Morgunblaðið - 14.01.1975, Qupperneq 16
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975
Einbýlishús
Til sölu, glæsilegt um 140 fm einb. hús við Fagrabæ, Rvk. Fjögur
svefnherb, húsbóndaherb., stofur m.m., Bílskúr, ræktuð lóð. Gæti
losnað fljótlega. Möguleiki að taka íbúð upp í kaupverð.
Fasteignahúsið,
Bankastræti 11.
Sími 27750.
óskar eftir starfsfólki
í eftirtalin störf:
Blaðburðarfólk:
AUSTURBÆR
Barónsstígur, Freyjugata 1—27,
Þingholtsstræti, Sóleyjargata,
Flókagata 1—45, Háteigsvegur,
Laugavegur 101—171, Skúla-
gata, Bergþórugata, Laufásvegur
2—57, Miðtún, Laufásvegur
58 — 79.
VESTURBÆR
Nýlendugata, Ránargata.
ÚTHVEFI
Hluti af Blesugróf, Fossvogsbelttir,
Snæland, Selás,
Ármúli, Laugarnesvegur 34—85,
Seljahverfi, Tunguvegur.
SELTJARNARNES
Melabraut, Skólabraut.
Upplýsingar í síma 35408.
SEYÐISFJÖRÐUR
Umboðsmaður óskast til að sjá um
dreifingu og innheimtu Mbl. Uppl.
hjá umboðsmanni og í síma
10100.
ÓLAFSVÍK
Frá 1. janúar sér Birgir Ingólfsson,
Lindarholti 2 um dreifingu, inn-
heimtu Morgunblaðsins í Ölafsvík.
VÍK í MÝRDAL
Frá 1. janúar tekur frú Þórdís Krist-
jánsson við dreifingu og innheimtu
Morgunblaðsins í Vík í Mýrdal.
Norski frystitogarinn „GADUS“
Verksmiðjiiskip — Frystiskip
UNDANFARIÐ hafa menn rök-
rætt um hver væri munurinn á
verksmiðjuskipi og frystiskipi,
og hefur sitt sýnst hverjum. Ef
til vill er dálítið erfitt að draga
skýra markalínu milli þessara
tveggja flokka skipa, sérstak-
lega vegna þess, að íslend-
ingar hafa vart þurft að nota
þessi hugtök við eigin skipa-
flota. Og vart er við því að
búast að menn verði algjörlega
sammála um hvað er frystiskip
og hvað verksmiðjuskip. Til að
menn geti áttað sig betur á
þessu fékk Morgunblaðið Má
Elísson fiskimálastjóra til að
skilgreina þessi hugtök og fer
hans skoðun á þessum málum
hér á eftir.
Frystiskip
Eins og nafnið ber með sér
eru þessi skip búin tækjum til
að frysta aflann, ýmist flakaðan
eða heilan fisk. Frystitogarar
þróuðust frá venjulegum ísfisk-
togurum, sem tóku frystitæki
um borð til að heilfrysta aflann.
Smám saman stækkuðu
skipin og urðu sérhæfari. Þeir
frystitogarar frá V-Evrópu, sem
ég þekki til, eru af stærðargráð1
unni 1500—3000 rúmlestir,
enda þótt til séu skip, sem eru
minni en 1 500 lestir og stærri
skip en 3000 rúmlestir — þau
stærstu trúlega um 3.500 lest-
ir.
í A-Evrópu eru til enn stærri
skip. Þau flokkast hins vegar
fremur undir verksmiðjuskip.
Vestur-evrópsk frystiskip eru
yfirleitt búin fremur afkastalitl-
um fiskmjölstækjum, sem
ætluð eru til að vinna tilfallandi
úrgang.
Ég þekki ekki til frystiskipa
þaðan, sem stundað gætu fisk-
veiðar í bræðslu, til þess eru
vinnsluafköst fiskmjölstækj-
anna ekki nægileg.
Þessi frystiskip eru því áþekk
stórum saltfisktogurum, sem
heimild hafa til veiða hér við
land og útbúnir eru flatnings-
vélum.
Verksmiðjuskip
Verksmiðjuskip hafa yfirleitt
víðtækari vinnslumöguleika en
hreinræktuð frystiskip. í mörg-
um verksmiðjuskipum eru
bæði tæki til niðursuðu og sölt-
unar auk frystingar og í sumum
tilfellum tæki til afkastamikillar
fiskmjölsvinnslu.
Til eru verksmiðjuskip i V-
Evrópu, sem fiska eða vinna
afla annarra skipa nær ein-
göngu með lýsis- og mjölfram-
leiðslu fyrir eugum.
Gera má greinamun á stór-
um verksmiðjuskipum um og
yfir 20 þús. lestir (jafnvel yfir
40 þús. lestir, eins og Vostok),
sem eingöngu vinna úr afla
smærri veiðiskipa' og verk-
smiðjuskipum, sem vinna úr
eigin afla og einnig afla smærri
skipa, sem þeim fylgja.
Tveir a-þýzkir verksmiðjutogarar. Þessi mynd var tekin
á Halamiðum fyrir nokkrum árum.
Hjúkrunarkonur —
Sjúkraliðar
Sjúkrahús Vestmannaeyja óskar eftir
starfsfólki frá og með 1. febrúar n.k. sem
hér segir:
Tveim deildarhjúkrunarkonum.
Nokkrum almennum hjúkrunarkonum.
Nokkrum sjúkraliðum.
Nánari upplýsingar veitir forstöðukona í
síma 98-1 952.
Stjórn Sjúkrahúss og
Heilsugæzlustöðvar Vestmannaeyja.
Sendill
óskast á ritstjórn blaðsins frá kl. 9 —12
fh.
Morgunblaðið.
21 árs stúlka
með stúdentspróf óskar eftir hálfsdags
vinnu frá 9—3. Hefur lokið námskeiði í
teiknifræði frá H.I. Uppl. í síma 33769.
Meinatæknir
óskast að Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Nánari upplýsingar í síma 98-1955 og
98-1540.
Stjórn SJúrahúss- og
Heilsugæzlustöðvar Vestmannaeyja.
nucLVsmcnR
^-»22480