Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1975
11
fólk — fólk — fólk — fólk
úr hópnum án þess aö þreifa
þær áður. Ég lét síðan aðra vita
hvaða kindur ég valdi og síðan
völdu þeir sömu kindurnar.
Það þótti þeim undarlegt. Já,
þú hafðir heyrt um mig fyrir
sunnan, ég er vist orðinn þekkt-
ur víða, er það ekki?
Einu sinni var ég farinn til
sjós og þá kom Karl heitinn og
kvartaði vegna þess að það var
komin pest i féð og hann vildi
fá mig til þess að gæta þess og
hlúa að því. Ég viidi ekkert
gera fyrst, en svo veiktist fólkið
á bænum og það varð eitthvað
að gera. Ég byrjaði á því að
velja 7 kindur úr hópnum, sem
ég sá pestina i og skaut þær og
allt fór vel upp frá þvi.
Annars hafði ég helvíti gam-
an af því eitt sinn er ég fór með
Jóni heitnum í Skarði suður í
Dali að velja fé. Hann ýmist
skammaði mig eða bað mig fyr-
irgefningar út af því sem ég
valdi, en oftar tók hann síðari
kostinn. Ég valdi þar eitt sér-
stakt lamb og þeir báðu mig
þrisvar að sleppa því, en ég
þekkti það alltaf strax úr og þá
hættu þeir.
Ég er orðinn vanur úrvalsfé,
þvi ég hef alltaf átt úrvalsfé,
fallegar kindur. Veturgamall
hrútur sem ég á vigtar 90 kg.
Hann var fremstur í 1. verð-
laununum i haust. Þrevetur-
gamall hrútur hjá mér sem vó
110 kg fékk einnig 1. verðlaun.
Ég hef átt sæg af verðlauna-
hrútum, venjulega 5 á hverju
ári. Annars skar ég gömlu hrút-
ana niður i haust.“
„Kallarðu þá nöfnum?"
„Nei, það er litió um það, rétt
kind og kind að gamni minu, en
ég hef féð númerað og þau
númer eru geymd í höfðinu á
mér eins örugglega og i beztu
tölvu Sameinuðu þjóðanna."
„Þú gengur daglega til gegn-
inga.?“
„Já, ég geng daglega um
hálfrar klukkustundar gang að
fjárhúsunum upp að Kálfanesi
og oft tvisvar á dag. Svo heyja
ég fyrir féð á sumrin og leik
mér að því einn, en ég gef mik-
ið vothey á vetrum, gef vothey í
þrjú fjárhúsin af fjórum.“
„Þekkir féð þig?“
„Já, það þekkir mig. Það er
engin meðferð á fé ef það þekk-
ir ekki manninn. Á haustin tek-
ur það mig eina viku að raða
fénu á húsin. Eftir það rennur
féð inn í sitt hús og ég þarf ekki
að hreyfa kind.“
„Er búfjárhaldið ekki dýrt
núna?“
„Vélarnar kosta orðið dáldið,
þetta veltur i kring um 1 millj.
kr. brúttó og svo fer dáldið í
áburð, fóðurbæti og heyköggla.
Þar koma svona 300 þús. kr. í
kostnað hjá mér, en ég fóðra
vel eftir að ég er byrjaður að
fóðra á annað borð og svo
blanda ég saman einni körfu af
votheyi og hálfu öðru hneppi af
þurrheyi, en hneppi er það sem
maður getur tekið í fang sér af
þurru heyi. Ég hef núna þrjár
vélar."
A véggnum hjá Jóa Nilla eins
og hann er kallaður í daglegu
tali við Steingrimsfjörðinn
hékk innrömmuð verðlauna-
skýrsla frá héraðssýningu á
hrútum í Strandasýslu 27. sept.
1964. Þar var skráður Smári
Sómason, en móður var ekki
getið. Þungi 102 kg, brjóstmál
111 sm, hæð 81 sm, lofthæð
352^ sm, spjaldhryggur 26 sm,
leggur 134 sm og aldur þrjú ár.
Við röbbuðum nokkuð um
Sóma og svo tók Jóhann aftur
upp þráðinn: „Ég hef látið tvær
kindur í skiptum fyrir eina ef
ég hef fengið að velja og með
þvi móti náði ég minu góða fé.
Ég skal segja þér skrýtlu. Ég
var hjá frænda mínum vestur í
Dölum að taka af. Maður þar
þóttist þekkja öll lömbin og ég '
spurði hann hvað hrútur einn
væri gamall. Hann svaraði aó
hann væri tveggja vetra, en ég
sagði hann veturgamlan og það
reyndist rétt. Hann átti líka
rollu með ómörkuðu lambi, en
tók alltaf allt aðra rollu með
lambinu. Ég sagði honum hvar
rétta rollan var, því ég þekkti
hana, hafði séð hana einu sinni
með lambinu.
Þegar ég var á Fitjum um
tvítugt dró ég lömbin þar og þá
lambaði maður allt ómerkt. Nú
er allt merkt út, sem á að
sleppa."
„Er sauðkindin vitur
skepna?"
„Féð er ekki vitlaust, það er
tilfellið. Það sýnir tilfinningar
og getur orðið alveg vitlaust ef
það er ekki umgengið af sama
manni. Það er of lítið gert af
þvi að mínum dómi að ganga
innan um féð. Kindin hefur al-
veg sál eins og maðurinn, já það
er alveg svipað.“
„Trúir þú á annað líf fyrir
kindina og manninn?"
„Menn brjóta hugann um
annað líf. Skrýtið hvernig
heimurinn hefur orðið til, það
getur maður ekki skilið alveg.
Líklega er annað lif þegar þar
að kemur. Það var gamall mað-
ur hér á Stokkanesi, Sigurður
að nafni. Hann sagði að það
væri ekki til annað líf. Svo kom
að þvi að ^maðurinn var að
deyja. Þá bráði af honum og
hann sagði: „Nú veit ég að það
er annað lif.“
Já, það er margt skrýtið í
þessu og kannski bezt að láta
það hafa sinn gang í rólegheit-
unum án þess að vera að teygja
sig of mikið eftir þvi. Það er svo
margt sem maður veit ekki
hvað er og af hverju komið.
Aður heyrði fólk barnsgrát og
annað úr klettunum, en nú er
— ffiinna um það. Þó er sitthvað.
Einu sinni fórst maður á
Steinadalsheiði. Ég sá þar einu
sinni mann, sem hafði farist
þar. Sá hann sem snöggvast, en
ég vissi alveg hve lengi hann
fylgdi mér eftir. Hann fylgdi
mér alveg fram undir brún.
Þetta er skrýtið og merkilegt,
en voðalega hefur það nú verið
-leiðinlegt mál á sinum tima.
Hann ætlaði að fara að trúlofa
sig og var að sækja hringana. Á
heimleiðinni með hringana
fórst hann svo i snjóflóði."
„Þú hefur lika lent i ýmsu til
sjós.“
„Já vist er það. Ég lenti meðal
annars í því láni að bjarga
tveimur bátum sem ég var á. 1
eitt sinn kom gat á bátinn og ég
stakk löppinni niður- i gatið
þannig að lekinn stöðvaðist.
Mér var svoldið kalt þegar við
lentum. Einu sinni í fárviðri
tók ég við stýrinu þegar allt var
komið i fár og svo sagði ég fyrir
um leiðina inn úr sortanum.
Það er eitthvað sem er i þessu
öllu. Einu sinni stöðvaði ég
linulögn á bát sem ég var á og
við héldum til lands. Áður en
rosinn var fyllilega skollinn á
fengum við yfir okkur brotsjó,
sem tók allt af bátnum. Þetta
veður sá ég fyrir.
Já, það má nú kalla að maður
hafi lent í ýmsu. Oftast hafði ég
tvo hluti, enda dró ég oftast
helmingi meira en aðrir lengi
vel og hafði líka frítt fæði. Það
þótti eins gott að vera á sjó
þegar ég var fullröskur maður,
en mér líkar rollusnuddið vel
nú.
Já, það er víst eitthvað í
þessu öllu heldurðu ekki? Það
var hér maður sem þóttist sjá
menn, sem voru dauðir. Þannig
var það. Annars er ég viss um
að ef það er til annaó líf i boói
fyrir mannskepnuna, þá fylgir
sauðkindin alveg örugglega.“
„Hlýðir féð þér algjörlega?"
„Ég kalla á féð og það kemur.
Ég hef þann sið að vera meira
hjá fénu þegar það er byrjað að
snjóa, en þegar ég geng heim á
leið eltir það mig viðstöóu-
laust.“
„Eftir hverju dæmirðu góða
á?“
„Fyrst er að lita framan i
hana, líta eftir skapi hennar og
það sé ég framan i henni. Það
er mikill munur á harðgerðu fé
og druslum. Blakka féð er yfir-
leitt harðgerðara. Ég sé þetta
hraustlega fé eftir svip og
brjóstbyggingu, því eftir því
fer allt annað. Það er þetta
sama með hrútana og ekki síð-
ur. Til að mynda ef þú ætlar að
velja góða kind getur þú haft
þetta í huga: Standi hún bein,
þarf brjóstið að vera stif þver-
hönd fyrir framan bóg.“
„Eru kindur veðurglöggar?"
„Já, þær eru fljótar að finna
veður á sér, en stundum fara
þær illa á því, það er að segja ef
þær fara í hnytskjól undir há
börð sem getur fyllt af snjó.
Þaó er mikils virði að hafa vitra
forystukind. Oft eru þær svolit-
ið óþekkar og þá er erfiðara að
tjónka við þær, sérstaklega ef
maður ætlar að breyta um átt.
Ég á eina forystukind og dætur
hennar og gimbrar undan þeim
hafa sýnt sig að góðu í forystu.
Eitt sinn átti ég eina svarta,
sem var alltaf á visum stað eftir
veðri. Ég gat gengið að henni
vísri eftir því hvernig viðraði
og til dæmis ef það gerði norð-
anátt um nótt gat ég gengið að
henni visri alltaf á sama stað
daginn eftir. Fé fer dáldið eftir
veðrum og eins áttum. Það er
þó ekki sama hvort þú elur
kind inni allan veturinn eða
beitir henni.“
„Stundar þú rjúpnaveióar
eða aðrar veiðar?"
„Nei, ég skýt aldrei rjúpu, ég
trúi á gömlu trúna, sem boðar
að þeir peningar endist aldrei
neitt. Ég sinni bara fénu. Mað-
ur þekkir á það. Það er hægt að
hafa tvílembt eftir fóðrun og
maður getur haft sama arð af
færra fé ef margt er tvilembt.“
Jóhann býr einn, en hann
sýndi mér myndir af syni sín-
um, sviphreinum og myndar-
legum manni meó fjölskyldu
sinni, fólk, sem skilar af dugn-
aði hlutverki sínu i islenzku
nútimaþjóðfélagi.
Sérkennilegir persónuleikar
eins og Jóhann Níelsson eru
viða i okkar landi og þeir eru
ekkert að mylja moðið I mann-
skapinn og ekkert að hangsa
við hæversku, enda ávallt látið
hendur standa fram úr ermum.
Ég spurði Jóhann hvort hann
væri sáttur við lífið og tilver-
una?
„Það þýðir ekkert annað,“
svaraði hann, „ég tala nú ekki
um þegar maður er orðinn hálf-
gerð drusla. Jú, ég hef aldrei
haft tilhneigingu til að röfla við
tilveruna, hún býður upp á svo
margt. Eg á nú þetta hús sem ég
bý i, fjárhús fyrir 200 fjár,
þrjár vélar og margt fé. Það
kalla ég gott fyrir mig sjötugan.
Hér í plássinu hefur verió feiki-
legur uppgangur síðustu árin
og bæjarbragurinn er góður.
Ekki er hér atvinnuleysið og
hér er ágætis fólk.
Annars þekki ég betur sauð-
féð, ég er hændur að þvi og það
hænist að mér. Ein kindin til
dæmis, Rella heitir hún, kemur
alltaf inn í hús til mín á hverj-
um degi til þess aó fá sér tuggu
þótt féð sé úti. Hún er mjög
hænd að mér.“ __ ýrnj j
Rabbað
við
Jóhann
Níelsson,
fj árbónda
á
Hólmavík
Jóhann með Stóra-Gul.
Þetta eru engin smásýnishorn.
Jóhann að baki hluta af sinum myndarlega bústofni.