á tónleikunum stóð. En við skulum vona, að þetta standi Cornelis ekki fyrir þrifum, og hann verði ósvifinn og grettinn að vanda. — h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.