Morgunblaðið - 26.01.1975, Side 4

Morgunblaðið - 26.01.1975, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 ® 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel 14444 * 25555 BiLALEIGA CAR RENTAlI Q BILALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 pioneeti Útvarp og stereo, kasettutæki BILALEIGA Car Rental (JP SENDUM 41660—42902 lí Ví" borvélar með eða án hulsubúnaðar til af- greiðslu strax. G. Þorsteinsson og Johnson Ármúla 1, sími 85533 Undraafl augaveiklun er útbreiddur sjúkdómur víða um lönd og hef- ur færst í aukana hér á landi við öra þéttbýlisþróun, fjöl- þætta og oft sjúklega kapp- girni. Kvilli þessi birtist oft sem ástfiðuþrungin leit að ein- hverjum haldraða í ólgusjóum mannlífsins. 1 háskalegu kappi geysast menn áfram og koma víða við, svífa eftir hraðbraut- um, sveigja á hvínandi ferð inn í öngstræti og hafna í blindgöt- um, þar sem allt situr fast í stjórnlausu öngþveiti. Oft er þá kvillinn orðinn að ömurlegum sjúkdómi. Fæstum nægir það, sem þeir hafa, hvorki af efnis- gæðum né andlegum auði. Þess má hvorugs njóta i næði, því annars er eins víst að einhvers 'verði misst. Og bensíngjöfin er stigin i botn á meðan ekki kreppir að. Það er iíkt og . dekurbarnið, sem fær hlaða af jólagjöfum og rífur upp hvern pakkann af öðrum með áfergju. Litskrúðugur pappírinn fýkur um alla stofu, leikföngin eru aðeins snert, þeim fleygt til hliðar, þvi þarna er annað for- vitnilegra og þarna, þarna og þarna. Að lokum er barnið að- framkomið og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þvi er sagt að þakka fyrir sig, en það má ekki vera að því. Þá sigrar þreytan og brárnar siga. Barnið er borið i bólið, þar sem það leggur litl- ar hendur utan um gömlu, heimatilbúnu tuskubrúðuna, sem alltaf er á visum staö, við svæfilinn i rúminu. Hvert er gildi þess gamla leikfangs, sem setur það skör ofar gjöfunum góðu og dýru. Það er helgað af hljóðum stundum, þegar þys dagsins var þagnaður og mamma eða pabbi komu inn í herbergið til þess að fara með bænaversin og fólu barnið sitt Guði á vald. — Er þetta nú ekki helzt til of mikil tilfinninga- semi? Þesskonar tilfinninga- semi, sem er úrelt og enginn tekur lengur mark á? Eru bænaversin gömlu ekki úr sög- unni eins og ættjarðarkvæðin og sofna börnin ekki með plast- byssu við vangann og lítinn skriðdreka til fóta á meðan pabbi og mamma horfa á sjón- varpið sitt? Hvers virði er faðir- vor í harðri lífsbaráttu á öld, sem hefur þá ævintýralegu fjöl- breytni lífsnautna að bjóða, sem forfeður okkar hefðu aldrei getað látið sig dreyma um. Er það sálfræðilega rétt að láta börnin þylja utanbókar fjölda af bænaversum, sem þau skilja ekkert í og flytja með sama hugarfari og margföldun- artöfluna í skólanum. Sálfræði- lega! Þetta er eitt af töfraorð- um nútímans. Lausnina er að finna í sálarfræðinni. Hún er ekki vanmetin á okkar tímum. Þegar i óefni er komið, þá er bezta ráðið að fara til sálfræð- ings og þaðan til taugalæknis, sem gefur róandi sprautur og pillur. Það eru kvöldbænir nú- tímans. Mér er minnileg frá- sögn gamals baráttumanns, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Það var Pétur Sigurðsson rit- stjóri og regluboði. Hann kvaðst ekki hafa kynnst fram- angreindum læknislyfjum, aldrei þurft á þeim að halda. Jafnan hafði hann þann sið að gera bæn sína áður en hann sofnaði á kvöldin, og þess vegna aldrei misst svefn eða þjáðst af þessum nagandi kvíða eða spennu, sem setur taugakerfið úr skorðum. Ekki hafði hann samt farið varhluta af von- brigðum í lífinu, í stríði þar sem óvinunum f jölgaði sífellt, þrátt fyrir harðar atlögur, í striði við hinn marghöfðaða þurs, Baccus, og ýmsa fylgifiska hans. Hvað er það, sem gefur slíkum mönnum þrótt, veitir þeim andlega og likamlega reisn til hárrar elli? Það er undraafl, leyndardómur, sem við fáum ekki skilið, heldur lif- að. Það undraafl heitir kristin trú. Með hana að veganesti gefst enginn upp og þess vegna hikaði rómverski hundraðs- höfðinginn alls ekki eins og frá er greint í frásögn þeirri, er guðspjall þessa sunnudags hef- ur að geyma (Matt. 8,1 — 13). Knúinn af því undraafli leitaði hann til Jesú og traust útlend- ingsins var ösvikið og einlægt: „Herra, ég er ekki verður þess, að þú gangir undir þak mitt. En seg það aðeins með orði, og mun sveinn minn verða heil- brigður.“ Gamall maður geng- innar kynslóðar og lýsingar fornra helgisagna, kann ein- hvar að segja. Það eru dæmin, sem tekin eru. En vitnisburður trúarinnar hljómar áfram úr ólíklegustu áttum, úr röðum manna, sem við munum sizt ætla að hirði um fagnaðarerind- ið og gætu játað Krist hátt og opinskátt, játað, að þeir hefðu leitað langt yfir skammt. Utan- garðsmenn, sem hafa hafnað i neti eiturlyfja, en bjargast og læknast fyrir trú. Á því leikur enginn vafi og vitnisburði skortir ekki. Játningar nútíma- manna. Fyrst voru það róandi sprautur og pillur. Og sjá, ævin- týraheimur opnaðist. Paradis- argarður, þar sem fegurstu ilm- jurtirnar voru eitraðar og hvössum þyrnum þaktar undir litríkum krónum. Fyrr en grandalaus fórnarlömbin varði sátu þau föst eins og spriklandi flugur á slímugum blöðum lyfjagrassins. Játning nú- timamanns, sem verið hefur i hringiðunni, sem virðist kitla forvitni unglinga um allan heim. Þar er útrásar leitað i uppþotum, svalli og eitri. Þar deyja menn úr þorsta við falsk- ar uppsprettur. — Sú hugmynd hefur notið fylgis á Islandi, að nauðsynlegt sé að fylgjast með þvi, sem er að gerast í öðrum menningarríkjum. Við erum veikir fyrir hvers konar banda- lögum, sem eiga að glæða við- skipti við aðrar þjóðir á sviði stjórnmála, verzlunar, menn- ingar og lista. Þvi er ekki hægt að mótmæla, að margt gött get- ur áunnist í samvinnu við aðrar þjóðir. En það, sem oft hefur á skort i áhuga okkar fyrir erlend- um samskiptum er heilbrigð gagnrýni byggð á siðferðismati kristinnar trúar. Ahrifin að utan eru eins og vorleysingin, sem flæðir yfir engjalönd i ár- hólmum. Hún ber með sér áburð, sem eykur grasvöxtinn, en jafnframt dreifast grjót- hnullungar um landið, sem síð- ar leynast i grasinu og geta brotið dýrar vélar, ef þeir hafa ekki verið f jarlægðir í tíma, áður en grasnálin stingur upp kollinum. bn Á BLAÐAMANNAFUNDINUM sem stjórn BSI hélt sl. fimmtudag kom fram að í ráði er að koma upp kvennalandsliði eða laridsliðs- kjarna og fá þjálfara fyrir konurnar sem munu að sjálfsögðu verða með á Norðurlandamótinu, sem haldið verður hér á landi 1977. Nauðsynlegt er að kvennalands- liðið verði með í öllum ferðum sem farnar verða eftir þann tíma. 000 Starf Bridgesambands Evrópu hefur nánast einungis verið að sjá um og halda Evrópumótin. Á þingi sem haldið var í Tel Aviv í vetur var ákveðið að gera breytingu á starfsháttum sambandsins og voru fjárlög sambandsins marg- földuð. Ákveðið var að sambandið sinnti fleiri verkefnum, veitti að- stoð á ýmsan hátt svo sem I fjár- málum og skipulagningu svo eitt- hvað sé nefnt. 000 Þá má nefna tölur um kostnað við utanlandsferðir sem áformaðar eru á vori komandi. 1400 þúsund kr. voru nefndar sem kostnaður á ferðum, hóteli, einni máltið og morgunmat og vita þeir sem til þekkja að ekki er þar með allt upp talið. Einnig kom fram að þegar sið- asta ferð landsliðsins var farin, þ.e. til ísraels, var mjög mikill fjárskortur — enda langt að fara — en ísraelar vildu ekki að ís- lendingar sætu heima og styrktu þá til fararinnar — greiddu ferðir þeirra til og frá London — Tel Aviv. 000 Oxfordháskóli bauð félögum i Háskólanum til alþjóðakeppna i tvimenning og verður hann spilað- ur i kring um 26. febrúar í a.m.k. einum riðli. 000 Þess má að lokum geta að bridgeiþróttin á ekki upp á pall- borðið hjá Sjónvarpinu. Blaða- menn af öllum blöðunum mættu til þessa fyrSta fundar BSÍ — Útvarpið sendi fulltrúa til að sækja gögn sem lágu fyrir á fund- inum — en af þvi að þessi fundur var haldinn á fimmtudegi gat eng- inn mætt frá sjónvarpi. 000 Sl. þriðjudag voru spilaðar 3. og 4. umferð í Reykjavíkurmótinu — sveitakeppninni — og er staða efstu sveita þessi: Sveit Þórarins Sigþórssonar 71 Sveit Helga Sigurðssonar 69 Sveit Þóris Sigurðssonar 63 Sveit Hjalta Elíassonar 56 Sveit Gylfa Baldurssonar 55 Sveit Viðars Jónssonar 42 Sveit Jóns Hjaltasonar 41 Sveit Ingibjargar Halldórsd., 40 Miklar sviptingar eru í efstu sætunum og var t.d. sveitin sem var I efsta sæti eftir tvær umferðir ekki meðal átta efstu sveitanna nú. 000 Frá Bridgefélagi Reykjavlkur Þegar sveit Hjalta hafði lokið þeim leikjum, sem hún átti óspil- að, var hún komin með örugga forystu og að ellefu umferðum loknum er staðan þessi: Sveit stig 1. Hjalta Eliassonar 181 2. Þóris Sigurðssonar 172 3. Helga Sigurðssonar 147 4. Þórarins Sigþórssonar 136 5. Jóns Hjaltasonar 115 6. Björns Eysteinssonar 108 7. Gylfa Baldurssonar 100 8. Hermanns Lárussonar 87 Næsta umferð verður n.k. miðvikudagskvöld [ Domus Medica kl. 20. 000 Hin óopinberlega heims- meistarakeppni í tvimenning. Sunday Times-mótið, var haldið I London og er nýlokið. íslendingar áttu þátttakendur i mótinu, þá félaga Stefán Guðjohnsen og Simon Simonarson. Þeir höfnuðu i 11. sæti af 1 8 pörum sem má telja góðan árngur þar sem ekki er við neina aukvisa að etja i þessu móti. Mikill fjöldi spilaranna eru launað- ir atvinnuspilarar. Sigurvegarar urðu ungir Bandarikjamenn, Sontag og Weichsel að nafni, og sigruðu þeir með nokkrum yfir- burðum, hlutu 204 stig. Röð parnáhna varð annars þessi: 1. Sontag-Weichsel, 204 2. Möller-Werdelin, 191 3. Derry-McNeil, 187 4. Coyle-Silverstone, 185 5. Ortiz-Bernasconi, 181 6. Thompson-Reardon, 179 7. Teixeira-Debonnaire, 174 8. Shapiro-Delmouly, 173 9. Flint-Rose, 171 10. Svarc-Boulanger, 167 11. Símon-Stefán, íslandi, 165 12. Priday-Rodrigue, 164 13. de Palco-Burgay, 163 15. Stampf-Swartz, 155 16. Amor-Slavenburg, 152 17. Reese-Dixon, 147 18. Nilsland-Anderson, 141 Ásmundur Pálsson og Hjalti Eliasson hafa tekið þátt i keppni þessari og staðið sig með ágætum — lentu rmiðjum hópnum eins og Stefán og Símon. Á.G.R.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.