Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974 Helgi Tryggvason: Hallgrimur Pjeturson og börnin. Hallgrimur Pétursson „Sá deyr ei, sem heimi gaf líf- vænt ljóð.“ Þessi orð Einars skáldspekings Benediktssonar eru alltaf að rætast á séra Hall- grími Péturssyni, og kannski aldrei augljósar en nú, því að sálmar hans og óbundið mál frá hans hendi berst á bylgjum ljós- vakans yfir land allt, og minn- ingarkirkja hans ris hærra en öll venja er um kirkjur hér á landi, — fyrir ötula forgöngu hinna fáu og samtakamátt hinna mörgu, sem viðurkenna i verki þakkar- skuld sina, foreldra sinna og niðja við trúarskáldið, hinn mikla upp- alanda i kristinni trú. Matthías sagði 1874 i lok kvæðis síns „Atburó sé ég.“ í tilefni þess, að tvær voru aldir liðnar frá and- láti skáldsins, — kvæðis, sem má telja að fagurri reisn og andans innblæstri eitt hið stórkostlegasta frá hendi höfundarins, og þannig mjög hæfandi yrkisefninu: „Trúarskáld, þér titrar helg og klökk,/tveggja alda gróin ástar- þökk./Niðjar Islands munu minn- ast þín/meðan sól á kaldan jökul skin. En í Akureyrarkirkju 1914, þegar séra Matthías minntist þrjú hundruð ára fæðingarafmælis „vors ódauðlega skáldmærings," breytti hann hendingu og sagði: „tveggja, þriggja alda hjartans þökk.“ Og nú er komið á fjórðu öldina síðan Passíusálmarnir fóru að vinna verk sitt, verk, sem enn heldur áfram hérlendis og í mörg- um og æ fleiri öðrum löndum, eftir því sem þeir birtast á fleiri þjóðtungum, enda er séra Hall- grimuralmennttalinn meðaiallra fremstu sálmaskálda kristninnar. Fyrir nokkrum árum bættist ný þýóing við á ensku og Hallgríms- söfnuður gaf út, þar sem meira að segja lengd hverrar hendingar og bragarháttur hefur verið látinn haldast. Þetta afreksverk vann enskur maður, sem dvaldi fjölda ára á Islandi og vann íslenskri þjóð afburða vel, Arthur Gook, sem allt miðaldra fólk og eldra hér á landi kannast við. Meðal þeirra, sem hafa lokið lofsorði á þá þýðingu, er Richard Beck, pró- fessor og skáld sem stendur jafn- traustum rótum f enskum og ís- lenskum heimi. Sami söfnuður er nú að senda frá sér þýska þýð- ingu. Og ungversk þýðing er bráð- lega væntanleg. Þegar minnisvarði Hallgríms Péturssonar við Dómkirkjuna var afhjúpaður, lét Pétur Pétursson biskup svo um mælt, að hjá hon- um væri allt svo hátt og djúpt og einfalt, fullt af Guðs krafti. Hann benti á, hversu sálmareða einstök vers Hallgríms „fylgi mönnum alla ævi í freistingum og mæðu lífsins eins og heimneskur hlffi- skjöldur". Skýringuna hvað hann vera þá, að honum hafi svo að- dáanlega tekist að sameina há- fleygar hugsanir við einfaldleik kristinnar trúar. Svipað verður ýmsum að orði, sem rita um skáldið. Arne Möller segir í lok bókar sinnar um Passfusálmana, að ekkert skáld hafi taiað með svo hreinni barns- rödd og heilögum einfaldleik og Hallgrímur. Dr. Sigurður Nordal segir: „Ef til vill er það einlægn- in, öllu fremur en innileikurinn og mildin (sem hann einnig met- ur mjög mikils), sem hefur var- veitt Passíusálmana svo lengi sf- unga kynslóð eftir kynslóð." I síðastasamtali okkar dr. Nordals fyrir nokkrum misserum spurði ég hann, hvort okkur bæri ekki að meta Hallgrím Pétursson sem mesta uppeldismálamann á Is- landi fyrr og síðar. Kvaðst ég hik- laust gefa honum mitt atkvæði, og nefni til þess nokkur rök. Hann svarði rólega og skýrt að vanda, og kvaðst ekki kunna að nefna annan honum fremri á því sviði, — og bætir við: Þú ættir, frændi sæll, að rekja þetta nánar á opin- berum vettvangi. Skal núK reynt að drepa aðeins á nokkur atriði í þessu sambandi, en mjög stutt- lega að sinni. Bænavísur og vers Hallgrfms Upp- eldis- leið- tog- inn urðu fljótlega og hafa síðan verið fjölda barna um allt land fyrstu bænir, sem mæður báðu mcð þeim og kenndu þeim. Þau stef urðu börnum kær og fylgdu þeim oft alla ævi. Síðustu hugsanir að kvöldi eru mjög þýðingarmiklar, þegar dagsins ys er lokið og að augum sækir svefn. I bænavers- inu er horft til himins og öryggi færist yfir. Þetta gefur nætur- hvíldinni meira gildi. Þegar svo er vaknað að morgni og hugsað til dagsins, er líka hressing að fá morgunstefið til samfylgdar og hugsa til verndar himnaföðurinn „í frelsarans Jesú nafni". Formæður okkar og forfeður vissu, að það er drjúgt, sem drýpur, þegar um góðar venj- ur er að ræða. Þegar fullorðnir fara með bæn- ir með börnum, minnast þeir ósjálfrátt eigin bernsku í foreldrahúsum (og jafnvel afa og ömmu líka), og næra þar með sína barnslegu einlægni ogtrúartraust með hendingum Hallgríms, sem þrungin eru barnslegri einlægni. Þannig hafa ættliðirnir stutt hvern annan gagnkvæmt. En nú hefur kynsióðabilið verið fundið upp og gælt heldur en ekki við það með uppeldislegu kæruleysi, sem villir ýmsa afleiðis. Prófessor Magnús Jónsson vík- ur réttilega að því hvað eftir ann- að í bók sinni um séra Hallgrim, að löngunin til að fræða sé miklu ráðandi í skáldskap hans. Þannig séu heilræðavísur Hallgrims fræðsla í lffsvísdómi, nokkurs konar unglingaskóli, og geti þó fullorðnir haft gagn af. Um „Ung- um er það allra best“ segir hann: „Er vafasamt, hvort nokkurt kvæði hefur verið lært af fleiri börnum á Islandi en þessar vísur. Og um þær hefur fyrir löngu verið kveðinn upp sá hæstaréttar- dómur, sem ekki verður áfrýjað.“ (Bls.329). Enn segir m.J.: „Þegar H. fer að yrkja heilræðakvæði, finnst manni, að engu megi sleppa. Þar er allt fullt af speki og mannviti. Hvar sem Hallgrímur gekk, stráði hann fróðleik og fræðslu á veg sinn. Fáum hefur verið gefið það í eins ríkum mæli að láta list og fræðslu haldast í hendur." Hér ber þó að hafa ávallt í huga, að fræðsla skálds Passíusálmanna voru hugleiðingar, sem miðuðu fyrst og fremst að því að gera hvern mann, líka höfundinn, sjálfan, að betri manni, að sönnu barni síns himneska föður, þakk- látu og þolnu 1 þrautum, fylgjandi Jesú, jafnvel hans erfiðustu spor, enda þótt trúin væri ekki svo full- komin eins og vera ætti. Hann höfðaði til skynsemi, tilfinninga- lífs og viljalífs jöfnum höndum, og þess vegna urðu siðbætandi áhrif hans svo haldgóð og varan- leg. Hann sneri saman báða þætt- ina, rétta kenningu og rétta breytni, eins og vor heilaga Ritning gerir. Játning og bæn skáldsinsí 12. versi 15. sálmshafa endurrómað í hjörtum margra heyrenda og lesenda þessara sálma: Víst er ég veikur að trúa, / veistu það, Jesú, best;/ frá synd- um seinn að snúa,/ svoddan mig angrar mest./ Þó framast það ég megna/ þfnum orðum ég vil/ treysta og gjarnan gegna;/ gef þú mér náð þartil. Kristin kirkja telur Passíu- sálmana orta út af mikilfengleg- ustu meginatburðum þeim, sem Biblían skýrir frá, ógnþrungn- ustu átökum milli góðs og ills. Hallgrímur talar alltaf um Biblí- una sem Guðs orð og notar hana þannig, og flestir eiga svo auðvelt að veita einmitt þeim manni sam- sinningu um það mál. I fylgd með honum komast svo margir nær Guði en endrarnær. Bænaversin í Passíusálmunum eru sögð vera nær 70, auk margra versa um bænina og nauðsyn þess að biðja. Vel er hann að sér í Ritningunni, tekur mörg dæmi þaðan og leggur út af þeim með andríki, næmleik og nákvæmni. Ef njótendur þess- ara ljóða hefðu ekki skynjað djúpt i hjarta sínu, að það er boðskapur rakleitt frá himnum, sem ómar í hendingum Hallgríms, myndu þeir ekki eins fúslega hafa hlýtt á eða seilst eftir að lesa þau öld eftir öld. En eintal sálarinnar hjá höfundinum hefur þau áhrif á viðstadda, að þeir einnig komast á eintal við Guð sinn. Þetta er líka tilgangur skáldsins, eins og greinilega sést í bæn í inngangs- versunum að fyrsta sálmi, sem endar þannig: „Síðan þess aðrir njóti með.“ íslendingar hafa verið sneyddir því hlutskipti, sem margar þjóðir hafa hrósað sér af í rfkum mæli, en það eru forn og fögur hús, sem víða í löndum eru hin virðuleg- ustú og varanlegustu listaverk aldanna. Islendingar lærðu ekki að yrkja stuðla í stein, og er mikil eftirsjá að slíku. Efni áttu þeir ekki eins hentugt og vfða annars staðar er að finna. Með því að engin slfk gömul og göfugleg hús eru til hér á landi, hefur það oft hent tslendinga, sem ferðast erlendis, að kunna lítt að meta þennan dýrmæta og fornhelga arf. Þeir hafa lítið hugsað út í það, að tignarleg kirkjuhús hafa tekið undir verndarvæng sinn fjölda marga ættliði þjóðarinnar, um langan aldur, jafnvel meira en þúsund ár. Þegar menn höfðu gert þessi hús úr garði eins vel og unnt var með snilld og tilbeiðslu- anda, þrautseigju og nákvæmni, voru þau stöðugt helguð sama hlutverki, sömu himinleitandi hugsunum þeirra, sem inn komu og áttu þar sameiginlega stund. Stuðlastoðir, hvílandi á undirstöð- um jarðarinnar, lyftu bygging- unni hátt og bentu til himins. I sjálfum stfl margra fornra kirkju- bygginga er andi lotningar og til- beiðslu. Og meðvitundin um það að vera f sporum og umhverfi hinna fjölmörgu, sem áttu sínar háleitustu hugsanir í feðranna trú á slíkum heilögum stað, hefur verið hverri kynslóð trúarstyrk- ur. Um það er gott að hugsa, að trú feðranna veitti þeim þol og þrek til að mæta erfiðleikum með Guðs hjálp f lífi og dauða. En mér verður oft hugsað til þess, að f rauninni höfum við Is- lendingar átt samt sem áður eina slíka allsherjar dómkirkju, með sínar traustu stuðla stoðir og himinleitandi hvelfingar, — með sín guðdómlegu ölturu og fjölda fagurra listaverka í myndum frá starfi Jesú, lífi og dauða, eins og er að finna í mörgum veglegum dómkirkjum. I þessa dómkirkju hefur höfuðprestur landsins kall- að þjóðina til guðsþjónustu jafn- vel á hverju kvöldi hluta úr árinu um langan aldur. Þessi dómkirkja eru Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar. Eitt af ættgrónum einkennum íslensku þjóðarinnar eru ljóða- gerð hennar og Ijóðaást, hin sér- stöku og sterkmótuðu stuðlamál, svo að engin þjóð á sér nándar nærri slfk fagurmótuð listaverk að öllu ytra formi, og það eins þótt litið sé langt til baka, t.d. til Rómverja og Grikkja. Nú var séra Hallgrímur meðal allra færustu Islendinga fyrr og sfðar í braglist. Um það vitna ekki síst vísur hans og kvæði af veraldlegu tagi. I tslandssögubók þeirri, sem Iærð hefur verið við framhalds- skóla landsins um áratugi, segir á þessa leið um Hallgrím Péturs- son: „Ekkert af sálmaskáldum vorum nær honum í háleitri ein- feldni, orðgnótt og hugmynda- gnótt, en höfuðeinkennið á kveð- skap hans er þó lifandi trú og traust á guðdóminum, sönn auð- mýkt og undirgefni undir vilja forsjónarinnar og brennheit elska til skaparans og lausnarans." Á þessa leið hefur skoðun þjóðar- innar jafnan verið á Hallgrimi og verkum hans. I sambandi við meðferð Passíu- sálmanna og tilheyrandi hugvekj- ur á föstunni má drepa hér aðeins á nokkur atriði uppeldislegs eðlis. Fullorðnir og börn lúta sama sið- ferðilegu valdi. Börn finna, að þeir eldri álíta sig ekk upp úr því vaxna að vera börn síns himneska föður. Yngri kynslóðin venst virð- ingu fyrir þeirri stund, þegar heimafólkið á öllum aldri situr hljótt og hlustandi á virðulega fluttan boðskap, eða tekur jafnvel allt þátt í með söng. Börn skilja ekki allt í Passíusálmunum, en þó margt að meira eða minna leyti, og sumt vel. Vísnastefjum vönd- ust börn löngum við frá ungum aldri og var tiltölulega tamt að muna þau. Endurtekning frá ári til árs jók skilning og festi betur í minni. Og hvert ár bætir nokkru við almennan skilningsþroska. Fullorðna fólkið vitnar stundum í stef sálmanna, sem tengd eru viss- um atvikum eða viðhorfi, til þess að árétta lífssannindi, og unglingarnir kannast við þetta allt frá húslestrunum, sem fluttir hafa verið ár eftir ár. Skáldið vitnar oft í staðreyndir þess efnis, að rétt viðbrögð við þeim eru svo augljós, að allir sjáandi geta séð og heyrandi heyrt. Skáldið leggur ávallt kapp á að vinna að aukinni virðingu fyrir boðum Guðs og réttum samfélags- háttum, bæði hjá hærra og lægra settum í þjóðfélaginu. Hann legg- ur áherslu á hlutverk hvers og eins aðila, foreldra, barna, hjúa, kennimanna og handhafa verald- legs embættis. Kenning hans um skyldur réttarfarsins og ádeiia hans á ranglætið f margs konar gervi er einarðleg mjög og „lík hvellum lúðurhljómi“, eins og hann segir kenningu prestanna eiga að vera. En þegar til þess kemur að þola ranglætið, bendir hann á hógværð og hugrekki Jesú og leggur út af þvi. Svona má halda lengi áfram að telja. Þannig fær Hallgrimur þjóð sinni í hendur siðfræði af hæstu gráðu, þ.e. tæki til einlægrar og öflugrar innrætingar kristins hugsunarháttar og siða, sem mikill fjöldi heimila i landinu hefur um 300 ára skeið notað sér vel og gerir enn, eftir hætti. Bókaeign Islendinga á þúsund heimilum seint á 18. öld hefur verið könnuð, segir M. J. í bók sinni um Hallgrím, og reyndust Passíusálmarnir vera á nálega hverju heimili, og víða 2 — 3 eintök. (Um alþýðumenntun á Is- landi, eftir Hallgr. Hallgrímsson bókavörð). Á bls. 283 (hjá M. J.) er vitnað í Valdimar Briem: „Eng- in bók á íslenskri tungu, að frá- skilinni heilagri Ritningu, hefur haft jafnmikil og góð áhrif sem Passíusálmar séra Hallgríms. „Hann telur Hallgrím mesta vel- gerðarmann þjóðarinnar. Og vissulega er það mesta velgerð við hvern og einn að laða hann á þann veg, sem hann á að ganga, svo að honum auðnist að verða hamingjumaður allt sitt æviskeið, frá upphafi til enda, þótt mörgu erfiðu sé að mæta. Helgi Tryggvason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.