Morgunblaðið - 31.10.1974, Síða 27

Morgunblaðið - 31.10.1974, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974 27 — Umræður um Islenzkt mál Framhald af bls. 19 Skólameistarinn lætur það skipta máli, að síðari grein min birtist 13. október, af því að 13 sé óhappatala. Þetta er víst það sem sumir kalla að vera málefnalegur, og verst að hann skyldi ekki vara sig á tölunni. Sá bjálki, sem er burðarás ræðunnar, virðist mér vera að endurtaka i þaula, að ég viti ekki um hvað ég sé að tala, því ég hafi enga þekkingu á því sem hér skipti máli. Reyndar fylg- ir það einatt i kjölfarið, að það viti hann að visu ekki heldur. Oft hefur mér runnið til rifja fávizka mín og annarra. En nú gat ég ekki varizt brosi að sjá greinarhöfund lýsa yfir sinni eigin fáfræði með svo hnakkakertu yfirlæti. Fyrir velsæmis sakir las hann mér þennan stórmerka pistil, sem margir mættu leggja eyru við: „1 öðru lagi er það staðreynd (sem hver sem vill á aðgang að) að jafnvel þeir sem mest hafa reynt og rannsakað þann margvíslega vanda sem fylgir námi og kennslu «rlendra mála vita það litla sem þeir vita með mun minni vissu en til þess þarf að fullyrða eins djarft um þessi mál og höfundur. Enda verður þess ekki vart í grein hans að hann hafi kynnt sér efnið að því marki þar sem efasemdir taka við af fullvissu þess sem lítió veit.“ Þessi hógværð er sannar- lega af frómum toga, hvernig sem hún getur þó sprengt upp eldgos þessarar greinar. Þegar skóla- meistarinn er kominn í þennan messuskrúða, þarf engan að undra þótt hann veiti mér kárínu fyrir að staðhæfa í stað þess að láta svo lítið bera fram „sæmilega hæverskar spurningar", hver sem ætti nú að svara þeim. Þó stenzt hann ekki reiðari en þegar ég spyr í stað þess að staðhæfa. Þá tala ég í „spurningum eða getgát- um orðuðum á þann veg að sem minnst ábyrgð fylgi". Ef ég segi „Ætli... ekki...?“ eða „Það skyldi nú vera ...“, þá fylgja því dylgjur „sem virðist ætlað að lauma svörum I hug lesenda“. Hitt er þó verra, að mikilvæg atr- iði þykist hann „mega lesa milli linanna", og gerir mér þá upp skoðanir sem ég aðhyllist ekki, svo sem það, „að islenzk tunga verði bezt ræktuð með þvi aó kenna hana sem sérstaka náms- grein eða gera þýðingar að megfn- þætti í kennslu erlendra mála“. Ég held því fram, að tungumála- kennsla gerði bezt gagn með því að efla kunnáttu i íslenzku. Hitt þætti mér ljót kenning, að ís- lenzk tunga yrði bezt ræktuð með kennslu erlendra mála. Og enn segir J.S.H.: „Hinsvegar hefi ég ástæðu til að efast um samsinni höfundar við þá skoðun mína að I skólum hvaða lands sem er eigi móðurmál nemenda að ganga fyr- ir öllu“. Ég býst við að þetta og fleira, sem hann segir eða spyr um, hefði hann látið niður falla, ef hann hefði séð greinarstúf minn í sama blaði hinn 12. okt. (12 „kvað vera“ happatala!); en ekki var sjálfsagt að hann læsi þá grein líka. Þar segir svo um til- tekna bók: „Hún er staðfesting þess, aðhvertskáldverker öðrum þræði verk þeirrar þjóðtungu, sem það er samið á, að ein og sérhver tunga elur af sér hug- smíðar, sem ekki hefðu orðið til á neinu öðru máli. Hún er staðfest- ing þess, að liði íslenzk tunga und- ir lok, fölnaði að sama skapi fjöl- skrúð mannlegrar hugsunar um aldur og ævi.“ En hvort sem J.S.H. hefur séð þessa grein eða ekki, og hvað sem hann kynni að „lesa milli línanna" i þessari klausu, þá hefur hann alls enga ástæðu til að ætla mér þær skoð- anir sem hann þarna vill. 1 annan stað ræðir hann fram og aftur um sjálfsagða hluti á þann hátt sem ég sé þar á öðru máli. Til dæmis segir hann: „Sá ræktar ekki mál- ið, sem talar fagurlega um ekki neitt.“ (Hver hélt fram þeirri firru?) Og áfram: „Málrækt er umfram allt falin f málnotkun, og sá ræktar málið bezt sem kennir eða lærir að fjalla ljósast og skýr- ast og af mestum heiðarleik um sem flest viðfangsefni." Svo sjálf- sagða athugasemd lætur hann bera þannig að í grein sinni, sem ég hafi á þessu aðra skoðun. I grein minni 13. okt. standa þessi orð: „Tungumálanámið ætti um- fram allt að miða að því, að ís- lendingum lærðist að hugsa, tala og rita á fslenzku um hvert það efnij sem um er fjallað á erlend- úfn málum.“ Hafi ég skipt um skoðun síðan á „óhappa“-daginn, þá hef ég a.m.k. ekki skriftað það fyrir skólameistaranum. Þar mætti hann hins vegar finna „milli línanna" svar við spurn- ingu sinni, hvað það merki að vera „hlutgengur sem Islending- ur á þingi þjóða“, fremur en að svara sér sjálfur, að „þing þjóða“ muni hér merkja: alþjóðleg ráð- stefna! Nei hann er ekkert fúasprek, bjálkinn sem ber uppi þessa grein, og vel fer henni titillinn Mál og málflutningur. Nú dettur mér ekki' í hug, að svo vænn maður, sem ég veit að Jóhann S. Hannesson er, fari þar með vísvit- andi blekkingar; en hann lætur sjóðandi reiði sína villa um fyrir sér. Ekki lái ég greinarhöfundi að stökkva upp á nef sér, þegar ég nefni „mál kúreka“, fyrst hann telur sennilegast að ég geri það í óvirðingar skyni við enska tungu. Þessu hef ég svarað fyrr í þessari grein; einnig spurningu höfundar um „merk“ tungumál. Og hér hefði skólameistarinn mátt vera ögn fimari f þeirri íþrótt sinni að „lesa milli Iínanna“. Mér hefur ekki verið launung á því, að ensk tunga er mér kær, og enginn hef- ur nokkra minnstu ástæðu til að ætla, að ég vilji „hrakyrða" hana eða óvirða á nokkurn hátt. Slfkar getsakir eru ekki sæmilegar. En fróðlegt þætti mér að vita, hvort skólameistarinn yrði jafn-hneyksl aður, ef ég segði, að skólakrökk- um væri heilsað á máli lávarða, og þá hvers vegna hneykslaður, eða hvers vegna ekki hneykslaður. Um próf i ensku, sem ég drap á f upphafi þrettánda-greinar, segir skólameistarinn m.a. að sá sem þýði, sé „ekki að tjá hug sinn heldur hug annars, og virðist þvf ástæðulaust að örvænta um getu ... til að tjá sinn eigin hug á íslenzku“. Nú er ég dálftið hissa. Hvernig er unnt að tjá hugsun annars manns án þess að geta hugsað hana sjálfur? Ef sá sem getur tjáð sínar eigin hugsanir á íslenzku, getur ekki tjáð á sömu tungu hugsun annars manns, er það væntanlega vegna þess að hann getur ekki hugsað hana sjálfur, þ.e.a.s. skilur hana ekki. En í frásögn minni var ekki þvf til að dreifa; það var tekið fram. Svo gæti það verið fróðlegt, ef hægt væri að mæla, hversu mikið af hugsun skólameistarans hefur komið honum í koll beint frá al- mættinu framhjá kollum annarra manna. Það kynni að reynast minna en ætla mætti af þessum orðum hans; og efast ég þó ekki um að hann sé maður frumlegur. J.S.H. telur, að ég gleymi þvi, „að sérhver tunga býr yfir tján- ingarmöguleikum, sem aðrar tungur skortir". Sú gleymska hefði þá komið yfir mig á einni nóttu, því daginn áður (12. okt.) Járniðnaðarmenn og nemar óskast sem fyrst Hlutafélagið Hamar Tryggvagötu — Borgartúni Sími 22 123 benti ég einmitt á þetta atriði sérstaklega í fyrr nefndri grein í sama blaði, og að ég held öllu rækilegar en J.S.H. gerir hér, og leyfi ég mér að visa til þess. Hvernig væri nú að átta sig á því, að þann dag sem menn gerð- ust svo allsgáðir að impra aldrei á öðru en því, sem stutt yrði niður- stöðum visindalegra rannsókna, þá yrðu fleiri klumsa en ég og Jóhann S. Hannesson. Þá yrði sem sé engin umræða, hvorki um þetta mál né neitt það sem mestu varðar í menningarlifi hverrar þjóðar. Og svo ég fari að frómu dæmi skólameistarans og spyrji fremur en að staðhæfa: Er það þetta sem hann vill? Eg bæti þvi við eins og hann, að ég býst ekki við svari. Ef samt ætti að leyfa sér umræðu, færi e.t.v. bezt á því að byrja hverja setningu: Ég býst við, ég tel eða — á máli lávarða — ég mundi segja. Sjálfur er greinarhöfundur einstaklega nat- inn við að klæða og jafnvel dúða staðhæfingar sínar í slfkan grímu- búning. En ætli þvílíkur fyrirvari sé ekki óþarfur, þegar allir mega sjá, að hann liggur í hlutarins eðli. Hvort menn kalla það, sem þá stendur eftir, staðlausa stafi eða holl skoðanaskipti, held ég fari meðal annars eftir hreysti í maga. Sá er mergurinn málsins, að það sem sannað hefur verið, þarfnast engrar umræðu framar. Skólameistara þykir ástæða til að bera af sér „frjálslyndi" af því tagi sem ég gat um í grein minni; en þvf segir hann hafa verið marglogið á sig. Það hef ég þó ekki gert. Og ég vona fastlega, að í andstöðu sinni við frjálslyndið láti hann aldrei deigan sfga, held- ur „berjist þeim mun djarfar sem ósigurinn er visari“, því frjáls- lyndi í málgæzlu yrði honum hvumleitt á efsta degi. Raunar eru fáar syndir lævísari en sú ábyrgðarlausa værð, sem hreiðrar um sig bakvið frjálslyndi. Því frjálslyndið er í tygjum við þann andlega ræfildóm, sem kann ekki greinarmun á frelsi og lausungu. Eðli frjálslyndis er bilbugur; heillaráð þess í hverjum vanda er uppgjöf; en sönn menning sækir á brattann. Löngum hefur mig furðað á þvf, að önnur eins ráðstefnu-þjóð og Islendingar skuli geta stillt sig um að þinga á hverju ári um hag móðurmálsins. Árlega eru til kvaddir fulltrúar allra byggða og starfsgreina til að ráða ráðum sfn- um um afkomu atvinnuveganna, hvernig hagkvæmast sé að afla heyja og veiða fisk, hvernig auka megi ræktað land, hvernig vernda skuli fiskstofna, verja fiskimið fyrir erlendum ágangi og forða mengun af völdum sjálfra vor og annarra. En um þann vanda að tala íslenzku i nútíma-þjóðfélagi er síður þingað, og er sá vandi þó engu minni en að veiða fisk. Eng- ar ráðstefnur eru haldnar til lausnar því brýna viðfangsefni að gera fslenzka tungu hlutgenga á öllum sviðum nútímalífs, án þess að rofni sifjar hennar við afrek sín á liðinni tíð. Hvað veldur? Er það kannski vegna þess, að móð- urmálið verður hvorki étið undan askloki né þurrkað f skreið til útflutnings, að oss þykir naumast taka þvf að hafa svo mikið við? Islendingar hafa góðu heilli myndað samtök til verndar is- lenzkri náttúru; þar hafa ólærðir áhugamenn og sérfræðingar i náttúruvísindum tekið höndum saman um að verja gróið land gegn uppblæstri og öðrum spjöll- um, bæta gróðurríkið og efla til nýrra landvinninga, en vernda þó sérkenni og fegurð fslenzkrar náttúru. Þessum þörfu samtökum hefur orðið vel ágengt, og er þó meira í vændum. En ekki er mér kunnugt um neinn slfkan félags- skap til verndar íslenzkri tungu. Engin landssamtök allra flokka og allra stétta hafa gengið til liðs við baráttu móðurmálsins fyrir lífi sínu, sem er þó f engu minni hættu en gróður landsins. Flestir vita af hættunni, en ýmist láta sér fátt um finnast, eða fara með hana eins og einhvers konar feimnismál, gera sem minnst úr henni, jafnvel dylja hana fyrir sér og öðrum. Þegar svo viðrar, er haftt við að flest sem bent er á til hvatningar eða varnaðar, verði óðara brennimerkt sem öfgar eða ofstæki. Enda er óttinn við eigið ofstæki að verða félagslegur sjúk- dómur. Menn þora hvorki að hvetja né letja af neinni einurð, því það er svo varasamt og ljótt og leiðinlegt að vera öfgafullur. Þeg- ar slíkur doði hefur lagzt yfir íslenzka málvernd, þá hallar ört undan fæti. Svo sem ég vék að i upphafi, var sá tilgangurinn með greinum mfnum að eggja menn til að end- urskoða mat sitt á gildi íslenzkrar tungu fyrir oss Islendinga sjálfa og jafnframt fyrir menningu ann- arra þjóða, og skyggnast um gáttir og glöggva sig á þeim hættum, sem fara leynt og ljóst, endur- meta viðnámsþrótt móðurmálsins á nýrri öld og ráða ráðum sinum þvi til varnar. Hafi þetta að ein- hverju leyti tekizt, sem ég hef ástæðu til að vona, þá er það fyrir viðbrögð þeirra mætu manna, sem hér hafa lagt orð f belg. Þökk sé þeim öllum. Helzt vildi ég óska, að þessari umræðu yrði haldið áfram, á heimilum, í skólum, og á förnum vegi, en þó umfram allt af þeim mönnum, sem eiga sér f ræðilegri vettvang en vænta má í dagblöðum. Þess vegna ætti nú að vera lokið minni þátttöku. Eg hef einungis varpað þvi fram til um- hugsunar, sem mér, skeikulum leikmanni, virðist ekki aðeins vera sennilegt, heldur liggja í augum uppi. HAFNARFJÖRÐUR. Vinna óskast eftir hádegi (frá 1—6) er vön skrifstofu & verzlunarstörfum. Uppl. i sima 52697. Boröið ódýrt í fallegu umhverfi. KAFFITERÍAN GLÆSIBÆ (á annarri hæð) RETT KR. 230.00 MED ÁBÆTI Aðrir réttir á sérlega hagstæðum verðum: Bóndarif.............. kr. 375,— Grísarif.............. kr. 475,— Töfrasprotinn......... kr. 550,— Greifasteik............ kr. 550 — Kjúklingur Spania...... kr. 550,— Draumad-ÝSA-Orly....... kr. 300,— Rauðsprettuflök........ kr. 300,— BARNABORGARAR.......... kr. 100 — MÖMMUBORGARAR.......... kr. 150,— PABBABORGARAR.......... kr. 200.— Skútukarlasamloka...... kr. 100.—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.