Morgunblaðið - 07.12.1974, Síða 37

Morgunblaðið - 07.12.1974, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LÁÚGARDÁGÚR 7. DÉSEMBÉR 1974 37 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jóhanna v Kristjönsdöttir þýddi > 68 hrifist af þvi. Litlu peðin höfðu staðið í eldlínunni, en broddarnir voru á öruggum stað og hrópuðu slagorðin um frið og bræðralag. Það hafði honum þótt sannfær- andi. Keller hafði í sjálfu sér engar beizkjutilfinningar gagnvat kommúnistum. Hann vantreysti öllum, hverjar svo sem lifsskoð- anir þeirra voru. Ef þeir væru einlægir i lifsskoðun sinni þá hefði kardinálinn þegar átt að vera komin i heilagra manna tölu. En þeir ætluðu að drepa hann vegna þess að hann var á öndverðum meiði við stór- kallana. Þeir vildu kynþátta- hatara í forsetastól í Bandarikj- unum. Vegna þess það féll svo vel inn í myndina hjá þeim. Milljón líf myndu ekki skipta þá meiru máli en dauði einn- ar Arabastúlku. Og fyrir það eina morð var hann staðráðinn i að hefna svo að heyrðist um alla heimsbyggðina. John Jackson yrði aldrei forseti Bandaríkjanna og það yrði engin borgarastyrjöld og kynþátta- óeirðir. Vegna þess að launmorð- inginn þeirra ætlaði sér að drepa hann til að koma í veg fyrir það. Hann hneppti aftur að sér frakkanum og lagði af stað síðasta spottann að dómkirkjunni. Klukkan tiu var kirkjan þvi sem næst troðin af fóiki. Keller vissi upp á hár, hvaða leið hann átti að fara, því að hann hafði ekki eytt þeim tíma til einskis sem hann notaði til að skoða kirkjuna nokkru áður. Hann gekk inn um risastórar dyrnar og verðirnir stöðvuðu hann og skipuðu honum að af- henda það sem hann væri með í vösunum. Hann gerði það um- yrðalaust og heyrði aó þeir leituðu á öllum, sem inn gengu. Einhver miðaldra maður sem hélt á skjalatösku í hendinni var í háarifrildi við verðina. Keller rétti verðinum frakkann sinn og rétti upp hendurnar á meðan þeir leituðu fagmannlega á honum. Velvakandi svarar í Sima 10-100 kl. 1 0 30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. V___________________________________ 0 Skattamál aldraðra Ásgeir Ólafsson skrifar: „Fyrir nokkrum árum sagði við mig vitur maður, er skattamál aldraðra bar á góma: „Þegar fólk hefur náð 67 ára aldri á að létta af því sköttum að nokkru leyti, en þeir, sem náð hafa sjötugsaldri, eiga enga skatta að borga." Eitt- hvað á þessa leið fórust þeim mæta manni orð. Þetta rifjaðist upp fyrir mér er ég las klausu í þáttum Vel- vakanda í Morgunblaðinu 29. nóvember s.l. Einhver Björn Björnsson segist hafa verið á fundi hjá Samtökum aldraðra, sem svo eru nefnd, en þar hafði komið fram tillaga um að sjötugt fólk eða eldra greiddi ekki skatta af vinnutekjum. Björn þessi virðist hneykslaður yfir þvi að svona tillaga skuli hafa komið fram og kallar það kröfugerð aldraðra. Ég hygg, að vel megi færa rök fyrir því, að starfandi fólk, sem unnið hefur langan vinnudag og ávallt borgað tilskila skatta og skyldur sé vel að því komið að létt væri af því sköttum þegar það er komið á áttræðisald- urinn. Asgeir Þ. Olafsson, Kleppsvegi 6, Reykjavík." 0 Nidurstööur stúdentasamkomu 1974 Guðmundur Egilsson skrifar: „Til fjandans með allt rugl og kjaftæði afa gamla, ömmu minn- — Afsakið sagði maðurinn, þegar hann hafði gengió úr skugga um að hann hafði ekkert vopn á sér. — Reglurnar eru strangar núna eins og þér skil jið. — Þetta er allt í lagi, sagði hann og gekk áfram og beygði síðan til vinstri. Höpur fólks hafði safnast saman í kringum skriftastólinn. Keller dokaði við og horfði í kringum sig og sá í einni sjón- hendingu að minnsta kosti þrjá menn sem ekki voru hingað komnir til að hlýða á guðsorð. Hann sá þá stinga saman nefjum augnablik og eldsnöggt beygði hann sig niður og var með einni hreyfingu búinn að ná taki á skikkjunni. Hann steypti henni yfir sig og gekk hiklaust í áttina að altarinu. Ekki bar á því að neinn grunaði hann um græsku. Fólk gekk framhjá honum, nam staðar til að fara með bænir og signa sig og krjúpa niður. Hann gekk aftur í áttina að skriftastóln- um. Það hafði verið auðvelt að ganga frá þessu en hitt yrði kannski ekki eins létt að ná byss- unni. Hann fann að hjartasláttur- inn var óeðlilega hraður þessa stundina. ar, pabba og mömmu. Við vitum betur. Þau hafa neytt okkur til að þiggja dollara, okkur til framfær- is, af NATÓ og bandariska auð- valdinu. Við gerum kröfu til betra hús- næðís og hærri launa fyrir okkar þrautpíndu stétt, sem leggur sig alla fram af ósérhlífni og fórnfýsi fyrir betri afkomu og bættum kjörum til handa lítilmagnanum og aumingjum þessa lands. Við vonum, að sú barátta verði löng og strið, svo ekki blasi við atvinnuleysi og málleysi í vorri stétt. Við tignum og dýrkum þján- ingabræður vora um allan heim, — þeim sem sýna auðvaldinu í tvo heimana og gefa djöflunum á kjaftinn. Við heimtum, að þeir verði látnir lausir úr pyntinga- klefum, þar sem þeir eru innilok aðir, hugraðir og mjög illa haldnir líkamlega og andlega af völdurn þessara auðvaldsgaura, sem vaða í loðnunni upp fyrir haus. Meira brauð, betri boliur og fleiri snúða fyrir frelsara þessa lands og fleiri landa! Niður með slátrarana, sem pína líftóruna úr meðbræðrum vorum í Chile, Portúgal og Paragvæ! Æ, æ, æ, æ. Stöndum saman, karlar og kon- ur, svo afsprengi vor verði til frelsunar og blessunar fyrir land og þjóð og fleiri lönd og fleiri þjóðir, og komi íhaldi og herstöðv- um fyrir kattarnef. — Buldi við brestur og brotnaði þekjan (af öskri og píkuskrækj- um í salnum). Lengi lifi Jón sálaði Sigurðsson, sem barðist á móti hernámi, og Jónas okkar Hallgrímsson, sem orti um skotthúfuna. Amen. Nú syngjum við sálninn númer fjóra. Amen. Guðmundur Egilsson Ilrafnistu." Keller horfði í kringum sig. Maðurinn sem stóð rétt við stóiinn horfði á hann með sér- stakri athygli. Þetta hlaut að vera svikarinn. Maðurinn sem hafði séð um að hafa búninginn og byss- una tilbúna. Hann minntist þess sem Elizabeth hafði sagt: „Jafn- skjótt og þú hefur drepið Jackson verður þú sjálfur skotinn svo að þú verðir ekki handtekinn." Strax að morðinu loknu myndi þessi vörður fá tækifæri til að reka endahnútinn á verkið. Þegar Keller reyndi að læðast út um dyrnar yrði hann skotinn til bana. Og morðinginn yrði þjóðhetja fyrir að myrða morðingja kardin- álans. Þannig hafði það verið hugsað af þeim þokkapiltum, sem undirbjuggu þetta. Keiler leit af manninum og smeygði sér bakvið skriftastólinn, sem hafði verið merktur á kort- inu. Hann þurfti ekki nema eina handarhreyfingu og þá var byssan í hendi hans. Hann faldi hana í snatri undir möttlinum og i sömu andrá kom einn af vörð- unum i áttina til hans og beygði sig inn i stólinn. — Er allt í lagi? 0 Hver hefur fengið kvikmyndafilmu í misgripum? Finn H. Rohbeck skrifar frá Kaupmannahöfn: „I júlímánuði sl. fór seglskipa- keppni fram i Kaupmannahöfn. Ég tók kvikmynd af siglingu skip- anna út úr höfninni. Þessari filmu minni hefur Kodak í Kaup- mannahöfn glatað, en í stað henn- ar fékk ég filmu, sem er tekin á Islandi, sennilega af íslendingi. Sú filma, sem ég fékk, sýnir vél- báinn Ingibjörgu KE 114 á sigl- ingu inn í höfn, síðar sést fjöl- skylda að snæðingi úti i guðs- grænni náttúrunni, m.a. sést pilt- ur á að giska 16 ára á rauðri stormblússu með myndavél um öxl. Filman endar á mynd innan- húss, þar sem karlmaður stendur við eldhúsvaskinn að hreinsa fisk. Mér er það mikið kappsmál að finna mína eigin kvikmyndafilmu og ég geri ráð fyrir að svo sé um þá konu eða mann, sem tók kvik- mynd þá, sem ég hef reynt að lýsa í stuttu máli. Finn H. Rohbeck, Hjortekærs- vej 147 A. DK. 2800 Lyngby, Dan- mark.“ 0 Fiskmjöl til áburðar Þorsteinn Jónsson skrifar: „A árunum fyrir og eftir 1950 urðu bændum þung i skauti vegna kalskemmda í túnum. Minnkaði þá heyfengur bænda í fyrri slætti allt að þvi um helming miðað við meðalsprettu. Ég starf- aði við búskap á þessum árum. Var allmikió kal í túninu heima eitt vorið og víðast hvar í sveit- inni. Ég bar á kalskemmdirnar, þar sem þær voru mestar eingöngu síldarmjöl. I fyrri slætti var sprettan léleg, þar sem kalið var mest. En í — Já, sagði Keller, hraðmæltur. — Ég vildi bara vera viss. — Já, það veitir ekki af að vera gætinn, sagði maðurinn. — Aldrei að vita við hverju má búast fyrst þetta ræksni ætlar að vera hér i messunni. Hafði augun opin ef þú séró einhverja svertingja í hópn- um. Okkur hefur verið uppálagt að fylgjast sérstaklega með þeim. Hvað er klukkan? King hafði spurt sömu spurningarinnar þrisvar. Hann fékk alltaf sama svarið. — Þáð er kominn tími til að þér gefið okkur svar sem vit er í King. Þeir voru mjög kurteisir og ekkert út á þá að setja. Þeir voru þrír saman og tveir lögðu fyrir hann spurningarnar og einn hraðritaði svörin niður. Þeir voru miðaldra menn, sá elzti þeirra hafði útlit eins og þreytu- legur prófessor, hann talaói lágt og grátt hárið var stuttklippt. Hann hafði farið úr jakkanum, en það var eina þreytumerkið sem sýnt hafði verið, því að þessu hafði verið haldið áfram sleitu- laust alla nóttina. Engin fanta- brögð höfðu verið höfð í frammi, enda var King nægilega þjálfaður til að vita að slíkra bragða var ekki að vænta á þessu stigi. En hann hafði samt orðið hræddur, þegar þeir fóru inn I lyftuna og gengu síðan inn eftir ganginum með hann á milli sín Allt hafði byrjað ósköp kurteis- lega, eins og þetta væri aðeins smámál, sem varla tæki því að tala um. Hann hafði svarað spurn- ingum þeirra með þeirri sögu, sem hann hafði lært á sinum tíma og nú að nitján klukkustundum liðnum hafði hann ekki hvikað frá einu atriði i þeirri sögu. Hann var dauðuppgefinn og með ákaf- an höfuðverk, hvar hann barðist við að einbeita sér. Það lá við hann óskaði þeir beittu baldi. Það hefði hjálpað honum á þessu stigi og gefið honum kraft til að endurnýja þrótt sinn og dregið úr þeirri ólýsanlegu löng- un sem var að gagntaka hann um að fá að leggjast út af. Hann hafði seinni slætti virtist mér sem kalið væri að fullu gróið. Nú þegar sýnt er, að illa muni ganga að selja loðnumjölið fyrir framleiðslu- verð, virðist mér sem bændur ættu að athuga hvort ekki sé hag- kvæmt fyrir þá að kaupa nokkurt magn af loðnumjöli fyrir næsta sumar. Mér blöskraði þegar ég las það fyrir nokkrum árum, að loðnumjöl væri greitt niður til sölu í Hollandi. En Hollendingar nota það sem áburð á akrana sína. Og meðal annars til litunar á blómum. Loðnumjölið er lífrænt eins og raunar allt annað mjöl. Og virkar því ár eftir ár eins og allur lif- rænn áburður. Eitt vorið átti ég eftir slatta í sekk af síldarmjöli, sem farið var að skemmast, og var nánast orðið úldið. Ég fór með það, sem í pok anum var út á túnblett rétt við húsið og dreifði herlegheitunum á blettinn. Ár eftir ár grænkaði þessi blettur á undan öðrum gróðri á vorin. Eftir þvi sem næst verður komizt stendur þjóðfélag- ið heldur höllum fæti fjárhags- lega. Virðist því sjálfsagt og eðli- legt að þjóðin öll dragi saman seglin, minnki óhófið og umfram allt búi sem mest aó sinu, í það minnsta meðan verið er að sigrast á erfiðleikunum. Svo ég minnist á loðnumjölið aftur þá finnst mér það varla for- svaranlegt, að bændur hafi ekki haldgóða reynslu af því, hvernig þetta mjöl reynist sem áburður á akra og engi. Áburðarþörfin er nú mikil, og áburður er nú sagður rándýr íinnkaupum. Þið ættuð, bændur, að athuga gaumgæfilega hvort ekki sé (einmitt nú) hentugt fyrir ykkur að kaupa mikið magn af loðnu- mjöli fyrir næsta sumar. Þorsteinn Jónsson, Barmahlíð 11.“ Hinar heimsfrægu PLAYBOY gjafavörur: KVEIKJARAR (2 teg*) REYKJAPÍPUR ÖSKUBAKKAR GLÖS SKYRTUH NAPPAR LYKLAKEÐJUR PEYSUR OFL. PLAYBOY gjafavörur fást adeins í Vesturveri. GJAFABÚÐIN ABC Vesturveri Sími 19822. OPIÐ TIL 6 STÆKKUNAR- LAMPINN FRÁ LUKO ER NYTSÖM JÚLAGJÖF SENDUM I PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LIOS Á OKKA Siiöurlíiiitlsbrautl2 sími S 44 88 VELVAKAIMDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.