Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975 15 IRA-foringi tekinn f astur Belfast, 17. janúar. Reuter. LÖGREGLAN 1 Irska lýðveldinu handtðk einn af foringjum Írska lýðveldishersins (IRA), Joe O’Hagan, skömmu eftir að lýð- veldisherinn aflýsti vopnahléinu á Norður-trlandi í nðtt. Síðan vopnahléinu var aflýst hefur öðru hverju komið til átaka og yfirvöld í Irska lýðveldinu ótt- ast að blóðsúthellingarnar nái þangað. Mikils óstyrks gætir i helztu borgum Englands þar sem víst er talið að lýðveldisherinn hefjist þar aftur handa um sprengjutil- ræði sem voru orðin daglegt brauð áður en vopnahléið hófst. Strangar öryggisráðstafanír hafa verið gerðar. Handtaka Joe O’Hagans er talið mikið áfall fyrir skæruliða og sig- ur fyrir öryggissveitir sem létu þegar til skarar skríða beggja Vinur Chou á uppleið vegna landamæranna er vopna- hléinu lauk. Handtaka O’Hagans er ekki sízt mikilvæg vegna þess að annar for- ingi IRA, Kelvin Mallon, var handtekinn í síðustu viku. O’Hagan og Mallon flúðu báðir úr Mountjoy-fangelsi í Dyflinni 1973. Kirkjuleiðtogar á Norður- írlandi hvöttu til friðarviðræðna í dag, en sumir þeirra tóku þátt í viðræðum við skæruliða er leiddu til vopnahlésins. Stjórn Irska lýðveldisins sagði 1 yfirlýsingu að mikill meirihluti írsku þjóðarinnar í norðri og suðri, kaþólskir jafnt sem mót- mælendur, hugsaði til þess með hryllingi að endir hefði verið bundinn á vopnahléið. Blöð í Dyflinni veitast einnig að IRA fyrir að aflýsa vopnahléinu 25 dögum eftir að því var lýst yfir. „1 guðanna bænum leiðið ekki þjóðina aftur út I væringar, hlust- ið á sáttasemjarana,” sagði eitt þeirra. Þar sem viðræður Poul Hartlings forsætisráðherra við borgaraflokkana hafa farjð út um þúfur mun hann taka að nýju upp viðræður við Anker Jörgensen, foringja sðsfaidemðkrata. Seinast sigldu viðræður þeirra f strand þvf báðir vildu fá forsætisráðherrastðlinn. Viðræður Hartlings sigla ennþá 1 strand Peking, Tókýó, 17. janúar. AP — Reuter. VARAFORSÆTISRÁÐHERRA Kfna Teng Hsiao-Ping var kosinn varaformaður miðstjórnar kfn- verska kommúnistaflokksins og félagi f kjörnefnd stjðrnmála- ráðsins á öðrum allsherjarfundi 10. miðstjðrnar flokksins fyrr f mánuðinum, að þvf er Hsinhua- fréttastofan sagði f dag. Þessi miðstjðrnarfundur er talinn boða það, að senn dragi að þvf að f jðrða kfnverska þjððþingið komi saman, en þess hefur verið beðið lengi. Þingið hefur ekki komið Framhald á bls. 22 N-Víetnamar Saigon, 17. janúar. AP. TVÖ þúsund suður-vfetnamskir hermenn og rúmlega 50 skrið- drekar hðfu gagnsðkn f dag með- fram landamærum Kambðdfu. Tilgangurinn er að koma f veg fyrir að norður-vfetnamskt her- fylki sæki yfir vestanvert Mekongðshðlmasvæðið og leggi annað fylki undir sig. Hermenn stjórnarinnar mættu harðri mótspyrnu þegar þeir reyndu að taka eitt af þremur útvirkjum sem sveitir úr 5. norð- ur-vfetnamska herfylkinu hafa náð á sitt vald. Sprengjuflugvél og þyrla'voru skotnar - niður fyrir Suður- Víetnömum í bardögunum sem geisa rúmlega 80 km vestur af Saigon og í rúmlega eins kíló- metra fjarlægð frá landamærum Kambódfu. Huynh Van Lac hershöfðingi, yfirmaður 9. suður-vfetnamska fótgönguliðsherfylkisins, sagði fréttamönnum að 5.000 norður- víetnamskir hermenn úr 5. her- fylkinu frá stöðvum sunnarlega í Kaupmannahöfn, 17. janúar. Frá fréttaritara Morgun- blaðsins Jörgen Harboe: • VIÐRÆÐURNAR milli rfkisstjðrnar Poul Hartlings og ógna héraði Páfagauksnefinu, sem teygir sig inn f Suður-Víetnam, tækju þátt í aðgerðunum, sem hófust í síðasta mánuði. Hann sagði að tilgangur þeirra væri að taka fylkið Kiern Tung halda sókninni áfram í suður til vesturhluta Mekongóshólma- svæðisins, reyna að ná sambandi við annað herfylki Norður- Vietnama og Viet Cong í Dinh Tuong-fylki og safna hrfsgrjóna- birgðum á leiðinni. Þannig næðu þeir á sitt vald langri flutninga- leið um vesturhluta Mekongós- hólmasvæðisins. Hins vegar sagði hann að fyrstu sóknarlotunni hefði verið hrund- ið. Hann sagði að 500 Norður- Víetnamar hefðu fallið á þessum slóðum síðan 7. desember en 46 Suður-Víetnamar. Fyrr í þessum mánuði náði 7. norður-víetnamska herfylkið á sitt vald fylkinu Phuoc Long hjá landamærum Kambódíu, um 110 km vestur af Saigon. Norður- Víetnamar ráða nú stórum hluta landamærasvæðisins. borgaraflokkanna fðru út um þúfur f kvöld. Þetta gerðist er ihaldsflokkurinn neitaði að fall- ast á áætlun stjðrnarinnar um að lögleiða fjölskyldubætur f sam- ræmi við tekjur. Þessi endalok viðræðnanna hafa að þvf er virðist dregið talsvert úr mögu- leikum núverandi stjðrnar Venstre-flokks Hartlings á að halda velli. Hún byggir setu sfna eingöngu á hinum 42 þingsætum Venstre af 179 þingsætum þjðð- þingsins. • Umræddar fjölskyldubætur voru liður f áætlun rfkisstjðrnar- Washington, 17. janúar. Reuter. AP. HENRY Kissinger utanrfkisráð- herra ræddi f þriðja skipti f dag við Yigal AUon, utanrfkisráð- herra tsraels, um friðartil- raunirnar f Miðausturlöndum. Þeir ræddu einstök atriði vfðtækrar friðartillögu Israels- manna, sem Egyptar hafa hafnað. innar um að útvega 7 milljaðra danskra krðna við sparnað. Stjðrnin hafði gefið þessa 7 milljarða eftir f skattalækkunum fyrir kosningarnar 9. janúar. Þessar nýju fjölskyldubætur myndu einar sér færa henni aftur einn milljarð. ihaldsflokkurinn ðskaði frekar eftir almennum niðurskurði á upphæð fjölskyldu- bðta. Slfkt myndi afla enn meira fjármagns, en hugmyndin var ð- aðgengileg fyrir alla hina borgaraflokkana, — Venstre, Radikala, Mið-demðkrata og Kristilega þjððarflokkinn. Við- meðal annars brottflutning fsraelsks herliðs frá Sinaiskaga. Ford forseti lagði á það áherzlu í yfirlýsingu eftir fund sem hann átti með Allon að hann liti ástandið í Miðausturlöndum al- varlegum augum og ítrekaði að Bandaríkjamenn væru fúsir að hjálpa Israelsmönnum að komast að samkomulagi við Arabarfkin. ræðunum var hætt er ljóst varð að Ihaldsflokkurinn vildi ekki breyta afstöðu sinni. Formaður Ihaldsflokksins, Poul Schulter, sagði að afloknum fund- inum f kvöld, að íhaldsflokkurinn hefði með óhagganlegri afstöðu sinni viljað þvinga rfkisstjórnina til að ná fastákveðnu samstarfs- samkomulagi um efnahagsstefn- una við annað hvort Framfara- flokkinn eða Jafnaðarmanna- flokkinn, svo að sú heildaráætlun f efnahagsmálum sem ofan á yrði Framhald á bls. 22 Allon og Kissinger hafa báðir látið í ljós ánægju með við- ræðurnar og sagt að þær hafi verið árangursríkai. Þess vegna er bollalagt hvort þeir hafi færzt nær samkomulagi um næsta áfanga þeirrar stefnu Kissingers að draga úr spennunni I Miðausturlöndum skref fyrir skref. Samkomulag strandar á því hvað brottflutningur ísraelska herliðsins frá Sinaiskaga skuli vera víðtækur og hvaða pólitískar tilslakanir Egyptar eigi að bjóða í staðinn. Athygli vekur að Allon hefur staðfest að hann hafi rætt við sovézka sendiherrann í Washing- ton, Anatoly Dobrynin, þar sem opinber samskipti Israelsmanna og Rússa eru sáralitil. ísraelsmenn halda þvf fram að eina leiðin til að koma skriði á friðartilraunirnar sé sú að dr. Kissinger fari í nýtt ferðalag til Miðausturlanda. Israelsmenn bjóðast til að hörfa 30—50 km frá vopnahléslínunni á Sinaiskaga en vilja halda Mitla- og Giddi-skörðunum og Abu Rudeis-olíusvæðunum. Þeir vilja nota þessa hernaðarlega mikil- vægu staði sem vopn i samninga- viðræðunum við Egypta þegar þær hefjast fyrir alvöru, m.a. til Brezhnev enn talinn hafa völdin í Kreml Moskvu, 17. janúar. Reuter. FULLTRtJAR vestrænna rfkja og kommúnistarfkja f Moskvu sögðu f dag að þeir fengju ekki séð að staða Leonid Brczhnevs flokksritara hefði veikzt þótt stefna hans um að bæta sam- búðina við vestræn rfki hefði orðið fyrir áföllum. Þeir sögðu margt benda til þess að Brezhnev væri veikur, en drógu f efa að valdabarátta færi fram í Kreml. Forsætisráðherra Ástralíu, Gough Whitlam, sem er nýkom- inn frá Moskvu, sagði f Bonn í dag að sér hefði verið sagt að Brezhnev væri kvefaður og væri ekki í Moskvu. Yfirleitt eru fulltrúar erlendra rfkja í Moskvu sam- mála um að Brezhnev hafi sennilega smitazt af inflúensu- faraldri sem gengur í Rúss- landi, og þar við bætist að hann sé þreyttur eftir mikil ferðalög og fundahöid þrjá síðustu mánuði ársins sem leið. Þótt bollalagt sé að Brezhnev eigi við pólitíska erfiðleika að stríða er nafn hans stöðugt áberandi í sovézkum blöðum. Þannig birtist í vikublaði í dag tveggja siðna grein um afrek hans f stríðinu. Nafn hans birtist einnig efst á forsíðu Pravda þar sem sagt var frá því að honum hefði borizt bréf frá kolanámamönn- um sem tilkynntu honum að þeir hefðu farið fram úr fram- leiðsluáætlun síðasta árs. Kvikmyndahús í Moskvu sýna enn heimildarkvikmynd- ina „Hinn þyrnum stráði friðar- vegur“ þar sem Brezhnev kem- ur mikið við sögu sem driffjöð- ur sovézkrar utanríkisstefnu. Geysistór spjöld með mynd- um af Brezhncv og tilvitnunum í ræður hans eru einnig á sfn- um stöðum. Jafnframt halda sovézk blöð áfram að lýsa yfir stuðningi við bætta sambúð við vestræn ríki eins og sést á ummælum Izvestia þess efnis að „góð- gjarnir Bandaríkjamenn voni að efling samskipta Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna haldi áfram.” Betri friðarhorfur í Miðausturlöndum Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.