Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÍJAR 1975 17 Leiðbeiningar við útfyllingu skatt- tramtah 1975 INNGANGSORÐ EFNISRÖÐ LEIÐBEIN- INGANNA OG SAM- SVÖRUN HENNAR VIÐ FRAMTALIÐ. I leiðbeiningunum er fyrst fjallað um áritun framtalsins. Eðlilegt þótti að gera þvf næst grein fyrir útfyll- ingu þeirra reita á hægra helmingi 1. siðu framtalsins sem ætlast er til að framteljendur útfylli eftir því sem við getur átt. Þvf næst víkja leiðbeining- arnar óslitið að útfyllingu töluliða i I.—V. kafla á bls. 1 og 2 og þar næst að útfyllingu stafiiða A — G á bls. 3 og 4. Þó ber þess að gæta að eigi er unnt að fylla út suma töluliði fram- talsins fyrr en lokið er útfyllingu stafliða. 1. Áritun. Framtalseyðublaðið, sem áritað er í skýrsluvélum, skal senda skattyfir- völdum, sbr. þó 3. mgr. Notið auka- eintak af eyðublaði til að taka afrit af framtali yðar og geymið afritið með þeim upplýsingum og gögnum til stuðnings framtali sem yður ber að geyma a.m.k. f 6 ár miðað við framlagningu skattskrár. Fram- teljanda skal bent á að athuga hvort áritanir gerðar af skýrsluvélum, nöfn, fæðingardagar og -ár, svo og heimilisfang, séu réttar miðað við 1. des. sl.. sbr. 2. mgr. Ef svo er ekki skat leiðrétta það á framtalinu. Einnig skal bæta við upplýsingum um breytingar á fjölskyldu f desem- ber, t.d. giftur (gift), hverri (hverjum), hvaða dag, nafn barns og fæðingardagur eða óskírð(ur) dóttir (sonur) fædd(ur) hvaða dag. Ef áritanir eru ekki réttar miðað við 1. des. sl. skal framteljanda bent á að senda einnig leiðréttingu til Hagstofu íslands (þjóðskrá), Reykja- vfk. Ef áritað eyðublað er ekki fyrir hendi skal fyrst útfylla þær eyður framtalsins sem ætlaðar eru fyrir nafn og nafnnúmer framteljanda, fæðingardag hans og -ár svo og heimilisfang hans 1. des. sl. Eyður fyrir nafn eiginkonu, fæðingardag hennar og -ár svo og nöfn, fæðingar- dag og -ár barna, sem fædd eru árið 1959 og sfðar. skal útfylla á sama hátt. 2. Fengið meðlag og barnalífeyrir. Fengið meðlag með börnum, yngri en 16 ára, skal færa ! þar til ætlaða eyðu neðan við nöfn barnanna. Sama gildir um barnalffeyri frá al- mannatryggingum ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað. Hins vegar skal tilgreina i G-lið fram- tals, bls. 4, sambærilegar greiðslur greiddar með börnum á sautjánda ári. Önnur meðlög, aðrar barnalffeyris- greiðslur frá almannatryggingum og allar barnallfeyrisgreiðslur frá öðrum (t.d. lifeyrissjóðum) skal hins vegar telja undir tekjulið 13, „Aðrar tekjur". 3. Greidd meðlög. Upplýsingar um greidd meðlög með börnum, yngri en 16 ára, skal framteljandi færa f þar til ætlaðan reit á fyrstu siðu framtalsins. Hins vegar skal tilgreina f G-lið framtals, bls. 4, greidd meðlög með börnum á sautjánda ári. 4. Greidd heimilisaðstoð. Greidda heimilisaðstoð, sem ber aðgefa upp á launamiðum (eyðublöð fást hjá skattyfirvöldum), skal til- greina i kr. dálk. 5. Álagt útsvar. Hér skal tilgreina f kr. dálk álagt útsvará gjaldárinu 1974. 6. Greidd húsaleiga. Hér skal tilgreina f kr. dálk greidda húsaleigu og aðrar þær upplýsingar sem um er beðið f þessum reit. 7. Slysatrygging við heimilisstörf. Skv. ákvæðum 30. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar geta þeir sem heimilisstörf stunda tryggt sér rétt til slysabóta við þau störf með því að skrá i framtal sitt ósk um það f þar til gerðan reit. Ársiðgjald verður nú 1.924 kr. Þeir, sem atvinnurekstur hafa með höndum geta tryggt sér og mökum sinum, sem með þeim starfa að at- vinnurekstrinum, rétt til slysabóta, sbr. upplýsingar þar um á launa- miðafylgiskjölum. Óski þessir aðilar að tryggja sér eða mökum sinum jafnframt rétt til slysabóta við heimilistörf skulu þeir geta þess i áður umræddum reit og mun þá slysatryggingin í heild reiknast 52 vikur á vikugjaldi þess áhættuflokks sem hærri er. I. Eignir 31. des. 1974. 1. Hrein eign samkv. með- fylgjandi efnahagsreikningi. Framtölum þeirra sem bókhalds- skyldir eru skv. ákvæðum laga nr. 51/1968 um bókhald skal fylgja efnahagsreikningur. í efnahagsreikningi eða f gögnum með honum skal vera sundurliðun á öllum eignum sem máli skipta, svo sem innstæðum f bönkum og spari- sjóðum, vfxileignum og öðrum úti- standandi kröfum (nafngreina þarf þó ekki kröfur undir 10.000 kr.), birgðum (hráefnum, rekstrarvörum, hálfunnum eða fullunnum vörum), skuldabréfum, hlutabréfum og öðr- um verðbréfum, stofnsjóðsirm- stæðum, fasteignum (nafngreindum á þann veg er greinir f 3. tl. — Fasteignir), vélum og tækjum og öðr- um þeim eignum sem eru f eigu framteljanda Allar fyrnanlegar eign- ir skulu tilgreindar á fyrningaskýrslu. Greinargerð um mat birgða skal fylgja framtali á þar til gerðu eyðu- blaði. Sjá 1. mgr. 1. tl. III. kafla leiðbeininganna. Á sama hátt ber að sundurliða allar skuldir svo sem yfirdráttarlán, samþykkta vfxla og aðrar viðskipta- skuldir (nafngreina þarf þó ekki við- skiptaskuldir undir 10.000 kr.), veð- skuldir og önnur föst lán svo og aðrar skuldir framteljanda. Einnig skal sýna á efnahagsreikn- ingi hvernig eigið fé framteljanda breytist á uppgjörsárinu. Ef i efnahagsreikningi eru fjárhæð- ir, sem ekki eru ! samræmi við ákvæði skattalaga, svo sem tilfært verð fasteigna eða eru undanþegnar eignarskatti, sbr. t.d. 21. gr. skatta- laga, skal úr þvf bætt með áritun á efnahagsreikninginn eða gögn með honum. Hreina skattskylda eign skal siðan færa á framtal i 1. tölulið I. kafla eða Skuldir umfram eignir f C-lið, bls. 3. 2. Bústofn skv. meðf. iandbúnaðarskýrslu Framtölum bænda og annarra, sem bústofn eiga, skulu fylgja land- búnaðarskýrslur og færist bústofn skv. þeim undir þennan lið. 3. Fasteignir Fasteignir skal telja til eignar á gildandi fasteignamatsverði skv. aðalmati sem gildi tók 31. des. 1971 eða sfðar staðfestum matsgjörðum fyrir árslok 1974. Ef staðfest fast- eignamat á fullbyggðu mannvirki er ekki fyrir hendi má þó áætla mats- verð. Metnar fasteignir ber að tilgreina f lesmálsdálk og kr. dálk á þann veg er hér greinir: Rita skal nafn eða heiti hverrar sérmetinnar fasteignar i lesmálsdálk eins og það er tilgreint i fasteigna- matsskrá. Sé fasteign staðsett utan heimilissveitar framteljanda ber einnig að tilgreina það sveitarfélag þar sem fasteignin er. í fasteignamatsskrám er hverri fasteign skipt niður i ýmsa mats- hluta eða matsþætti. T.d. er jörðum f sveitum skipt i eftirtalda matsþætti: tún, land, hlunnindi, ibúðarhús, úti- hús o.s.frv. Öðrum sérmetnum fast- eignum er skipt ! eftirtalda mats- hluta eða — þætti: land eða lóð, hlunnindi, sérbyggðar (sérgreindar ) byggingar eða önnur mannvirki. Hins vegar er sérbyggðum bygging- um ekki skipt eftir afnotum, t.d. ! ibúðar- og verslunarhúsnæði sem vera kann f sömu sérbyggðri bygg- ingu. í lesmálsdálk ber að tilgreina ein- staka matshluta eða — þætti fast- eignarinnar, sem eru f eigu fram- teljanda, á sama hátt og með sama nafni og þeir eru tilgreindir i fast- eignamatsskrá. Sé matshluti eða — þáttur ekki að futlu éign fram- teljanda ber að geta eignarhlutdeild- ar. Séu sérbyggðar byggingar notað- ar að hluta til fbúðar og að hluta sem atvinnurekstrarhúsnæði ber einnig að skipta þeim eftir afnotum og skal skiptingin gerð f hlutfalli við rúm- mál. Sérreglur, sbr. næstu máls- grein, gilda þó um skiptingu leigu- landa og leigulóða til eignar milli landeiganda og leigutaka. Fjárhæð fasteignamats hvers matshluta eða — þáttar skal færð ! kr. dálk f samræmi við eignar- eða afnotahlut- deild. Eigendur leigulanda og leigulóða skulu telja afgjaldskvaðarverðmæti þeirra til eignar. Afgjaldskvaðarverð- mætið er fundið með þvi að marg- falda ársleigu ársins 1 974 með 1 5. i lesmálsdálk skal tilgreina nafn landsins eða lóðarinnar ásamt árs- leigu en i kr. dálk skal tilgreina ársleigu x 15. Leigjendur leigulanda og leigulóða skulu telja sér til eignar mismun fasteignamatsverðs og af- gjaldskvaðarverðmætis leigulands- ins eða — lóðarinnar. j lesmálsdálk skal tilgreina nafn landsins eða lóðarinnar svo og fullt fasteigna- matsverð lóðarinnar eða landsins eða þess hluta, sem framteljandi hef- ur á leigu, og auðkenna sem „Ll." en i kr. dálk skal tilgreina mismun fasteignamatsverðs og afgjalds- kvaðarverðmætis (sem er land- eða lóðarleiga ársins 1974 X 15). Mannvirki, sem enn eru i bygg- ingu eða ófullgerð, svo sem hús, ibúðir, bilskúra og sumarbústaði, svo og ómetnar viðbyggingar og breyt- ingar eða endurbætur á þegar metn- um byggingum eða öðrum mann- virkjum, skal tilgreina sérstaklega i lesmálsdálki undir nafni skv. bygg- ingarsamþykkt eða byggingarleyfi og kostnaðarverð þeirra i árslok 1974 i kr. dálk. Eigendum slikra eigna ber að útfylla húsbyggingar- skýrslu sem fylgja skal framtali. Hafi eigandi bygginga eða annarra mann- virkja, sem byggð eru á leigulandi eða leigulóð, ekki greitt leigu fyrir landið eða lóðina á árinu 1974 ber land- eða lóðareiganda að telja fast- eignamatsverð lands eða lóðar að fullu til eignar. 4. Vélar, verkfæri og áhöld. Hér skal færa i kr. dálk bókfært verð landbúnaðarvéla og — tækja skv. landbúnaðarskýrslu. Enn fremur skal hér færa eignarverðmæti véla, verkfæra, tækja og áhalda, annarra en bifreiða, sem ekki eru notuð i atvinnurekstrarskyni eða ekki ber að telja i efnahagsreikningi, sbr. tölulið 1. Slikar eignir skulu teljast á kaup- eða kostnaðarverði i kr. dálk. Heim- ilt er þó að lækka þetta verð um 8% fyrningu á ári miðaða við kaup- eða kostnaðarverð svo og um áður reikn- aða fyrningu. Þó má aldrei telja eign- arverð lægra en 10% af kaup- eða kostnaðarverði. Fyrning þessi ksmur aðeins til lækkunar á eign en ekki til frádráttar tekjum. 5. Bifreið. Hér skal færa i kr. dálk kaup- eða kostnaðarverð bifreiða sem ekki eru notaðar i atvinnurekstrarskyni eða ekki ber að telja i efnahagsreikningi, sbr. tölu lið 1. Heimilt er þó að lækka verðið um 10% fyrningu á ári miðaða við kaup- eða kostnaðarverð svo og um áður reiknaða fyrningu. Þó má aldrei telja eignarverð lægra en 10% af kaupverði. Fyrning þessi kemur aðeins til lækkunar á eign en ekki til frádráttar tekjum. 6. Peningar Hér á aðeins að færa peningaeign um áramót en ekki aðrar eignir svo sem vixla og verðbréf. 7. Inneignir Hér skal færa i kr. dálk samtölu skattskyldra innstæðna og verðbréfa i A-lið, bls. 3, í samræmi við leið- beiningar um útfyllingu hans. 8. Hlutabréf Rita skal nafn hlutafélags i les- málsdálk og nafnverð hlutabréfa i kr. dálk ef hlutafé er óskert. Sé hlutafé skert skal aðeins færa raunverulegt verðmæti þess til eignar. 9. Verðbréf, útlán, stofnsjóðsinnstæður o.fl. Hér skal færa I kr. dálk samtölu eigna i B-lið. bls. 3, i samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans. 10. Eignir barna Hér skal færa i kr. dálk samtölu skattskyldra eigna barna i E-lið, bls. 4, i samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans, nema farið sé fram á sérsköttun barns (barna) til eignar- skatts. 11. Aðrar eignir Hér skal færa þær eignir (aðrar en fatnað, bækur, húsgögn og aðra persónulega muni) sem eigi er getið um hér að framan. II. Skuldir alls Hér skal færa í kr. dálk samtölu skulda í C-lið, bls. 3. i samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans. III. Tekjur árið 1974. 1. Hreinar tekjur af atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starf- semi samkv. meðfylgjandi rekstrarreikningi eða land- búnaðarskýrslu. Framtölum þeirra sem bókhalds- skyldir eru skv. ákvæðum laga nr. 51/1968, um bókhald skal fylgja rekstrarreikningur. Þeir sem land- búnað stunda skulu nota þar til gerða landbúnaðarskýrslu. Gögnum þessum skal fylgja fyrningaskýrsla þar sem fram komi a.m.k. sömu upplýsingar og til er ætlast að komi fram á fyrningaskýrslueyðublöðum sem fást hjá skattyfirvöldum. Enn fremur skal fylgja á þar til gerðu eyðublaði greinargerð um mat vöru- birgða, samanburður söluskatts- skýrslna og ársreikninga og yfirlit um launagreiðslur, eftir þvi sem við á. Þegar notuð er heimild i D-lið 22. gr. skattalaga til sérstaks frádráttar frá matsverði birgða skal breyting frádráttar milli ára tilgreind sem sér- liður i rekstrarreikningi, sbr. áður- nefnda greinargerð um mat birgða. Þegar notuð er heimild 4. tl. 7. gr. laga nr. 7/1972 um breyting á lögum nr. 68/1971 til óbeinna fyrn- inga skv. verðhækkunarstuðli, sbr. auglýsingu fjármálaráðuneytisins 381 i B-deild Stjórnartiðinda skal fylgja framtali fullnægjandi greinargerð um notkun heimildar- innar. Fjárhæð óbeinna fyrninga skal ekki færa á fyrningaskýrslu heldur sem sérlið á rekstrarreikning eða landbúnaðarskýrslu ellegar beint i 7. tölulið IV. kafla framtals. Þessi óbeina fyrning breytir ekki bókfærðu verði eignanna. Ef I rekstrarreikningi (þ.m.t. land búnaðarskýrsla) eru fjárhæðir, sem ekki eru i samræmi við ákvæði skattalaga, svo sem þegar taldar eru til tekna fjárhæðir sem ekki eru skattskyldar eða til gjalda fjárhæðir sem ekki eru frádráttarbærar, skal úr þvi bætt með áritun á rekstrarreikn- inginn eða gögn með honum. Sama gildir ef framteljandi vill nota heim- ild til frestunar á skattlagningu skattskylds hluta sóluhagnaðar eigna en sú fjárhæð skal enn fremur sérgreind á efnahagsreikningi. Gæta skal þess sérstaklega að f rekstrarreikningi séu aðeins þeir liðir færðir er tilheyra þeim atvinnu- rekstri sem reikningurinn á að vera heimild um. Þannig skal t.d. aðeins færa til gjalda vexti af þeim skuldum sem til hefur verið stofnað vegna atvinnurekstrarins en ekki vexti af öðrum skuldum og ekki skal færa til gjalda á rekstrarreikning önnur per- sónuleg gjöld, sem ekki tilheyra at- vinnurekstrinum, þótt frádráttarbær séu, svo sem lifeyris- og lif- tryggingariðgjöld, heldur skal færa þau f viðkomandi liði i frádráttarhlið framtals. Sama gildir um tekjur sem ekki eru tengdar atvinnurekstrinum, svo sem eigin húsaleigu, vaxtatekjur og arð. Þessar tekjur skal færa f viðkomandi liði i teknahlið framtals. Tekjur af útleigu eða reiknaða húsaleigu af íbúðarhúsnæði svo og öll gjöld vegna hennar, svo sem fast- eignagjöld, fyrningu, viðhald og vaxtagjöld, sem tilgreind eru á rekstrarreikningi, ber á sama hátt að draga út úr rekstrarreikningi með áritun þar á eða gögn með honum. Hreinar tekjur af útleigðu ibúðarhús- næði ber að telja til tekna i tölulið 2 eins og þar er fyrir mælt. Reiknaða húsaleigu skal telja til tekna i tölulið 3 en gjöld tengd henni til frádráttar, sbr. töluliði 1 og 2 f V. kafla fram- tals. Endurgjaldslaus afnot launaþega (og fjölskyldu hans) af ibúðarhús- næði i eigu vinnuveitanda hans ber vinnuveitandanum að telja til gjalda í rekstrarreikningi með 4% af gild- andi fasteignamati hlutaðeigandi ibúðarhúsnæðis og lóðar en sömu fjárhæð ber honum að telja til tekna i tölulið 3 i teknahlið framtals. Sama gildir ef hluti ibúðarhúsnæðis i eigu atvinnurekanda er notaður vegna at- vinnurekstrarins. Láti vinnuveitandi starfsmönnum slnum í té bifreiðar til afnota endur- gjaldslaust eða gegn óeðlilega lágu endurgjaldi ber að láta fylgja rekstrarreikningi sundurliðun á rekstrarkostnaði bifreiðanna að meðtöldum fyrningum, ásamt upp- lýsingum um afnotin i eknum km, fjárhæð endurgjalds og nöfn not- enda. Hafi atvinnurekandi hins veg- ar sjálfur, fjölskylda hans eða aðrir aðilar bifreiðar hans til afnota ber að láta fylgja rekstrarreikningi sundur- liðun á rekstrarkostnaði bifreiðanna að meðtöldum fyrningum, ásamt upplýsingum um heildarakstur hverrar bifreiðar á árinu og umrædd afnot i eknum km og draga gjöid vegna þessara afnota frá rekstrar- gjöldum með áritun á rekstrar- reikninginn eða gögn með honum. Vinni einstaklingur eða hjón, ann- að hvort eða bæði eða ófjárráða börn þessara aðila, við eiginn atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi ber að geta þess með athugasemd á rekstrarreikninginn eða gögn með honum og tilgreina vinnuframlag framteljanda sjálfs, maka hans og ófjárráða barna hans. Laun reiknuð framteljanda sjálfum eða maka hans, sem hafa verið færð til gjalda á rekstrarreikningnum. ber að tilgreina sérstaklega á honum, aðskilið frá launagreiðslum til ann- arra launþega, og gera viðeigandi úrbætur, sbr. 4. mgr. þessa töluliðar. Hreinar tekjur skal sfðan færa i 1. tölulið III. kafla eða rekstrartap i 12. tölulið V. kafla framtals. 2. Hreinar tekjur af eigna- leigu, þ.m.t. útleiga íbúðar- húsnæðis samkv. með- fylgjandi rekstraryfirliti. Hafi framteljandi tekjur af eigna- leigu. án þess að talið verði að um atvinnurekstur sé að ræða i þvi sam- bandi, ber honum að gera rekstrar- yfirlit þar sem fram koma leigutekjur og bein útgjöld vegna þeirra, þ.m.t. vaxtagjöld sem eru tengd þessari teknaöflun. Sé slikra tekna aflað i atvinnurekstrarskyni ber að gera rekstrarreikning skv. tölulið 1. Hafi framteljandi tekjur af útleigu ibúðarhúsnæðis, hvort heldur hann telur það vera i atvinnurekstrarskyni eða ekki. ber honum að gera rekstraryfirlit þar sem fram koma leigutekjur frá hverjum einstökum leigutaka svo og leigutimabil og fasteignamat útleigðs ibúðarhús- næðis og hlutdeildar i lóð. Til gjalda ber að telja kostnað vegna hins út- leigða, svo sem fasteignagjöld, við- haldskostnað og vaxtagjóld, sem beint eru tengd þessari teknaöflun. Enn fremur skal telja fyrningu hús- næðisins sem nemur eftirfarandi hundraðshlutum af fasteignamati hins útleigða húsnæðis: íbúðarhúsnæði úr steinsteypu 1,0% íbúðarhúsnæði hlaðið úr steinum 1,3% Ibúðarhúsnæði úr timbri 2,0% Frádráttarbær viðhaldskostnaður nemur eftirfarandi hundraðshlutum af fasteignamati hins útleigða hús- næðis: Íbúðarhúsnæði úr steini 1,5% ibúðarhúsnæði úrtimbri 2,0% Hreinar tekjur eða rekstrartap skv. rekstraryfirliti ber þvi að leiðrétta um mismun gjaldfærðs viðhalds- kostnaðar og frádráttarbærs viðhaldskostnaðar með áritun á rekstraryfirlit og færa siðan hrc'-ar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.