Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 10 fólk — fólk — fólk — fólk stranda- Jóhann Nfelsson f járbóndi. Ljósmynd Mbl. órni johnsen. 5? Ef mannskepnunni býðst annað llf, fylgir sauðkindin Hann er engin „drusla“ þessi. alveg örugglega” „Ég er 70 ára gamall og slátr- aði núna i haust 213 kindum undan minu fé. Þaó er helvíti gott, finnst þér ekki? Ég hugsa að það hafi lagt sig upp á um 2 millj. kr. i innlegg. Meðalvigtin hjá mér var 19 kg, góð vigt af svo miklu tvílembdu, en ég var aðeins með 30 einlembdar." Jóhann Níelsson, fjárbóndi á Hólmavik, situr á rúmbálkinum sínum og segir frá. Hann er lágvaxinn, þrekinn og snar- eygður, dökkur á hár, með rösk- legt fas eins og hann eigi erfitt með að stöðva sig og þó er hann á áttræðisaldri. Reyndar hefur hann verið vel að verki sína daga og ávallt i hópi harðdug- legustu manna og algjör þrek- maður á stundum og ekkert myrkur I máli um sínar skoðan- ir, sem tengjast oftast sauð- kindinni, blessaðri. „Já, ég hef lengst af séð um fé,“ hélt hann áfram, „ég var vinnumaður i 16 ár hjá lærðum búfræðingi, Karli Jónssyni. Það er nú lygilegt, en ég tók af honum féð 18 ára gamall um miójan vetur. Það átti að fara að drepa það vegna hagleysis, en ég tók það að mér og það tók við sér. Ég er talinn með betri fjármönnum og það hefur eng inn ráðunautur staðið í mér. Það er kynlegt sem þeir ætlast sumir til af okkur fjárbændun- um, þeir ætlast til þess að við drepum kjarkmesta féð, en höldum druslunum eftir. Ég tek ekki slíkum boðskap og ég þarf aldrei að taka á fé, mér er nóg að sjá það til að geta metið það til fulls. Ég skal segja þér, ég gerði það af hrekk einu sinni. Það átti að dæma tvær kindur á héraðssýningu. Ég sagði þremur búfræðingum að ég skyldi taka beztu kindurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.