Morgunblaðið - 18.01.1975, Side 13

Morgunblaðið - 18.01.1975, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975 ÞAU mistök urðu i síðasta þætti, að myndir af þremur hæstu verð- gildum hinna nýju færeysku fri- merkja urðu viðskila við þáttinn. Um leið og lesendur eru beðnir afsökunar á þessu, eru hér birtar myndir af merkjunum, en þvi miður verða þær aðeins svipur hjá sjón. Um lýsingu frimerkjanna vís- ast að öðru leyti til þáttarins 4. janúar. Úr því að enn er minnzt á færeysku frímerkin, er rétt að það komi fram, að upplag þeirra er óákveðið, þar eð þau verða endur- prentuð eftir þörfum. Af þvi leiðir aftur, að ekki verður hægt að gerast áskrifandi að færeyskum frímerkjum. Þættinum hefur borizt bréf frá ungum frimerkjasafnara með mikinn áhuga, eins og hann orðar það. Hann getur hins vegar ekki nafns sins, en slikt er bæði sjálf- sagt og nauðsynlegt. ef taka á fullt mark á aðsendum bréfum. Bið ég væntanlega bréfritara að hafa þetta í huga, en dulnefni geta menn svo kosið, ef þeir vilja síður láta nafn sitt koma fram i þættin- um. Þá er ekki heppilegt að varpa fram of mörgum spurningum i einu, því að það verður til þess eins, að sumar spurningar verða að bíða siðari þátta. Eins verða spurningar að vera þess eðlis, að menn geti búizt við svari hér i þættinum. Þrátt fyrir ýmsa form- galla að þessu leyti i téðu bréfi, vil ég svara fáeinum atriðum I þetta sinn. Spurt er, hvar hægt verði að fá sérstimpilinn í Vestmannaeyjum 23. jan. n.k. og hvað hann kosti. Því er til að svara, að menn geta vitaskuld sent árituð og frimerkt umslög til pósthússins í Vest- mannaeyjum og óskað eftir þess- um stimpli á þau þennan ákveðna dag. Eins og tilkynnt hefur verið, verður þessi sérstimpill notaður i Vestmannaeyjum 23. janúar ár hvert um óákveðinn tima. Þar sem sérstök Vestmannaeyjaf rímerki koma út 23. jan. — eða á fimmtu- daginn kemur—, er eðlilegast, að þau verði notuð við þessa sér- stimplun i Eyjum. Hitt má svo aftur vera öllum Ijóst, að menn geta notað hvaða frimerki sem er, ef þess er gætt, að burðargjaldið sé rétt, 23 kr. fyrir lokuð bréf og 18 kr. fyrir prentað mál. Bréfritari spyr um væntanleg færeysk frimerki og hvar verði hægt að fá þau og eins fyrstadags- umslög. Þvi miður barst bréfið svo seint I minar hendur, að svar mitt kemur að litium notum úr þessu. Pantanir áttu að berast, færeysku póststjórninni fyrir 6. þ.m., og i samræmi við það tóku frimerkja- verzlanir hér i Reykjavik á móti pöntunum til 28. des. Sagt er, að eftirspurnin sé gífurleg, eins og fram hefur komið hér í þættinum áður. Er þvi ekki vist, að þessi umslög verði svo sjaldséð á fri- merkjamarkaði, þegar fram líða stundir. Vafalaust reyna frimerkja- kaupmenn hér á landi að tryggja sér eitthvað af þeim til sölu í verzlunum sinum, en um verð þeirra verður ekkert sagt að sinni. Nýstárleg fyrstadagsumslög. Að þvi var vikið í þætti 10. des. sl„ að i vændum væri útgáfa á sérkennilegum, en að margra dómi vafasömum fyrstadagsum- slögum, þar sem saman fer frí- merki og minnispeningur á einu og sama umslagi. Ætlun min var sú að segja nánar frá þessari út- gáfu, áður en hún hæfist, og ræða i þvi sambandi um ýmsa þá hluti, sem hæpnir eru i söfnun almennt. Ekki hefur getað orðið af þessu fyrr en nú, og þegar lesendur fá þennan þátt i hendur, hefur fyrsta umslagið væntanlega séð dagsins Ijós. Engu að siður er málið þannig vaxið, að ástæða er til að minnast á það og hugleiða. f nóvemberblaði Svensk Fila- telistisk Tidskrift (SFT) birtist aug- lýsing og greinargerð um fyrsta- dagsumslög. sem Alþjóðasamband póstmeistara i Genéve i Sviss er að hefja útgáfu á. Þykir mér rétt að rekja hér hið helzta, sem um útgáfuna segir, um leið og birt er mynd af fyrsta umslaginu, en stærð þess er 157 X 114 mm. Hinn 15. jan. 1975 gefur Alþjóðasamband póstmeistara út fyrstadagsumslag með minnis- peningi — hið fyrsta sinnar gerðar i heiminum og upphaf að verðmætri safnaraseríu, eins og það er orðað. Þessi sögu- lega útgáfa er til að heiðra minningu dr. Alberts Schweitz- ers á 100 ára afmæli hans. Er þetta upphaf flokks eða seríu alþjóðlegra fyrstadagsum- slaga með minnispeningi til þess að minnast áhrifamanna eða staða og sögulegra atburða um heim allan. Mun sambandið velja eitt merki i mánuði af öllum þeim frímerkjum, sem út koma I heiminum, — hið fremsta m. t.t. myndar, gerðar og safnaragildis. Þegar frimerki mánaðarins hefur verið valið, heiðrar sambandið þann mann, stað eða atburð, sem fram kemur á merkinu. á þann hátt að veita heimild til útgáfu sérstaks minnispenings úr skiru silfri (sterling), að stærð 39 mm i þvermál. Segir í tilkynningunni, að þetta verði sérslátta, en við útlit hennar kannast lesendur af sérsláttu Seðlabanka islands á siðastliðnu ári. Þá er tekið fram, að bæði frí- merki og peningur verði sameinað eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON í sérstöku minningarumslagi, sem verði stimplað handa hverjum ein- stökum viðtakanda á útgáfudegi merkisins á því pósthúsi landsins, sem annast fyrstadagsútgáfuna. Og nú kemur það agnið, sem á að fá bæði frímerkja- og myntsafnara til að bita á og hélzt kokgleypa. Orðrétt segir svo í blaðinu: Þessi alþjóðlegu bréf með minnispen- ingum verða gefin út i mjög tak- mörkuðu upplagi og einungis handa þeim, sem gerast áskrifend- ur. Heildarupplag hvers fyrsta- dagsbréfs með minnispeningi tak- markast nákvæmlega við þá tölu pantana, sem berast og eru póst- stimplaðar seinast þann dag, sem ákveðinn verður síðasti pöntunar- dagur. Engin umslög verða gerð fram yfir þessa tölu og aðrar fyrri útgáfur verða ekki fáanlegar nema frá upprunalegum áskrifendum. Svo mörg eru þau orð, en siðan er enn hnykkt á til þess að örva safnarana og bent á, að það skipti fyrir sér að geta myndað fullkomið safn af þessum merkilegu umslög- um! Þá á hver áskrifandi að fá sér að kostnaðarlausu fallegt albúm bæði til þess að geyma dýrgripina ( og eins til að geta sýnt öðrum þá. Ja, haldið þið að það sé munur! Þá er getið um væntaniegar aðrar útgáfur á þessu ári, en ég sleppi hér að rekja það. En ekki verður þvl neitað að þetta Ktur allt mjög glæsilega út. En þeir eru fleiri en ég, sem finna eitthvert óbragð af þessu öllu saman. í grein I Financial Times 23. nóv. sl. segirfrá þessari útgáfu, og talar greinarhöfundur þar m.a. um skrum og eitt hið mesta, sem fram hafi komið á fr(- merkja- og myntmarkaðinum siðustu 12—18 mánuði. Eins talar hann um, að fyrir- tæki þetta sé einkennilegt, en boðið sé áhugavert, þv( að það geri bæði frimerkja og myntsöfn- urum fært að fá sömu kökuna — og éta af henni. Er orðalag greinarinnar allt þess eðlis, að höfundur virðist hafa heldur litla trú á fyrirtækinu og efast um til- ganginn. INTERNATIONAL SOCIETY OF POSTMASTERS OFFICIAL COMMEMORATIVE ISSUE ASSOCIATION INTERNATIONALE DES RECEVEURS DE LA POSTE EMISSION COMMEMORATIVE OFFICIELLE UKUTED EDITION PROOF • STERLINO SILVER EMISSION LIMITEE EPREUVE ■ AROENT STERUNO mestu máli, að þeir. sem sendi pantanir við þetta fyrsta tækifæri, verði einu safnararnir, sem hafi möguleika á að mynda fullkomið safn af þessum sögulegu fyrsta- dagsbréfum — frá fyrstu byrjun. Ekki verður þvi svo sem neitað, að það er mikið gefandi fyrir það, en bitinn kostar lika nokkuð, lesend- ur góðir. Samkv. auglýsingunni í SFT átti að senda pöntun fyrir útgáfuna 15. jan. til fyrirtækis i Stokkhólmi, og varð að póstleggja hana í síðasta lagi 30. nóv. 1974. Fyrsta bréfið átti að kosta 110 sænskar krónur eða um 330 isl. krónur — með söluskatti. Hins vegar er þvi heitið, að þeir, sem gerast áskrifendur að allri útgáfu næstu þriggja ára, fái hvert um- slag án söluskatts — eða fyrir 93,50. Engu að siður er hér um að ræða 3 þús. króna útgöld á mánuði — eða 36 þúsund krónur á ári. Tekið er fram, að áskrifendur hafi rétt til að hætta við allt saman, hvenær sem er með 30 daga fyrirvara. En um leið má segja, að þeir séu hræddir til að halda áfram, þegar þeir hafa einu sinni ánetjazt, því að vinsamlega er bent á, að geri menn slikt, sé um alla eilifð búið að eyðileggja ___________________________________ Því verður vitanlega ekki neitað. að söfnurum er i sjálfsvald sett. hvort þeir hlaupa eftir slíkum gylliboðum eða ekki. En min skoðun er sú, að þeir skuli gjalda varhuga við mörgu af þvi, sem boðið er upp á, og hugsa vel ráð sitt, áður en hlaupið er upp til handa og fóta og bitið á agnið. Ég hef spurzt fyrir um þetta Alþjóða- samband póstmeistara meðal ráðamanna ísl. póstmála. Sam- bandið mun vera til, en ekki eru islendingar aðilar að því. Þá er Ijóst, að sambandið hefur falið ákveðnu fyrirtæki i Stokkhólmi dreifingu og sölu væntanlegra um- slaga um Norðurlönd a.m.k. Hef ég i höndum órækan vitnisburð um, að það visar öllum fyrirspurn- um um útgáfuna til þess. Verður hver að dæma fyrir sig. hvort slík aðferð er beinlínis til þess að auka traust manna á þessari útgáfu- starfsemi. Sannleikurinn er sá, að allt, sem einstaklingar, samtök eða jafnvel póststjórnir gera til að spila á söfnunarfýsn manna, er þess konar, að það verður tæplega talið til eðlilegrar söfnunar. Ég lit svo á, að frimerkjasöfnun eigi fyrst og fremst að vera söfnun þeirra hluta, sem hafa haft og hafa póst- gildi i einhverri mynd. Þar verða frimerkin sjálf aðalatriðið, en siðan auðvitað ýmis afbrigði, sem fram hafa komið við gerð þeirra. Fyrr á árum gátu frimerki gilt óbreytt að ytra útliti um áratugi og voru þá endurprentuð eftir þörfum. Við það komu fram frávik um lit, pappír, vatnsmerki og tökkun, og eftir þessu slægjast sérsafnarar. Þetta vil ég kalla hina réttu „filateliu", því að hér hefur ekkert verið búið til einungis vegna söfnunar, hetdur orðið til við eðlilegar aðstæður á hverjum tima. Um hitt má svo vitaskuld deila, hversu langt menn skuli halda á þessari braut. Þar verður hver að vega og meta fyrir sig. Hitt er svo alkunna, að póst- stjórnir margra landa hafa fyrr og síðar farið inn á þá braut að gefa út frímerki og yfirprentanir þeirra einungis fyrir safnara og að því er bezt verður séð til þess að seilast ofan í pyngju þeirra. Mætti nefna mörg dæmi sliks, þótt það verði ekki gert að sinni. Söfnun jólamerkja er hliðar- grein frímerkjasöfnunar, og hefur hún aukizt mjög siðustu áratugi. Hér á landi hóf Thorvaldsens- félagið útgáfu jólamerkja fyrir rúmum 60 árum. En nú er tala þeirra aðila, sem gefa út slik merki, orðin svo há, að þar kann ég engin skil á. Ekki verður amazt við þessari útgáfustarfsemi, enda flest gert i góðgerðarskyni. En þegar jafnframt er farið að gefa slik jólamerki út i alls kyns litaraf- brigðum og svokölluðu prófprenti — og selja dýrum dómum, þá finnst mér skörin færast upp i bekkinn. Hér ber allt að sama brunni. Safnarar vilja eiga sem fullkomnust söfn, og þá er erfitt að neita sér um að kaupa þessa hluti, þar eð annars verða eyður i söfnunum. Þessa hugsun þekkja þeir lika vel, sem búa agnið til, og verður oft vel ágengt. Én ég spyr lesendur: Er ekki fulllangt gengið með þess konar „tilbúning" og þörf á að spyrna við fótum? Enda þótt áhyggjuefnin séu mörg að þessu leyti meðal isl. frimerkjasafnara, eru þau sizt minni meðal isl. myntsafnara, og hygg ég, að siðastliðið ár hafi orðið þeim þungt í skauti. Ég ætla mér ekki að svara fyrir þá, en tel sizt vanþörf á, að þeir íhugi vel sitt ráð og þá ekki sízt, þar sem er- lendir aðilar eru að ryðjast inn á islenzkan markað — og að margra dómi eftir fremur ósmekklegum leiðum. Um allt þetta mætti skrifa miklu lengra og ákveðnara mál en hér hefur verið gert, en ég vildi einungis vekja alla safnara til um hugsunar um þennan vanda, sem að þeim steðjar, og ekki sízt benda ungum söfnurum á hann, svo að þeir geti gætt sin á þeim tálbeitum, sem alit of oft eru á ferðinni og eiga i reynd ekkert skylt við eðlilega söfnun. Að endingu eru lesendur svo minntir á fyrstu islenzku fri- merkin, Vestmannaeyjafrimerkin, sem koma út 23. þ.m. Um aðrar útgáfur á Norðurlöndum hefur þátturinn enga tilkynningu fengið, en vonandi verður hægt að geta nýrra frimerkja innan skamms. margfaldar morkad uðar r Utgerðarmenn 60 tonna bátur til leigu í mjög góðu ásigkomu- lagi. Nýjar vélar og nýlegt hús, nýr lúkkar ásamt öðrum endurbótum. Tilbúin til veiða. SKIPA & FASTEIGNA- MARKAÐURINN Adalstrætl 9 Midbæiarmarkadinum simi 17215 heimasimi 82457 Hártízkusýning '75 verður haldin í Sigtúni á morgun sunnudag kl. 3 — 5. Tízkufatnaður frá Verðlistanum. Miðar seldir í Permu Garðsenda til kl. 7 í dag og við innganginn á morgun. Samband hárgreidslu og hárskerameistara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.