Morgunblaðið - 14.01.1975, Side 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975
Draumar og spádómar
W'Ril
Kaflar úr
Laxdælu
dóttur Ásgeirs. Hann tekur því máli líklega, því að
hann var vitur maður og kunni að sjá, hversu
sæmilega þeim er boðið. Kálfur er þessa máls mjög
flýtandi. Hrefna veitir og eigi afsvör fyrir sína hönd,
og bað hún föður sinn ráða. Er nú þessu máli á leið
snúið og vottum bundið. Ekki lætur Kjartan sér
annað líka en að brúðkaupið sé í Hjarðarholti. Þeir
Ásgeir og Kálfur mæla ekki þessu í mót. Er nú
ákveðin brúðkaupsstefna í Hjarðarholti, þá er fimm
vikur eru af sumri. Láta þeir Kjartan og Ólafur þá
stofna til veislu mikillar. Komu þeir norðan Ásgeir
og Kálfur að ákveðinni stefnu og Guðmundur og
Hallur, og höfðu þeir allir saman sex tugi manna.
Þeir Kjartan höfðu og mikið fjölmenni fyrir. Var sú
veisla ágæt, því að viku var að boðinu setið. Kjartan
gaf Hrefnu að línfé moturinn, og var sú gjöf allfræg,
því að enginn var þar svo vitur eða stórauðugur, að
slíka gersemi hefði séð eða átt. En það er hygginna
manna frásögn, að átta aurum gulls væri ofið í
moturinn. Kjartan var og svo kátur að boðinu, að
hann skemmti þar hverjum manni í tali sínu og sagði
frá ferðum sínum. En þá er boðinu var slitið, valdi
Kjartan góðar gjafir Guðmundi og Halli og öðru
stórmenni. Fengu þeir feðgar mikinn orðstír af
þessari veislu. Tókust góðar ástir með þeim Kjartani
og Hrefnu.
(Laxdæla, kap. 45).
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
Ungi strætisvagninn
Einu sinni var lítill strætisvagn sem var búinn í
stórri verksmiðju sem hét Volvo (en það nafn). En
svo var hann tekinn frá mömmu sinni (verksmiðj-
unni) og fluttur með stóru skipi sem hét Selfoss til
Islands, þar sem einhverjir karlar tóku hann og
sprautuðu gulan.
Og gula strætisvagninum varð svo afskaplega heitt
að hann fann svitann leka af sér, nei afsakið, hann
fann málninguna leka af sér og kitlaði alveg afskap-
lega í maganum og svo var málað framan á hann 3.
NES-HÁALEITI.
Nú bjóst hann við að hann yrði látinn keyra út um
allar trissur á fullri ferð. Svona yrði þá ævi hans:
keyra-stopp keyra-stopp taka uppí fólk.
En hann hafði nú ekki alveg rétt fyrir sér, ekki
fullkomlega. Hann þurfti að vísu að keyra stopp en
hann var notaður í að keyra beljum, Ijónum og
indíánum (með stríðsaxir), en ekki voru allar ferðir
slysalausar því að einu sinni keyrði hann niður belju
og hlaut þungar fjársektir sem hann borgaði með
aftursætunum úr sér.
En síðasta ferðin hans var verst því að hann keyrði
á ög för f klessu. En hann fór ekki á verkstæði nei,
nei, fjarri því, hann fór beinustu leið í ruslatunnuna.
Því þessi strætó var bara leikfangastrætó á gólfinu
hjá litlum strák.
Magnús Ragnarsson (11 ára)
1
FERDilVIAIMD
ÍTkÍlofgunkQffinu
Farewell to
a trawler
that made
history...
Þegar fyrsti nýsköp-
unartogari íslendinga,
Ingólfur Arnarson, sem
svo var skírður Hjör-
leifur, kvaddi og hélt
suður til Spánar, til
niðurrifs, í nóvember-
mánuði síðastl. birti
blaðið The Daily Mail í
Hull — The Hull Daily
Mail eins og blaðið er
kallað í heimabæ sínum,
minningarorð um togar-
ann í dálkunum: Dock-
land Diary, sem einn
af blaðamönnunum,
Robert Wellings, stýrir.
Fyrirsögnin hér að ofan
er úr The Hull Daily
Mail-greininni um togar-
ann. Fullyrða má að það
sé einstakt fyrirbæri, að
grein sem þessi birtist í
erlendu blaði, en þar er
saga Ingólfs allýtarlega
rakin eins og gert var á
sínum tíma hér í blöð-
unum og að auki minnt á
hið mikla ævintýri I
kringum furðufuglinn
Dawson, auk þess sem
undirstrikað er að tog-
arinn hafi verið hinn
fyrsti í heiminum sem
búinn var radar.
Blessaður vertu; ég hef
þekkt hann síðan hann
var svona hár.
En<jurtaki þetta sig,
mun ég aldrei stíga
mínum fæti hér inn
aftur.