Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 26
26 — MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975 tilnefndir eru af F.Í.H., og Jón Múli Arnason, sem tilnefndur er af NOMUS og Ríkisútvarp- inu. Jazzkvintett Gunnars Orm- slev, sem kemur fram á Nord- jazzhljómleikunum á sunnu- dagskvöldið, er skipaður þekkt- um ísl. jazzleikurum, þeim Við- ari Alfreðssyni trompet- og bás- únuleikara, Karli Möller píanó- og orgelleikara, Árna Scheving sem leikur á bassa, Guðmundi Steingrímssyni trommuleikara og svo Gunnari Ormslev sem leikur á tenór-saxófón. I popp- hljómsveit Gunnars Þórðarson- ar verða einnig valinkunnir ísl. popparar, en sveitina skipa Ari Jónsson trommuleikari, Jakob Magnússon pfanó og orgel, Halldór Pálsson flauta og saxófónn. Pálmi Gunnarsson sem leikur á bassa og Gunnar Þórðarson sem sér um gítar- leik. Heiðursgestir á hljómleik- unum verða fyrrnefndir Nord- jazz-fulltrúar frændþjóða okk- ar, en öllum er heimill aðgang- ur meðan húsrúm leyfir. Að- göngumiðar verða seldir við innganginn, frá kl. 19.00 á sunnudag, og eru menn vinsam- legast beðnir að koma tíman- lega því tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21.00. Norræn samvinna um Stofnun NORDJAZZ á sér nokkurn aðdraganda og má að miklu leyti þakka það ötulli baráttu Danans Erik Mose- holm, að nefndin var sett á laggirnar. Nordjazz mun eink- um ætlað að fjalla um aukna samvinnu jazz- og popp- hljómlistarmanna og hefur þeg- ar tekist ágætt samstarf hvar- vetna um Norðurlönd í þessum efnum. Má í þvf sambandi um voru þeir Pétur östlund trommuleikari og Leifur Þórar- insson tónskáld og vakti þátt- taka þeirra mikla athygli og hlaut framlag þeirra lof í dag- blöðum og músík-tímaritum á Norðurlöndum. 1 framhaldi af þessu verður Nordjazzráðstefnan haidin hér f Reykjavík um helgina og munu sitja hana þekktir hljóð- færaleikarar og forystumenn f jazz- og popptónlist á Norður- löndum. Þeir eru: Stig Rönn- qvist frá Finnlandi, Steinar Kristiansen frá Noregi, Nisse Sandström og Roger Wallis frá Svfþjóð og Chresten Lassen og Erik Moseholm frá Danmörku. Fulltrúar íslands á ráðstefn- unni verða þeir Gunnar Orm- slev og Gunnar Þórðarson, sem iazz- og popptónlist NORDJAZZ, samstarfsnefnd norrænna hljómlistarmanna, þeirra er leika jazz-, popp- og aðra alþýðlega tónlist, heldur ráðstefnu f Reykjavfk núna um helgina. Er hér um að ræða aðra ráðstefnu nefndarinnar, en stofnfundur hennar var haldinn f Kaupmannahöfn í fyrravor. Nordjazz starfar inn- an vébanda NOMUS, sem er samstarfsnefnd um norræna tónlist og er sú starfsemi f tengslum við Norðurlandaráð. t tilefni ráðstefnunnar hafa F.l.H. og NOMUS haft sam- vinnu um hljómleika, sem haldnir verða f Átthagasal Hót- el Sögu sunnudagskvöldið 19. þ.m. kl. 21.00. Þar leikur Jazz- kvintett Gunnars Ormslev, Popp-hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar og 18 manna hljóm- sveit F.t.H. undir stjórn Magn- úsar Ingimarssonar og verður þar m.a. flutt nýtt jazz-verk eft- ir Leif Þórarinsson. nefna Jazzhátíðina í Molde sl. sumar og Norrænu tónlistar- daga-hátfðina í Kaupmanna- höfn í október sl. Fulltrúar okk- ar íslendinga á þessum hátíð- Fulltrúar íslands á ráðstefnunni ásamt formanni F.Í.H., f.v. Gunnar Ormslev, Gunnar Þórðarson, Sverrir Garðarsson form. F.Í.H. og Jón Múli Árnason. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Ráðstefna og hljómleikar í Reykjavik um helgina Fréttabréf_ frá Patreksfirði Patreksfirði 12,jan. 1975. Mjög illviðrasamt var hér um hátíðarnar eins og víða annars staðar á landinu, þó komst skólafólk og aðrir jólagestir um 200 að tölu klakklaust hingað fyrir jól og til baka aftur þ. 6. jan. Allir fólksflutningar fara fram á vegum Flugfélags (sl., ennfremur er mikið flutt af vörum loftleiðis. Nýlega hefur tekið við umb. Flugfél. hér á Patreksfirði fr. Laufey Böðvarsd. en flugvallarstj. er Egill Ólafsson, Hnjóti. Hafa þau t Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og vinsemd við andlát og útför eiginmanns mins, INGA KRISTMANNS fyrrv. bankafulltrúa. Fyrir hönd barna okkar, systra hans og annarra vandamanna Sigríður Þorgilsdóttir Krist- manns. bæði sýnt einstaka alúð og dugnað í störfum sinum og ekki má gleyma Herbert Guðbrandssyni bifrstj. úr Tálknafirði, sem sér um allan akstur til og frá flugvellinum í Sandodda af miklu harðfylgi oft á tíðum. Fjarlægðin frá Patreksfirði á flugvöllinn á Sandodda er um 26 km, flug- skýlið á vellinum er mjög lítið og komast þar ekki inn með góðu móti nema 12 til 15 manns, er þetta mjög baga- legt, sérstaklega í skamm- deginu; verður fólk þá að híma úti eða í bílum sínum meðan beðið er eftir flugvél. Brýna nauðsyn ber til þess að bæta úr þessu sem fyrst og er ekki vansalaust að bjóða fólki, sem oft er með smábörn, upp á svona aðstöðu ár eftir ár. Kirkjukór Patreksfjarðar efndi til tónleika í Patreksfjarð- arkirkju sl. fimmtudagskvöld. Efnisskrá var fjölbreytt og þóttu tónleikarnir takast sérlega vel. Tónleikarnir voru mjög vel sótt- ir og var hvert sæti skipað í kirkjunni. Sjósókn: 6 stórir línubátar eru nú gerðir út héðan. Gæftir hafa verið mjög stirðar og afli mis- jafn, þó komst aflinn upp í 13 lestir fyrstu dagana i mánuðinum. Fjallvegir: Samgöngur hafa verið erfiðar hér sem annars staðar á landinu undanfarið. Mikið hef- ur snjóað á fjöll, en reynt er að halda opnum veginum til Tálknafjarðar og Bíldudals og eins inná Barðaströnd og yfir á Rauðasand. Heilsufar: Heilsufar hefur verið gott í héraðinu, þó er hálsbólga að stinga sér niður á stöku stað. Minna hefur þurft á sjúkraflugi að halda en oft áður. Við sjúkrahúsið á Patreksfirði og í læknishéraðinu starfa tveir læknar, Tómas Zoéga og Ari Jóhannesson. Farið er til Bíldu- dals einu sinni í viku og hefur það gengið allvel þrátt fyrir illviðrin, þó þurfti ýta að fara fyrir bíl læknisins báðar leiðir daginn fyrir gamlársdag. Páll. t Þakka auðsýnda samúð við and- lát og útför eiginmanns míns, HALLDÓRS JÓNSSONAR, Húsavík, Halldóra Gunnarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur ÞÓRIR TRYGGVASON, Grænuhlíð 1 0. lézt 1 4 janúar 1975 Bergþóra Víglundsdóttir, Snorri Þórisson, Sólveig Þórisdóttir, Sólveig Hjartardóttir. t Útför móður okkar, GUÐRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR, Brjánsstöðum, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 1 8 janúar kl 1.30 Jarðsett verður að Stóru-Borg Ferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12 Börnin. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Húsbændur mfnir eru mjög ónærgætnir og óbilgjarnir. Eg trúi á gullnu regluna og held hana, ætlast til þess að aðrir geri það lfka og mér mislíkar, þegar það bregzt. Hvað á eg að taka til bragðs? Það má vera, aó þér farið eftir gullnu reglunni að einhverju marki. En ég held, að þér lifið ekki í anda hennar, þegar þér krefjizt þess, að aðrir haldi hana. Tilgangur gullnu reglunnar er tvíþættur. Hann er annars vegar að veita þeim, sem iðkar hana sigur á ,,uppáhaldsergelsi“ sínu. En þegar þér væntið þess, að aðrir fari eftir reglunni, og þeir gera það ekki, þá verðiö þér argur. Jesús talaði um að fara „seinni míluna“ með náunga sínum. Það táknar ekki, að við eigum að krefjast þess, að allir fari „seinni míluna“ með okkur. Það merkir, að við eigum að vera mildir og langlyndir án þess að ætlast til endurgjalds. í annan stað eigum við að iðka gullnu regluna til þess að sýna kristilegt hugarfar í eigingjörnum heimi. Lítið á margbrotið starf yðar sem hvatningu og tækifæri. Ef til vill hefur Guð sett yður þarna til þess að vega upp á móti sjálfselskunni á þessum vinnustað með vinsemd og skilningi. Ef þér bregðizt, sjá þeir, sem eru í kringum yður, ekki mynd Krists. Solzhenitsyn ekki hæstur VESTUR-ÞÝZKA tímaritió Wirts- chaftswoche, sem gefið er út í Dtisseldorf, skýrir frá því nýlega að Alexander Solzhenitsyn sé t Faðir okkar, GUÐNI SIGURÐSSON, Melstað, Mosfellssveit, andaðist í Landspítalanum 16. janúar Börnin. ekki mest þýddi höfundur heims. Bækur hans hafa verið þýddar á 79 tungumál, en falla f skuggann af verkum landa hans, Dostoyevski, sem hafa verið þýdd á 110 tungumál. Næstir Dostoyevski koma Mark Twain með 90, Pearl S. Buck með 89, og Leo Tolstoi með þýðingar á 82 tungumál. Á eftir Sozhenitsyn koma svo Grimmsbræður (76 þýðingar), Hemmingway 75, Shakespeare 70, og Balzac 68.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.