Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1975 Draumar og spádómar Kaflar úr Laxdælu Víg Kjartans [Kjartan skapraunar svo Laugamönnum, að þeir ráða af að gera honum fyrirsát, og fer Bolli með þeim fyrir áeggjan Guðrúnar. Fóru þeir níu saman, fimm bræður Guðrúnar og Bolli og þrír menn aðrir og sitja fyrir Kjartani]. Nú ríður Kjartan suður eftir dalnum og þeir þrír saman, Án svarti og Þórarinn . . . Ríða þeir fram að Hafragili. En í annan stað gruna þeir Ósvífurssynir, hví Bolli muni sér hafa þar svo staðar leitað, er hann mátti vel sjá, þá er menn riðu vestur. Þeir gera nú ráð sitt og þótti sem Bolli mundi eigi vera trúr og ganga að honum upp í brekkuna. Þeir brugðu á glímu og á glens og tóku í fætur honum og drógu hann ofan fyrir brekkuna. En það Kjartan bar brátt að, er þeir riðu hart, og er þeir komu suður yfir gilið, þá sáu þeir fyrirsátina og kenndu mennina. Kjartan spratt af baki og sneri í móti þeim ósvífussonum. Þar stóð steinn einn mikill. Þar bað Kjartan þá við taka. En áður en þeir mættust, skaut Kjartan spjót- inu, og kom það í skjöld Þórólfs fyrir ofan mundrið- ann, og bar að honum sköldinn við það. Spjótið gekk í gegn um sköldinn og handlegginn fyrir ofan oln- boga og tók þar í sundur aflvöðvann. Lét Þórólfur þá lausan skjöldinn, og var honum ónýt höndin um daginn. Síðan brá Kjartan sverðinu og hafði eigi konungsnaut. Þórhöllusynir runnu á Þórarin, því að þeim var það hlutverk ætlað. Var sá atgangur harður, því að Þórarinn var rammur að afli. Þeir voru og vel knáir. Mátti þar og varla í milli sjá, hvorir þar mundu drjúgari verða. Þá sóttu þeir Ósvífurssynir að Kjartani og Guðlaugur. Voru þeir sex, en þeir Kjartan og ÁN tveir. Án varðist vel og vildi æ ganga fram fyrir Kjartan. Bolli stóð hjá með Fótbít. Kjartan hjó stórt, en sverðið dugði illa; brá Bjargvœtturinn ,,Ég vill ekki fara langt,“ sagði Ari. ,,Ertu hræddur, hja, þú ert ekki mikið sjómanns- efni.“ „Heyrðu góði, varstu að segja eitthvað?“ spurði Ari. ,,Já, ég var að segja það ...“ ,,Þú þarft þess ekki. Við skulum þá athuga hvor okkar er meira sjómannsefni“, sagði Ari og gerði sig líklegan til þess að gefa Axel utan undir. Skyndilega breyttist veðrið. Vindkviður komu og það gaf yfir flekann, og aumingja strákarnir skulfu holdvotir á beinunum. „Þetta ætti að kenna ykkur að hegða ykkur al- mennilega," sagði Ommi og hélt dauðahaldi í flek- ann, sem slóst til og frá með miklum látum. „Það er úti um okkur,“ sagði Axel, „sjáið þið ekki ölduna, sem er að fljúga yfir okkur. Haldið ykkur fast.“ Og var ekki laust við að það væri gráthljóð í röddinni. „Jæja, dauðastundin er yfir okkur, guð sé okkur náðugur," sagði Ommi. Þeir báðu guð um hjálp. Nú skall alda yfir þá og þeir supu kveljur. Þessi alda gerði gat á flekann og það brakaði í honum. Ommi leit til lands og þá sá hann sjón, sem kveikti von hjá honum. Hann sá Leó. „Strákar," sagði hann, „Leó hefur séð til okkar.“ Ýmist rak flekann nær landi eða lengra út á vatnið. Þegar Leó sá hvað verða vildi, hljóp hann eftir snæri, sem hékk utan á húskofa þarna rétt hjá. „Mér verður að takast þetta,“ sagði hann, „ég verð að bjarga vinum mínum. Ég verð.“ Hann sagði þetta á meðan hann batt sterkan hnút utan um tré nokk- urt, sem var rétt við vatnið. Hann herti eins fast og hann gat. Síðan batt hann bandið utan um sig og hrópaði: „Nú frelsa ég ykkur, strákar.“ Hann fleygði sér í vatnið og reyndi að synda í áttina til félaga sinna. Þó Leó væri ekki góður sundmaður og óvanur að synda í köldu vatni, hikaði hann ekki við að reyna að ná til strákanna, hvað sem það kostaði. Fyrstu hundrað metrana gekk allt vel, en þá fór hann að þreytast og var alveg að gefast upp. Leiðin styttist. Hann kallaði til þeirra á flekanum: „Reynið að koma lengra hingað." Félögunum á flekanum tókst að mjaka sér aðeins nær Leó. „Guð“ hrópaði Leó, „láttu koma öldu núna, svo að þeir nái til mín, eða ætlarðu að láta þá deyja hérna.“ Það var eins og guð væri þjónn Leós. Það kom allt í einu stór alda, og Leó náði taki á flekanum. Síðan batt hann bandið við flekann og sagði strákunum að taka á af öllu afli. Ekki voru þeir sjómannslegir, þegar þeir loksins drösluðust í land. Strákarnir skömmuðust sín fyrir að hafa sagt að Leó væri „mömmubarn". Þeir báðu hann síðan fyrirgefningar. Leó fyrirgaf þeim því að þeir voru vinir hans. Eftir þetta tóku vinirnir Leó alltaf með sér hvert sem þeir fóru. Það var ekki svo lítið að hafa bjargað þrem mannslífum. Helgi Jónsson, Ólafsfirði, 12 ára. FERDIIMAINIO - ÍTI«6tnofgunkofíinu Hefur þú aldrei heyrt minnst á skíðasokka? | | | 7BB&- Valdimar — voruð það ekki þér sem fenguð launahækkun á dögun- um? Ef hún nú kynni að mat- búa. 1 næsta skipti vil ég biðja þig að spyrja mig fyrst hvort Hvað var það sem lekið hafði hjá yður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.