Morgunblaðið - 31.10.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 31.10.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974 5 Ævar R. Kvaran: Nýja akademían Rithöfundaþing hefur kosið nefnd, sem hefur valið sér hið hátiðlega nafn „rithöfundaráð" (sbr. menntamálaráðl). Lftið hefur kveðið að „ráði" þessu hingað til annað en það, að það hefur lýst þvl yfir, að það sé skerðing á prentfrelsi, ef maður ver sig gegn æru- meiðingum með þvl að leggja mál sitt fyrir löglega dómstóla landsins. Já. meira að segja ofsókn! Nú er ráð þetta víst aftur að fara á stúfana. í Morgunblaðinu laugar- daginn 26. okt. s.l. er að finna eftirfar- andi greinarstúf undir þessari þriggja dálka fyrirsögn: Kæra breytingar í LónharSi til Rithöfundaráðs. „Rithöfundaráð hefur enn ekki tekið til meðferðar kæru stjórnar Félags íslenzkra rithöfunda á meðferð ríkisút- varpsins á Lénharði fógeta eftir Einar H. Kvaran, en félagið hefur kært málið til ráðsins og andmælir breytingum á verkinu. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur, formaður rithöfundaráðs, sagði, að ráðið hefði enn ekki tekið málið til meðferðar, þar sem ekki hefði verið gengið frá starfsgrundvelli fyrir ráðið á rithöfundaþingi. Þvl muni það taka nokkurn tlma fyrir ráðið að skapa sér starfsgrundvöll, og mun málið ekki verða tekið fyrir fyrr en þvl sé lokið Stjórn Félags Islenzkra rithöfunda vill með kærumáli þessu verja rétt höfundar og bendir m.a. á, að hjá rikisútvarpinu hafi verið stöðvaður flutningur tónverka m.a. eftir Wagner og Bach, þar sem útsetningar hafi ekki verið eftir höfund sjálfan. Hér hljóti að ráða sömu reglur og viðhorf." Með öðrum orðum þetta „ráð" ætlar sér að verða dómstóll (tekur á móti kærum) um meðferð á verkum rithöf- unda! Þetta verður vlst að teljast lofs- vert framtak hjá ráði, sem samkvæmt ummælum formanns þess hefur ekki ennþá skapað sér starfsgrundvöll. En hvað um það. Ráðið tekur á móti kærum, takk! og stjórn félagsins sér um að þær berist meðan enn er óráðið hvað þessi nýja akademía á eiginlega að hafa fyrir stafni, Var þetta tilgangur þeirra, sem ku$u rithöfundaráð? Að minnsta kosti ekki Jóns úr Vör I grein I Mbl. þann 27. okt. s.l., sem hann kallar Banakringlu- verkinn, kemst hann m.a. svo að orði: „Eftir mlnum skilningi og margra fleiri átti sá 12 manna hópur, sem kosinn var á rithöfundaþinginu, að vera stjórn Rithöfundasambandsins til ráðuneytis, vera nokkurs konar undir- deild. En nú hefur það gert sjálft sig að „sérstofnun" og kosið sér stjórn. Þetta held ég að tólfmenningarnir hafi haft mjög vafasama heimild til. Og sann- færður er ég um það, að þessi skipan mála verður ekki til blessunar." Og nú ætlar stjórn Félags Islenzkra rithöfunda að bjarga rithöfundarheiðri Einars H. Kvarans með þvl að kæra breytingar á leikritinu „Lénharði fógeta" fyrir þessum dæmalausa nýja dómstóli: Rithöfundaráði! Og hvers vegna? Jú, vegna þess að hjá rlkisútvarpinu hefur verið stöðv- aður flutningur tónverka eftir Wagner og Bach, þar sem útsetningar hafa ekki verið eftir höfund sjálfan! Hvernig er það, hefur þetta rithöfundafélag engan lögmann til þess að fyrirbyggja slík gönuhlaup? Höfundaréttur að verkum þessara frægu tónskálda er löngu frjáls orðinn. Hins vegar hafa erfingjar Ein- ars H. Kvarans samkvæmt lögum höfundarrétt að verkum hans. Þeir hafa þvl fullan rétt til þess að heimila nauð- synlegar breytingar á verkum hans til þess að þau geti verið flutt I fjölmiðlum nútlmans I nýju formi. Þetta kemur Félagi Islenzkra rithöf- unda eða „ráði" þeirra ekkert við. Enda erum við frændur fullkomlega færir um að gæta heiðurs Einars H Kvarans, og þurfum enga hjálp til þess frá „ráði", sem þegar hefur orðið bert að endemum. Ég gerði handritið fyrir kvikmyndina, sem byggð er á samnefndu leikriti Einars H. Kvarans „Lénharði fógeta". Ég er þvl höfundur þeirra breytinga, sem þessir sjálfskipuðu heiðursverðir afa mlns þykjast vera að mótmæla, löngu áður en þeir hafa séð kvikmynd- ina Og ég hef til þess skriflegt sam- þykki allra erfingja Einars H. Kvarans. Annars virðist þessi „umhyggja" fyrir verkum Einars H. Kvarans furðu- seint fram komin. Árum saman hefur ríkisútvarpið flutt leikrit, sem ég hef gert eftir skáldsögum hans. Að sjálf- sögðu hef ég jafnan gert allar þær nauðsynlegar breytingar sem það krefst að færa skáldverk úr einu formi I annað gjöróllkt. I þvl sambandi hefur ekki heyrst orð frá þessu samvizku- sama félagi rithöfunda. Enda hef ég ekki orðið var þeirrar skoðunar að verk Framhald á bls. 33 Vitretex Hempalin Hempalin Hempels Mjúk plastmálning, ð veggi innanhúss. Lakkmálning, á glugga innanhúss. Þilfarsmálning, á gólf, stein og tré. Vitretex Hempalin Vitretex Þakmálning, á þök og meó zinkkrómat undirmálningu á bárujárnshús. HörA plastmálning, á veggi utanhúss og inni þar sem mest mæðir á, t. d. ganga, geymslur, þvottahús o. n. Eldvarnarmálning, á kyndiklefa o. fl. Almött plastmálning, á loft ef þau eru óslétt. VITRET0 Plasimálnrt Jpegrió og verndió húsiö meó réttri málningu þaö eykur gildi góörar eignar Framleióandi á íslandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiójan Dugguvogi—Símar 33433 og 33414 Útgerðarmenn — Skipstjórar Höfum fyrirliggjandi brezka stálvíra í eftirtöld- um sverleikum: IV2" — 13A" — 2" — 2%" merkta á 25 föðmum. 200, 300 og 350 faðma rúllur. Haqstætt verð. „ . a Þ. Skaftason h/f Grandagarði 9. Símar: 15750—14575. I Hannyröaverzluninni Grímsbæ fáið þér jólagjöfina sem veitir varanlega gleði. Höfum ávallt fjölbreytt úrval við hæfi unga sem aldna. Handavinna er heimilisprýði, Búðin er opin frá kl. 9 — 1 8. Verið velkomin í Hannyrðaverkzlunina Gríms- bæ, sími 86922. Seljum í dag 31.10 1974 Saab 99 E M S árg. 1 973 ekinn 24.500 km. Saab 99 L ekinn 1 4.500 km. árg. '74 Saab 99 L árg. '73 Saab 99 árg. '71 Sab 96 árg. '74 ekinn 1 7.000 km. stereo útvarp. Saab 96 árg. '72 Saab 96 árg. '71 Saab 96 árg. '68 Saab 96 árg. '67 Saab 95 árg. '72 Saab 95 árg. '70 Volkswagen 1302 árg. '71 Ford Bronco sport árg. '74, sjálfskipt, power- stýri ekinn 14.500 km. B3ÖRNSSON *co. 1!S NÝ SENDING Sokkabuxur Stærdlr I, II, III, IV, V Fyrirliggjandi í mörgum tískulitum HeildsölubirgSir: Davlð S. Jónsson & Co. hf., sími 24-333

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.