Morgunblaðið - 26.01.1975, Síða 1

Morgunblaðið - 26.01.1975, Síða 1
2L tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bangladesh: Mujibur forseti Eins flokks kerfi tekið upp í landinu Dacca, 25. jan. Reuter — AP MUJIBUR Rahman, fursti, varð í dag forseti ríkisins Bangladesh með því að þing landsins sam- þykkti nýja stjórnarskrá, sem gerir ráð fyrir valdamiklum for- scta, er kosinn skal til fimm ára i senn — og aðeins einum stjórn- málaflokki. Skal öllum þing- mönnum skylt að ganga I þann flokk eða fara af þingi ella. Sömu- leiðis skulu þingmenn ganga af þingi, ef þeir greiða atkvæði gegn flokknum. Mjuibur Rahman lýsti þessari stórnarbreytingu sem nýrri byltingu, sem til þess væri ætluð, eins og hann sagði, „að kalla fram bros á andliti hins óbreytta borgara". Mujibur kvaðst siðustu þrjú ár- in hafa gert tilraun með stjórnar- skrá, er væri úrelt arfleifð frá nýlendutímanum og hentaði ekki fullvalda og framsækinni þjóð. Framhald á bls. 47. Sex fórust er brezkt skip sökk Plymouth, 25. jan. REUTER SEX menn fórust i morgun, þegar 1093 lesta flutningaskip, brezkþ sökk i hvassviðri um 40 km undan suðvesturströnd Englands. Eins manns er saknað og hafa flug- vélar leitað hans I morgun, en sjö menn af áhöfninni björguðust og eru þeir allir í sjúkrahúsi. Einn þeirra er mjög illa haldinn, hann hafði verið i sjónum i hálfa fjórðu klukkustund, þegar þyrla náði honum upp. Skozkir þjóðernissinnar krefjast 50 mílna r Vísa til fordæmis Islendinga Frá fréttaritara Mbl. í Edinborg, Pétri Eiríkssyni, 25. jan. HUGSANLEG útfærsla brezku fiskveiðilögsögunnar kom til um- ræðu í neðri málstofu brezka þingsins f gær, er leiðtogi skozkra þjóðernissinna, Donald Stewart, krafðist þess fyrir hönd flokks- ins, að fiskveiðilögsagan við Skot- lögsögu land yrði þegar f stað færð út f 50 mflur. Hann sagði, að fiskstofnar við Skotland, sér f lagi sfldin, væru nú í mikilli hættu vegna ágangs erlendra fiskiskipa og þvi væri ekki hægt að bfða lengur. Framhald á bls. 47. Eins og háleggjuð blóm rísa ljósastaurarn- ir yfir götum borgar- innar, bílarnir eru lúr- legir eins og fé á fjalli og senn fer sólin að hækka sig yfir þessu landi. Ljósmynd Mbl. Ól. K. M. Egyptar í stríð Glistrup hefur heldur ekki greitt hlutafjárskattana Dregur enn úr líkum fyrir samvinnu við Framfaraflokk hans Kaupmannahöfn, 25. jan. Frá fréttaritara Morgun- blaðsins, Gunnari Rytgaard. STJÓRNMALAASTANDIÐ f Danmörku er ennþá óljóst en Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur reynt að miðla málum milli Venstre og Framfara- flokks Mogens Glistrups. 1 gær- kveldi, föstudagskvöld, ræddu forystumenn Kristilegra við Glistrup og var það bein af- leiðing af þvf að viðræðurnar nú í vikunni milli Venstre og Sósfaldemókrata fóru út um þúfur. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur reynt að athuga hvort unnt sé að lfta á Framfara- flokkinn sem trúverðugan sam- vinnuaðila. Glistrup hefur til þessa verið andvfgur þeim fyr- irætlunum, sem fram komu fyrir kosningarnar um sparn- aðarráðstafanir, er nema sjö milljörðum danskra króna. Astæðan er sú, að hann vill sparnaðarráðstafanir upp á tfu milljarða danskra króna. Af þeim sökum var hann að þvf kominn f september sl. að velta stjórn Hartlings. I sjónvarpsumræðum hefur Glistrup þó haldið fram þeirri afstöðu, að nú verði flokkarnir að koma sér saman, þrátt fyrir mismunandi sjónarmið og Kristilegi þjóðarflokkurinn fór þess á leit við Glistrup, að hann segði til um það, hvort hann væri reiðubúinn að greiða at- kvæði með sjö milljarða króna sparnaði. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur áhuga á þvf að safna saman til samstarfs öllum flokkunum sex, sem ekki eru sósialistískir. Þeir myndu sam- tals hafa 102 þingsæti. Spurn- ing er nú, hvort Radikale Venstre vill vinna með Fram- faraflokknum. An hans myndu flokkarnir hafa aðeins 89 þing- sæti sem er þó meirihluti. Kristilegi þjóðarflokkurinn verður þó líklega hikandi við að ganga til slikrar samvinnu án þátttöku Radikale Venstre. Skattamál Glistrups Vafalaust á það eftir að tor- velda viðræðurnar við Fram- faraflokkinn, að í dag, laugar: dag, Jtom fram, að Glistrup hefur ekki greitt hlutafjárskatt fyrir þau mörgu „tómu“ hluta- félög eða gervihlutafélög sem hann hefur stofnað og stýrt. Hann er þekktur fyrir að aðstoða fólk við að sleppa vel undan sköttum með því að kaupa af honum slik hluta- félög. Þau eru kölluð „tóm“ vegna þess, að þau hafa ekki neitt verðmæti á bak við sig, hlutaféð er aðeins til að nafninu til. Með þvi að losna við persónu- skatta og greiða i st'aðinn hluta- fjárskatta hafa viðkomandi aðilar sloppið með minni Framhald á bls. 47. á árinu? — ef Israel skilar ekki herteknu svæðunum Kairo, 25. jan. NTB — Reuter ALI Amin, aðalritstjóri frétta- tímaritsins Akhbar EI Yom, skrif- ar f blað sitt I dag, að Egyptar muni fara í strfð við Israel á þessu ári ef þeir hverfi ekki frá þeim landsvæðum, sem þeir hafi tekið af Aröbum. Segist Amin geta staðfest,. aó stjórn Egyptalands hafi tjáð stór- veldunum, að Egyptar muni hefja styrjöld til að ná þessum land- svæðum, ef tsraelsmenn láta ekki undan og hverfa þaðan á þessu ári. Ekki tiltekur Amin, hvaða stórveldum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun, Hinsvegar segir hann, að nú um helgina verði ákveðió, hvenær Henry Kissinger komi til Egyptalands, en búizt er við, að hann leggi upp i ferð til landanna fyrir botni Miðjarðar- hafs 6. febrúar nk. eða þar um bil. Kissinger fer þá væntanlega til Israels, Egyptalands, Sýrlands og Jördaniu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.