Morgunblaðið - 14.01.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975
15
|llovo,uuXiTnbit»
fbrötllr
Þriðjudagur 14. janúar 1975
Pröll með 60
stiga forskot
AUSTURRlSKA skiðadrottn-
ingin Anne-Marie Pröll
Moser virðist með öilu ðsigr-
andi um þessar mundir og
hefur náð glæsiiegri forystu í
heimsbikarkeppninni f Alpa-
greinum, er samtals með 161 stig,
en helzti keppinautur hennar,
Rosi Mittermaier frá Vestur-
Þýzkalandi, hefur hlotið 101 stig.
1 sfðustu viku var keppt f bruni
og svigi f heimsbikarkeppninni f
Grindelwald f Sviss og á laugar-
daginn I stórsvigi. t þeirri keppni
sigraði Pröll nokkuð örugglega.
Sagði hún sjálf eftir keppnina, að
hún hefði aldrei staðið sig betur á
móti en að þessu sinni og kvaðst
vera bjartsýn á að henni tækist að
verja heimsbikar sinn frá þvf f
fyrra.
1 stórsvigskeppninni f Grindel-
wald var brautin 1230 metrar og
fallhæð var um 310 metrar. Tfmi
Pröll var 1:20,34 mfn. Franska
stúlkan Ienne Serrat varð f öðru
sæti á 1:20,94 mfn. og þriðja varð
Hanni Wenzel frá Liechtenstein á
1:21,54 mfn.
Eftir keppnina í Grindelwald
var staðan f heimsbikarkeppninni
þessi:
stig
Anne Marie Pröll Moser,
Austurrfki 161
Rosi Mittermaier,
V-Þýzkalandi 101
Cindy Nelson, Bandaríkjunum 78
Fabienne Serrat, Frakklandi 72
Hanni Wenzel, Liechtenstein 66
Christa Zechmeister,
V-Þýzkalandi 57
Marie-Theresa Nadig, Sviss 51
Monika Kaserer, Austurrfki 46
Wiltrud Drecel, Austurrfki 45
Danielle Debernard,
Frakklandi 35
Bernadette Zurbriggen, Sviss 32
Lise-Marie Morero, Sviss 27
Birgitte Schroll, Austurrfki 25
Irene Epple, V-Þýzkalandi 24
Kathy Kreiner, Kanada 21
Þessi mynd var tekin er úrslit f kjöri „Iþróttamanns ársins 1974“ var kynnt: Fremri röð frá vinstri: Guðni
Kjartansson, „Iþróttamaður ársins 1973“, Ingunn Einarsdóttir og Viðar Sfmonarson. Aftari röð frá
vinstri: Óskar Jakobsson, Ómar Ulfarsson, formaður Lyftingasambandsins, Eriendur Valdimarsson, Arni
Þ. Helgason og Stefán Hallgrímsson.
ÁSGEIR KEPPIR UM
V 0LV 0-BIKARINN
ASGEIR Sigurvinsson verður
fulltrúi Islands f kjöri „Iþrótta-
manns Norðurlanda 1974“, en það
mun fara fram á næstunni. FuII-
trúi Danmerkur f þeirri kosningu
verður Jesper Törring, Evrópu-
meistarinn f hástökki, fulltrúi
Svfa verður Ralf Edström, knatt-
spyrnumaður, og fulltrúi Finna
verður frjálsfþróttastúlkan Nina
Holmen. Ekki er vitað hver verð-
ur fulltrúi Norðmanna.
Sá er hlýtur kosningu sem
„íþróttamaður ársins 1974 á
Norðurlöndum" fær í verðlaun
einn veglegasta verðlaunagrip
sem í boði er á Norðurlöndum,
svokallaðan VOLVO-bikar, sem
sænsku bifreiðaverksmiðjurnar
gáfu, og fylgir bikar þessum álit-
leg peningaupphæð, frá fyrirtæk-
inu, sem varið skal til unglinga-
starfs f félagi því sem viðkomandi
íþróttamaður keppir fyrir.
Er úrslit atkvæðagreiðslu
íþróttafréttamanna voru birt i
gær, las Jón Ásgeirsson upp bréf
frá Velti h.f., og í því er greint frá
þvi að fyrirtækið bjóði „Iþrótta-
manni ársins 1974“ til Svíþjóðar,
er kjör „Iþróttamanns ársins á
Norðurlöndum“ verður tilkynnt.
Þetta er f þriðja sinn sem
VOLVO-bikarinn verður afhent-
ur. 1972 hlaut sænski sundmaður-
inn Gunnar Larsson bikarinn og í
fyrra hlaut norski hjólreiða-
maðurinn Knut Knudsen bikar-
inn. Knudsen tók hins vegar ekki
við bikarnum fyrr en í fyrra-
haust, þar sem hann gat ekki
komið þvi við að koma til sfns
heimalands fyrr, vegna stöðugrar
þátttöku í mótum atvinnumanna í
hjólreiðum f fyrravetur og sl.
sumar.
• •
VILJA AFSOKUNARBEIÐNI
PRÁ DANSKA FORMANNINIM
S.L. föstudag birtist f Morgun-
blaðinu nokkur hluti þeirra um-
mæla er danska dagblaðið Poli-
tiken viðhafði um fslenzka körfu
knattleikslandsliðið er það var f
keppnisferð f Danmörku á dög-
unum, þar sem þvf voru valin hín
verstu orð, og illa látið af fram-
komu þess, bæði á leikvelli og
utan og sérstaklega fjallað um
framkomu forsvarsmanna liðsins.
Klammer með forystu
En tveir Norðurlanda-
búar eru í fremstu röð
AUSTURRÍKISMAÐURINN
Franz Klammer vann öruggan sig-
ur í brunkeppni sem fram fór í
Wengen í Sviss um helgina, og
var liður í heimsbikarkeppni
karla f Alpagreinum. Hefur
Klammer góða forystu í stiga-
keppninni, og er ekki ótrúlegt að
honum takist að krækja f heims-
bikarinn í ár. Fór Klammer braut-
ina i Wengen af miklu öryggi, en
hún var 4.187 metrar og fallhæð
1.012 metrar. Meðalhraði hans
var um 90 kílómetrar á klukku-
stund. Braut sú sem keppt var í
hefur lítið verið notuð á undan
förnum árum, en síðast þegar
keppt var f henni náðist mun slak-
ari tími en Klammer fór nú á.
Brautarmetið þarna átti hinn
frægi Karl Schranz og var það 26
sekúndum lakari tími en Austur-
rfkismaðurinn náði að þessu
sinni. Reyndar ber að taka það
fram, að erfitt er að gera ná-
kvæman samanburð, þar sem
brautin er aldrei nákvæmlega
eins, né aðstæður hinar sömu.
Tími Klammers var 2:35,19
mín. Annar í keppninni varð hinn
tvítugi Itali, Herbert Plank, á
2:38,73 mín., og þriðji varð Erik
Haker frá Noregi á 2:38,85 min.
Staðan í heimsbikarkeppni
karla er nú þessi:
Franz Klammer,
Austurrfki 119 stig
Pero Gros, Italiu 75 —
Werner Grissmann,
Austurriki 66 —
Herbert Plank, Italiu 48 —
Ingemar Stenmark,
Svíþjóð 45 —
Erik Haker, Noregi 39 —
Gustavo Thoeni, Italfu 34 —
Paolo di Chiesa, Italíu 33 —
Sepp Walcher, Austurríki 30 —
Fausto Radici, Italiu 30 —
Bernhard Russi, Sviss 23 —
Michael Veith,
V-Þýzkalandi 23 —
Rino Pietrogiovanna,
ítaliu 21 —
Karl Cordin, Austurríki -21. -
Það sem þarna sagði var þó ekki
það eina sem dönsku blöðin höfðu
um fslenzka liðið að segja, þar
sem eitt þeirra fjallaði m.a. um
að fslenzku leikmennirnir hefðu
notað tækifærið og legið f
drykkjuskap á milli leikja og
mikið var gert úr þvf að Körfu-
knattleikssamband tslands væri
stórskuldugt við FIBA — alþjóða-
samband körfuknattleiksmanna.
— Satt eð segja ofbauð okkur
allur sá óhróður sem birtist á
prenti um islenzka liðið, sagði
Gylfi Kristjánssonn, einn af farar-
stjórum islenzka liðsins á ferð'
þessari. — Við erum þó ýmsu
vanir af hendi danskra blaða-
manna, bæði hvað þessari íþrótt
viðkemur sem og öðrum, en svo
virðist sem það séu erfiðustu
stundirnar f lífi danskra íþrótta-
blaðamanna, þegar Islendingar
vinna sigra. Við teljum að þarna
hafi hreinlega verið um „taktik"
frá þeirra hendi að ræða. Það
þurfti að brjóta íslenzka liðið
niður, áður en það mætti þvi
danska, og þetta tókst þeim bæri-
lega. Eftir mjög góða leiki Islend-
inga gegn Luxemburg og þó sér-
staklega V-Þjóðverjum, var liðið
ekki með sjálfu sér i leiknum á
móti Dönum. Sem dæmi um styrk-
leika V-Þjóðverja í þessari iþrótt
má nefna, að þeir sigruðu nýlega í
móti sem fram fór i heimalandi
þeirra, en auk þeirra kepptu þar
Austurríki, Holland, Sviþjóð,
Danmörk og Alsír.
Gylfi Kristjánsson sagði, að svo
virtist sem formaður danska sam-
bandsins hefði verið fljótur að
gleyma þeim ummælum sínum,
að hann rnyndi hugsa sig um
tvisvar áður en tekið yrði á
móti islenzku körfuknattleiks-
fólki aftur. Varla voru Islend-
ingarnir komnir heim, er bréf
barst frá þessum sama manni,
þar sem hann var að leita eft-
ir þátttöku íslenzka kvennalands-
liðsins f Polar-Cup keppninni sem
fram á að fara i Danmörku i
vor. — Hins vegar standa málin
svo, sagði Gylfi, að það er ólíl
legt að þangað verði sent lið,
og er ekki víst að við heim-
sækjum formanninn og blaða-
mennina hans fyrr en komið
hefur fram opinber afsökunar-
beiðni á þeim óhróöri sem birtisl
um fslenzka liðið i keppnisferð
þessari.
Gylfi sagði, að frásögnin um
skuldir KKI við FIBA væri
hreinn uppspuni. Sambandið
skuldaði ekki meira til alþjóða-
sambandsins en eðlilegt væri, og
gæti hver sem er fengið staðfest-
ingu á þvi með því að hafa sam-
band við FIBA.
— Það sem mestu máli skiptir,
sagði Gylfi, var að Island vann
sigur i mótinu i Danmörku. Við
látum okkur það i léttu rúmi
liggja, hvort Danir viðurkenna
það eða ekki.