Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975 hf. Árvakur, Reykjavlk Haraldur Svainsson. Matthías Johannassan, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Arni GarSar Kristinsson. ASalstrnti 6, stmi 10 100. ABalstrtati 6, stmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 35,00 kr. aintakiS. Útgefandi Framkvaamdastjóri Ritstjórar Ritstjómarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgraiSsla Auglýsingar Ringulreiðin í efna- hagsmálum þjóðarinn- ar á síðasta ári og þær endurreisnaraðgerðir, sem gripið var til síðari hluta ársins, hafa óhjákvæmi- lega rýrt kaupmátt launa- taxta. Hjá þessu var ekki unnt að komast, ef halda átti atvinnulífinu gang- andi. Okkur hefur tekist fram til þessa að koma í veg fyrir það stórfellda at- vinnuleysi sem nú hrjáir flestar nágranna- og við- skiptaþjóðir okkar. Á miðju síðasta ári blasti við algjör stöðnun í mörgum mikilvægum atvinnugrein- um. Með efnahagsaðgerð- um núverandi ríkisstjórn- ar var þessari hættu bægt frá. Einn þátturinn í efna- hagsaðgerðum núverandi ríkisstjórnar var að taka ekki upp á ný vísitölubæt- ur á laun, en vinstri stjórn- in afnam þær í maímánuði síðastliðnum. Þess í stað voru sett ákvæði um sér- stakar launajöfnunarbæt- ur, þar sem það er stefna þessarar ríkisstjórnar að bæta fyrst og fremst hag láglaunafólksins meðan þjóðin er að komast yfir efnahagsörðugleikana. Ef ekki hefði verið gripið til þessara ráðstafana hefði kaupgjald hækkað um a.m.k. um 80% á síðasta ári, á sama tíma og við- skiptakjör lækkuðu um 27% og þjóðartekjur um 1%. Öllum má ljóst vera að það hefði verið hrein vit- firring að láta málin þróast á þann veg. Það er með öllu útilokað að skipta meiru en aflað er, og því hefði orðið alvarlegur samdráttur í at- vinnulffinu og verulegt at- vinnuleysi, ef ekki hefði verið gripið í taumana. Hitt er alveg ljóst að að- gerðir af þessu tagi hljóta að hafa veruleg áhrif á lífs- kjör almennings. Talsvert áður en gengið var til við- ræðna um þá kjara- samninga sem gerðir voru í febrúar sl. lýsti forseti Alþýðusambandsins yfir því, að hann teldi ekki vera fyrir hendi grundvöll fyrir almennum kauphækkun- um. Þegar á hólminn var komið knúði verkalýðs- hreyfingin hins vegar fram með aðstoð þáverandi ríkis- stjórnar miklar kaup- gjaldshækkanir og mest handa þeim, er hæst höfðu launin fyrir. Eins og for- seti Alþýðusambandsins hafði áður bent á var ekki grundvöllur fyrir þessum almennu kauphækkunum. Af þeim sökum urðu þeir fyrst og fremst til þess að auka dýrtíðarvöxtinn. Nú hefur verið á það bent, að kaupmáttur launa hafi að raungildi lækkað á síðasta ári um 15% á meðan þjóðartekjur hafi aðeins lækkað um 1%. Hér er um villandi samanburð á ræða, þar sem miðað er við kaupmátt launa daginn sem samningarnir gengu í gildi en breyting á þjóðar- tekjum er meðaltalsút- reikningur fyrir allt árið. Ef bera á þessar tvær stærðir saman verður að miða við meðaltalskaup- mátt ársins 1974. Það breytir að sjálfsögðu myndinni. þróun síðasta árs kemur í ljós samkvæmt útreikning- um þjóðhagstofnunar, að kauptaxtar hafa hækkað að meðaltali um 47% að með- töldum áhrifum launajöfn- unarbótanna. Heildarat- vinnutekjur hafa á hinn bóginn aukist nokkru meir eða um 52% og kemur þar m.a. til aukin yfirvinna. Talið er að ráðstöfunar- tekjur heimilanna hafi hækkað á síðasta ári um 53% og verðlag á vörum og þjónustu hafi hækkað að meðaltali um 42%. Kaup- máttur ráðstöfunartekna heimilanna hefur því að meðaltali hækkað á síðasta ári um 8% meðan þjóðar- tekjur lækkuðu um 1%. Ástæðan fyrir því að ráðstöfunartekjur heimil- anna hafa hækkað meir en kauptaxtar er sú, að reikn- að er með áhrifum skatta- breytinganna og tekjutil- færslum eins og bótum al- mannatrygginga. Hér er um mjög athyglis- verðar tölur að ræða, sem sýna ótvírætt, að þrátt fyrir mikla verðbólgu, dýr- tíðarvöxt og minnkandi þjóðartekjur hafa tekjur heimilanna aukist að raun- gildi á síðasta ári. Hitt er alveg ljóst, að kaupmáttur launataxta hefur vitaskuld lækkað miðað við það ástand, er var þegar kjara- samningarnir voru undir- ritaðir um mánaðamótin febrúar og mars. Eins og sakir standa höldum við þó svipuðum kaupmætti eins og fyrir ári, áður en kjara- samningarnir tóku gildi. Það verður því að teljast góður árangur míðað við þróun efnahagsmálanna. Mestu skiptir á hinn bóginn að meta hvað heimilin hafa tii ráðstöf- unar. Þá kemur í ljós sam- kvæmt útreikningum Þjóð- hagstofnunar, að kaup- máttur þeirra hefur aukist um rúm 8%. Það er því með öllu fráleitt að tala um, að launaþróunin hafi verið launþegum óhagstæð miðað við þjóðartekjur. Verðlagsbreytingar á síðasta ári komu I tals- verðum sveiflum. Fyrst eftir kjarasamningana hækkaði verðlag talsvert mikið og síðan aftur í kjöl- far gengisfellingarinnar og annarra efnahagsráðstaf- ana, er gerðar voru sl. haust. Nú er á hinn bóginn gert ráð fyrir að dragi úr dýrtíðarvextinum og vonir standa til að verð- bólgan hjaðni talsvert á þessu ári. Þjóðin er þvi til- tölulega vel undir það búin að mæta þeim erfiðleikum sem við blasa, svo er fyrir að þakka skynsamlegum aðgerðum I efnahags- og at- vinnumálum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila Pompidou stjórnaði landi sínu sár- þjáður af völdum Kehlerssjúkdóms „LÉZT Pompidou forseti standandi," varð frönsk- um útvarpsmanni að orði, er lát Pompidous var tilkynnt. Hann vissi sem var, að forsetinn hafði unnið sárþjáður næstum fram til hinztu stundar. Jafnvel læknir verður að taka ofan fyrir hugrekki franska forset- ans, þegar ljóst er að banamein forsetans var Kehlerssjúkdómur, ill- kynjað krabbamein I beinmergnum, sem leiðir af sér mikla verki, ósegj- anlega þreytu, stöðugar ígerðir og blæðingar. Frammi fyrir öllu þessu stóð Frakklandsforseti æðrulaus og gengdi störf- um sínúm heima og er- lendis eins og ekkert hefði í skorizt og lét lækna sína segja, að hann þjáðist af eftirköstum slæmrar inflúensu, er fólk velti því fyrir sér hvort hann væri heill heilsu. Hann þyngdist um 25 ,kg Það er auðvelt að skilja hversu illa haldinn forsetinn var, er á það er litið, að skömmu fyrir andlát sitt sagði hann við konu sína: „Ég hélt ekki að svo miklar þjáningar væru til.“ Þegar Pompidou tók Pompidou er hann tók við forsetaembætti. Þá var hann alheilbrigóur og vó 78 kg. við forsetaembætti af De Gaulle fyrir rúmum 5 árum var hann stálhraustur maður, sem vó 78 kg. Er hann lézt var hann orðinn afmyndaður af fitu og hafði tekið á sig 25 kg á einu ári. Auk þess var hann orðinn svo fótaveikur, að hann hrasaði oft og varð að styðja sig við, er hann gekk. Brezka stórblaðið The Times sagði, að um væri að kenna taumlausri matarlyst forsetans, en allir læknar sáu, að fitan var ekki af völdum ofáts. Það mörkuðum við á því, að andlit fórsetans var greini- lega bólguþrútið, sem oft vill verða við langvarandi kortison- meðferð, en kortison er notað gegn ýmsum sjúkdómum, þann- ig að ekki var af því hægt að ráða hvað þjáði forsetann. Tals- menn hans í Elyseéhöll sögðu, að forsetinn fengi kortison við liðagigt og þrátt fyrir að hún sé alvarlegur sjúkdómur er hún ekki banvæn. Áðurnefnt lyf er hins vegar einnig notað gegn ýmsum tegundum krabbameins og með það í huga og ýmislegt annað fannst mér líklegt, að forsetinn þjáðist af illkynja vexti blóðfruma. Þetta reyndist rétt, því að það var Kehlers- sjúkdómur, sem dró forsetann til dauða og var endanleg dánarorsök heilablæðing, sem hlýtur að hafa verið mikil bless- un fyrir hinn sárþjáða mann. Sjúkdómur þessi er mjög ill- kynjaður og kemur frá bein- mergnum. 1 staðinn fyrir að framleiða blóðfrumur framleið- ir mergurinn krabbameins- frumur sem geta myndað æxli og brotið niður bein. Uppruni sjúkdómsins er óþekktur, en hann er sjaldgæf- ur. Árlega fá um 24 af hverri einni milijón íbúa sjúkdóminn og hans verður sjaldan vart fyrr en eftir fertugsaldur og er algengastur hjá fólki á aldrin- um 50—70 ára, jafnt konum, sem körlum. Hryggurinn brotnar Talið er öruggt, að Kehlers- sjúkdómur (eða Muelomatose) geti leynzt í líkamanum um margra ára skeið, án þess að einkenna hans verði vert. Al- gengt einkenní eru beinverkir, sem aukast stöðugt. Sökum æxlamyndunar og kalkeyðingar í beinunum verður beinagrind manns svo mjúk og veik, að bein geta brotnað, án þess að nokkurt verulegt átak komi til, t.d. getur hryggjarliður hrein- lega sigið niður, þannig að sjúklingur fær kvalafulla mjaðmarverki, eða þá að rif- beinin hrökkva í sundur. Sjúklingur verður smám sam- an mjög þreyttur, leggur af og fær hita af völdum ígerða. Pompidou fékk hvað eftir ann- að lungnabólgu, kvef og inflúensu. Nýrun fara oft illa og starfsemi þeirra hægist mjög, þannig að þvag fer út í blóð sjúklingsins og veldur oft dauða. Aðrar blæðingar Þar sem beinmergurinn framleiðir stöðugt minna magn af eðlilegum blóðfrumum fer sjúklingurinn að þjást af blóð- skorti og tilhneigingu til blæð- inga. Pompidou kom oft á ríkis- stjórnarfundi með grisju í nef- inu vegna blóðnasa. Einnig fékk hann þarmablæðingu og eins og áður er sagt var bana- mein hans heilablóðfall. Kehlerssjúkdómur er mjög alvarlegur sjúkdómur, sem veldur skjótum dauða ef með- ferð kemur ekki til og mörg dæmi eru til þess að sjúklingar hafi látizt innan árs frá því að fyrstu einkenna varð vart. En sjúklingurinn getur einnig lif- að upp í 10 ár. Ekki er hægt að lækna sjúkdóminn, en hægt að beita ýmsum meðulum til að vinna bug á hinum margþættu ígerðum, sem honum fylgja t.d. með penecillini. Meðferð til að minnka kvalirnar Meðferð sjúkdómsins er eink- um fólgin í því að minnka kval- eftir ERIK MUNSTER irnar. Notað er frumueitur, sem ræðst gegn illkynjuðu frumunum og kortison getur haft mjög góð áhrif. Þá minnka röntgengeislar einnig beinverk- ina. Mjög mikilvægt er, að sjúklingurinn sé sem mest á ferli, því að leggist hann í rúm- ið eða sitji á stól allan daginn, eykst kalkeyðingin í beinunum. Að þessu leyti hefur hinn starf- sami Pompidou verið góður sjúklingur fyrir lækna hans. Lífsstykki geta hjálpað gegn mjaðmarverkjunum og komið í veg fyrir frekara sig hryggjar- liðanna og auðveldað sjúklingn- um að hreyfa sig. Dauðaorsökin er oft blóðeitr- un, er lyfin ná ekki lengur að vinna gegn ígerð, auk nýrnabil- unar og blæðinga, eins og áður hefur verið skýrt frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.