Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974 o Fréttabréf úr Reykhólasyeit Veðrátta og jarðargróður. Veðrátta I sumar og haust hefur verið ( kaldara lagi. Lltið hefur verið um regn, en meira um sólskin. Þetta teljum við þó góða tlð. Nýting heyja var frábær. en uppskera í minna lagi, einkum þar sem tún voru lengi beitt fram eftir vori. Grænmeti og aðrir garðávextir eru ræktaðir hér I smáum stfl, en náðu allgóðum þroska. Framkvæmdir. Miklar framkvæmdir hafa verið við Þörungaverksmiðjuna á Reykhól- um I sumar og eru framkvæmdir enn I fullum gangi, þvf að ætlað er að verksmiðjan taki til starfa með vor- inu. Nýlega er byrjað á smlði nokkurra fbúðahúsa á Reykhólum og stendur Reykhólahreppur fyrir þeim fram- kvæmdum. Fuglalíf. All miklar breytingar hafa orðið hér á fuglalifi tvo sfðustu áratugina. Mófuglum fækkar mjög mikið og þó hefur lóunni sennilega fækkað einna mest. Nú sjást hér ekki lóuhópar á túnum bændabýlanna lengur. Söng- ur hennar verður fátfðari, en vonandi heyrir það ekki ævintýrinu til að syngja: Lóan er komin, og það hverfi úr daglegu tali sfðsumarsins; að nú sé haustið að koma. „Lóan er farin að hópa sig". Spóinn sést varla leng- ur og hin hvella rödd hans, er verið er að vella grautinn, heyrist vart lengur. Mun minna er nú af hrossa- gauk og stelk en áður var. Hverjar eru orsakir veit ég ekki um, en vitað er að hinar rómönsku þjóðir ítalir og Spánverjar höggva stór skörð f far- fuglahóp þann er vetrardvöl hefur við Miðjarðarhafsstrendur. Hrafni hefur fjölgað mikið, en hann er óspar á það að tfna egg varpfugla okkar. Skotgleði landans er of mikil og til dæmis sá ég himbrimaunga f einni sorptunnu er stendur við eitt af mæðiveikishliðum sveitarinnar. Einnig gæti umhverfisbreyting átt hér einhverja sök. T.d. varp stokk- önd inn f túni á þessum bæ og kom upp ungum sfnum, en önnur önd sem líka varp f túninu var ekki eins heppin. Hreiður hennar varð vél- menningunni að bráð. En eins og kunnugt er sækja endur f það að verpa nærri lækjum eða ám, en hér var þvf ekki til að dreifa. Hettumávur er hér tiltölulega nýr varpfugl, en fjölgar hægt. Gæs fjölgar nokkuð og gæti hún orðið hlunnindafugl ef menn kynnu á að halda. Sennilega eru gæsir greindastir sumargesta okkar og ekki hef égennorðiðvarvið spjöll sem ætla mætti að hún framkvæmdi þegar hún er f stórum hópum að bfta gras á túnum bænda, en hún bætir Ifka jarðveginn með þvf að skila miklu af fæðu sinni f fyrsta flokks áburði. Álft hefur fjölgað mikið hin sfðari ár og mætti ætla að fjölgun hennar hér sé f einhverju sambandi við mar- hálminn, en sú jurt virðist vera upp- áhalds fæða hennar seinnihluta sumars. Marhálmurinn, sem er eina blómjurtin er vex f sjó hér við land, hvarf af Breiðafjarðarsvæðinu um 1930 og um 1960 fer honum að vaxa fiskur um hrygg á ný og eru nú til allmiklar breiður af honum á flæðilandinu, það er á landsvæði þvf, er nær þurrt verður á fjörunni og þeir sem til þekkja vita að það er býsna vfðfeðmt. Yfirleitt gekk varp illa hjá eminum f vor, en mér eru ekki kunnar orsak- ir. Ég hygg þó að æðarræktarfélag- inu sé ekki um að kenna eins og kemur fram f frétt frá Fugla- verndunarfélaginu, en þeir vilja kenna um svefnlyfi þvf er svartbaki er ætlað, og vilja telja það aðal orsakavald. Hins vegar er mér ekki kunnugt um, að svefnlyf sé notað hér. Annars hefði ég haldið að arnar- stofninn væri nær eingöngu á æðar- ræktarsvæðinu og hafa þá væntan- lega þeir ungar sem upp komust verið af þessu svæði. Annars á Fuglaverndunarfélagið þakkir skilið fyrir áhuga sinn á verndun arnar- stofnsins og er það alvörumál hve illa gengur um viðhald hans. 100 eða 200 ernir skipta ekki sköpum með tilvist æðarfuglsins en hins vegar eiga æðaræktarbændur f vök að verjast með varplönd sfn. Alls konar vargur á nú léttara með að lifa af veturinn. Ef athugað er við hvaða óvini æðarfuglinn á að etja sést fljótlega að ekki er nema von að illa gangi að viðhalda stofninum. Fyrst skal frægan telja hrafninn. Sú var tfðinn að hrafnar deildu með sér bæjum, tveir á bæ að sagt var, en nú fara þeir um f stórum hópum og hlffa engu Næstur kemur svo svartbakur- inn, en reyndar mun hann vera orð- inn hlunnindafugl á vissum svæðum, en þegar æðarungamir koma á sjó- inn kemur svo fjöldinn allur af svart- bak og hverfur þá margur unginn. Ég hef það fyrir satt að á Breiðafjarðar- svæðinu muni vera einn svartbakur á móti 8 kollum og sést það að undan slfku hlutfalli verður eitthvað að láta. Á meðan að örninn á f vök að verjast með tilvist sfna læt ég hann liggja milli hluta, en hann hefur verið f varplandi undirritaðs og á sfðustu 20 árum hefur hann komið upp 11 ungum og þó það sé hlut- fallslega, ef miðað er við stofninn allan, sæmileg útkoma þá misferst æ oftar varp hans. Hverjar orsakir eru vildi ég sjálfur vita. Hvftmáfur og kjói er skaðræðis- grey, en sem betur fer er Iftið um hann þann fugl á þessum slóðum. Minkur eða sundmörðurinn skftur upp kollinum alltaf öðru hvoru, þrátt fyrir að allt sé gert til þess að útrýma honum. Blóðferill hans leynir sér sjaldan ef að er gáð. Refurinn þar sem hann kemst f varplönd tekur Ifka sinn toll. Þó að skrifa mætti mikið um fugla þá verður hér staðar numið. Sláturtíð. i sláturhúsi Kaupfélags Króks- fjarðar Króksfjarðarnesi var slátrað f haust rúmlega 13000 fjár og er slátrun þar lokið fyrir viku sfðan. Ekki er búið að reikna út meðalvigt en hún mun þó vera minni en f fyrra. Rafmagn og sfmi Rafmagn hefur verið mjög stopult, enda mikill vatnsskortur við Þverár- virkjun. Heyrst hefur að dfselrafstöð eigi að koma til Reykhóla til þess að bæta úr brýnni þörf. Ég hef áður bent á það sjálfsagða mannréttindamál að landið allt sé eitt verðlagssvæði og sfmamálum dreifbýlissins verði komið f nútfma- legra horf. Vfða f sveitum landsins hefur rfkt stöðnun f sfmamálum. Miðhúsum, 27. október 1 974. Sveinn Guðmundsson r m Valhúsgögn býður yður aðeins falleg og vönduð sófasett. Valhúsgögn er sérverzlun með sófasett. Bílastæði við búðarvegginn. VALHÚSGÖGN, Ármúla 4, sími 82275. CHESTER Tíbrá Tíbrá DRAGTIR: JERSEY BUXNADRAGTIR. FLAUELIS BUXNADRAGTIR. PILS: TERELYNE HÁLFSÍÐ. TWEED HÁLFSÍÐ. FLAUELIS HÁLFSÍÐ. BUXUR: TERELYNE — FLAUELIS — SAMKVÆMIS. BLÚSSUR: KVÖLDBLÚSSUR — 0.FL. PEYSUR: RÚLLUKRAGA AUK ANNARS ÚRVALS Tíbrá Laugavegi 19. Sími 17445. Aftur á íslandi SERVIS Tauþurrkarar kr. 31.900.— Þvottavélar kr. 68.600.—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.