Morgunblaðið - 14.01.1975, Side 15

Morgunblaðið - 14.01.1975, Side 15
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANU AR 1975 23 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavtk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm GuSmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiSsla ASalstræti 6, stmi 10 100. Auglýsingar ASalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuSi innanlands. f lausasölu 35,00 kr. eintakiS. VANDRATAÐ MEÐALHÓF Mesti vandi íslenzkra t'fnahagsmála í dag er sú gífurlega veröbólga, sem geysaði í landinu allt síðastliðið ár og nam rúm- lega 50%. Með ólíkindurn er, að þjóðarbúið þoli ann- að verðbólguár í röð af þessari stærðargráðu og þess vegna er það megin- markmið með aðgerðum núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum að draga úr þessum verðbólguvexti. Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, hefur látið í ljós von um, að takast megi að koma verðbólgunni nið- ur í 25—30% á þessu ári en ekki er raunhæft að gera ráð fyrir meiri árangri í ár og raunar umtalsvert af- rek, ef það tekst. Einn þáttur í því að draga úr verðbólguvextin- um var sú ákvörðun vinstri stjórnarinnar í maílok sl. ár að taka kaupgjaldsvísti- töluna úr sambandi. Nú- verandi ríkisstjórn hefur haldið við þá stefnu, enda augljóst, að ekki var um annað að ræða, ella blasti við stöðvun atvinnuveg- anna, sem ekki gátu tekið á sig þær gegndarlausu launahækkanir, sem leiddu af óðaverðbólgunni og vísitölutengingunni. Jafn- framt hafa verðhækkanir, sem komið hafa fram á þessu tímabili, augljóslega valdið nokkurri kjara- skerðingu, enda þótt f jörug viðskipti í desember og það sem af er janúar bendi eindregið til þess að kaupmátturinn sé meiri og skerðing hans minni en margir hafa haldið. En um leið og gera þarf ákveðnar ráðstafanir til þess að draga úr verð- bólguvextinum verða menn að gera sér ljóst, að á vissum punkti geta áhrif þeirra haft svo mikil áhrif til samdráttar í þjóðfélag- inu, að hætta á atvinnu- leysi vofi yfir. Þetta hefur ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar gert sér ljóst og skýrt tekið fram, að öll- um tiltækum ráðum verði beitt til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Af tveimur illum kostum, verðbólgu eða atvinnuleysi er atvinnuleysið verri kost- urinn. Hér er vandratað meðalhófið en á það reynir næstu mánuði, hvernig til tekst. Tíminn bendir í fyrradag á, að hér sé ekkert atvinnu- leysi komið til sögunnar en viss hættumerki á næsta leiti og síðan segir blaðið: „Ekkert er þjóðinni mikilsverðara en að forðast atvinnuleysið, en það getur orðið vandrötuð sigling eins og nú er ástatt. T.d. má ekki krefjast svo mikils af atvinnuvegunum, að þeir stöðvist, en jafnframt þarf að tryggja svo mikla kaupgetu, að ekki dragi úr kaupum á innlendum vör- um, því að það mundi leiða til samdráttar og atvinnu- leysis.“ Hér er vandamál- inu lýst í hnotskurn. Merki um verulegan samdrátt í efnahagslífi okkar eru ekki mörg. Bifreiðainnflutning- ur hefur að visu nánast stöðvazt og mikið af óseld- um nýjum bílum til í land- inu en þá er þess að gæta, að bílainnflutningurinn var svo gengdarlaus sl. ár, að markaðurinn hlaut að mettast. Mestar áhyggjur hafa menn nú af samdrætti í byggingariðnaðinum. En af hverju stafar hann? Byggingarkostnaður hækkaði svo gífurlega á sl. ári, að þess munu sjálfsagt fá hliðstæð dæmi. Þessar hækkanir stöfuðu af tvennu. í fyrsta lagi vegna hækkunar á innfluttum byggingarvörum í öðru lagi vegna mikillar hækk- unar á vinnu byggingar- iðnaðarmanna í kjölfar síð- ustu kjarasamninga. Varpa má fram þeirri spurningu, hvort byggingariðnaðar- menn hafi ef til vill verð- lagt vinnu sína svo hátt, of hátt, þannig að greiðslu- geta húsbyggjenda hafi af þeim sökum brostið og or- saka þessa samdráttar í byggingariðnaðinum megi að nokkru leyti rekja til þessa. Það er alkunn stað- reynd, að svo hátt geta menn verðlagt vöru eða vinnu, sem að jafnaði er mikil ettirspurn eftir, að hún þverri skyndilega. Enn sem komið er sýnist ekki ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af því að atvinnuleysi sé yfirvof- andi. Mikil eftirspurn er eftir vinnuafli og hvar- vetna er enn mikil yfir- vinna unnin. Þess vegna hlýtur ríkisstjórnin ótrauð að halda áfram baráttu sinni gegn verðbólgunni. Komi hins vegar í ljós, að þær aðgerðir leiði til hættu á atvinnuleysi er ljóst, að fullur skilningur er fyrir hendi hjá báðum stjórnar- flokkunum á nauðsyn þess aö koma í veg fyrir slíkt og þá verður að sjálfsögðu að grípa til örvandi ráð- stafana á ný. En við 50% verðbólgu á ári getur þjóð- in ekki búið ár eftir ár. 0 Strax og fréttist um eld- inn dreif aö mikinn fjölda starfsmanna Flug- félags íslands, sem gekk vasklega fram við björg- unarstörf. Mennirnir hér á myndinni voru meðal þeirra sem réðust til inn- göngu í logandi flugskýl- ið og náðu út flugvélun- um og hreyflunum. Fjórði frá vinstri er Gunnar Valgeirsson verkstjóri, sem rætt er við hér á síðunni, en með honum eru: Henn- ing Finnbogason verk- stjóri, Reynir Karlsson, Jón Ólafsson, Aðalsteinn Dalmann, Börkur Arn- laugsson, Barði Ólafsson og Jóhann Sigurðsson. 0 Gunnfaxi kominn út undir bert loft — logandi flug- skýlið í baksýn. „Urðum að síðustu að flýja út úr brennandi flugskýlinu” Rœtt við Gunnar Valgeirsson verkstjóra vélaverkstœðisins Hópur starfsmanna Flugfélags Islands brauzt inn f flugskýliö þótt sprengihætta væri talin mikil þar og réðst I að bjarga Fokkcrvélinni Gunnfaxa út, lítilli flugvél, sem var þar einnig, þotuhreyfli að verðmæti 70 millj. kr., vara- mótorum Fokkervéla og fleiri verðmætum hlut- um og tækjum. Fiugvélunum og hreyílunum náðu þeir út um austurdyr skýlis- ins en mikil vandkvæði voru að opna hinar geysistóru hurðir skýlisins vegna stormsins sem var og hefur skýlið ekki verið opnað fyrr I svo miklum vindhraða. Þegar björgunarmenn voru hins vegar á leið inn I skýlið til þess að bjarga sætunum úr Gunnfaxa og öllum varaskrúfublöðum Fi, urðu þeir að flýja út úr skýlinu véstan- megin vegna eldhafs og reyks. Nokkru áður höfðu starfsmenn úr ,A verbach varð svo mikið um að hann tapaði skákinnV r Rætt við Friðrik Olafsson um stórmeistaratitil hans Sautján ár eru liðin á þessu ári frá þvf að tslendingar eignuðust sinn fyrsta stórmeistara I skák, en það var árið 1958, sem Friðrik Olafsson var útnefndur stór- meistari, þá 23 ára gamall. Að- dragandinn að titli Friðriks var með nokkuð öðrum hætti en aðdragand- inn að stórmeistaratitli Guðmundar Sigurjónssonar, — enda var allt skipulag þá með öðrum hætti sagði Friðrik, er við spurðum hann að þvl hvernig hans stórmeistaratitil hefði borið að. „Núverandi reglur," sagði Friðrik „gera ráð fyrir að maður nái vissum árangri út úr 25 skákum á 2 mótum og að sjálfsögðu verða mótin einnig að vera skipuð sterkum mönnum og það hefur Guðmundur gert. Þetta veróur að takast á þremur árum. Á mótinu í Costa Brava hlaut Guð- mundur 7!4 vinning út úr 11 skák- um og í Hastings hlaut hann 10 vinninga út úr 15 skákum, sem nægði honum til að ná titlinum.“ „Hins vegar var það svo, að þegar ég var að þessu á mínum sokka- bandsárum voru ekki til neinar ákveðnar reglur til að fara eftir. Menn þurftu að sanna það með góð- Friðrik við taflborðið um árangri á nokkrum sterkum mótum að þeir væru titilsins verðir, og síðan var það nefnd á vegum F.I.D.E. sem ákvað hvort menn fengju titilinn." „Hvenær fékkst þú alþjóðlegan meistaratitil?“ „Það var árið 1956. Upphafið að þvi var að ég vann alþjóðamótið í Hastings um áramótin 1955—56, þá 18 ára gamall og síðar á árinu 1956 útnefndi nefndin mig sem alþjóð- legan meistara. Stórmeistaratitilinn fékk ég svo á millisvæðamótinu 1958, en það var haldið í Puerto Ros í Júgóslavíu. Utnefninguna fékk ég á sjálfu mótinu, en var áður búinn að ná það góðum árangri, að það gaf mér stórmeistaratitil. Hinsvegar hefði millisvæðamótið eitt getað gefið mér stórmeistaratitil, því ég náði það góðum árangri þar.“ „Hvernig mér var innanbrjósts þegar ég fékk þennan eftirsótta titil man ég vart. Ég vissi það áður en millisvæðamótið hófst að ég átti von á þessu. Svo var það einn daginn, er ég átti að tefla við rússneska stór- meistarann Averbach, að ég mætti of seint til leiks. Nú þegar ég birtist f salnum var skyndilega farið að klappa fyrir mér og ég skildi ekkert í því fyrst og síðan gengu allir til mín og óskuðu mér til hamingju. Þá skildi ég að ég var orðínn stórmeist- ari. Það er svo af Averbach að segja, að honum var svo mikið um þetta að hann tapaði skákinni £ljótlega.“ þjónustudeild Fl rekist af tilvilj- un á einn félaga sinn þar sem hann var meðvitundarlftill inni I flugskýlinu þar sem reykkófið var mest. Var honum bjargað út I skyndi og varð honum ekkert meint af, en strax og hann fékk hreint loft, hresstist hann. Þegar ekki var unnt að sinna björgunarstörfum frekar og eld- urinn var farinn að fjara út, komu menn saman I farþegaaf- greiðslunni og þágu kaffi og með- læti hjá starfsstúlkum f kaffisölu Fl. „Hvað telur þú að tjónið sé f þeirri deild, sem þú vannst f, verkstæði- og varahluta- birgðum?“ „Þar hefur orðið hundruð milljóna króna tjón, það eitt veit ég, þvf aðeins varahluta- birgðirnar og ýmis tæki á verk- stæðinu voru þess virði auk annars sem varð eldinum að bráð, en þarna voru allar varahluta- birgðir bæði fyrir þoturnar og fokkerana." Þar hittum við að máli Gunnar Valgeirsson, verkstjóra á viðgerð- ar- og viðhaldsverkstæðinu, en hann ásamt fjölmörgum öðrum réðst til inngöngu f skýlið til þess að bjarga flugvélunum og fleiru: „Það var mikill reykur þegar við fórum inn f flugskýlið," sagði Gunnar, „og við gátum ekkert athafnað okkur fyrr en við vorum búnir að opna stóru austurdyrnar á skýlinu, en þá rofaði nokkuð til. Ekki bar öllum saman um það hvort það mætti opna flugskýlið, en við starfsmcnnirnir réðumst ákveðnir inn og fórum að fást við Gunnfaxa fyrst. Það var verst að koma vélinni út f gegn um reyk- hafið, sem var svo þétt að maður sá ckkert hvert maður var að fara, en þetta gekk nú vegna þess að menn voru svo snarir og samtaka og svo þegar við komum fram f dyrnar tók vindurinn við, en þá hafa ábyggilega um 100 manns lagst á eitt við að halda vélinni niðri, því það tók svo í stélið þegar vélin var þvert fyrir vind- stefnunni. Svo var farið í að ná þotumótornum út, litlu vélinni og öðru, en síðast urðum við að flýja út úr skýlinu vestanmegin vegna elds og reyks. Þá vorum við að reyna að bjarga stólunum úr Gunnfaxa og varaskrúfum vél- anna, en það tókst ekki. Hins vegar náðum við tveimur hjóla- stellum á leiðinni út vestan- megin.“ Flugfélagsmennirnir Örn Johnson og Bergur G. Gfslason unnu báðir að björgunarstörfum í flugskýlinu í gær- kvöldi og sjást þeir hér f gamla afgreiðsluhúsinu eftír að skýlið var brunnið (Ljósm. Mbl. Friðþjófur). Snjósleði þessi var á dráttarvagni ásamt fleiri vörum í töluverðri fjarlægð frá skýlinu, en eldsflygsa lenti á vagninum og brann allt sem í honum var. Allir sem vettlingi gátu valdið lögðu sitt af mörkum til björgunarstarfsins — slökkviliðsmenn, lögregla og starfsmenn Flugfélagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.