Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18, JANÚAR 1975 DátCBÓK 1 dag er laugardagurinn 18. janúar, 18. dagur ársins 1975. 13. vika vetrar. Árdegísflæði f Reykjavfk er kl. 09.45, sfðdegisflæði kl. 22.07. Sólarupprás f Reykja- vfk er kl. 10.49, sólariag kl. 16.28. A Akureyri er sólarupprás kl. 10.52, sólarlag kl. 15.54. Sá, sem sekan sýknar, og sá sem saklausan sakfellir, þeir eru báðir Drottni andstyggð. (Orðskviðirnir 17,18). I Laugarneskirkju hafa verið gefin saman í hjónaband af sr. Grími Grimssyni ungfrú Ingi- björg A. Guðlaugsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Heimili þeirra er að Framnesv. 65. (Ljósm Studíó Guðmundar). Gefin hafa verið saman af sr. Jóhanni Hlíðar ungfrú Aldfs Guðmundsdóttir og Bjarni Þormóðsson. Heimili þeirra er að Kársnesbraut 85. (Ljósm. Stúdíó Guðmundar). Gefin hafa verið saman í hjóna- band af sr. Arelíusi Níelssyni ungfrú Sigríður Kristfn Páls- dóttir og Guðjón Sigurðsson. (Ljósm. Stúdíó Guðmundar). í dag verða gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af sr. Þóri Stephensen ungfrú Ingibjörg Eggerts- dóttir hárgreiðslumær, Háaleitisbraut 155, og Hermann G. Arnviðarson bakari frá Húsavík. Heim- ili þeirra verður að Álf- heimum 6. Meðfylgjandi mynd er frá uppfærslu nemenda Sam- vinnuskólans á einþáttungi Darfó Fó, Nakinn maður og annar f kjólfötum. Leiklistarklúbbur skólans hefur sýnt þáttinn tvisvar í Bifröst við mjög góðar undirtektir. Nemendur sáu framan af sjálfir um æfingar undir stjórn Kristjáns Eysteins- sonar formanns leiklistar- klúbbsins, en Sigurður Karlsson leikari kom sfðar og sá um að sviðsetja leik- þáttinn dg búa hann endan- lega úr garði til flutnings. Næstkomandi sunnudags- kvöld munu nemendur Sam- vinnuskóians leggja land undir fót og sýna Nakinn mann í Borgarnesi. t Bústaðakirkju hefur verið tekin upp sú þjónusta við kirkjugesti við messur þar, að foreldrar geta komið börnum sfnum f gæzlu á meðan þau hlýða á messu. Er þar vel fyrir öllu séð, leikföng f úrvali og ungar stúlkur úr æskulýðsfélagi kirkjunnar annast börnin á meðan. — Sveinn Þórmóðs- son Ijósm. tók þessa mynd f leikstofu krakkanna einn sunnudaginn, en þetta fyrir- komulag hefur mælzt vel fyrir f Bústaðasókninni að sögn kunnugra þar. •SfGr^úív/D. ír ga ekki ailir að aera sitt til að sDara rafmaanið? Vildu mitmaki júlaboldi og jólotrjém: SÖGUÐU NIÐUR JÓLATRÉ STAÐARINS Jólairé HósavlkurbKjar varft nölinni Samt létu félagamir sig fyrlr árás aöfaranótt laagar- ekki muna um að saga þaö dagsins. er tveir kumpánar I niöur og hiröa m** fylgd meö Bakkusi söguöu niöur jólatréö. sem stóö á flöt fyrlr framan Pósthúsiö og Lands- bankann. bolnum hád'’ ást er... n-8 -<^_l__? ... aðhverogeinn, sem kominn er af barnsaldri, annist sjálfur viðhald á plöggum sínum TM Rog. U.S. Pat. Off.—All rights reservod © 1974 by los Angeles Times ÁRfNJAO HEILLA | KRDSSGÁTA Lárétt: 1. ekki vinnusamur 6. herma 7. Kvennafn 9. málmur 10. steinstallur 12. samhljóða 13. vaða 14. borðani 15. þræddi Lóðrétt: 1. skemmd 2. dýr 3. á fæti 4. svallar 5. gallar 8. á hurð 9. mjög 11. þaggi niður í 14. ósam- stæðir Laun á síðustu krossgátu Lárétt: 2. ósa 5. ám 7. má 8. saur 10. at 11. strangi 13. iu 14. menn 15. nr 16. AA 17. ári Lóðrétt: 1. kossinn 3. skrámur 4. 'kátínan 6. matur 7. magna 9. úr 12. né | BRIPGE Eftirfarandi spil er frá leik milli Bretlands og Svíþjóðar í kvennaflokki í Evrópu fyrir nokkrum árum. Norður S K-8-5 H 9-8-4-2 T A-8-5 L D-9-3 Vestur S Á-9-4 H 10-5 T K-4-3-2 L K-G-7-6 Austur S D-G-2 H A-K-7-3 T G-10-7-6 L A-5 Suður S 10-7-6-3 H D-G-6 T D-9- L 10-8-4-2 Lokasögnin var sú sama við bæði borð þ.e. 3 grönd. Við annað borðið var vestur sagnhafi og þar lét norður út spaða 5. Sagnhafi drap með drottningu í borði, lét út tígul gosa, suður drap með drottningu, drepið var með kóngi heima og norður fékk slaginn á ásinn. Norður lét út hjarta, drepið var í borði með ási, en þar sem N.—S. áttu vísan slag i tígli þá vantaði níunda slaginn, svo sagnhafi svínaði laufa gosa og þar með tapaðist spilið. Við hitt borðið var austur sagn- hafi og þar lét suður út laufa 4. Drepið var í borði með laufa 6, norður lét níuna og sagnhafi drap með ási. Sagnhafi lét út tígul gosa, suður drap með drotttn- ingunni, drepið var í borði með kóngi, en norður gaf!! Með þessu tekur norður vissa áhættu, þvi sagnhafi getur nú látið tígul úr borði og gefi norður, þá drepur sagnhafi með tiunni og þannig fá N.—S. aðeins einn slag á tígul. Sagnhafi fann ekki þessa leið, heldur taldi rétt að reikna með að suður hefði í byrjun átt tígul ásinn annan og lét þess vegna næst tígul og gaf heima og suður fékk slaginn á níuna. Suður lét næst spaða, norður drap með kóngi, lét aftur spaða, sagnhafi lét tígul, norður fékk slaginn og lét enn spaða. Sagnhafi drap, tók nú tígulinn og suður kastaði hjarta, en norður kastaði laufi, þannig að laufa drottningin varð óvölduð. Sagnhafi getur nú unnið spilið, en gat alls ekki látið sér koma til hugar, að vörnin væri svona slæm. Til að reyna að ná í 9. slaginn þá var laufa gosa svínað og spilið varð einn niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.