Morgunblaðið - 31.10.1974, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974
19
( í W-i ~;-r:
l i j
^TcUr 11 ork eimcð
Kftir. Harold M. Schmeck
Js'ciU'llorkeimcö
Næringarskort-
ur og fylgikvillar
WASHINGTON — Þegar sæmilega
árar I sveitahéruðum Bangladesh
getur almenningur að jafnaði búizt
við að fá eina máltíð á dag. Á þessu
ári hefur fjöldinn hins vegar þurft að
láta sér nægja að seðja hungur sitt
annan hvern dag eða jafnvel þriðja
hvern dag. Þessu hafa valdið gifur-
leg flóð I landinu sl. sumar, og (Dað,
sem I kjölfar þeirra fylgdi.
Dr. Nevin S. Scrimshaw sem er á
meðal þeirra, sem hvað bezt eru
kunnugir næringarskorti I hinum
ýmsu heimshlutum, hefur skýrt frá
þessum uggvænlegu staðreyndum
og gert á ýmsan hátt grein fyrir
afleiðingum hungurs fyrir mannfólk-
ið á þessu ári.
Vannæring er afleiðing langvar-
andi hungurs og er mjög almenn í
þróunarlöndunum Ástandið virðist
fremur versna en batna. Það eru
börnin, sem verst verða úti af völd-
um næringarskorts. Mikill fjöldi
deyr árlega af hans völdum, og
hann dregur úr andlegum og líkam-
legum þroska annarra, þannig að
þau munu aldrei siðar ganga heil til
skógar
Þeir sem bezt eru hnútum kunn-
ugir segja, að á þessu ári hafi orðið
snögg breyting til hins verra I mörg-
um heimshlutum, fleiri börn en áður
þjáist nú af næringarskorti, einkum i
Barbados, Gautemala, Bangladesh,
Thailandi og Indlandi.
Enginn veit með vissu, hversu
margir jarðarbúar þjást af næringar-
skorti, og aldrei hafa verið teknar
saman óyggjandi upplýsingar þar
um, en sérfræðingar ætla, að millj-
arður manna sé honum ofurseldur,
a.m.k. á ákveðnum árstímum. Sé
þetta rétt þjáist þriðjungur mann-
kyns af hungri og afleiðingum þess.
Næringarskortur og sultur veldur
þvl, að menn hafa stvaxandi áhyggj-
ur af hinu hróplega ójafnvægi I
búsetu fólks á jörðinni og næringar-
forða þess.
Á slðustu tveimur áratugum hafa
menn ráðizt til atlögu gegn hungur-
vofunni og orðið talsvert ágengt. En
sumir sérfræðingar og þar á meðal
Scrimshaw, sem er forstöðumaður
deildar þeirrar I Massachusetts
Institute of Tehnology, sem fjallar
um næringu og matvælavlsindi,
segja, að ástandið hafi hríðversnað á
síðustu mánuðum. Meðal orsakanna
má nefna slæm veðurskilyrði, orku-
kreppu, hækkað verð á matvælum
og hina gtfurlegu fólksfjölgun I
heiminum. Áburður hefur hækkað I
verði og flutningar eru orðnir dýrari
sökum hækkaðs benzlnverðs, en
þetta hefur bitnað illa á „grænu
byltingunni".
Flóð, þurrkar og erfitt tlðarfar hafa
valdið skemmdum á korni I ýmsum
helztu matvælaframleiðsluhéruðum
heims og annars staðar, þar sem
menn mega hvað slzt við uppskeru-
bresti. Það eru einkum Indland,
Pakistan og Bangladesh, sem hafa
orðið illa úti af þessum sökum, og
ennfremur Afríkulönd sunnan
Sahara, Indónesla og nokkur Mið-
og Suður-Ameríkulönd.
Talið hefur verið, að rúmlega 1 5
milljónir barna undir 5 ára aldri
deyi árlega af völdum farsótta og
næringarskorts. Er hér um að ræða
fjórðung allra dauðsfalla I heimin-
um Það er álit margra sérfræðinga,
að öll börn, sem fæðast I vanþróuðu
löndunum og eru af fátæku foreldri,
þjáist einhvern tlma af næringar-
skorti I einhverri mynd. Milljónir
barna þjást af alvarlegum næringar-
skorti.
Hver sá sem séð hefur vannært
barn með sljó, starandi augu.örmjóa
limi og uppblásinn maga, gerir sér
Ijóst, hvlllk ógn og skelfing hér er á
ferðum, Hinar félagslegu og efna-
hagslegu hliðar liggja ekki eins I
augum uppi, en eru ekki slður
hörmulegar.
Næringarskortur getur valdið full-
orðnu fólki heilsutjoni og skert
starfsþrek þess. Barn, sem þjáist af
alvarlegum næringarskorti, býður
þess oft ekki bætur. Orðið næringar-
skortur er margrætt. Það getur tákn-
að hungursemafleiðingu af of lltilli
næringu almennt, en jafnframt skort
á áveðnum veigamiklum næringar-
efnum. Á sama hátt geta afleiðingar
næringarskorts verið ýmiss konar,
blóðleysi, sinnuleysi, beinkröm eða
stöðvun á líkamsvexti og þroska
heilans. Þegar næringarskorturinn
gerist langvarandi, leiðir hann til
sultar, en það orð þarfnast ekki
nánari skilgreiningar.
Við rannsókn, sem dr. Scrimshaw
tókst á hendur, komst hann að raun
um, að þar sem næringarskortur er
ríkjandi, er þýðingarlaust að ætla
fólki almennt að starfa lengur en
2—3 stundir á dag. Maturinn, sem
fólkið borðar, er svo hitaeininga-
snauður, að það hefur ekki vinnu-
þrek nema I örfáar stundir I senn.
Þetta þrekleysi leiðir af sér eins
konar vltahring. Maður, sem vinnur
aðeins fáar klukkustundir á dag,
hefur ekki efni á að kaupa nógan
mat til að efla starfsorku sína.
Jafnvel það fólk, sem fær reglulega
að borða, en þjáist af skorti ákveð-
inna næringarefna, á oft við mikið
þrekleysi að búa.
Rannsóknir, sem Alþjóðabankinn
efndi til I Indónesiu á slðasta ári,
sýndi, að blóðleysi átti rikan þátt I
þvi, hversu lítið verkamenn á
gúmmlekrum báru úr býtum. Rann-
sóknir vlsindamanna við M.I.T.
sýndu að tekjur verkamannanna
gátu aukizt um allt að 38%, ef þeim
var gefin ákveðinn járnskammtur á
dag til að vinna bug á blóðleysinu.
Næringarskorturinn einn sér er
nógu alvarlegur, en hann hefur yfir-
leitt alltaf fylgikvilla. Til dæmis sýk-
ist vannært fólk miklu fremur af
farsóttum heldur en þeir, sem næga
og góða næringu fá, og farsóttirnar
hafa miklu alvarlegri afleiðingar fyrir
það. Mislingar eru yfirleitt ekki
hættulegir vel nærðum börnum, en
sums staðar I Afríku, þar sem
næringarskortur er mjög almennur
meðal barna, er litið á mislinga sem
drepsótt.
í mörgum heimshlutum, þar sem
fátækt er landlæg, eru ungbarna-
kveisa og smitsjúkdómar I öndunar-
færum meðal helztu dánarorsaka
barna. Það er álit margra sérfræð-
inga, að ástæðan fyrir hinum mörgu
dauðsföllum af þeirra völdum sé
einkum næringarskortur.
Þegar saman fara fátækt og slæm-
ar þjóðfélagsástæður og við bætist
næringarskortur, sem barn þarf að
búa við á meðgöngutima og eftir
fæðingi, er hætt við, að það sé
dæmt til örkumla þegar á fyrstu
ævidögum. Reynsla siðustu 20 ára
Framhald á bls. 20
Ég er viss um, að hér er á ferðinni
ein hin merkasta tillaga í íslenzk-
um menntamálum, sem fram hef-
ur komið um langt skeið, og væri
óskandi að henni yrði sem fyrst
vel tekið af ráðamönnum. öll er
grein Halldórs brýn hvatning.
Undir lokin segir hann: „Hér
duga engin vettlingatök. Skólarn-
ir — allt frá barnaskólum til há-
skóla — verða að leggja sig i líma
við íslenzkukennsluna, og síðan á
öflug stofnun ... að taka við og
haida við verki skólanna og bæta
það.“
Baldur Ragnarsson námsstjóri
vikur að rannsóknum á málanámi
og málhæfni með öðrum þjóðum.
Mig grunar að Baldur ofmeti
mjög gildi þeirra fyrir Islendinga,
og vil ég þó sízt gera lítið úr
nauðsyn rannsókna, hvar sem
þeim verður við komið með vís-
indalegum vinnubrögðum. Sjálf-
sagt er að fylgjast vel með öllum
athugunum af þessu tagi, hvar
sem þær fara fram; en hættulegt
mun að draga af þeim algildar
ályktanir og ekki ráðlegt að telja
að þær hafi „margsannað" eitt
eða neitt, sízt af öllu hér og nú.
Því má ekki heldur gleyma, að
vegna fámennis verða Islending-
ar að gera miklu meiri kröfur til
almennrar móðurmáls-kunnáttu
en fjölmennari þjóðir. Þetta er
atriði sem aldrei má falla í skugg-
ann. Miðlungs þjóðum að fjöl-
menni kann að nægja svo sem
fimm eða tíu hundraðshlutar til
að risa undir sjálfstæðri bök-
menningu. Til þess dugar íslend-
ingum ekkert minna en öll þjóðin.
Baldur vitnar í þann vísa þul
Kómeníus, að manngildi marg-
faldist i þeim mæli sem menn hafi
fleiri tungumál á valdi sinu. Þess-
um fleygu orðum held ég færi
bezt að halda gæsalöppunum. Ég
hygg að í raun séu þau umfram
allt hvatning til þess að varðveita
sérkenni þjóðtungna.
Ef ég skil það rétt, að Baldur
kenni mig við einangrunarstefnu,
þá væri hún í þvi fólgin að láta
þarfir móðurmálsins ráða þeim
tíma, sem eytt er í erlend mál í
skólum, og að erlendu málin séu
kennd þannig, að námið verði um
Ieið nám i íslenzku, og vitna ég þá
aftur í orð Halldórs Halldórssonar
um hlutverk kennara. Ég fagna
mjög áætlun Baldurs um bættar
aðferðir við móðurmálskennslu,
og veit að þar má vænta góðs, því
ég hef kynnzt dugnaði hans og
alúð I starfi.
Það þykir mér vita á gott, að svo
þaulreyndur og annálaður tungu-
málakennari sem Guðni Guð-
mundsson rektor skuli vera mér í
aðalatriðum sammála um
kennsluaðferðir, þó e.t.v. höfum
við komið sina leiðina hvor að
sömu niðurstöðu. „Þýðingar eru
nauðsynleg þjálfun í meðferð
beggja málanna" segir hann
meðal annars. En illilega hefur
Guðni misskilið 'htig, þegar hann
segir að ég telji, að „áhugi
kennara á að innræta nemendum
fagurt tungutak sé ekki til“. Mig
furðar ekki þó honum þyki ég
viðskotaillur. Um þetta sagði ég
ailt annað: „Það efa ég ekki, að
islenzkir málakennarar eru yfir-
leitt vel að sér um íslenzkt mál, að
minnsta kosti enn sem komið er,
og yrðu nemendum slnum hollir,
ef þeir fengju að njóta sfn.“ Þetta
hefur Guðna rektor sézt yfir, af
þvi það stóð á öðrum stað í grein
minni en kúrekarnir, sem honum
varð svo starsýnt á. Vera má, að
Guðni geti sér rétt til um það, að
ég þægi með þökkum fleiri
kennslustundir í efnafræði. En
vond þættu mér þau yfirvöld, sem
létu það eftir mér, ef það yrði á
kostnað íslenzkukennslu. Og svo
hygg ég að fleiri raungreina-kenn-
urum færi. Yfirleitt virðast mér
raungreinamenn hófsamir í kröf-
um sínum til skólanna, og margir
þeirra eru einmitt rammislenzkir
málræktarmenn, þó víst séu þeir
til, sem svo fast blína á tæknibylt-
inguna, að þeir fara að telja
skrúfjárnið merkilegasta muninn
á manni og apa.
Ég sé að við Jón S. Guðmunds-
son menntaskólakennari erum
mjög sammála í aðalatriðum um
það sem miður fer og bæta þarf í
kennslu móðurmáls og annarra
mála. Ljóst er, að honum er enn
kunnugra en mér um andúð
ýmissa málakennara á hinni svo
kölluðu „nýju málakennslu", og
þekki ég þó kennara sem fylgja
forskriftinni aðeins af skyldu-
rækni. Gott er af því að frétta, að i
Menntaskólanum í Reykjavík
skuli „enn að minnsta kosti“ varið
meiri tíma til íslenzkukennslu en
reglugerð mælir fyrir um; og Jón
bætir við: „enda ná þau ákvæði
engri átt.“ Þetta er eitthvert
göfugasta lögbrot, sem ég hef
heyrt getið um, og guð blessi þá
sem það fremja.
Kristján J. Gunnarsson fræðslu-
stjóri ræðir af glöggskyggni um
þær þjóðfélagsbreytingar sem
valda því, að hlutur heimilanna
að persónumótun vaxandi kyn-
slóðar hefur rýrnað svo mjög, að
skólunum kann að vera ofætlan
að jafna metin. Vist veit það eng-
inn, hvort hægt er að vinna það
upp i skólum, sem tapazt hefur á
heimilum. En þvi fremur verður
að krefjast þess, að skólarnir
sinni þessu verkefni svo rækilega
sem kostur er, nema bent sé á
önnur úrræði. Mér þykir vænt um
að Kristján tekur undir tillögu
mina um islenzku á Islandi, að því
er opinber samskipti varðar. Að
öðru leyti tel ég að hann vanmeti
það geysi-haglega apparat, sem
kallast túlkur. Nú geri ég einmitt
ráð fyrir þvi, að I skólum sé ts-
lendingum kennd enska öðrum
erlendum málum fremur. Um
nauðsyn þess veróur varla deilt. I
grein minni sagði ég „eitt eða tvö
erlend mál“. Gera má ráð fyrir, að
sá sem reka þarf erindi milli
ríkja, hvar sem er í heiminum,
hafi fullkomnað utan skóla þá
enskukunnáttu sem skólinn lét í
té. Ef hinn erlendi viðsemjandi
ber ekki meiri virðingu fyrir sinu
eigin móðurmáli en svo, að hann
tali ensku í föðurlandi sinu, þá er
það hans einkamál. Sé hins vegar
I honum sú mannræna að tala þar
sína eigin þjóðtungu, ef hún er þá
ekki þegar glötuð, eða of vanþró-
uð fyrir nútíma menningarlif, þá
,er löggiltur átvinnutúlkur tagl-
tækur og hefur að miðli það mál
sem samkomulag verður um. Ekki
er nú vandinn meiri. (Ég er svo
sem ekki að tala um það, hvernig
kunningjar af sínu þjóðerninu
hvor koma sér saman um að ræó-
ast við, þegar þeir gista hvor
annan.) Kristján segist ekki
skilja alveg þau ummæli mín, að
sá sem fari utan, nemi „að jafnaði
nógu vel á örskömmum tíma mál
þeirrar þjóðar sem hann gistir,
þótt hann sé aðeins orðabókarfær
í upphafi dvalar", ef sá hinn sami
geti hvorki orðið talandi eða skrif-
andi á sitt eigið móðurmál, sem
hann hefur þó alizt upp við frá
blautu barnsbeini. Má ég benda á,
að ég sagði „nógu“ vel. En það
ætlast ég til að fari eftir þörfum
og áhuga hvers og eins, hvað
teljast skuli „nógu“ gott, jafnvel
þótt gerðar væru langtum minni
kröfur en nauðsynlegar eru Is-
lendingi til kunnáttu i islenzku.
Kristján J. Gunnarsson ræðir af
viturlegri gát um þann mikla
vanda að varðveita tungu vora og
menningu án þess að einangrast.
Þó yrði seint um of brýnt fyrir
íslenzkri þjóð, hvílíka gersemi
hún hefur þegið i arf, þar sem er
islenzkt mál, að ræktun þess i
huga hvers íslendings er megin-
skilyrði þess sem verðskuldar að
kallast islenzk menning, en „ís-
lenzk“ þjóð, sem tapað hefði
tungu sinni, ætti fátt vantalað við
umheiminn, hversu reiprennandi
sem hún talaði ensku. Sú krafa,
að móðurmálið gangi fyrir öllu í
íslenzkum skólum, boðar þess
vegna ekki einangrun, heldur
sjálfstæði íslenzkrar menningar-
þjóðar.
Það er að vonum, að enga tekur
það sárar en íslenzkukennara,
hversu þröngvað er kosti móður-
málsins í skólakerfinu. Flestir
kannast við barlóm þeirra
vegna stafsetningar-kennslunnar,
sem talin er gleypa allt of mikinn
tima frá öðru því sem sízt má
vanrækja. Nokkur deila hefur af
því vaxið, að nýlega var með lög-
um brott felldur einn bókstafur
úr islenzku stafrófi. Megin-rök-
semdin fyrir þeirri aðgerð var sú,
hve seint og illa gengi að kenna
notkun hans. Væri brottnám zet-
unnar þyngsta áfallið sem íslenzk
tunga hefur orðið fyrir um sinn,
þá mætti að vísu vel við una. En
ekki eru kennsluvandkvæðin
minni um ypsilon; enda þekki ég
afbragðskennara í islenzku, sem
sjá ekki annan kost vænni en að
láta þann bókstaf róa sömu leið og
hinn. Og skyldi þá ekki fleira
vilja eftir fylgja? En mér er
spurn: Fyrst svona báglega geng-
ur að kenna Islendingum að staf-
setja islenzkt mál, hvernig í dauð-
anum er þá hægt að kenna þeim
að stafsetja erlend mál, svo sem
ensku? Hlýtur ekki óhóflega mik-
ill tími aó fara þar að mestu í
súginn? Væri þá ekki nær að Iáta
íslenzkukennurum eftir eitthvað
af þeim tima, eða skyldi vera
nauðsynlegra að öll þjóðin læri að
skrifa ensku illa en að hún læri að
skrifa íslenzku vel, ef hún á ekki
að einangrast og falla úr hor? Að
visu held ég því ekki fram, að sá
timi sem ynnist, yrði bezt notaður
til aukinnar kennslu í íslenzkri
stafsetningu; ég hygg að annað
kalli þar fastar að.
Svo bar til hinn 24. október, að
Jóhann S. Hannesson fyrrum
skólameistari sendi mér blessun-
arorð i Morgunblaðinu. Og það
var nú engin skemmri skírn, góðir
hálsar. Því miður hefur greinar-
höfundi láðst að telja, þó ekki
væri nema upp að tuttugu, áður
en hann hóf ritverkið. Fyrir
bragðið er greinin eitt eldglóandi
reiðikast frá upphafi til enda. Ég
er hræddur um hann fái bágt
fyrir hjá starfsbróður sínum
Guðna Guðmundssyni, sem taldi
jafnvel mig, þennan blessaðan
ljúfling, viðskotaillan. Ég skal
játa það, ég ætlaðist til að ýmsum
góðum mönnum hitnaði ögn í
hamsi, en sveimér þá, svona nátt-
úruhamförum bjóst ég ekki við.
Og ég held það sé fremur við hæfi
Þorbjarnar Sigurgeirssonar en
mitt að hemja þvilíkan fyrirgang.
Ef ég vissi ekki, að Jóhann S.
Hannesson i sínum rétta ham er
gáfaður ágætismaður, þá litist
mér ekki á blikuna.
Framhald á bls. 27.