Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 7

Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975 V- «w forum { world features ' Nýi forsœtisráð- herrann í Japan ÞAÐ má virðast ótilhlýðilegt að ræða um það hve lengi maður geti hangið í embætti, sem nýlega hef- ur verið kjörinn forsætisráðherra, en eins og ástandið er I japönsk- um stjórnmálum þessa stundina, virðist full ástæða til þess nú. Eftir að stjórnmálahneyksli hrakti Kakuei Tanaka úr embætt- inu áður en kjörtima hans lauk, lét Takeo Miki tilleiðast að yfirtaka stjórnartaumana. þótt stjórnar- flokkurinn — Frjálslyndi demó- krataflokkurinn — ætti í miklum erfiðleikum. Veltur það nú á því hve vel honum tekst að endur- heimta traust þjóðarinnar á ríkj- andi stjórnskipulagi hvort hann heldur áfram að hirða ráðherra- launin að loknum þingkosningum, sem efnt verður til einhverntima á þessu nýbyrjaða ári. Sem dæmi um erfiðleika hans má benda á að þegar Miki tók við forsætisráð- herraembættinu töldu skoðana- kannanir að stjórnin nyti aðeins stuðnings um 12% kjósenda, og hafa vinsældirnar ekki fyrr verið minni. Þetta eru erfiðleikatimar i Japan, og þar er þörf á styrkri stjórn. En Miki verður að reyna að græða klofning þann innan flokks- ins, sem varð við afsögn Tanaka, stöðva ásakanir stjórnarandstöð- unnar um spillingu innan rikis- stjórnarinnar, og takast á við lamandi verðbólgu samfara efna- hagslegum samdrætti, sem meðal annars hafa leitt til þess að um eitt þúsund fyrirtæki verða gjald þrota að jafnaði á mánuði hverj- um, auk þess sem atvinnuleysí er tekið að hrjá þessa þjóð, sem hef- ur búið við þá hefð að ráðning til vinnu jafngildi tryggingu fyrir lifs- tiðarstarfi. Að fráteknum nokkrum mánuð- um þegar hernámsstjórn Banda- rikjanna fór með völd i Japan, hafa ihaldsstjórnir ráðið þar rikj- um frá þvi siðari heimsstyrjöldinni lauk. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir, þar sem sósialistar og kommúnistar eru nú í meirihluta, hafa aldrei verið færir um að sam- einast i sterkan andstöðuhóp. En sumir þingmanna stjórnarflokks- ins viðurkenna nú i einkasamtöl- um að þeir óttist að dagar flokks- ins séu taldir. Segja þeir að ef andstaðan geti á einhvern hátt yfirstigið innbyrðis deilumálin, geti hún verulega dregið úr þing- fylgi frjálslyndra demókrata og þarmeð torveldað flokknum stjórnarsetu. Til þess að svo verði þurfa andstöðuflokkarnir hins- vegar að semja frið og skipta á milli sín framboðum i kjör- dæmunum til að koma fram sem ein heild gegn núverandi stjórn. Fram til þessa hefur andstöð- unni ekki tekizt að sameinast. Má þar til dæmis benda á að sama dag og Miki var kjörinn forsætisráð- herra var efnt til aukakosninga þar sem kjörinn var einn héraðs- stjóri og einn þingmaður Efri deildar fyrir kjördæmi i Norður Japan. Flokkur Mikis vann i báð- um kosningunum vegna sundrungar andstöðunnar. Það má teljast heppileg ákvörð- un fyrir frjálslynda demókrata að kjósa Miki i embætti forsætisráð- herra einmitt nú þegar stjórnmála- menn stritast við að koma sér undan þeim áburði að „allt fáist fyrir peninga" i kosningum, en Miki hefur áunnið sér nafnbótina „Herra óflekkaður". Flokkurinn fær mestan hluta kosningasjóða sinna með rifjegum framlögum kaupsýslumanna (,,til að verjast kommúnistahættunni" er venju- lega vígorðið), og þessi framlög gera framámönnum i flokknum kleift að kaupa fjölda atkvæða, bæði í þingkosningum, og einnig á Eftir Geoffrey Murray þriggja ára fresti þegar flokkurinn kýs sér formann, sem einnig verður forsætisráðherra. Miki sagði af sér embætti vara- forsætisráðherra i fyrrasumar til að mótmæla klaufalegum at- kvæðakaupum flokksbræðra sinna við kosningar til Efri deildar- innar, og þessi ákvörðun hans var mjög vel séð hjá almenningi, sem var orðinn þreyttur á peninga- austri stjórnmálamanna i þvi skyni að tryggja völdin. Miklar vonir eru bundnar við það að stjórn Mikis takist að sneiða hjá allri spillingu. Hvort honum tekst að koma á nokkrum meiriháttar umbótum verður að draga i efa enn sem komið er. Forsætisráðherrann — sem er 67 ára og hefur setið á þingi i 37 ár samfleytt, eða lengur en nokkur annar — hefur jafnan haft orð fyrir að vera friðarsinni, umbóta- og hugsjónarmaður. En hann er ekki nógu sterkur innan flokksins þar sem flokkadrættir ríkja, og stuðningur hans þar er vafasamur. Verður hann að leggja sig fram um að styrkja stöðu sina áður en hann reynir að koma á nauðsynlegum umbótum. sem koma mörgum framámönnum illa. Athyglisvert er að þótt mikið hafi verið rætt um nauðsyn þess að kveða niður klikukerfið innan Frjálslynda demókrataf lokksins, varð Miki að feta i fótspor fyrir- rennara sinna og velja sér samráð- herra i fullu samræmi við þessa flokkadrætti. Það eitt að Miki skuli vera orðinn forsætisráðherra má teljast kraftaverk. Hann hefur jafnan borið lægra hlut i formannskosn- ingum innan flokksins, og af þeim fjórum frambjóðendum, sem kepptu um sæti Tanaka, var hann talinn óliklegastur til sigurs. Sjálf- ur vildi Tanaka að Masayoshi Ohira fjármálaráðherra tæki við embætti forsætisráðherra, en aðrir keppinautar um embættið voru þeir Takeo Fukuda fyrrum utanrikis- og efnahagsráðherra, og Yasuhiro Nakasone viðskipta- málaráðherra. Það var vel heppnað stjórnmála- bragð eins af eldri þingmönnum flokksins, Etsusaburo Shiina, sem tryggði Miki sigurinn. Fram að því hafði Shiina ekki verið þekktur að neinni sérstakri stjórnmála kænsku, og eftir á að lita má vera að einmitt það hafi auðveldað honum bragðið. Shiina notaði sér aðstöðu sina sem formaður nefndar, er átti að kanna leiðir til umbóta innan flokksins þannig að hann yrði i nánari tengslum við vilja þjóðarinnar (ekki hvað sizt með þvi að gera flokkinn óháðari stuðningi stórfyrirtækja). Til að koma í veg fyrir kosningar innan flokksins. sem gætu valdið alvarlegum klofningi. tókst Shiina að fá samþykki flokksforingjanna fyrir þvi að hann reyndi með mála- miðlun að ná samstöðu um ein- hvern einn frambjóðendanna fjög- urra. Enginn bjóst við þvi að þetta tækist, og þá sizt þeir Tanaka og Ohira — sem vissu að þeir áttu meirihluta vísan ef til kosninga kæmi. En þeir voru reiðubúnir að biða brosandi átekta meðan gamli maðurinn reyndi að komast hjá kosningum, sem allir vissu að var útilokað. Þegar þeir Tanaka og Öhira vöknuðu loks upp við vond- an draum. var þegar orðið of seint fyrir þá að gripa í taumana. Fyrst tókst Shiina að dæma Nakasone úr leik með þvi að benda á að hann væri aðeins 56 ára og þess- vegna of ungur, enda hefði hann tækifæri til að fá embættið næst þegar kosið væri. Svo flýtti Shiina sér að tilkynna opinberlega út- nefningu Mikis, og Fukuda sam- þykkti strax þá ráðstöfun (bersýni- lega i þeirri trú að hann fengi að deila raunverulegum völdum með flokksbróður sinum). Þar sem Tan- aka og Ohira höfðu i upphafi viðurkennt nauðsyn þess að reyna að forðast klofning innan flokks- ins, gátu þeir ekkert annað gert þegar hér var komið sögu en sam- þykkja skipan Mikis i embættið. Þegar á allt er litið er hér vart um traustan grundvöll að ræða fyrir mann. sem ætlar að reyna að stjórna Japan á þessum erfiðu timum. Takeo Miki 300 lítra Westinghouse neyzluvatnshitakútur sem nýr til sölu. Upplýsirigar í síma (91)661 13. Bílkrani óskast ^ Vinsamlega sendið upplýsingar um verð og ástand merkt: „bílkrani — 71 20", til afgr. Mbl. Húsasmiðameistari getur bætt við sig inni- og útiverk- efnum. Smíðal Idhúsinnréttingar, skápa o.fl. Uppl. í sima 30391. Ervaskurinn stíflaður? Tek stíflur úr handlaugum, baðkörum og niðurföllum. Baldur Kristiansen, pípulagningarmeistari. Simi 19131. Skattframtöl Veiti aðstoð við skattframtöl. Pantið tima sem fyrst. Haukur Bjarnason hdl. Bankastræti 6. Simar 1 5528 og 26675. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., sími 33603. Óskum eftir að taka á leigu um það bil 70 fm húsnæði fyrir hágreiðslustarfsemi. Upplýsingar í sima 41 358. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN27 Sími 25891. Bólstrun Tek bólstruð húsgögn í klæðn- ingu. Fast verðtilboð ef óskað er. Bólstv. Bjarna Guðmundssonar, Laugarnesvegi 52, sími 32023, 71538. M iðstöðvarkatlór Góðir notaðir miðstöðvarkatlar til sölu ásamt brennara og öðrum fylgihlutum. Lágt verð. Uppl. í slma 91-40736. Útsala á hannyrðavörum Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. íbúð óskast Ungur maður utan af landi óskar eftir lítilli íbúð eða herb. strax. Uppl. í síma 19991 milli kl. 5 — 7. KAUPMENN KAUPFÉLÖG FISKBOLLUR FISKBÚÐINGUR GRÆNAR BAUNIR GULR. & GRÆNAR BAUNIR BLANDAÐ GRÆNMETI RAUÐRÓFUR LIFRARKÆFA AGÚRKUSALAT SAXAÐUR SJÓLAX SARDÍNUR í OLÍU OG TÓMAT SÍLDARFLÖK í OLIU OG TÓMAT FYRIRLIGGJANDI Niðursuðuverksmiðjan Ora h.f. Simar 41 995-6. SÉRVERSLUN MED SVÍNAKJÖT Heildsala — Smásala SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.