Morgunblaðið - 31.10.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÖBER 1974
Beirut.
INNAN skæruliðahreyfingar Palest-
fnumanna fara nú fram hreinsanir f
því skyni að ávinna hreyfingunni
pólitfskt traust, og heraga er óspart
beitt f sama skyni. Ofsafengnir
hermdarverkamenn eru kúgaðir til
hlýðni eða útrýmt og klærnar eru
klipptar af öfgafullum vinstri mönn-
um. Báðir þessir hóper eru orðnir til
trafala fyrir Yasser Arafat og mikinn
meirihluta skæruliðahreyfingarinn-
ar» sem vill að Palestínumenn geti
orðið aðilar að þeim friðarumleitun-
um sem fara fram um þessar mundir
til lausnar á vandamálum Miðaust-
urlanda. Rlkisstjórnir Arabaland-
anna styðja þessa breytingu, sem á
að gera Frelsishreyfingu Palestfnu
að heilsteyptum og viðurkenndum
fulltrúa palestinsku þjóðarinnar.
Aftökur eru þegar byrjaðar í
kyrrþey. Fómarlömbin eru meðal
annars skipuleggjendur hermdar-
verka f þágu Frelsishreyfingar Palest-
inu á erlendum farþegaflugvélum,
sendiráðum og öðrum árásarmörk-
um. Menn þessir, sem eitt sinn
gerðu sitt gagn, eru nú orðnir tif
óþurftar og kunna að reynast hættu-
legir forystu hreyfingarinnar
Nýlega fór fram aftaka á einni
helztu götu Beirutborgar, sem
minnti mjög á velmektardaga Al
Capones f Chicago. Böðlar skæru-
liðahreyfingarinnar skutu þar til
bana Ahmed Abdel Ghafour, sem
var 42 ára að aldri. Ghafour var
foringi öfgahófsins sem bar ábyrgð
á nokkrum alræmdum „aðgerðum"
erlendis, sem ollu Frelsishreyfingu
Palestfnumanna miklum álitshnekki.
Meðal þessara aðgerða var árásin á
farþegaþotu Pan American flugfé-
lagsins á flugvellinum f Róm, þar
sem 30 farþegar voru drepnir og 50
manns særðust, allt blásaklaust fólk.
Ghafour gagnrýndi Arafat stöðugt
meira og kallaði hann svikara við
byltingu Palestlnumanna, sem upp-
runalega stefndi að útrýmingu
tsraelsrfkis og stofnun Palestfnurfkis
í staðinn, þar sem bæði Arabar og
Gyðingar byggju.
Skæruliðaforinginn og stjórn-
málamaðurinn, Yasser Arafat, leið-
togi Frelsishreyfingar Palestínu-
manna, er 48 ára. Hann hefur sætt
gagnrýni fyrir náin tengsl við
Egyptaland og Saudi-Arabíu, og
hann berst fyrir hugmyndinni um
<atít THE OBSEKVER
..—aSEad l
palestinskt „smárfki" á vesturbakka
Jórdanár og á Gazasvæðinu. Sú
hugmynd hans hlautfylgi meirihluta
fulltrúa f þjóðarráði Palestfnu á fundi
þess f Kairó f júnfmánuði sl. ( þeirri
innbyrðis togstreitu sem fylgdi I kjöl-
farið öðlaðist Arafat enn sterkari að-
stöðu en hann hefur nokkru sinni
haft í sögu Frelsishreyfingarinnar.
Arabar hvfsa sfn á milli, að morðið
á Ghaforu hafi verið verk „Leyniregl-
unnar", sem er pólitísk aftökusveit
innan „RASD", leyniþjónustu El
Fatah, skæruliðahreyfingar Arafats.
Það var eitt sinn almannarómur,
að RASD útvegaði „Svarta septemb-
er" öll nauðsynleg vopn, hermdar-
verkahópnum sem Palestinumenn
beittu óspart og með miklu árangri f
kjölfar þess blóðuga ósigurs sem
hreyfingin beið f Jórdanfu árið
1971 Nú er RASD nauðbeygt að
snúast gegn sfnu eigin afkvæmi —
sársaukafullt verk sem allar byltinga-
hreyfingar verða að vinna fyrr eða
síðar
Það heyrist sagt, að þegar sé búið
að ákveða aftöku uppreisnargjarns
El Fatah skæruliða, sem gengur
undir nafninu Abu Nidal, og hefur
haft bækistöð f írak, svo og Wadi
Haddad. sem skipulagi flugránin ár-
ið 1970, sem gerðu Palestfnumenn
alræmda á alþjóðavettvangi.Hermd-
arverkamenn ganga venjulega undir
fölskum nöfnum og hvarf þeirra vek-
ur enga eftirtekt oft á tíðum. Upplýs-
ingar sem hafa komið fram eftir
morðið á Ghafour, sem ferðaðist á
líbönsku vegabréfi og undir öðru
nafni, benda til þess að forusta
Frelsishreyfingar Palestínumanna
hafi ætlað sér að lífláta hann öðrum
til viðvörunar og koma f veg fyrir
frekari blóðsúthellingar.
Palestínsku skæruliðarnir ætla sér
að halda áfram og auka aðgerðir
sínar innan Ísraelsríkis og herteknu
svæðanna, þótt árásum og hermdar-
verkum annars staðar linni. Það er
skoðun Arafats og annarra foringja
Frelsishreyfingarinnar, að árásir á
Alþýðufylkingin úthrópaði Arafat
fyrir „svik" við málstað Palestfnu-
manna og fyrir að hafa fallið f
„gildru heimsvaldasinna." Byltingar-
skoðanir þessa klofningsarms eru I
algerri andstöðu við Egypta og aðra
þá Araba, sem halda þvf fram, að
það sé nauðsynlegt að fá hjálp
Bandaríkjanna, aðalbandamanns
fsraels, til þess að nokkur von megi
verða um samkomulag þar sem tillit
sé tekið til hagsmuna Araba. Ákærur
Alþýðufylkingarinnar féllu f grýttan
jarðveg. Jafnvelróttækir vinstrimenn
gagnrýndu Alþýðufylkinguna fyrir
að sundra Frelsishreyfingu Palest-
fnumanna á örlagastundu. í þessar
glæður blésu Sovétrfkin með af-
stöðu sinni, en stjórnin f Kreml hef-
ur eindregið stutt við bakið á Arafat
Alþýðufylkingin, sem er líklega
harðsnúnasta stjórnmálaaflið i Ara-
barfkjunum, á mjög litið fylgi meðal
Arafat ræðir til Mahmoud Riad framkvæmdastjóra Arababanda-
lagsins f Kairó.
ísrael, sem ekki eru eins skaðlegar á
alþjóðavettvangi og önnur hermdar-
verk. séu lifsnauðsynlegar fyrir þá til
að viðhalda áliti sfnu meðal Palest-
fnumanna á meðan þeir mjaka sér
smátt og smátt nær samningaborð-
inu. Ennfremur krefjast slfkar strfðs-
aðgerðir vfðtækrar skipulagningar
og strangs aga sem óhjákvæmilega
færir skæruliðana undir örugga
stjórn hinnar opinberu forustu hreyf-
ingarinnar.
Rfkisstjórnir Egyptalands og Sýr-
lands safna nú saman og kyrrsetja
alla þá hermdarverkamenn sem tóku
þátt f fyrri aðgerðum. Stjórnir þess-
ara landa eru mjög áfram um að
bæta álit Palestlnumanna og hjálpa
Arafat að ná fullum tökum á skæru-
liðunum Skæruliðarnir átta, sem
myrtu bandaríska sendiherrann f
Khartoum f Súdan, eru nú f haldi f
Kairó og verða það þar til Sadat er
þess fullviss, að þeir geti ekki lengur
stefnt f hættu hugsanlegu sam-
komulagi. Hermdarverkamennirnir
sem stóðu að árásinni f Róm fyrir
Ghafour hafa ekki sést f Damaskus
eftir að þeir voru fluttir þangað frá
Kuwait, sem þeir flúðu upphaflega
til.
El Fatah hreyfingin hefur sjálf
handtekið Helou bræðurna sem
voru flæktir f fyrstu árás Svarta
september, morðið á forsætisráð-
herra Jórdanfu, Wasfi Tel, á Kairó
árið 1971. I gleðivimu sinni sem
hetjur Frelsishreyfingarinnar gengu
þeir of langt með því að myrða
llbanskan borgara og stofna þannig
I tvísýnu sambandi Palestfnumanna
og Lfbanonsstjórnar.
Arafat hefur einnig tekizt að vinna
bug á pólitfskri samkeppni frá
vinstri-klofningsarmi kommúnista,
Alþýðufylkingunni til frelsunar
Palestfnu, sem er undir stjórn
Heorgs Habash í marga mánuði var
búizt við þessum klofningi Alþýðu-
fylkingarinnar, en þegar hann
gerðist urðu áhrifin ótrúlega lítil.
Palestfnumanna og leggur þvf ekki í
þá hættu að stofna til vopnavið-
skipta við Arafat Komi áhrifaleysi
Alþýðufylkingarinnar fram á opin-
berum vettvangi mundi það aðeins
sannfæra hægrisinnaða Palestínu-
menn, ríkisstjórnir Arabarfkjanna og
Bandarfkjastjórn um það, að stofnun
Palestínurfkis undir stjórn Frelsis-
hreyfingarinnar hefði ekki f för með
sér valdatöku kommúnista í hjarta
Miðausturlanda.
Önnur andstaða innan hreyfingar-
innar gegn Arafat er nær engin. Það
er mjög mikilvægt f þessu sam-
bandi, að rfkisstjórn fraks, sem fram
til þessa hefur stutt öfgamennina
betur en nokkur annsr aðili, virðist
hafa látið af andstöðu sinni við Ara-
fat. Yfirlýsingar íraksstjórnar for-
dæma ekki lengur bráðabirgðasam-
komulag og foringi skæruliðahóps
þess, sem (raksstjórn styður, hefur
fengið fyrirmæli um að láta af opin-
berri gagnrýni á Arafat Libýustjórn
hefur einnig tekið svipaða afstöðu.
Þar sem Arafat og stuðningsmenn
hans virðast vera búnir að ná undir-
tökunum innan Frelsishreyfingar
Palestínu, eru vaxandi líkur á þvf, að
Frelsishreyfingin geti stigið það mik-
ilvæga skref að mynda útlagastjórn
— skref sem mun bæta samnings-
aðstöðu hreyfingarinnar mjög veru-
lega Næsta þrekraun Arafats verður
að reyna að ná sáttum við Hussein
Jórdanfukonung — erkifjandann
— og þá mun reyna á tangarhald
hans á Frelsishreyfingunni Þrátt fyr-
ir blóðugar illdeilur, sem hófust árið
1970, milli Palestlnumanna og
Jórdanfumanna leggja rfkisstjórnir
Arabalandanna, einkum þó Egypta-
lands, mikla áherzlu á sættir milli
þeirra til að treysta sameiginlega
samningsaðstöðu Araba Staða Ara-
fats kann að vera orðin nógu sterk til
að koma þessu f kring og það mun
tryggja aðild Palestfnumanna að
friðarviðræðunum I Miðausturlönd-
um.
Stálgrindarhús eða skemma ca. 200 fm óskast til kaups. Upp- lýsingasími 8421 1. Volga — Volga Af sérstökum ástæðum er Volga árg. 1 973 til sölu, lítið ekin. Selst ódýrt, ef samið er strax. Uppl. i síma 35664. »
Til sölu frambyggður rússajeppi, Peugedt diesel, sæti fyrir 1 3 farþega. Uppl. í sima 85426 eftir kl. 7 á kvöldin. Hestamenn Til sölu ungar kynbótahryssur af úrvals stofni, litið eitt tamdar. Upplýsingar í sima 95-5362 eftir kl. 7.
Keflavík Til sölu stór ísskápur, ársgamall, einnig tvfbreiður svefnsófi, nýr. Tækifærisverð. Simi 2718. Sauðárkrókur Til sölu lítið nýlegt einbýlishús. Hagstætt verð góð kjör. Upplýs- ingar i síma 95-5362.
Aukavinna 2 menn vantar aukavinnu eftir kl. 7 á kvöldin, Allt kemur til greina. Uppl. í síma 34927. 21 árs gömul stúlka óskar eftir atvinnu fyrri hluta dags. Gjarnan skrifstofustarf. Hef gagn- fræðapróf frá Verzlunardeild Haga- skólans. Uppl. í síma 27014.
Volvo Grand Luxe Til sölu Volvo Grand Luxe árg. '73, ekinn 22 þús. km. Fallegur bill. Skipti á ódýrari bil möguleg. Uppl. í sima 28530 frá kl. 13 — 1 9. Husubor— keðjubor Viljum kaupa hulsubor eða keðju- bor. Upplýsingar i sima 66440.
Iðnaðarhúsnæði 80 ferm. húsnæði fyrir léttan iðn- að til leigu á Selfossi. Upplýsingar i sima 99-1340 kl. 6—10 á kvöldin. Hálfir grísaskrokkar Nýslátraðir grisaskrokkar, skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, simi 35020.
Grámann Litill grár köttur með rautt háls- band hvarf frá Vifilsstöðum, þriðjudagskvöldið 22.10. Upplýs- ingar í sima 42805 og 32452. Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt í hálfum skrokk- um tilbúið í frystikistuna. 397 kr. kg. Kjötmiðstöðin, simi 35020.
Söluturn óskast til leigu eða kaups. Ný- lenduvöruverzlun kemur til greina. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „4457". Oldsmobile — Toranado Til sölu er Oldsmobil árg. '68 i toppstandi með frarrihjóladrifi, út- varpi og sérbyggðu 8 rása stereo- tæki. Selst gegn 3ja til 5 ára skuldabréfi. Uppl. i sima 84244 — 8501 5.
Ytri-Njarðvik Til sölu 4ra herb. risibúð við Hofs- götu. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Laus fljótlega. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík, símar 1 263 og 2890. Vegna flutninga er til sölu mjög litið notuð CANDY uppþvottavél (7—8 mánuði). Verð 49.000. Einnig gamalt stoppað sófasett með útskornum örmum. Upplýs- ingar i sima 92-1701 eða 1081 1.
að Hótel Sögu
sunnudagskvöld 3. nóvember.
Kl. 19.30 — ítalskur kvöldverður (verð
aðeins kr. 895. —)
Myndasýning — Ítalíuminningar frá
síðastliðnu sumri.
^ Ferðabingó — Vinningar: 3 Útsýnarferð-
ir.
Skemmtiatriði.
£ Dans, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar
leikur fyrir dansi.
Athugið að panta borð snemma
hjá yfirþjóni, því að alltaf er fullt
hús og fjör hjá Utsýn.
Ferðaskrifstofan ÚTSÝIM
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu