Morgunblaðið - 14.01.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975
5
Dr, Gunnar Sigurðsson, verkfræðingur:
Vatnsnotkun mál-
blendiverksmiðjunnar
ÞAÐ ER furðulegt, hvað Einar
Valur Ingimundarson, umhverfis-
verkfræðingur, getur umhverft
staðreyndum I grein sinni
„Hugsanleg mengun frá málm-
blendiverksmiðju", sem birtist i
Morgunblaðinu þann 10. janúar
s.l. Ég leiðrétti hér aðeins stað-
hæfingar hans í sambandi við
vatnsnotkun verksmiðjunnar.
Verkfræðiþjónusta mln hefur séð
um undirbúning að gerð vatns-
veitu fyrir verksmiðjuna og hefur
því allar upplýsingar um þarfir
hennar. Það stendur því næst mér
að leiðrétta fullyrðingar Einars
Vals um þetta atriði.
Meðal vatnsnotkun verksmiðj-
unnar er áætluð 1,4 1/sek., en
ekki 100 1/sek. eins og Einar Val-
ur Ingimundarson heldur fram í
grein sinni. Þetta vatn er notað
fyrir hreinlætistæki og aðrar al-
mennar þarfir. Hin mikla vatns-
notkun verksmiðjunnar ásamt
þeim ályktunum, sem af henni
eru dregnar, eru þvl hreint
hugarfóstur umhverfisverkfræð-
ingsins.
Eins og áður hefur margoft
komið fram, er kælikerfi verk-
smiðjunnar lokað. Vatnið í kæli-
kerfinu er því á stöðugri hring-
rás, og vatnsþörf þess nánast
engin. Það skal. tekið fram, að
Union Carbide hefur frá upphafi
reiknað með lokuðu kælikerfi.
Val á lokuðu kælikerfi i stað
opins mun vera fyrst og fremst til
að ráða betur við tæringu i leiðsl-
um, en ekki vegna mengunar-
hættu. Rétt er að taka fram, að í
hinni almennu skýrslu minni um
staðarval, sem kom út i ársbyrjun
1973, var gert ráð fyrir opnu kæli-
kerfi og þar af leiðandi margfalt
meiri vatnsnotkun. Sú skýrsla var
hins vegar samin áður en samn-
ingar við Union Carbide hófust og
þarfir þeirra voru þekktar. Opið
kælikerfi er t.d. í áburðarverk-
smiðjunni, og þar er notkunin, ef
ég man rétt, um 240 1/sek.
Þó að meðal vatnsnotkun verk-
Námskeið um þróunarverk-
efni á sviði atvinnumála
smiðjunnar sé aðeins 1,4 1/sek.,
verður að hanna vatnsveituna
með tilliti til brunavarna. Er þá
miðað við, að nægjanlegt vatn sé
fyrir hendi til að halda um 60
1/sek. rennsli i 4 tíma. Þetta
verður þvi ráðandi hönnunarfor-
senda fyrir vatnsveituna en ekki
meðalnotkunin.
Reykjavík 11. janúar 1975.
Gunnar Sigurðsson.
Rækjuaflirai á
Vestfjörðum
Haustvertið á rækjubátum
hófst á Vestfjörðum í byrjun
október og lauk 4.—8. desember.
Á þessu hausti stunduðu 82 bátar
rækjuveiðar frá Vestfjörðum, og
er það 10 bátum fleiri en síðasta
haust. Heildaraflinn varð nú
1.921 lest, en var 2.096 lestir á
síðasta hausti.
Frá Bíldudal hafa róið 14 bátar,
og var afli þeirra i desember 14
lestir. Er aflafengur þeirra á
vertíðinni þá orðinn 209 lestir, en
var 241 lest á sama tíma í fyrra.
Frá verstöðvum við Isafjarðar-
djúp hafa róið 55 bátar og var afli
þeirra í desember 100 lestir.
Vertíðaraflinn er þá 1.220 lestir
en í fyrra gaf haustvertíðin 1.290
lestir.
Frá Hólmavik og Drangsnesi
hafa róið 13 bátar i haust og
öfluðu þeir 61 lest i mánuðinum.
Er heildaraflinn þá 492 lestir en
var 565 lestir i fyrra.
RANNSÓKNARÁÐ ríkisins,
Stjórnunarfélag Islands og
Iðnþróunarnefnd hafa í samein-
ingu ákveðið að gangast fyrir
námskeiðum um verkefnastjórn-
un (Project management) fyrir
starfslið rannsóknarstofnana og
ýmissa annarra stofnana og sam-
taka, sem starfa í þágu atvinnu-
lifsins.
Námskeiðin verða í tvennu lagi.
Annars vegar verður haldið fjög-
urra daga námskeið að Munaðar-
Tregt hjá
Vestfirð-
ingum í
desember
GÆFTIR voru stopular i Vest-
firðingaf jórðungi í desember-
mánuði s.l. og tregur afli þegar
gaf til róðra. Togbátarnir fengu
þó dágóðan neista I kring um
hátfðarnar, en fyrri hluta
mánaðarins var algjör ördeyða.
1 desember stunduðu 34 bátar
bolfiskveiðar frá Vestfjörðum,
reru 27 með línu, en 7 stunduðu
togveiðar. I fyrra reru einnig 27
bátar með linu í desember, en þá
stunduðu 8 bátar togveiðar.
Heildaraflinn í mánuðinum var
3.073 lestir, en var 4.176 lestir á
sama tíma í fyrra. Afii linubát-
anna var nú aðeins 1.354 lestir i
293 róðrum eða 4.62 lestir að
meðaltali I róðri, en í fyrra var
desemberafli linubátanna 2.257
lestir i 383 róðrum eða 5.89 lestir
að meðaltali í róðri.
Aflahæsti linubáturinn í
mánuðinum var Sólrún frá
Bolungarvík með 93,4 lestir i 15
róðrum, en í fyrra var Hafrún frá
Bolungarvík aflahæsti línubátur-
inn með 154.8 lestir í 17 róðrum.
Af togbátum var Guðbjörg frá
Isafirði aflahæst með 305.1 lest,
en í fyrra var Guðbjartur frá Isa-
firði aflahæstur í desember með
345.6 lestir.
Heildaraflinn á þessari haust-
vertið ér nokkru lakari en í fyrra.
Eru það ógæftirnar í desember,
sem valda þessum samdrætti.
Heildaraflinn á timabilinu
október/desember varð nú 9.749
lestir, en var 10.673 lestir á sama
tímabili I fyrra. Aflahæsti línu-
báturinn á haustvertíðinni var
Víkingur 3. frá Isafirði með 353.4
lestir í 68 róðrum, en í fyrra var
Hugrún frá Bolungarvík aflahæst
á haustvertíðinni með 359.9 lestir
í 62 róðrum.
nesi fyrir starfsmenn stofnana,
fyrirtækja og stjórnvalda, er
meira eða minna sjálfstætt vinna
að úrlausnum verkefna. Hins
vegar verður eins dags námskeið
á Hótel Esju fyrir stjórnarmenn
og forstjóra, er vilja kynnast nýj-
ustu aðferðum og tækni við
kerfisbundna verkefnastjórnun.
Námskeiðin verða haldin dag-
ana 20.—24. janúar 1975 og leið-
beinendur verða sérfræðingar á
þessu sviði frá Norðurlöndunum.
Námskeiðin eru byggð á þeirri
reynslu, sem fengist hefur af
eftirmenntunarnámskeiðum, sem
haldin hafa verið við Norska
rannsóknaráðið á sviði náttúru-
vísinda og hjá tæknifræðinga-
félaginu danska I Kaupmanna-
höfn. Kennslugögn námskeiðsins
eru einnig frá þessum aðilum.
Þessar tvær stofnanir hafa lengi
haft samvinnu á sviði verkefna-
stjórnunar, sem notuð er bæði i
Noregi og Danmörku. Norræni
iðnaðarsjóðurinn (Nordisk Indu-
strifond), sem settur var á stofn
að tilhlutan Norræna ráðsins á s.l.
ári, hefur samþykkt að greiða
hinn erlenda kostnað af nám-
skeiðshaldi þessu.
Markmið náskeiðanna er:
— Að gefa þátttakendum betri
innsýn i þá tækni og þær aðferðir,
er beita má við kerfisbundnar úr-
lausnir verkefna, sem miða að
rannsóknum og þróunar- og
þjónustustarfi í þágu atvinnuveg-
anna.
— Að treysta tengslin og auka
samvinnu milli þeirra, er starfa
að þróunarverkefnum við islensk-
ar stofnanir og atvinnufyrirtæki,
þar sem slik störf eru unnin.
— Að tryggja betri forgangs-
röðun og stjórnun verkefna, sem
greidd eru af opinberu fé.
— Að hefja undirbúning að út-
gáfu íslenskrar handbókar í verk-
efnaúrvinnslu (verkefnastjórnun
og verkefnaskipulagningu).
A námskeiðunum, sem skiptast
í stutta fyrirlestra og hópvinnu,
verður fjallað um þau fjölmörgu
atriði, sem snerta störf þeirra,
sem vinna við verkefnastjórnun,
s.s. skipulag, áætlanagerð, stjórn-
un verkefna, mótun starfshópa og
starfsaðferða þeirra, mat á gildi
verkefna og forgangsröðun,
persónuleg tengsl i hópvinnu o.fl.
Nánari upplýsingar eru veittar
á skrifstofu Stjórnunarfélagsins í
sima 82930,
K0BENHAVN
3V1-9f2
DEN SKANDINAVISKE BVGGEVAREUDSTIUJNG
Helgarferð til
Kaupmannahafnar
á sýninguna „Byggingar
fyrir billjónir" 31. janúar n.k.
Gisting á IMPERIAL hóteli, mogunverður inni-
falinn.
Heilsdags skoðunarferð um Kaupmannahöfn
og nágrenni þar sem m.a. verða skoðaðar
ýmsar byggingar. Hádegisverður innifalinn.
Verð frá kr. 31.700.
Leitið upplýsinga og fáið sýningarskrá.
Austurstræti 1 7, simar 26611 og 20100.
REYKJAVIKURDEILD
Rauða Kross íslands
Öldugötu 4, pósthólf 872, Póstgíró: 91000.
NYRSIMI: 2-82-22
rekstur sjúkrabifreiða — útlán sjúkrarúma — kennsla í skyndihjálp og hjúkrun
í heimahúsum — sölubúðir í sjúkrahúsum — bókaútlán í sjúkrahúsum —
sumardvalaheimili barna — sjúkravinaþjónusta —
smámiðahappdrætti — minningakort.
Reykvíkingar styrkið starfsemi deildarinnar, gerist félagar.