Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 14. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sjónarvottar: ÞYRLAN VIRTIST FALLA STJÓRNLAUS TIL JARÐAR Sjö manns fórust í þyrluslysinu á Kjalarnesi Guðmundur E. Hannesson. Indriði H. Einarsson. Lúðvfk Karlsson. Kristján S. Helgason. •ríitin-wniiiiii" Sigurbjörg Guðmundsdðttir. SJÖ manns biðu bana þegar þyrla flugfélagsins Þyrluflugs hf hrapaði til jarðar skammt frá bænum Hjarðarnesi á Kjalarnesi klukkan 10,45 f gærmorgun. Þau sem fórust með þyrlunni voru: Lúðvík Karlsson, flugmaður, 31 árs til heimilis að Sæviðarsundi 52 — lætur eftir sig konu og þrjú börn. Kristján S. Helgason, framkvæmdastjóri Þyrluflugs, 29 ára, Nesvegi 64, lætur eftir sig konu og þrjú börn. Indriði H. Einarsson, yfirverkfræðingur framkvæmdadeildar Rarik, 42ja ára, til heimilis að Sólheimum 25 — lætur eftir sig konu og tvö börn. Tómas Sigurðsson deildarverkfræðingur, 36 ára, til heimilis að Arahólum 2 — einhleypur, en lætur eftir sig foreldra. Stefán Ólafur Ólafsson, byggingaverkfræðingur hjá Rarik, 50 ára — til heimilis að Sporðagrunni 14 — lætur eftir sig konu og 5 börn, þar af þrjú uppkomin. Guðmundur Eiður Hannesson, yfirverkstjóri lfnudeildar Rarik, 41 árs, til heimilis að Hjallavegi 18 — lætur eftir sig konu og 4 börn. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, matráðskona, 63 ára, til heimilis að Vesturbergi 81 — hún lætur eftir sig 8 uppkomin börn. Þau sem fórust, voru öll búsett í Reykjavík. Á leið til Snæfellsness Þyrlan var af gerðinni Sikorsky 55 og bar einkennisstafina TF- LKH. Fyrirtækið Þyrluflug hf. festi kaup á vélinni notaðri f Bandarfkjunum í fyrra, en hún var nýkomin til landsins og hafði aðeins farið í nokkrar ferðir hér innanlands. Vélin tekur 11 far- þega á styttri leiðum, en í hinni örlagaríku ferð voru með í henni 5 farþegar, allt starfsmenn Raf- magnsveitna ríkisins, og eigendur vélarinnar, þeir Lúðvík Karlsson, sem var flugmaður, og Kristján S. Helgason, framkvæmdastjóri Þyrluflugs. Var ferðinni heitið til Vegamóta á Snæfellsnesi, þar sem starfsmenn Rarik ætluðu að líta á framkvæmdir og öðrum þræði átti þetta að vera kynnis- ferð fyrir starfsmennina, en fyrir- hugað var að Rarik notaði þyrl- una til margvíslegra verkefna. Vélin lagði af stað frá Reykja- víkurflugvelli klukkan 10,37 f gærmorgun og mun hún hafa ver- ið fullhlaðin eldsneyti, eða með 6—800 lítra af bensíni. Ferðin gekk að óskum til að byrja með og klukkan 10,44 tilkynnir flugmað- urinn sig til flugturnsins og segist vera yfir Kjalarnesi og vera að yfirgefa svokallað vallarsvæði, þ.e. umsjónarsvæði vallarins. Einni mfnútu síðar heyrðist dauft kall, að líkindum aðeins kall- merki vélarinnar, en ekkert meira. Getur það komið heim við þann tima sem sjónarvottar telja, að flugvélin hafi farizt. Vélin stjórnlaus Af framburði sjónarvotta má ráða, að flugmaðurinn hafi misst stjórn á vélinni þegar hún var stödd mitt á milli bæjanna Saur- bæjar og Hjarðarness á Kjalar- nesi. Hefur sú tilgáta komið fram, að sviptivindar kunni að eiga sök á þessu mikla slysi, en á þessum Stefán Ó. Ólafsson. slóðum er mjög sviptivindasamt. Einnig er hugsanlegt að bilun hafi orðið í vélinni. Sigríður Böðvarsdóttir, 17 ára stúlka, til heimilis að Saurbæ, varð vitni að slysinu. Að hennar sögn var hún á leið í sendiferð og var hún stödd skammt fyrir ofan Tómas Sigurðsson. bæinn, enda ver ferðinni heitið upp á þjóðveginn. Hún veitti þyrl- unni athygli þar sem hún kom úr suðvestri og flaug skammt frá hlíðum Esju. Sigrfði fannst þyrl- an ekki í mjög mikilli hæð þar sem hún flaug yfir höfði hennar og stefndi á Hjarðarnes og allt virtist vera í lagi. En þegar vélin var mitt á milli bæjanna var eins og flugstjórinn missti skyndilega stjórn á vélinni. Hún hallaðist fram á viðíloftinu með stéliðupp í loftogfórþannignokkurn spöl. Svo var eins og flugstjórinn næði stjörn á vélinni að nýju en það stóð ekki nema stutta stund og brátt missti hann stjórn á henni að nýju. Sigríði sýndist vélin lækka flugið og brátt hvarf hún sjónum Sigríðar. Stuttu síðar heyrði hún daufa sprengingu og sá eldinn blossa upp. Hún taldi, að þetta hefði staðið yfir í 1—2 mínútur. Annað heimilisfólk á Saurbæ var innan dyra þegar vél- in hrapaði. Hljóp það þegar út í glugga og þegar það sá hvers kyns var lét það Brúarland vita um atburðinn og fór síðan á staðinn til að rétta hjálparhönd ef mögu- legt væri en vegna eldhafsins gat það ekkert aðhafst. Þyrlan strax alelda Þeir Hjalti Jóhannsson og Gým- ir Guðlaugsson voru á ferð f oliu- bíl frá BP á þjóðveginum fyrir ofan Hjarðarnes. Þeir voru þeir einu sem urðu sjónarvottar að Framhald á bls. 3. Frá slysstaðnum. Ljósm. Mbl. Friðþjófur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.