Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 1
36 SEÐUR 214. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ekkert svar frá holl- enzku ríkisstjórninni — og fólkið er enn í gíslingu Haag 30. okt. Reuter NTB. AP. SEINT f kvöld bólaði ekki á svari hollenzku ríkisstjörnarinnar við kröfu mannræningjanna, sem halda enn 15 gfslum f fangelsis- kapellu I Scheveningen. Skammt fyrir utan Haag. Einum gfsl var sleppt f kvöld, miðaldra manni með hjartasjúkdóm. 1 gær kröfð- ust ræningjarnir að fá flugvél til umráða og stjórnin tryggði, að þeir kæmust óhultir úr landi. Beðið hefur verið svars stjórnar- innar f allan dag, en það var ekki komið seint f kvöld, sem fyrr sagði. Mannræningjarnir fjórir hafa lýst þvi yfir, að þeir óski eftir því, að stjórnvöld gefi sér þann tíma, sem þau telja sig þurfa til að íhuga kröfurnar, þeim liggi ekk- ert á. Þeir hafa leyft gislunum að koma bréfum frá sér til ættingja sinna og hafa þeir látið vel af Framhald á bls. 20 Muhammad Ali, heimsmeistari i hnefaleikum þungavigtar, stendur yfir hinum fallna meistara, George Foreman, sem dómarinn er að telja út. Foreman gerði tilraun til að standa á fætur, en megnaði ekki. Sjá íþróttafréttir bls. 35. Fangar i Sovét í hungurverkfalli Moskva 30. okt. NTB. ANDREI Sakharov skýrði frá þvf á blaðamannaf undi með vestræn- um fréttamönnum f Moskvu f dag, að fangar f fangelsum og vinnu- búðum um þver og endilöng Sovétrfkin, hefðu gert hungur- verkfall f dag. Sagði Sakharov, að fyrir nokkru hefði verið ákveðið, að 30. október yrði sérstaklega helgaður pólitfskum föngum og skipulagðar þessar aðgerðir. Hann kvaðst ekki hafa heildar- yfirlit um það, hversu margir fangar hefðu tekið þátt f hungur- verkfallinu, en búast mætti við þvf, að þátttaka hefði verið mjög almenn. Nixon er enn þungt haldinn í gærkvöldi hafði tekizt að stöðva innvortis blæðingar Long Beach, Kaliforniu 30. okt. Reuter. AP. NTB. I KVÖLD var Richard Nixon, fyrrverandi Bandarfkjaforseti, enn talinn f lffshættu, en tals- Flugslys á Norðurskauti Edmonton, Alberta 30. okt — AP ÞRJATlU og tveir af 34 far- þegum flugvélar einnar fórust f dag, þegar vélin, sem er f eigu olíufélags, hrapaði á austurströnd Melville-eyju á norður-heimskautinu. Tals- maður olfufélagsins, Panarctic Oiis, sagði, að mennirnir tveir, sem komust Iffs af, hefðu verið fluttir flugleiðis til Edmonton f Danada, þar sem gert verður að meiðslum þeirra. Þeir eru baðir taldir f Iffshættu. Vélin var á leiðinni til Rear Point frá Edmonton er slysið varð. Þegar vélin kom ekki fram, var önnur flugvél send frá Rear Point til að leita að henni. Fann hún vök í hafísn- um u.þ.b. fjóra kílómetra frá enda flugbrautarinnar. Sagði talsmaðurinn, að svo virtist sem vélin hefði hrapað er hún var á leið inn til lendingar. Hann sagði, að ekki væri vit- að hvort mennirnir, sem eru á lífi, væru farþegar eða úr áhöfninni, né heldur væri ljóst enn hvernig þeim var bjargað. maður sjúkrahússins sagði, að betri horfur væru þó núna en fyrr í dag á þvf, að læknum tækist að bjarga lffi hans. Innvortis blæð- ingar hefur tekizt að stöðva, en þær byrjuðu skyndilega nokkrum klukkustundum eftir að gerð hafði verið á honum aðgerð vegna blóðtappa f fæti. I fyrstu leið Nixon vel eftir atvikum að sögn lækna hans, en eftir að blæðingar byrjuðu, börð- ust læknar í þrjár klukkustundir við að bjarga lífi hans. Var talið, að þær stöfuðu af blóðþynn- ingarlyfjum, sem honum höfðu verið gefin vegna blóðtappans. Samtímis varð einnig mjög alvar- legt fall á blóðþrýstingi Nixons og virtist líf hans hanga á bláþræði í langan tima. Talsmaður sjúkra- hússins sagði, að hið mikla blóð- þrýstingsfall gæti stafað af lyfj- um eða af miklu sálrænu álagi eða hvoru tveggja. Nixon var gefið blóð fram eftir degi. Einkalæknir Nixons, John Lundgren, sagði, að ógerningur væri að spá um, hversu lengi Nixon yrði að komast til heilsu — Karpov sigraði Moskvu 30. okt. Reuter. ANATOLI Karpov vann Viktor Korchnoi f sautjándu einvfgisskák þeirra og hefur Karpov nú fengið 3 vinninga, en Korchnoi engan. Korchnoi hafði hvftt f þessari skák, hann gafst upp f 43. leik. ef _ hann gerði það. I frétta- skeytum í kvöld segir, að sú skoðun sé almenn í Bandaríkj- unum, að Nixon hafi gersamlega glatað lífslöngun sinni og því hafi áfallið eftir uppskurðinn orðið honum enn hættulegra en ella. Kona hans og dætur hafa verið langtímum saman á sjúkrahúsinu í Long Beach í allan dag. Þegar Pat Nixon kom til sjúkrahússins i dag, eftir að hafa hvilzt nokkra hríð, hafði safnazt hópur manna saman við sjúkrahúsið og létu margir vingjarnleg orð falla í garð Nixons þegar hún gekk inn í sjúkrahúsið. Mikill fjöldi skeyta og blóma hefur borizt til forsetans fyrrver- andi í allan dag. Gerald Ford Bandaríkjaforseti sagði í dag, að hann bæði fyrir forsetanum fyrr- verandi og óskaði þess, að honum tækist aðyfirvinna veikindi sín. I viðtali við fréttamenn í kvöld Framhald á bls. 20 Sakharov sagði, að fjöldi póli- tískra fanga i Sovétríkjunum væri einhvers staðar á bilinu frá Framhald á bls. 20 Hreinsanir í Albaníu Vínarborg 30. okt. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Albaníu Mehmet Shehu, hefur tek- ið við embætti varnarmálaráð- herra landsins í stað Beqir Balluku, sem var einn af stofn- endum albanska kommúnista- flokksins og hefur verið varnar- málaráðherra i tuttugu ár. Óstað- festar fregnir um þetta hafa verið á kreiki um alllanga hríð, en feng- ust loks staðfestar i gær, en þá hélt Shehu ræðu á albanska þing- inu. Shehu skýrði einnig frá því, að sögn ATA — albönsku fréttastof- unnar — að hann hefði vikið úr embætti samgönguráðherranum, Milo Girko, og fjármálaráðherran- um, Aleks Verli. Kissinger í Bangladesh Dacca, Bangladesh 30. okt. NTB. AP. Reuter. HENRY Kissinger ræddi I dag í þrjár klukkustundir við Mujibur Rahman, þjóðarleiðtoga f Bangla- desh. Fundinn sat einnig utan- rikisráðherra Bangladesh, Kamal Hossein. Leiðtogar Bangladesh óska eftir þvf, að Bandarfkja- menn stórauki efnahagsaðstoð við Bangladesh til að halda hungurs- tneyðinni f landinu í skefjum. Framhald á bls. 20 Hittast Hussein og Araf at? Fréttir ósamhljóða um fund þeirra í næstu viku Rabat, Beirur 30. okt. Reuter AP. ÞÆR fréttir bárust f dag, að Hussein Jórdanfukonungur og Yasser Arafat, forystumaður PLO-samtakanna, myndu hittast f Amman f næstu viku til að ræóa ágreiningsmál sfn og reyna að komast að niðurstöðu. í Reuters- frétt segir, að Hossein Marokkó- konungur nati sKýrt frá þessu og Arafat sfðan staðfest það á blaða- mannafundi. Þar er sagt, að hann hafi lýst þeim meginumræðuefn- um, sem um yrði f jallað. Skömmu sfðar sagði YVAFA- fréttastofa PLO frá þvf, að Arafat hefði borið þessa fregn til baka og ekkert væri hæft f þvf, að hann myndi eiga fund með Hussein. Arafat hefur ekki komið til Amman siðan borgarastyrjöldin stóð þar sem hæst árið 1971. Hann er yfirleitt ekki fús að tjá sig um ferðalög sin fyrirfram og gefur oft rangar upplýsingar um þau, af öryggisástæðum. Af þessu má ljóst vera, að það hefur ekki fengizt staðfest svo að öruggt geti talizt, hvort af fundi þeirra Husseins og Arafats verður. Vitað er, að Arabaleiðtog- arnir leggja mikla áherzlu á, að þeir reyni að komast að einhverju samkomulagi. Engin yfirlýsing var gefin út af Rabatfundinum loknum nema samkomulagið varðandi PLO, sem sagt var frá í MbL i dag. Sagði Marokkókonungur, að öllum öðrum samþykktum yrði haldið stranglega leyndum, að minnsta kosti um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.