Morgunblaðið - 14.01.1975, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975
21
2. DEILD
Einar Einarsson, hinn hávaxni leikmaður Fylkisliðsins vakti verulega
athygli fyrir falleg mörk sem hann skoraði f leiknum á móti Stjörn-
unni á sunnudaginn. Þarna gnæfir hann yfir Stjörnuleikmennina og I
netinu hafnaði knötturinn. Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
STJARNAN - FYLKIR 19:23
EKKI tókst Stjörnunni í Garðahreppi að ná stigi eða stigum út úr
fyrsta leik sínum á heimavelli — íþróttahúsinu nýja í Garðahreppi,
en þar fór fyrsti opinberi kappleikurinn fram á sunnudaginn.
Mótstöðulið Stjörnunnar í leiknum var Árbæjarliðið Fylkir og lauk
leiknum með sigri þess, 23—19, eftir að staðan hafði verið 15—8
fyrir Fylkismenn í hálfleik. Horfir því mjög óvænlega fyrir Stjörn-
unni, sem ekkert stig hefur hlotið í 2. deildar keppninni til þessa,
enda hefur verið svo að leikmenn liðsins hafa nánast enga aðstöðu
haft til æfinga. Ber leikur liðsins þess glögglega vitni, þar sem
áberandi óöryggi var í honum, og ýmiss konar klaufaskapur al-
gengur. Sérstaklega var þetta áberandi í fyrri hálfleik, en þá var
tæpast heil brú i leik liðsins, og Fylkismenn náðu að skora röð af
ódýrum mörkum. Gerði þetta raunar út um leikinn, — sjö marka
forskot var of mikið til þess að mögulegt væri að vinna það upp.
Hins vegar var Stjarnan betri aðilinn í seinni hálfleiknum, og þá
gerði liðið nokkrum sinnum laglega hluti, sem sanna að töluvert býr
í þeim piltum sem það skipa — þeir þurfa aðeins góða aðstöðu og
tíma til þess að ná þvi betur fram.
Eftir rösklega 3 mínútur var staðan orðin 3—0 fyrir Fylki, um
miðjan hálfleikinn 10—4, og síðan mátti sjá tölur eins og 14—6 og
15—7 á töflunni. í byrjun seinni hálfleiks náði Stjarnan sínum
langbezta leikkafla, og lék þá vörnina vel i fyrsta og eina skiptið í
leiknum. Tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk, og tvivegis
fékk liðið tækifæri til þess að minnka hann enn meir. Um miðjan
hálfleikinn var staðan svo 18—14 fyrir Fylki, en eftir það skiptust
liðin nokkuð á að skora og urðu úrslitin 4 marka munur fyrir Fylki
23—19.
Nafnarnir Einar Einarsson og Einar Agústsson voru langbeztu
leikmenn Fylkis í þessum leik, og skoruðu þeir 14 af mörkunum 23.
Sérstaklega var Einar Einarsson atkvæðamikill í fyrri hálfleiknum,
áður en Stjörnuleikmenn fóru að gæta hans sérstaklega, og hafði
hann t.d. skorað sex af mörkum Fylkis, þegar liðið var búið að gera
9 mörk. Sigurður Símonarson er einnig athyglisverður leikmaður í
Fylkisliðinu, og Guðmundur Sveinbjörnsson komst vel frá leiknum,
meðan hann fékk tíma til þess að athafna sig, en Stjörnumenn tóku
hann að mestu úr umferð i seinni hálfleiknum.
Hjá Stjörnunni bar mest á Gunnari Björnssyni, sem er laginn og
útsjónarsamur leikmaður. Magnús Teitsson átti þarna einnig
nokkuð góðan leik, svo og Guðjón Friðriksson og Jón Jörundsson.
Mörk Stjörnunnar: Gunnar Björnsson 9 (5 v), Magnús Teitsson 2,
Guðfinnur Sigurðsson 2, Guðjón Friðriksson 2, Jón Jörundsson 2 og
Kristján Ölason 1.
Mörk Fylkis: Einar Einarsson 7, Einar Agústsson 7 (4 v), Sigurð-
ur Símonarson 4, Guðmundur Sveinbjörnsson 3, Bergur Guðjónsson
2.
Dómarar voru þeir Alf Pedersen og Erling Kristiansen, og dæmdu
með miklum ágætum — mun betur en maður sér oftast í 1. deildar
keppninni.
-stjl.
WEMBLEY-STEMMNING I SKEMM-
UNNI ER ÞÓR VANN KA 18:16
Það var allt eftir uppskriftinni
þegar Akureyrarliðin KA og Þór
mættust í Íþróttaskemmunni á Akur-
eyri á föstudaginn. Það hefur verið
svo undanfarin ár, þegar þessi tvö lið
hafa mætzt, að Þór hefur oftast farið
með sigur af hólmi, jafnvel þótt KA-
liðið hafi verið talið sterkara á
pappírunum. Það var einnig svo fyrir
þennan leik, að KA vareina taplausa
liðið ! 2. deild en Þór og Þróttur
höfðu tapað tveimur stigum hvort
lið. Þvi var álag á leikmönnum mik-
ið.
í upphafi leiksins setti þessi
óstyrkur mjög mörk sin á leikinn,
einkum voru KA-menn heillum
horfnir. Þórsarar áttu auðvelt með
að koma knettinum i netið hjá KA,
en hjá KA gekk allt á afturfótunum.
Það var þvi ekki að sökum að spyrja,
Þór náði þegar i byrjun að gera út
um leikinn. Þegar fyrri hálfleikur var
um það bil hálfnaður var staðan
7—3, Þór i vil, og enn átti forskotið
eftir að aukast. þvi þegar blásið var
til leikhlés höfðu Þórsarar skorað 12
mörk gegn 6 mörkum KA.
í siðari hálfleik komu KA-menn
tviefldir til leiks og skoruðu hvert
markið af öðru, án þess að Þórsarar
næðu að svara fyrir sig, og undrið
KEFLVlKINGAR eiga það nú yf-
ir höfði sér að vera vfsað úr 2.
deiidar keppni Islandsmótsins í
handknattleik. Á sunnudaginn
gengu þeir af leikvelli, skömmu
áður en leik þeirra við Þrótt átti
að ljúka, tii þess að mótmæla
dómgæzlunni f leiknum, og fyrir
slíkt eru mjög þung viðurlög.
— Við gerum okkur auðvitað
grein fyrir þessu, sagði Sigurður
Steindórsson, liðsstjóri Kefla-
víkurliðsins, í viðtali við Morgun-
blaðið í gær, — en það verður
einhversstaðar að draga mörkin.
Það er ekki hægt að þola enda-
lausa og stöðuga áníðslu sumra
dómara. Þeir verða að vera sjálf-
um sér samkvæmir, það sem
annað liðið kemst upp með, má
ekki vera brot hjá hinu, eins og
var í þessum leik.
Sennilega munu dómarar leiks
þessa, Ingvar Viktorsson, og Þór-
ir Úlfarsson, leggja fram kæru á
hendur Keflvikingum, og verður
hún þá tekin fyrir I héraði. Sagði
Sigurður, að Keflvikingar myndu
STAÐAN
Staðan f 2. deildar keppninni er
nú þessi:
KA 7 6 0 1 164:125 12
Þróttur 5 4 0 1 123:86 8
Þór 5 4 0 1 101:81 8
KR 6 4 0 2 118:104 6
Fylkir 7 2 0 5 120:150 4
Breiðablik 4 1 0 3 80:100 2
(BK 5 1 0 4 77:103 2
Stjarnan 5 0 0 5 95:129 0
— Golf
Framhald af bls. 17
Magnús Guðmundsson, golf- og
skiðamaðurinn kunni, hefir oftast
Akureyringa unnið til þessara
æðstu verðlauna kylfinga, eða 5
sinnum. Núverandi Islandsmeist-
ari er Björgvin Þorsteinsson frá
Akureyri og hefir hann sigrað í 3
skipti og á áreiðanlega eftir að
láta meira af sér kveða, þvi hann
er aðeins 21 árs gamall. Því er
óhætt að segja að það hefir verið
bjart yfir 40 ára starfssögu Golf-
klúbbs Akureyrar.
gerðist: Þegar 10 minútur voru til
leiksloka hafði KA jafnað. 14—14,
en KA tókst svo ekki að fylgja þess-
um góða kafla eftir, og tapaði með
16 mörkum gegn 1 8.
Um leikinn sem heild er það að
segja, að hann telst vart hafa verið
vel leikinn. en þrátt fyrir það var um
mikla spennu að ræða. einkum i
seinni hálfleik. Bæði var það, að
áhorfendur settu mikinn svip á leik-
inn, og hvöttu sina menn óspart,
enda skemman sneisafull af
áhorfendum, og minnti stemmningin
á úrslitaleik á Wembley.
Lið Þórs hefur innan sinna vé-
banda marga ágæta leikmenn, eink-
um er vörn liðsins sterk en sóknar-
leikurinn er fremur einhæfur. Þeir
þekkja sin takmórk og leika skyn-
samlega. Óefað léku Þórsarar sinn
bezta leik til þessa i vetur. Það sem
einkum gerði þó útslagið á leikinn
var að Þorbjörn Jensson virðist far-
inn að finna sig aftur svo og mark-
vörðurinn Tryggvi Gunnarsson, sem
er gífurlega sterkur varnarmaður og
haldinn miklum baráttuvilja. hann er
að verða einn af lykilmönnum Þórs.
KA-liðið lék þennan leik langt
undir getu. Svo var að sjá að þeir
tryðu þvi varla að þeim tækist að
sigra Þór. Leikmennirnir voru þungir
bíða átekta og sjá hvað dóm-
ararnir gerðu, en kæmi frá þeim
kæra myndu Keflvíkingar leggja
fram gagnkæru á þá.
Það er frá leiknum að segja að
hann var í byrjun mjög jafn. Kefl-
víkingár skoruðu fyrsta markið,
Þróttur jafnaði, en aftur náði
Keflavík forystu 2:1. Aftur jafn-
aði Þróttur, og komst síðan yfir í
3:2, en Keflvíkingar jöfnuðu.
Síðan kom kafli i leiknum þar
sem Þróttarar höfðu algjöra yfir-
burði og skoruðu 5 mörk án þess
að IBK kæmist á blað: 8.3. Var þá
fyrri hálfleikurinn hálfnaður.
Það sem eftir var hálfleiksins
skiptust liðin á að skora og í hálf-
leik var staðan 14—H) fyrir Þrótt.
I seinni hálfleik tók ÍBK að saxa á
forskotið og um miðjan hálf-
ieikinn var aðeins tveggja marka
munur: 17—15 fyrir Þrótt. Upp
úr því færðist svo mikil harka í
leikinn og um leið fór að bera á
mistökum hjá leikmönnum
beggja liðanna og dómurunum.
Skoraði IBK aðeins eitt mark það
sem eftir var leiksins, gegn níu
mörkum Þróttara, sem hömdu
skap sitt betur og léku af meiri
yfirvegun.
Þegar 3 minátur voru eftir af
leiknum var Steinari Jóhannssyni
vikið af velli fyrir aðfinnslu og
síðan Sævari Halldórssyni fyrir
brot sem annar leikmaður framdi.
Á sömu minútunni var svo Þor-
steini Ólafssyni vikið af velli fyrir
grófa tilraun til þess að ná knett-
inum. Skoraði Þróttur þá mark og
eftir það ætlaði Astráður að
hefja leik á miðjunni, en annar
dómarinn dæmdi þá á hann skref,
er hann var að labba með knött-
inn að miðjunni og Þrótti
knöttinn. Kallaði liðsstjóri Kefl-
víkinganna þá lið sitt af velli og
lauk þar með leiknum.
Mörk iBK skoruðu: Astráður
Gunnarsson 4, Þorsteinn Ólafsson
4, Sigurbjörn Gústafsson 3, Sævar
Halldórsson 3, Þorsteinn Geir-
harðsson 1, Grétar Grétarsson 1.
Mörk Þróttar: Halldór Braga-
son 7 (2v) Friðrik Friðriksson 7
(2v), Sveinlaugur Kristjánsson 4,
Björn Vilhjálmsson 3, Trausti
Þorgrimsson 3, Gunnar Gunnars-
son 1, Jóhann Frímannsson 1.
^ *■*
V.#- V.#
og hikandi allan fyrri hálfleikinn en
tóku góðan sprett í hinum síðari og
voru það einkum tveir menn sem þar
áttu hlut að: Magnús Gauti, mark-
vörður, og Geir Friðgeirsson. Við
þennan sigur Þórs opnaðist deildin
upp á gátt — þrjú lið hafa nú tapað
tveimur stigum hvert, en þau eru
Þróttur, KA og Þór en KR fylgir
skammt á eftir með 4 stig töpuð.
Það er því Ijóst að baráttan á toppn-
um verður gífurlega hörð.
Mörk Þórs: Þorbjörn Jensson 6,
Aðalsteinn Sigurgeirsson 4 (2v), Árni
Gunnarsson 3, Benedikt Guðmunds-
son 3, Gunnar Gunnarsson 1 og Jón
Sigurðsson 1.
Mörk KA: Geir Friðgeirsson 5,
(2v), Halldór Rafnsson 3, Ármann
Sverrisson 3 (2v), Hörður Hilmars-
son 2, Þorleifur Ananíasson 2 (bæði
víti), Jóhann Einarsson 1.
Leikinn dæmdu þeir Gunnlaugur
Hjálmarsson og Olfert Naabye, og
var frammistaða þeirra til mikillar
fyrirmyndar. Tvimælalaust, bezta
dómgæzla sem undirritaður hefur
séð í vetur.
Sigb. G.
— Hörður
Framhald af bls. 17
leiksmaður. Hörður er kennari
að mennt og hefir starfað sem
slíkur á Akureyri undanfarna
þrjá vetur. Þegar hann fluttist
norður gekk hann strax til liðs
við K.A. og hefir leikið með
þeim síðan í 2. deild. Hörður
sagði að það væri sín trúa að f
vetur yrði af því að K.A. ynni
sér sæti í 1. deild. Liðið væri
mun betra í vetur heldur en
undanfarin ár. Það hefði löng-
um verið höfuðverkur þeirra í
K.A. að lagfæra varnarleikinn
og nú hefði það tekist. Þess
skal og getið að Hörður hefir
leikið 15 leiki með mfl. Vals í
handknattleik.
Það hefir flogið fyrir að
Hörður hygðist setjast að á
Akureyri fyrir fullt og fast.
Hann sagði að víst hefði það
komið til álita, en ekkert væri
fastráðið í þvf sajnbandi. Þó
kvað hann talsvert miklar
líkur á að svo færi.
Vfst yrði það mikill fengur
fyrir fþróttalíf á Akureyri ef
svo ágætur fþróttamaður
settist þar að.
— Hudson
Framhald af bls. 17
deilna okkar Sextons var sú að
ég var látinn hætta að leika á
miðjunni og settur á kantinn.
Mér iíkaði ekki staðan á kant-
inum þvf eðli mitt sem knatt-
spyrnumanns er að vera ávallt
þar sem mest er um að vera.
Eftir þetta var ýmislegt fleira
sem olli óánægju minni. Þegar
ég svo fór til Stoke, var ég
lengi f vafa um hvort ákvörðun
mín hefði verið rétt. Til að
byrja með leist mér alls ekki á
borgina. En ég settist niður og
hugsaði með mér til hvers ég
væri hingað kominn. Þá ákvað
ég að sanna Waddo og öðrum
að ég væri enginn eigingjarn
„playboy" og einstaklings-
hyggjumaöur. Waddo var mér
einnig mjög hjálpsamur. Fyrir
fyrsta leik minn með Stoke
sagði hann mér að leika á
miðjunni og leika eins og mér
þætti réttast og best. Þá fékk
ég loks tækifæri til að leika
knattspyrnu eins og mér sýnd-
ist, en hjá Chelsea var alltaf
verið að berjast við að spila
einhver kerfi og það var drep-
leiðinlegt. Nú árangur minn
og hinna nýju félaga minna
hjá Stoke varð góður f fyrra og
skal verða enn betri nú f ár.
Hjá Stoke er nú valinn maður f
hverju rúmi. Þó held ég að
ekki sé rýrð á neinn kastað þó
ég segi að það að leika við hlið
John Mahoney sé heiður sem
fáir hljóti og ég vona að vera
mfn hjá Stoke sýni að það sé
verðskuldað."
KEFLVIKINGAR GENGIJ
AF VELLI í MÓTMÆLA-
SKYNIVIÐ DÓMARANA