Morgunblaðið - 26.01.1975, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975
25
William Fullbright lœtur af__
þingmennsku______________
Var einn litríkasti og
þekktasti þingmaður
Bandaríkjanna
William Fullbright á fundi með islenzkum frétta-
mönnum f Háskðla Islands 1967.
UM SÍÐUSTU áramót lét Willi-
am Fullbright öldungadeildar-
þingmaður frá Arkansas af
þingmennsku eftir 30 ára lit-
rikan stjórnmálaferil. Full-
bright tók ekki þátt í kosn-
ingunum í nóvember, hann féll
í forkosningunum í júní, fyrir
Dale Bumpers, rikisstjóra
Arkansas, ungum og mjög vax-
andi stjórnmálamanni, sem
þegar er nefndur i sambandi
viö forsetaframboð í náinni
framtíð. I forkosningunum
fékk Fullbright aðeins 34,8%
atkvæða á móti 65,2% fyrir
Bumpers. Mikill ósigur fyrir
mann, sem alltaf hafði sigrað
með gífurlegum yfirburðum.
Með Fullbright er horfinn af
sjónarsviðinu einhver litrikasti
og þekktasti stjórnmálamaður
Bandaríkjanna. Hinn kunni
bandaríski dálkahöfundur
Walter Lippmann, sem fyrir
skömmu er látinn, sagði um
Fullbright eitt sinn: „Það er
ekki hlustað á hann í þinginu
fyrr en allur heimurinn hefur
heyrt það sem hann hefur að
segja." Það voru framsýni,
þrákelni og frábærir hæfileikar
Fullbrights til að skilja og meta
stórmál, sem unnu honum virð-
ingu heima fyrir og erlendis.
Hann var oft einn á báti með
skoðanir sínar og oft kom það í
ljós, að hann hafði haft rétt
fyrir sér. Hann gagnrýndi alla
forseta Bandaríkjanna frá
Truman til Nixons fyrir að vera
of kreddukenndir eða of mikla
beitingu bandarísks valds er-
lendis. Hann var einn af fáum,
sem vöruðu John F. Kennedy
við að reyna að steypa Fiedel
Castro úr sessi með þvi að
senda skæruliðasveitirnar til
Svínaflóa, hann barðist gegn
hernaðaríhlutuninni, sem
Johnson fyrirskipaði i Dómin-
kanska lýðveldinu og hans
lengsta og harðasta barátta var
gegn Vietnamstríðinu, sem
hann kallaði „endalaust, gagns-
laust, veikjandi og ósiðsam-
legt.“
Fullbright barðist af hörku
gegn aukinni þátttöku Banda-
ríkjanna í stríðinu með því að
kalla talsmenn ríkisstjórnar-
innar fyrir nefnd sina,
utanríkismálanefnd öldunga-
deildarinnar, þar sem spurði þá
spjörunum úr og fór ekki dult
með andúð sína, þótt allt væri
það gert á rólegan og hógværan
hátt. Eitt sinn er Melvin Laird,
fyrrverandi varnarmálaráð-
herra, var fyrir nefndinni og
skýrði frá því að stjórnin hygð-
ist búa her S-Vietnam betri og
nýtizkulegri vopnum til þess að
draga úr aðild Bandaríkja-
manna að striðinu, sagði Full-
bright: „Ég hef heyrt þetta
áður, þetta er eins og grammó-
fónplata, sem hjakkar í sama
farinu, þið verðið að gera eitt-
hvað róttækt til að breyta þessu
striði, annars dregur það okkur
til glötunar." Margir eru
þeirrar skoðunar að þessir
opinberu fundir Fullbrights
hafi átt stóran þátt í að koma
Bandarikjamönnum út úr stríð-
inu og einnig að áskoranir hans
um raunsæi og málamiðlun hafi
átt sinn þátt í samningatilraun-
um til að draga úr spennu, sem
nú standa yfir og heimsóknum
Nixons til Sovétríkjanna og
Kína.
Afskipti Fullbrights af er-
lendum málefnum, sem for-
manns utanríkismálanefndar í
15 ár, skyggðu á afskipti hans
af innanríkismálum, en á þvi
sviði var hann einnig talinn
framfarasinnaður. Þó geta
sumir starfsbræður hans ekki
fyrirgefið honum, að hann
greiddi atkvæði gegn ýmsum
jafnréttislögum á sviði kyn-
þáttamála. Þeirri gagnrýni
svaraði Fullbright með því að
yppta öxlum og segja að hann
ætti ekki annarra kosta völ þar
sem hann væri þingmaður fyrir
suðurríki, allt annað þýddi póli-
tískt sjálfsmorð. Hins vegar
þótti Fullbright sýna mikið
hugrekki, er hann einn manna
greiddi atkvæði árið 1954 gegn
fjárveitingu til rannsóknar-
nefndar Josephs McCarthy’s er
kommúnistaofsóknir hans
stóðu sem hæst. Fullbright
kallaði McCarthy „skepnu“ og
fékk i staðinn uppnefnið Half-
bright (lauslega þýtt hálfviti).
William Fullbright er af
bændafólki kominn, en hann
var frábær námsmaður og fékk
hinn fræga Rohdesstyrk, til
náms við Oxford-háskóla í Bret-
landi. Fullbright beitti sér 1946
fyrir frumvarpi um stofnun
sjóðs til að styrkja erlenda há-
skólastúdenta og fræðimenn til
framhaldsnáms í Bandarikjun-
um og Bandaríkjamenn til
náms erlendis. Eru styrkir úr
þessum sjóði kallaðir Full-
brightstyrkir. Sumir starfs-
bræður Fullbrights iitu á hann
sem sjálfselskan og montinn
mann, sem aldrei hefði komist
yfir mikinn menntaframa sinn.
Harry Truman þáverandi
Bandaríkjaforseti kallaði hann
eitt sinn i reiðiskasti „of-
menntaðan tíkarson frá Ox-
ford“. Undir lok stjórnmála-
ferils síns hallaðist Fullbright
að vináttu við ríka menn og
volduga og varð vinur og ráð-
gjafi forseta og konunga. Um
leið missti hann tengslin við
kjósendur sina heima i Arkans-
as sem fundu það og létu hann
fara í forkosningunum í sumar
eins og fyrr segir. William Fuli-
bright heimsótti Island i
febrúar 1967 ásamt konu sinni,
í tilefni 10 ára afmælis Full-
brightstofnunarinnar á Islandi.
Ræddi hann m.a. við ráðherra
og forystumenn á sviði skóla-
mála.
öndverðar og skeyta hvorki um
skömm eða heiður í valdabaráttu
sinni. Það hlýtur að vekja sér-
staka athygli af hve mikilli per-
sónulegri heift Ellert veitist að
Sverri Hermannssyni og Tómasi
Árnasyni.“
Auðvitað er það út i bláinn að
persónulegar árásir sé um að
ræða af hálfu Ellerts, enda veit
víst enginn til þess, að hann hafi
neitt persónulega á móti þeim
einstaklingum, sem hér koma við
sögu, heldur þvert á móti. En
hann heldur fram sinni skoðun og
sannfæringu, eins og hann hefur
heimild til og ber raunar skylda
til. Og það er síður en svo að
nokkuð sé óeðlilegt að þessi sjón-
armið komi fram af hálfu sjálf-
stæðisþingmanna, þvert á móti
væri einkennilegt, ef þessar radd-
ir heyrðust ekki.
Forystumenn kommúnista hafa
löngum lagt á það áherzlu, að að-
eins ein rödd heyrðist i flokki
þeirra og leggja sig í framkróka
um að kæfa i fæðingunni allar
tilraunir til frjálsræðis eða nýs
mats á málefnum. Stundum verða
þeir að vísu að grípa til harka-
legra ráða, sem koma þá fram í
dagsljósið, eins og t.d. að undan-
förnu, er þeir hafa verið að kúga
Magnús Kjartansson til stefnu-
breytingar 1 stóriðjumálum.
Fólkið veitir þvi athygli, t.d.
þegar ungkommúnistar koma
fram i sjónvarpsþáttum, að þeir
eru allir steyptir i sama mót. Þeir
ganga í leikskóla til að læra
setningarnar, sem þeir eiga sifellt
að endurtaka og allir hafa þeir
sömu tilgerðarlegu áherzlurnar,
hvort sem þeir heita Svavarar,
Ragnarar eð Kjartanar. Þeir eru:
„Litlir kassar, og allir eins.“
Frjálsleg blaðaskrif og málefna-
legar deilur um ýmsa þætti þjóð-
mála og menningarmála eru að
sjálfsögðu undirstaða heilbrigðr-
ar, lýðræðislegrar þróunar, og
vissulega hafa ýmis málefni verið
rædd að undanförnu, enda er það
einkennandi að i skammdeginu
verða deilur okkar íslendinga oft
háværastar. Og ekki er þvi að
leyna, að stundum getur orðaval
orðið nokkuó harðdregið, þótt
ekki eigi það við um grein Ellerts
Schram. Persónulegra aðdróttana
gætir lika stundum úr hófi fram
og mættu menn gjarnan leggja
þann sið niður, enda eru blaða-
greinar venjulega áhrifameiri, ef
sæmilegrar hófsemdar er gætt.
Upp á
Grænlandsjökul
Nýlega fór fram viðræðuþáttur
um landhelgismál í Ríkisútvarp-
inu, þar sem m.a. komu fram full-
trúar allra stjórnmálaflokkanna.
Þeir virtust nokkuð sammála um,
að bíða ætti með að tilkynna um
útfærsludag landhelginnar, þar
til hafréttarráðstefnan i Genf
væri a.m.k. hafin, ef ekki þangað
til fundum þar í borg væri lokið.
Raunar voru engin rök færð fyrir
því sem viðhlítandi eru, að þessi
stefna væri rétt, og er bréfritari
þeirrar skoðunar, að stefna nú,
sem Sjálfstæðisflokkurinn mark-
aði haustið 1973 um það að hraða
útfærslunni einhliða, hafi verið
hin eina rétta, og af flokksins
hálfu verði að þrýsta á ákvarðanir
í þessu efni.
Sérstaka athygli vakti, að full-
trúar tveggja stjórnarandstöðu-
flokkanna, þeir Lúðvík Jósepsson
og Benedikt Gröndal, lögóu ríka
áherzlu á frestun málsins.
Kom það ekki á óvart
að þvi er Lúðvík varðar, þvi
að hans flokkur vill bíða allt
fram i nóvember, en ekki verður
hjá því komist að geta um býsna
stráksleg ummæli Benedikts
Gröndal, sem ekki sæma for-
manni lýðræðislegs stjórnmála-
flokks. Þar var um „glósur“ að
ræða, sem þó vonandi hafa verið
fram settar i hugsunarleysi. En
formaður Alþýðuflokksins sagði
orðrétt:
„Ja, ég geri mér vonir um, að
það sé samkomulag um það, ég
held að það sé milli stjórnmála-
flokkanna um að láta ekki í ljós af
Islands hálfu, hvað við ætlum að
gera, fyrr en eftir fundinn Í Genf,
og ég tel satt að segja að við
getum það ekki með nokkru móti.
Það eru svo mörg atriði, sem þar
verða til umræðu, sem munu
skýrast, sem við megum til með að
vita um, áður en við tilkynnum
okkar ákvörðun, t.d. hvernig eiga
linurnar að vera milli landa, sem
eru minna en 400 milur? Ætlum
við að færa út bara með yfirlýs-
ingu upp á miðjan Grænlandsjök-
ul? Það er ekki hægt. Hvað um
Jan Mayen? Hvað um svoleiðis
eyjar, hvað um Rockall? Það eru
svona atriði, ótalmörg, sem ég
held, að muni a.m.k. skýrast það
mikið i Genf, að við gætum eftir
það áttað okkur á því, hvernig við
höldum síðan áfram, og enn eru
þó svo vandasöm, að við megum
til með að bíða eftir þessari ráð
stefnu, auk þess sem það er mjög
diplomatiskt skynsamlegt, þó að
það geti verið svolítið aðhald fyrir
ráðstefnuna, að hún viti af þvi, að
bæði við og fleiri ætlum að færa
út, hvað sem tautar.“
Hefur maðurinn aldrei heyrt
miðlínur nefndar? Getum við
ekki gert breytingar á þeim, ef
alþjóðareglur breytast?
Mikilvægasta
málið
Auðvitað hefur það grundvall-
arþýðingu, að við Islendingar get-
um staðið sameinaðir um útfærsl-
una í 200 mílur og skiljanlegt að
stjórnmáiamenn vilji leggja sig í
framkróka um að ná slíkri sam-
stöðu. Þó hefur það grundvallar-
þýðingu, að enginn geti fundið
neitt hik á okkur Islendingum i
landhelgismálinu, því að hika er
sama og tapa. Jafnvel þótt út-
færsludagur verði ekki ákveðinn,
áður en hafréttarráðstefnan kem-
ur saman í Genf, veróur það að
vera lýðum ljóst, að enginn ís-
lenzkur stjórnmálaflokkur mun
hvika frá þeirri ákvörðun, sem
ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar
hefur tekið, að færa landhelgina
út á þessu ári, og raunar hefur
forsætisráðherra bent á, að það
þurfi að gerast ekki síðar en i
sumar eða snemma hausts.
Þvi miður er það staðreynd, að
útfærslan í 50 milur hefur borið
miklu minni árangur en vió Is-
lendingar gerðum okkur vonir
um. Að því er veiðar Breta varð-
ar, dró ekki úr þeim að neinu
ráði, fyrr en nú að undanförnu
og ekkert fyrr en eftir að Olafur
Jóhannesson, þáverandi forsætis-
ráðherra, hafði gert samninginn
við Heath forsætisráðherra Breta.
Útfærslan í 200 milur er lifs-
nauðsyn og ekki er okkur islend-
ingum vandara um að stefna að
200 mílna einhliða útfærslu en
tveim þriðju hlutum öldunga-
deildar Bandarikjaþings og þeim
áhrifaöflum i Bretlandi, sem fyrir
þeirri stefnu berjast. Hikum þvi
ekki.