Morgunblaðið - 18.01.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 18.01.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1975 11 Fjórir ættliðir Saab: fyrsti tilraunabíllinn, 92001, frá 1946, fyrsti Saabinn, sem hægt var að keyra, siðan „ekta" Saab 92, árg 1 949/50 Þriðji bíllinn er Saab 93 frá árinu 1956, og aftastur er Saab 96 með V-vél, eins og við þekkjum hann nú A 25 ára afmæli Á SÍÐASTA ári voru liðin 25 ár sfðan fyrstu bilarnir frá sænsku Saab-fiugvélaverksmiðjunum i Trollhattan i Sviþjóð voru settir á markað, en þeir bílar voru nefndir Saab 92. Fyrsti Saab-billinn sá reyndar dagsins Ijós nokkrum ár- um fyrr, en það var tilraunabillinn Saab 92001, sem var fyrst settur i gang árið 1947. i tilefni af þessu merka afmæli Saabsins, sem hef- ur verið að góðu kunnur og eftir- sóttur hér á landi hátt á annan áratug, væri ekki úr vegi að skyggnast svolítið i fortíð hans og segja litillega frá „bernskuárun- um". Undir striðslok fóru forráða- menn Saab-flugvélaverk- smiðjanna að velta fyrir sér með hvaða hætti mögulegt væri að bæta upp flugvélaframleiðsluna, sem óhjákvæmilega mundi drag- ast saman að striðinu loknu. Fljót- lega var ákveðið. að með þeim tækjum og þeirri reynslu, sem fengizt hafði við flugvélafram- leiðsluna, ætti að vera mögulegt að velja bílaframleiðsluna en um leið var forráðamönnum Saab Ijóst, á þvi herrans ári 1944, að lítil verksmiðja yrði að framleiða öðruvisi bíla en þá voru á mark- aðnum til þess að eiga möguleika i hinni hörðu samkeppni bilafram- leiðenda, og að endingu var ákveðið, að bílllinn skyldi vera „sterkur, lítill, fjögurra manna bill, með einfaldri vél". Og það sem var auðvelt fyrir flugvélaverk- smiðju: Með fullkomin straum- linulag. Siðan var farið að vinna af kappi að verkefnunum og árið 1946 var fyrsti tilraunabillinn til- búinn, en skömmu seinna bættust þrir i hópinn. Um leið voru gerðar ráðstafanir til að brjótast inn á markaðinn, og 1. mai 1947 var aerður samningur við bílakónginn Gunnar V. Philipson um að hann hefði með höndum söluumboð i Sviþjóð. Fyrsta pöntunin hljóðaði upp á 8000 bila, — og hún var gerð tveimur árum áður en nokkur hafði séð fullsmiðaðan Saab! Enginn af forráðamönnum Saab hafði fengið minnstu nasasjón af bílafremleiðslu, en Gunnar Ljung- ström. sem var yfirtæknifræðing- ur verksmiðjunnar, vissi hvaða leiðir skyldi fara: „Hafið vél og girkassa sambyggð i fremri enda bílsins og hafið allt hitt einfalt og hagkvæmt". Og þannig varð það. Sú leið að hafa framhjóladrif og aðal þunga bilsins þvi að framan, var ekki valin með betri aksturs- eiginleika i huga, þvi um slíkt hugsuðu þeir lítið á þessum árum. „Við höfðum ekki mikið vit á aksturseiginleikum," er haft eftir Ekki finnst okkur hann fal- legur né full- kominn — en hann var það á sínum tíma yfirverkf ræðingnum, og hann bætti við: „Ég hafði reyndar ekki svo sjaldan orðið fyrir þvi að dansa i hálku á bil með afturhjóla- drifi, — en þetta atriðið hafði engin áhrif á ákvörðun okkar um uppbyggingu Saabsins." Fyrsti tilraunabillinn, Saab 92002, var búinn vél og girkassa úr DKW. Fleiri vélar voru reyndar. en tvígengisvélin varð fyrir valinu þar sem hún hefur þann kost að vera einföld i framleiðslu, og þvi þægileg fyrir litla verksmiðju. Saab DKW-vélin var þvi „kópieruð" að mestu leyti (Saab-vélin var í fyrstu 95% DKW vél). í þá daga óttuðust menn ekkert málshöfðanir vegna brota á einkaleyfislögum, sérstak- lega þar sem DKW-verksmiðjurnar voru hinumegin við járntjaldið, og voru auk þess ekkert annað en auðar og þöglar byggingar. A árunum eftir striðið var erfitt að fá verkfæri til bilaframleiðslu. svosem pressur, en sænska rikið hljóp þar undir bagga til þess að Saab gæti hafið framleiðslu á þotuhreyflum. . . og stiru press- urnar, sem notaðar voru til að móta hlífarnar utanum þá, mátti lika nota til að móta yfirbygging- arhluta fyrir bila. Þegar pressurnar voru fengnar hafði höfundurinn að útliti Saabs- ins, Sixten Saxon, unnið um hrið að því að gera skyssur að útlínun- um, og dag nokkurn lagði hann fram útlinuteikningarnar að 92001. Allir urðu þegar hrifnir af þeim, og eftir nokkrar smá breyt- ingar fæddist Saab 92. Linurnar höfðu það straumlag, sem menn höfðu hugsað sér, en þær voru ekki reyndar i stormgöngunum. „Við vissum að við vorum á réttri leið," segir Gunnar Ljungström, og það var ekki fyrr en seinna, að sanna átti ágæti linanna i göngun- um. Á þessum fyrsta Saab var ekk- ert skottlok. Ástæðan var sú, að á meðan unnið var að bilnum kom upp sá kvittur, að Volvo ætlaði að selja væntanlegt PV módel á 4.400 kr. (sænskar). Framleiðslu- kostnaður Saabsins var þá þegar kominn upp i 4000 krónur, — án skottloksins. Þegar kom svo i Ijós seinna, að þetta verð á nýja Volvonum stóðst ekki, var ákveð- ið að bæta skottlokinu á næstu gerð af Saab, Saab 92B! Það er lika saga tengd afturrúð- unni, en hún var svo litii, að i Svlþjóð gekk hún undir nafninu „kjallararúðan". Hefði hún átt að vera stærri hefði glerið orðið að vera bogið, og eftir öruggum heimildum i Bandarikjunum var það haft, að slikt væri óhentugt. Með þessu fékkst reyndar einn stór kostur, þakið varð fyrir bragð- ið mun sterkara en hefði rúðan verið stór og bogin. og sagt var, að Saabinn þyldi að fá sér „skrens" á toppnum án þess að hann léti undan. Fyrsti Saabinn var sýndur i fyrsta sinn opinberlega 10. júli 1947, en það var ekki fyrr en sumarið 1949 að fyrstu 20 bilarn- ir voru tilbúnir, og árið 1950 hófst salan. Ekki finnast okkur fyrstu Saab- bilarnir vera fallegir núna, en lik- lega erum við búin að gleyma „jafnöldrum" hans, bilum eins og Austin 8 og 10, Morris og Anglia. Ef við rifjum upp hvernig þeir litu út getum við verið fyllilega sam- mála þeim, sem fyrir 25 áraum sögðu, að billinn væri „djarfur, óvanalegur og nærri þvi fullkom- inn i útliti". Það var einmitt það sem hann var á þessum timum. Og hann var lika tæknilega full- kominn. Með framhjóladrifinu og sjálfstæðri fjöðrun á hverju hjóli hafði Saabinn strax góða aksturs- eiginleika. Hann var þungur og öruggur i stýri, en nokkuð undir- stýrður og hafði mjög stóran beygjuradius. i girkassanum var frihjólun þeg- ar á fyrsta bilnum, eins og hefur verið alla tið siðar, og þar sem henni var stjórnað, frammi i vélar- húsi, höfðu virkilegir Saaböku- menn hana alltaf á. Með frihjólun- ina á gerðist ekkert þótt bensin- gjöfinni væri sleppt i beygju, — en það gerðist heldur ekkert þótt gefið væri inn. Hestöflin voru nefnilega ekki nema 25 og þvi var ekki nógur kraftur til að hafa áhrif á stýringuna. Miðað við fjögurra strokka V- vélina, sem nú er i Saab, var gamla tvigengisvélin ekki beint kraftmikil, en viðbragðið 0—80 km/klst. var 26,5 sek. Viðbragð nýjustu gerðar af Citroén 2CV er 23,8 sek! Hámarkshraðinn var 104 km/klst. sem má teljast nokkuð gott, þegar að því er gáð, að billinn er 775 kg. Þarna hjálpar straumlinulagið til, og einnig það, að billinn var alveg sléttur að neð- an. Þrátt fyrir smæð vélarinnar eyddi hún talsvert miklu bensini eins og tvígengisvélar gera yfir leitt. eða tæpum 8 I pr. 100 km á 70 km hraða og milli 9 og 10 lítrum eyddi hann á 90 km hraða. í bæjarakstri komst eyðslan allt upp i 11 I pr. 100 km. Þrátt fyrir að Saabinn þætti tæknilega fullkominn á sinum Framhald á bls. 22 Ný mynd af Saab 92 frá 1949. Það má enn gefa honum inn eftir 25 ár og 100 þús kilómetra Að gefa slag til „öryggis” Hér gefur að lfta mjög skemmtilegt úrspil .1 spili frá Ev- rópumótinu f fsrael f vetur. Leik- urinn var á milli Þjóðverja og Svisslendinga og var Dirk Schröd- er sagnhafi með spil suðurs. Norður S K-9 H K-G-10-9 TD-10 L Á-10-8-4-3 Vestur S G-8-6-3-2 H 4-2 T 7-6-5 L K-D-G Austur S A-10-5 H 7-6-5 T 9-8-4-3 L 9-6-5 Suður S D-7-4 H Á-D-8-3 T Á-K-G-2 L 7-2 Við skulum líta á sagnirnar Athugið vel aðra sögn suðurs. Norður 1 lauf 2 hjörtu 4 hjörtu 5 tíglar Suður 1 hjarta 2 spaðar 4 grönd 6 hjörtu Vestur lét út lauf kóng og sagn- hafi gaf þann slag — Ef þú sætir í vestur og sæir öll spilin, værirðu ekki í vanda með hvað næst skyldi láta út — en suður hafði sagt spaða í annarri umferð (það táknar að öllu jöfnu í hinum nýrri spilakerfum lengri lit en fyrr sagði liturinn og betur mannað- an). Jæja, vestur hélt áfram með laufið og þá var spilið öruggt, jafnvel þótt laufin hefðu legið 4—2 og spaðinn 4—1. Að sjálf- sögðu mátti vinna spilið eins og það lá með því að taka á lauf ás strax — en er ekki alltaf skemmti- legra að vinna svona spil á glæsi- legan og „öruggan" hátt? eftir ARNÓR RAGNARSSON XXX Heimsmeistaramótið f bridge hefst á Bermudaeyjum 24. janúar nk. Stendur keppnin yfir f nfu daga. Á þessu móti, sem er afmæl- ismót, verða f fyrsta sinn notaðir skermar milli spilara mcðan á sögnum stendur og hefur Alfred Heimsmeistaramótið Sheimwold fyrirliði amerfsku sveitarinnar látið f Ijós skoðun sfna og sagt að bandarfska sveitin eigi nú meiri möguleika til sigurs og þetta verði ftölsku sveitinni slæmt. Formaður Alþjóðabridgesam- bandsins Julius Rosenblum frá New Orleans lét svo um mælt að hann trúði þvf ekki að haft væri rangt við f slfkum stórkeppnum sem þessum en skermarnir tækju af allan grun f þvf efni. 1 ftölsku sveitinni eru þeir fé- lagar Belladonna og Garozzo en þeir eru taldir bezta bridgepar heimsins. Fyrirliði ftölsku sveit- arinnar er Sandro Salvetti og hef- ur hann látið svo um mælt, að það sé ekki aðeins Norður-Amerfka, sem þurfi að sigra til að halda titlinum — einnig Frakkland, Brazilfa og Indónesfa, sem hafa unnið til þessarar keppni með þvf að vinna aðrar sambandsþjóðir, alls 40 að tölu. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — r~ 1 < m cc UJ > < b- LITAVERS- T' 73 r~ _J 1 cc uu > Þetta er staðreynd: Tollalækkun, erlend lækkun, ITAVER - 2 —1 Litavers-staðgreiðsluafsláttur. n 1 Litavers-kjörverð í öllum teppabirgðum okkar, > < CC LLi sem eru 25 þús. ferm. Til afgreiðslu strax úr 33 > < Tollvörugeymslu. 1 r- 1 Lítið við í Litaveri — LÍtSVGT —i > < m DC UJ > j2 það hefur óvallt borgað sig. Qrensásvegi 18. JO 1 -J LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — r* H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.