Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 28

Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 28
RUCIVSinCflR #^-•22480 Offsetprentun tímaritaprentun litprentun Freyjugötu 14' Sími 17667 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975 Flestar samgönguleiðir lands ins tepptar Fólk kemst víða ekki út úr húsum vegna veðurs og frí gefið í skólum □ □ Sjá fréttir á bls. 3. □ -------------------------□ GlFURLEGUR veðurofsi hefur verið um allt land sfðan á sunnu- dagsmorgun. Veðrið hefur geisað frá Snæfellsnesi, um alla Vest- firði, allt Norðurland og Aust- firði. Verst hefur veðrið verið á Norður- og Austurlandi, en bezt virðist þaö hafa verið á höfuð- borgarsvæðinu. Ekki hafa borizt fréttir af miklu eignatjóni í veðr- inu, en rafmagnsskortur og ófærð hefur þó valdið miklu tjóni. Af þessum sökum lagðist skólahald vfða niður í gær. Af Norðurlandi bárust þær Oveður áfram — VEÐURSPÁIN er þvf miður ekki góð. Gert er ráð fyrir norðanátt áfram næstu daga og þvf fylgir talsverður strekkingur með einhverri úr- komu f minnsta kosti þremur landshlutum, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, sagði Knútur Knudsen veður- fræðingur þegar við ræddum við hann um veðrið í gær. Knútur sagði, að hins vegar væri gert ráð fyrir sæmilegu veðri við Suðurströndina að Snæfellsnesi og ekki ætti að vcrða úrkoma frá Reykjavík að Höfn I Hornafirði. Lægðin, sem hefur valdið þessu mikla óveðri, var í gær milli Færeyja og Islands á leið í norðaustur. Hins vegar var þá önnur lægð á leiðinni sunnan úr Biskaya- flóa og gert er ráð fyrir að hennar fari að gæta í dag. fréttir í gærkvöldi, að orkufram- leiðsla Laxárvirkjunar væri kom- in niður í 7—8 MGW, sem er það minnsta sem virkjunin hefur framleitt frá þvf að hún var stækkuð. Hafin var skömmtun um allt Norðurland og þegar er auðséð að skammta verður þar rafmagn a.m.k. f nokkra daga. Víða hafa mjólkurbflar ekki kom- ist leiðar sinnar, og er mjólkur- skortur framundan ef ekki tekst að ryðja vegi fljótlega. Ekki er þó bjart yfir í þeim efnum, og veður- fræðingar gera ekki ráð fyrir batnandi veðri. Tveir bátar hafa laskast eða eyðilágst í óveðrinu. Á Skaga- strönd sökk bátur í höfninni, án þess að nokkuð fengist að gert, og i Neskaupstað rak 8 tonna dekk- bát uppí fjöru, og hefur ekki enn verið hægt að ná honum út. Snjór er víða orðinn það mikill Framhald á bls. 35 t eldsvoðanum mikla á Reykjavíkurflugvelli f gærkvöldi tókst, þrátt fyrir mikið tjón, að bjarga miklum verðmætum fyrir vasklega framgöngu björgunarmanna, og þar á meðal Gunnfaxa, einum af Fokkerum •Flugfélags tslands. Var hann dreginn út úr flugskýlinu 4 elleftu stundu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Söluverðmæti smyglvarnings- ins nemur 23-24 milljónum kr. Rannsókn málsins haldið áfram og jafnvel talið að meira eigi eftir að koma í tjós MORGUNBLAÐINU barst seint í gærkvöldi fréttatilkynning frá bæjarfógetaembættinu f Keflavík um smyglmálið mikla, sem hefur að undanförnu verið f rannsókn hjá embættinu og Sakadómi Reykjavfkur. Þrátt fyrir, að ein- ungis hafi verið rannsakaður inn- flutningur nokkurra skipverja á fimm fslenzkum millilandaskip- um, liggur þegar fyrir, að smygl- að hefur verið inn í landið 3200 lítrum af 96% spiritus, 3000 fiöskum af öðrum áfengistegund- um, yfir 1000 lengjum af vindl- ingum og miklu magni kjötvöru. Söluverð spiritusins hefur verið um 5000 þúsund krónur Iftrinn, annað áfengi hefur verið selt á 1600—2200 krónur hver flaska og vindlingarnir á 900—1000 krónur hver lengja. Söluverðmæti spiri- tusins nemur þvf gróft reiknað einum 16 milljónum, söluverð- mæti annars áfengis 6 milljónum og söluverðmæti vindlinganna einni milljón. Erfitt er að áætla söluverðmæti kjötvörunnar, en þar er eflaust um miklar fjár- hæðir að ræða. Heildarsöluverð- „Björgunin mikiðafrek” sagði Örn 0. Johnson forstjóri Flugleiða Við ræddum við Örn Johnson, flugstjóra Flugleiða á flugvellin- um, þegar sýnt var að eldurinn var að fjara út, en hann hafði staðið í björgunaraðgerðum ásamt öðrum starfsmönnum félagsins. Við spurðum hann fyrst hvað hann teldi tjónið vera mikið, en hann kvað ekki hægt að áætla það fyrr en öll kurl væru komin til grafar en það væri mikið. □ □ Sjá miðopnu -□ -□ „Starfsmenn, sem voru í suðurviðbyggingunni þegar eldurinn kom upp, telja, að kviknað hafi i út frá rafmagns- leiðslu,“ svaraði Örn aðspurður um líkleg eldsupptök, „en þessir starfsmenn munu hafa fundið reykjarlykt um það leyti sem eldsins varð vart. Það sem var til húsa í þessum mannvirkjum sem brunnu var aðstaða fyrir skoðun bæði Fokkervélanna og Boeingþot- anna. Flugskýlið sjálft var upp- hitað og í því voru Fokker Friendship-vélin Gunnfaxi og lítil vél, TF-RÓS, sem var áður í eigu Flugþjónustunnar, en nú í eigu Fí. Gunnfaxi var í skoðun og stóð vélin upphækkuð á tékkum, en hjólin voru þó á henni og réð það úrslitum að hægt var að bjarga henni, þegar menn höfðu brotizt inn i reykkófið til þess. Þá voru vinnupallar einnig í kringum vélina og þurfti að fjarlægja þá í reykjarmekki þar sem varla sáust handa skil. Báðum þess- um vélum var bjargað og einnig einum þotuhreyfli og tveimur varamótorum af Fokkervélum. Björgun þessara verðmæta var mikið afrek eins og kringum- stæður voru og tókst vegna mikillar djörfungar þeirra björgunarmanna sem réðust til inngöngu í flugskýlið, en þar var mikil sprengihætta eins og sýndi sig skömmu eftir að vélunum hafði verið náð út og björgunarmenn urðu að yfir- gefa skýlið. I byggingunni sunnan við flugskýlið, en hún var áföst því, var aðalverkstæðið til húsa á neðri hæðinni og allur vara- hlutalager Fí, en á efri hæðinni var mælitækjaverkstæði, radíó- verkstæði, skipulagsdeild og innkaupadeild, sem var nýflutt þangað inn. 1 vióbyggingunni norðan megin var m.a. Skoðun- ardeild, en þar náðist að bjarga líklega stærstum hlutanum af skoðunarskýrslum félagsins og dagbókum yfir flugvélarnar. Er það ákaflega þýðingarmikið. Þá var einnig í þessari bygg- ingu eldhús og matstofa fyrir 80 manns, trésmíðaverkstæði og verkfræðideild. Þotumótorinn sem var bjarg- að með snarræði, kom til lands- Framhald á bls. 35 mæti þessa smygls, sem er að mestu frá árinu 1974, nemur þvf a.m.k. 23—24 milljónum króna. Sakadómur Reykjavfkur mun halda áfram rannsókn þessa mikla smyglmáls, og kann þá ýmislegt fleira að koma í ljós. Mbl. er kunnugt um, að f sumum tilfellum mun ekki hafa fallið úr sú hálfsmánaðar ferð, að skipin kæmu ekki með smygl til lands- ins og hefur þctta smygl gefið skipverjunum góðar tekjur. Inn- kaupsVerð á hverjum lítra f Hol- landi, þar sem hann var að mestu keyptur af höndlurum, sem komu um borð í skipin, mun vera 300 krónur lítrinn, en söluverðið hér heima 5000 krónur sem fyrr segir. Kaupverð þess magns sem t.d. Mánafoss var með í síðustu ferð, og fannst lagt við stjóra útaf Gróttu, en það voru um 300 Iftrar, er því 90 þúsund krónur en sölu- verðmæti 1500 þúsund. Hagnað- urinn er þvf mikill. Rannsókn smyglmálsins leiddi í ljós, að hér var ekki um smyglhring að ræða, heldur nokkra smyglhópa, mis- munandi stóra. Rannsóknin hófst upphaflega vegna þess, að einn þáttur Geirfinnsmálsins tengdist þessu smyglmáli, en á þessu stigi bendir ekkert til þess, að Geir- finnur sjálfur hafi verið tengdur málinu. Rannsókn málsins hefur verið mjög umfangsmikil og margir verið yfirheyrðir. Sex menn sitja enn f gæzluvarðhaldi vegna þess. Húsleit hefur verið gerð á f jórum stöðum. Sögusagnir hafa vcrið á kreiki um, að veit- ingahús á Reykjavfkursvæðinu séu tengd málinu, en ekkert hef- ur komið fram sem bendir til þess: ^ Hér'fer á eftir fréttatilkynning- in frá bæjarfógetaembættinu i Keflavfk. Hún er birt i heild: Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.