Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1975 23 Innköllun peninga 1 EYRIR Þvermál: 15 mm Þyngd: 1,6 g Málmur: kopar Útgefinn: 1926-1966 2 AURAR Þvermál: 19 mm Þyngd: 3,0 g Málmur: kopar Útgefnir: 1926-1942 % 5AURAR Þvermál: 24 mm Þyngd: 6,0 g I ^ ■ Málmur: kopar ^ aJF Néljllp VjlfF Útgefnir: 1926-1966 - ip. Iv í i Æ .. VmW' \j|r \ /\ Seðlabankinn hefir nýverið auglýst innköllun nokkurra myntstærða og krónuseðla. Þarna er um að ræða 1, 2, 5, 10, 25 og 50 aura peninga og tveggjakrónupeninga. Einnig krónuseðlana frá 1941, Kvisl- ingana. Hafa menn árið til að skila þessum peningum til banka og sparisjóða, en að auki mun Seðlabánkinn innleysa ofangreinda mynt og seðla til ársloka 1976. Þar sem hér er á ferðinni all merkilegt mál fyrir myntsafnara langar mig að víkja að þvl nokkrum orðum. Þarna þrengir Seðlabankinn all verulega söfnunarsvið mynt- safnarans 1 framtlðinni, en ástæður Seðlabankans eru vel skiljanlegar. Frá sjónarhóli myntsafnarans hverfa nú þær mynteiningar, sem f raun og veru hafa skapað myntsafnið eftir RAGNAR BORG hans, en þess ber þó að geta, að þessir peningar hafa auðvitað jafn mikið söfnunargildi eftir sem áður, llklega meira er þeir eru horfnir úr umferð. I fram- tfðinni koma væntanlega fljót- lega 25 og 100 krónu peningar f umferð; 500 og 1000 krónu peningar eru þegar komnir. Svo gefst nú Seðlabankanum einstakt tækifæri til að stokka upp myntstærðir allar, þegar svo hefir verið hreinsað ræki- lega til, sem með þessari inn- köllun er gert. Langar mig nú til að vfkja að hinum einstöku myntstærðum, sem innkallaðar eru. Einseyringarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1926 og voru sfðan slegnir árin 1931, 1937, 1938, 1939, 1940 og 1942. Eru þetta peningar slegnir í stjórnartfð Kristjáns tfunda og bera merki hans. Eru peningar með merki hans kallaðir kórónupeningar eða kórónu- mynt og mun ég nota þau orð hér f greininni á eftir. Eftir að lýðveldið var stofnað, árið 1944, voru svo slegnir éinseyringar árin 1946, 1953, 1956, 1957, 1958, 1959 og 1966. Samtals eru þetta 14 árgerðir. Af þessum 14 árgerðum eru 5 hinar fyrstu sjaldgæfastar, en þær voru slegnar hjá konunglegu dönsku myntsláttunni. Sfðan voru einseyringarnir slegnir hjá konunglegu ensku myntslátt- unni. Verðmætasti einseyring- urinn er lfklega frá 1937. Er hann metinn á 350, 500 og 600 krónur í verðlistanum Is- lenzkar myntir 1975. Er verðið að sjálfsögðu miðað við ástand peningsins og hæpið er að finna pening f 1. flokki, þ.e. pening, sem er í sama ástandi og hann var f er hann kom frá myntsláttunni. Tveggja aura peningar voru slegnir árin 1926, 1931, 1938, 1940 hjá dönsku myntsláttunni og 1940 og 1942 hjá þeirri ensku. Samtals 6 sláttur. Þessi myntstærð var ekki slegin eftir lýðveldisstofnunina. Það er eins með þessa peninga og eins- eyringana að þeir peningar, sem slegnir eru hjá dönsku myntsláttunni, eru verðmætari en hinir. Eru peningarnir frá 1938 og 1940 verðmætastir, skv. Islenzkar myntir 1975. Peningar frá 1938 eru mismun- andi að þvf er listinn segir, þ.e. eftir þvf hvort efri hlutinn af 8 f ártalinu 1938 á peningnum er opinn eða lokaður. Afbrigðið, efri hlutinn af 8 opinn, er met- ið á 900, 1500 eða 2500 krónur eftir ástandi og útliti penings- ins. Tveggja aura peningar eru orðnir all sjaldgæfir og hafa verið nokkuð lengi. Er það meðal annars af þvf, að þeir voru lengi notaðir af skipa- smiðum sem skffur, enda eru þessir peningar úr 95—97% kopar. Fimm aura peningar komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1926 og voru sfðan slegnir árin 1931, 1940 og 1942 sem kórónu- mynt. Eftir lýðveldisstofnun- ina eru fimmaura peningar slegnir árin 1946, 1958, 1959, 1960, 1961, 1963, 1965 og 1966. Samtals eru þetta 12 sláttur. Tveir fyrstu peningarnir eru frádönsku myntsláttunni, hinir frá ensku myntsláttunni. Fimm aura peningar eru ekki hátt metnir f verðlistanum Islenzk- ar myntir 1975. Koma þar ekki fram neinir sérlega verðmætir peningar. Dýrastir eru peningarnir frá 1926 og 1931, en þeir eru metnir á 300, 600 eða 1200 krónur. Ég hygg þó, að peningarnir frá 1958 og 1959 séu mjög vanmetnir, en þeir eru metnir á 50 og 90 krónur. Af 5 eyringum voru slegnir 400.000 stk. árið 1958 og 600.000 stk. árið 1959. Aftur á móti voru slegin 4.000.000 stk. árið 1946. Það, sem orsakar að fimmeyringar eru ekki eins hátt metnir og einseyringar og tveggjeyringar er sú staðreynd að stærð peninganna er það mikil að þeir týnast ekki eins auðveldlega og hinir. Er þvf tiltölulega meira til af 5 eyring- um en hinum peningunum sem eru minni um sig og léttari. Ég vil taka fram enn einu sinni, að það eykur ekki verðmæti peninganna að pússa þá. Er ef til vill sérstök ástæða til að minnast á þetta hér þar sem um koparpeninga er að ræða. Það eyðileggur pening ef hann er pússaður. Vel með far- inn koparpeningur, sem ef til vill hefir misst myntbjarman fær ekki sinn myntbjarma aft- ur þótt hann sé fægður. Hann verður að vfsu glansandi og hreinn, en hann verður óeðli- legur og rýrnar í verðmæti og verður tortryggilegur f augum myntsafnarans. Það eina, sem ef til vill má gera, er að þvo þá upp úr handsápu, og er þá Ifk- lega ekki sama hvað sápu- tegund um er að ræða, og nudda þá milli fingranna. Að skafa með nöglunum getur rispað fallegan pening. Eg mun sfðar f þessum þáttum fjalla um aðra þá peninga, sem inn- kallaðir eru. Veðurfar árið 1974 I upphafi árs er ekki óvið- eigandi að líta yfir farinn veg og athuga, hvernig veður- guðirnir hafa leikið okkur á því herrans ári 1974. Sé litið á árið í heild má segja, að tíðarfar hafi verið með bezta móti og landsmönn- um hagstætt til sjávar og sveita. Nokkuð var þetta að sjálfsögðu misjafnt eftir landshlutum og eftir árstíma, en samt held ég, að niðurstaðan hljóti að vera á þessa leið. Rétt er að láta niðurstöður veðurathugana skýra þetta nokkru nánar, og mun ég hér á eftir miða við Reykjavik og Akureyri, bæði vegna stað- setningar þessara staða á sunnanverðu og norðanverðu landinu og vegna fjölmennis, en einnig vegna þess, að frá þessum stöðvum berast veður- athuganir desembermánaðar einna fyrst til Veðurstofunnar. 1 Reykjavfk varð meðalhiti ársins 5.0 ° C eða í réttu meðal- lagi miðað við árabilið 1931—1960. Úrkoma mældist 788 mm, en það er aðeins 17 mm undir meðallagi. Sólskins- stundir urðu aðeins 13 klst. færri á árinu en við eigum að venjast, eða alls 1236 talsins. A Akureyri var meðalhitinn 4.2° C eða 0.3° yfir meðallagi. Úrkoma varð þar tiltölulega mikil eða um 620 mm, sem er 30% meira en i meðalári. Engu að sfður var árið sólríkt, sól- skinsstundir urðu 1126 talsins, eða 164 klst. fleiri en venja er til. Ekki segja meðaltöl heils árs mikið um veðurfar einstakra mánaða, og skulum við því lfta ögn nánar á það markverðasta sem um veðráttu þeirra má segja. Menn muna sjálfsagt eftir þvf, að tveir síðustu mánuðir ársins 1973 voru afar harðir. Það kom því þægilega á óvart, að fyrsti mánuður ársins 1974 var mildur, hiti 1—2° yfir meðallagi. Það merkilegasta við þann mánuð var þó ef til vill, að aldrei hefur meðalloftþrýsting- ur orðið lægri hér á landi, svo langt aftur, sem mælingar ná. Reyndist hann vera 20.6 mb undir meðallagi. veður eftir MARKÚS Á. EINARSSON Um febrúar er heldur fátt að segja. Hiti var þá nálægt meðal- lagi, en einna helzt kom á óvart mikil úrkoma á Akureyri, en hún varð í mánuðinum 114 mm, eða nærri þreföld meðalúr- koma. Marz-mánuður varð sá hlýj- asti, sem komið hefur síðan 1964, og meira en það, hann varð sá fjórði hlýjasti á öldinni á Akureyri en sjötti hlýjasti i Reykjavfk. Aprfl var ekki síður hlýr en marz, reyndar sá langhlýjasti á öldinni á Akureyri og hlýjastur ásamt april 1926 i Reykjavík. Sólskinsstundum var hins veg- ar ansi misskipt í þessum mánuði. Á Akureyri urðu þær 154, eða nærri 50 umfram meðallag, en I Reykjavik og vfða sunnanlands urðu þær færri en áður hefur orðið í apríl, t.d. aðeins 57 i Reykjavík. Kom þetta sér ekki sizt illa fyrir garðyrkjubændur á Suðurlandi, sem mjög eru háðir vorbirtunni. Maf var hlýr eins og undan- farandi mánuðir, og vorið, sem við á Veðurstofunni teljum ná yfir apríl og mai, reyndist það hlýjasta á öldinni bæði norðan- lands og sunnan. Þá er komið að sumar- mánuðunum, júnf-september. Tveir þeir fyrri voru nálægt meðallagi hvað hita snertir, en ágúst og þó einkum september voru kaldari en i meðalári. September í Reykjavik var til að mynda sá kaldasti síðan 1923. 1 heild varð sumarið því um 1° kaldara en f meðalári. En þarna sannaðist, að það er ekki einungis hitinn, sem er mæli- kvarði okkar Islendinga á veðursæld að sumarlagi, heldur ekki sfður þurrviðri, bjartviðri og stillur, sem við að jafnaði njótum ekki í mjög rikum mæli. Mun það líka mat manna, að sumarið hafi verið mjög hag- stætt viðast hvar, þótt ekki hafi það verið hlýtt. Þó mun hafa verið nokkuð óþurrkasamt sums staðar austanlands. Um tvö atriði, sem varða sum- arið, er svo vert að geta sérstak- lega. 1 fyrsta lagi varð methiti á Akureyri hinn 23. júni, 29.4° C. Hitamet yfir landið er hins vegar 30.5° C, mælt á Teigar- horni í júní 1939.1 öðru lagi var svo júlí-mánuður óvenju sólrik- ur í Reykjavík með 261 sól- skinsstund. Hafa aðeins þrir júlí-mánuðir verið sólrikari áð- ur síðan mælingar hófust 1923. Um október er lítið að segja annað en að hann var í meðal- lagi hlýr og var sólríkur, eink- um fyrir norðan. Nóvember var reyndar einn- ig nálægt meðallagi hvað hita áhrærir eða svolitið svalari, en það eru að því leyti viðbrigði, að allir nóvember-mánuðir sið- Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.