Morgunblaðið - 31.10.1974, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÖBER 1974
Magnús Sigurðsson fyrr-
verandi skólastjóri -Minning
Fæddur. 4. 6. 1906
Dáinn 22.10.1974
í dag fer fram útför Magnúsar
Sigurðssonar fyrrv. skólastjóra,
er andaðist á Landspitalanum 22.
þ.m.
Magnús var fæddur 4. júní 1906
á Geirseyri í Patreksfirði, og var
því 68 ára er hann lést.
Foreldrar hans voru Sigurður
Magnússon læknir og kona hans
Esther Jensen.
Magnús varðgagnfræðingur frá
Flensborg 1922, og búfræðingur
frá Hvanneyri 1928. Síðar fór
hann í Kennaraskóla Islands og
lauk þaðan prófi 1936. Aður, eða
árin 1929—’34 var hann kennari í
Barðastrandarhreppi. Að loknu
kennaraprófi varð Magnús kenn-
ari við Laugárnesskólann í
Reykjavík 1936—’55. Arið 1955
var Hliðskólinn stofnaður. Þar
tók Magnús við skóiastjórn og var
óslitið skólastjóri þess skóla til
ársins 1969, er hann lét af starfi
sökum heilsubrests.
Magnús kvæntist 15. maí 1932
Sigríði Bjarney Einarsdóttur frá
Hreppsstöðum á Barðaströnd.
Þau eignuðust þrjú börn: Sigurð
rafvirkja, búsettan i Reykjavik,
Esther, hjúkrunarkonu, búsetta I
Reykjavík og Hrefnu Maríu, ljós-
móður, er býr á Hóli í Keldu-
hverfi í Þingeyjarsýslu.
Það er ekki ofmælt, að á efri
árum Magnúsar -voru barnabörn-
in yndi og eftirlæti afa síns, en
þau eru tíu og eitt barnabarna-
barn.
Á kveðjustund leita minning-
arnar á hugann. Það var árið 1955
sem fundum okkar Magnúsar bar
fyrst saman, er hann tók við
stjórn hins nýstofnaða Hlíða-
skóla. Raunar hét skólinn þá Eski-
hlíðarskóli, því hann var til húsa í
nýrri leikskólabyggingu við Eski-
hlíð.
I skólanum voru aðeins þrjár
kennslustofur og nemendurnir
voru tveir yngstu aldursflokkarn-
ir á barnaskólastiginu, 7 og 8 ára
börn. Við kennararnir vorum
fjórir auk skólastjórans. Það má
segja, að hvorki væri hátt til lofts
né vítt til veggja í hinni nýju
stofnun eða starfsmennirnir
margir. Skólinn minnti um margt
á stórt heimili, þar sem notalegur
andi og hjartahlýja ráðu rikjum.
Litli hópurinn var samtaka og
samstilltur og var þaó ekki síst að
þakka skólastjóranum, sem mót-
aði heimilisbraginn. Hann var
hinn reyndi og gifturiki kennari,
sem vissi hvernig best var að
bregðast við hverjum vanda.
Nýi skólastjórinn hafði ekki áð-
ur stjórnað skóla, svo að þetta var
hans frumraun á þessu sviði.
Hann stóðst prófið með prýði.
Samfara reynslu og þekkingu á
uppeldis- og skólamálum nutu
eðliskostir Magnúsar sín vel í
starfinu. Hann var óvenju heil-
steyptur maður, ráðhollur, hjálp-
samur svo af bar. Það var gott að
vinna undir stjórn Magnúsar.
Hann var sanngjarn og úrræða-
góður og leysti hvern vanda með
hógværð og lipurð. Þó gat hann
verið ákveðinn og fastur fyrir, ef
því var að skipta og gekk ríkt
eftir, að settum reglur væri fram-
fylgt í hvívetna. Magnús var þægi-
legur í umgengni og gæddur nota-
legri kímni. öllum hlaut að verða
hlýtt til hans og líða vel í návist
hans.
Já, margs er að minnast. Þaó
var oft glatt á hjalla í litla hópn-
um í Eskihlíðarskólanum. Og
margar Ijúfar endurminningar
eigum við frá þessum frumbýl-
ingsárum, — minningar tengdar
starfi og leik eða sérstökum
stundum, er hópurinn vann að
sameiginlegum verkefnum. Minn-
ist ég til dæmis, er vakað var
langt fram á nótt við að skreyta
skólann fyrir litlu jólinn. Og svo
sannarlega var allt erfiðið ekki
unnið fyrir gýg. Hrifningin og
jólagleðin tendraðist í augum
ungu nemendanna. Þá var erfitt
að segja til um hvorir voru glaðari
og hamingjusamari, nemendurnir
eða kennararnir.
Nú er Magnús sá fyrsti úr litla
hópnum, er hverfur yfir móðuna
miklu. En minningin um góðan
dreng og mikilhæfan skólamann
og æskulýðsleiðtoga geymist, —
dýrmæt minning, sem aldrei slær
á minnsta fölskva.
Eskihlíðarskólinn starfaði í
fimm ár eða þar til Hlíðaskólinn
tók til starfa árið 1960. Nýi skól-
inn var bæði barna- og gagn-
fræðaskóli, og nemendafjöldi
jókst ár frá ári. Þegar flest var
voru nemendurnir um þrettán
hundruð. Þá var þrfsett í allar
kennslustofur og dugði tæpast til,
enda var skólinn ekki fullbyggð-
ur. Þessi erfiða aðstaða skapaði
eins og gefur að skilja, margvís-
lega erfiðleika. En Magnús
reyndist þeim vanda vaxinn að
stjórna stórum skóla engu síður
en litlum. Góðvild hans, næmur
skilningur og lipurð leystu vanda-
málin.Þá má geta þess, að Magnús
var alla ævi einstakur reglumað-
ur. En fátt er skólamanni nauð-
synlegra en að vera öðrum til
fyrirmyndar. Það er oft áhrifarik-
ara en umvandanir og orðræður.
Félags- og barnaverndarmál
voru Magnúsi ætíð mjög hugleik-
in. Vann hann fyrir Rauða kross
Islands við sumardvöl barna á
stríðsárunum. Einnig var hann
verkstjóri í nokkur sumur við
unglingavinnu í Reykjavik.
Þá átti Magnús sæti um langt
árabil í Barnaverndarnefnd
Reykjavíkur, i Barnaverndarráði
Islands, og í skólanefnd Vinnu-
skóla Reykjavíkur. Einnig starf-
aði Magnús í stjórnskipaðri nefnd
til að koma upp og sjá um rekstur
hæla fyrir afvegaleidda unglinga.
Hann var umsjónarmaður við að
koma upp slíku vistheimili í
Breiðuvík í Rauðasandshreppi ár-
ið 1952.
Óhætt er að fullyrða, að Magnús
var hvatamaðurinn og aðaldrif-
fjöðrin að koma þessari aðkall-
andi stofnun á laggirnar. Margir
eru þeir æskumennirnir, sem með
tilstyrk og hjálp þessa uppeldis-
heimilis hafa fundið sjálfa sig,
öðlast að nýju trú á lífið og orðið
nýtir þjóðfélagsborgarar.
Stofnun vistheimilisins í
Breiðuvík var merk nýjung hér á
landi til að leysa mikinn vanda.
Því máli er ekki hægt að gera
verðug skil í stuttri minningar-
grein.
En Magnús lét ekki staðar
numið í baráttu sinni fyrir að
hjálpa bágstöddum börnum og
ungmennum. Hann fékk áhuga-
fólk til liðs við sig við gerð kvik-
myndarinnar „Ur dagbók lifsins”.
Mestan hluta þess fjár, sem þurfti
að leggja fram, mun hann hafa
tekið úr eigin vasa. En myndinni
tókst að ljúka vegna dugnaðar og
harðfylgis Magnúsar. Síðan hefur
myndin verið sýnd hér í Reykja-
vík og víða um land til styrktar
málefnum bágstaddra barna.
Árið 1964 stofnaði Magnús
„Hjálparsjóð æskufólks”. Þessi
sjóður hefur á undanförnum ár-
um veitt fjölda bágstaddra barna
liðsinni og styrkt fátæk ungmenni
til náms.
Magnús hefur ekki talið eftir
sér að ferðast um landið þvert og
endilangt til að afla sjóðnum
tekna. Á þessum ferðalögum hef-
ur hann sýnt mynd sina, haldið
sýningar á teikningum skóla-
barna og flutt fyrirlestra. Þá hef-
ur hann gefið út jólakort i sama
tilgangi og efnt til almennrar
söfnunar til styrktar sjóðnum.
Magnúsi varð val ágengt með að
afla sjóðnum fjár enda málefnið
gott. Eg ræddi ekki trúmál við
Magnús, og vissi ekki hug hans i
þeim efnum. En hitt vissi ég, að
honum þótti mjög vænt um börn
og mátti ekkert aumt sjá. Allt líf
Magnúsar ber þess vitni, að hann
hafi haft orð meistarans frá Nasa-
ret að leiðarljósi: „Sannlega segi
ég yður, svo framarlega sem þér
hafið gjört þetta einum þessara
minna minnstu bræðra, þá hafið
þér gjört mér það.“
Til hinstu stundar vann
Magnús markvisst að hugsjón
sinni og hjartansmáli. Hann hafði
undirbúið um síðustu mánaðamót
fyrirlestrar- og sýningarferð út á
land. Þótt öllum undirbúningi, í
smáu og stóru, væri lokið og bill-
inn stæði tilbúinn, varð þetta
samt ferðin, sem aldrei var farin.
Nóttina áður en lagt skyldi af stað
veiktist Magnús alvarlega, og var
fluttur í sjúkrahús. Og þaðan
lagði hann upp, rúmum þremur
vikum síðar í aðra ferð, — ferð-
inga miklu, sem okkur öllum er
fyrirbúin.
En merkið stendur, þótt maður-
inn falli. Og Magnús hefur með
lífi sínu og starfi reist sér óbrot-
gjarnan minnisvarða.
I þakklátum huga skjólstæð-
inga og vina Magnúsar geymist
minningin um góðviljaðan, hjálp-
saman og heilsteyptan mann, sem
rétti þeim smáu og vanmegnuðu
bróðurhönd. Fordæmi hans er
öðrum til umhugsunar og eftir-
breytni.
Ég votta börnum hans og öðrum
nánum ættingjum og ástvinum
dýpstu samúð mína.
Blessuð sé minning Magnúsar
Sigurðssonar.
Ármann Kr. Einarsson.
Dagurinn í dag veit lítið hvað
morgundagsins bíður.
Áhugamaður um velferð æsku-
fólks tekur sig til. Enn skal til
átaka stefnt, söfnunar- og kynn-
ingarferð er fyrir dyrum, til þess
að fleiri ungmenni sem eiga í vök
að verjast, geti komist til manns.
t
BJARNI KOLBEINSSON
bóndi Stóru-Mástungu
verður jarðsettur að Stóra-Núpi laugardaginn 2. nóvember kl. 2 eftir
hádegi. Blóm afþökkuð en minntá Landgræðsluna.
Börn og tengdabörn.
t
Systir okkar
ÞÓRLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR
Tjarnarbraut 21,
Hafnarfirði,
lézt þann 29. október að Landakotsspítala
Fyrir hönd vandamanna,
Þóra Kristjánsdóttir,
Haraldur Kristjánsson.
t
STEFÁN STEFÁNSSON,
frá Árnagerði, Fáskrúðsfirði,
lést í Landakotsspítala 29 þ.m. Útför fer fram frá Kolfreyjustaðarkirkju
laugardaginn 2. nóvember kl. 1 4.
Aðstandendur.
t
Útför mannsins míns
LÁRUSAR PÉTURSSONAR,
frá Káranesi, I Kjós,
verður gerð frá Reynivallakirkju, laugardaginn 2. nóv. kl. 1 4.
Blóm afþökkuð en þeim, sem vildu minnast' hans er vinsamlegast bent
á Hallgrímskirkju.
Kristfn Jónsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANNESJÓNSSON,
trésmiður,
Hjarðarhaga 44,
sem andaðist í Landakotsspítala 25/10, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 1.30.
Anna Kristmundsdóttir,
Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Gústaf Jóhannesson, Sólveig IVI. Björling
og barnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
GÍSLA INGIBERGSSONAR,
löggilts rafverktaka,
Langagerði 2,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 3 e.h. Jarðsett
verður i Hafnarfirði.
Áslaug I. Ásgeirsdóttir,
Hafdfs Gísladóttir, Glsli Þór Gfslason,
Ingibjörg S. Gfsladóttir, Sveinbjörn Óskarsson
og Áslaug I. Sveinbjörnsdóttir.
t
Útför eiginmanns mins
HJÁLMTÝS PÉTURSSONAR,
Barðavogi 28,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. nóvember n.k. kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað, en þeim sem vildu minnast
hans er bent á Hjartavernd.
Fyrir hönd vandamanna
Þórunn Þórðardóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
fósturmóður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR SÆMUNDSDÓTTUR,
Sæunn Gunnarsdóttir, Sigurður Lýðsson,
Lilja Þórólfsdóttir, Haukur Jónsson,
og barnabörn.
t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýnt hafa okkur hlýhug og
samúð við andlát
MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR,
Kleppsvegi 128
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði Landakotsspítala
fyrirfrábæra hjúkrun og umönnun.
Guð blessi ykkur.
Moritz W. Sigurðsson, og börnin.
Aðalbjörg Bjarnadóttir, Einar Magnús Kristjánsson,
Stelia Magnúsdóttir, Kristján Einarsson,
Vera Einarsdóttir, Sigrfður Einarsdóttir,
Anna Biering, Sigurður Guðmundsson,
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
móðurokkar, tengdamóður og ömmu,
ÓLAFlU BJÖRNSDÓTTUR,
Nýlendugötu 1 2.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 8,
Landspitalanum.
Guðrún Vilmundardóttir, Jósef Magnússon,
Björn Vilmundarson, Hólmfrfður Snæbjörnsdóttir,
Vilhjálmur Vilmundarson, Rannveig Jónasdóttir,
Björgvin Vilmundarson, Sigurlaug Pétursdóttir,
og barnabörn.