Morgunblaðið - 26.01.1975, Side 44

Morgunblaðið - 26.01.1975, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1975 Norsk æfintýri P. Chr. Asbjörnsen og Moe: Smiðurinn, sem kölski þorði ekki að hýsa Jens Benedikts- son íslenzkaði fallega um að fá að sleppa úr stólnum, en svo reiddist hann og fór að hóta smiðnum öllu illu, en smiðurinn afsakaði sig eins vel og hann gat, sagði aó þetta væri allt vegna þess, hve járnið væri hart, og svo huggaði hann fjandann með því, að hann hefói svo þægilegt sæti þarna í stólnum, að hann munaði ekki mikið um að sitja þar í fjögur ár, og þá skyldi hann líka sleppa á stundinni, þegar þau yæru liðin Að lokum fór svo, að skolli varð að lofa, að hann skyldi ekki sækja smiðinn fyrr en eftir f jögur ár, og svo sagði smiðurinn: „Jæja, nú geturðu staðið upp aftur,“ og fjandinn af stað, eins fljótt og hann gat. Eftir f jögur ár kom kölski enn að sækja smiðinn. „Nú ertu þó líklega tilbúinn?" sagði hann um leið og hann gægðist inn um smiðjudyrnar. „Já alveg tilbúinn," sagði smiðurinn, „nú getum við lagt af stað þegar þú vilt. — En heyrðu mig — það er eitt sem ég hefi hugsað mikið um, og sem ég ætla að spyrja þig um: er þaö satt það sem sagt er, að þú getir gert þig eins lítinn og þér sýnist?“ „Víst er það satt,“ sagði kölski. „Æ, þá gætirðu gert mér þann greiða skríða Þessi teikning er af stærstu höggmyndum heims. Þær eru í norðausturhlíðum Mont ftushmore í Suð- ur-Dakota og eru höggmyndirnar fjórar af forsetum Bandaríkjanna; þeim George Washington (1732—99), Thomas Jefferson (1743—1826), Abra- ham Lincoln (1809—65) og Theodore Roosévelt (1858—1919). Það tók rúmlega 6 ár að gera þessar höggmyndir af forsetanum en þær eru hver rúmlega 140 metrar á hæð. niður i þessa pyngju hérna og gá hvort hún er heil,“ sagði smiðurinn. „Ég er svo hræddur um að ég týni ferðapeningunum mínum.“ „Það skal ég gjarnan gera,“ sagði skolli. Hann gerði sig agnarlítinn og skreið niður í pyngjuna. En ekki var hann fyrr komin ofan í, en smiðurinn lokaði pyngjunni. „Jú, hún er alls staðar heil, og hvergi gat,“ sagði f jandinn í pyngjunni. „Ja, þú segir það laxi,“ sagði smiðurinn, „en mér finnst betra að hafa allan vara á um það, ég ætla að sjóða hlekkina svolítið til frekari fullvissu,“ með það lagði hann pyngjuna á eldinn og hún varð fljótt glóandi. „Æ, æ, æ,“ skrækti fjandinn í pyngjunni. „Ertu vitlaus, veistu ekki að ég er í pyngjunni?“ „Ja, ekki get ég hjálpað þér, það er sagt að maður eigi að hamra járnið meðan það er heitt,“ sagði smiðurinn, og með það tók hann stóru sleggjuna sína, lagði pyngjuna á steðjann, og barði á hana eins fast og hann hafði krafta til. „Ó, ó, ó,“ æpti skolli í pyngjunni. „Góði vinur, ef þú lofar mér út, skal ég aldrei koma aftur.“ „Ja, nú held ég að hlekkirnir bili ekki,“ sagði smiðurinn, „og nú getur þú komist út.“ Svo opnaði hann pyngjuna og skrattinn af stað, svo fljótt að hann leit ekki einu sinni við á hlaupunum. En eftir nokkurn tíma datt smiðnum það í hug, að það hefði kannski verið heimskulegt af sér að gera kölska reiðan við sig. „Því ef ég kæmist nú ekki inn í himnaríki," hugsaði hann, þá gæti svo farið, að ég yrði yfirleitt húsnæðislaus í eilífðinni, fyrst ég er búinn að reita karl þann til reiði, sem ræður húsum á neðri byggðinni. Svo hugsaði smiðurinn að hann yrði að reyna að athuga í hvorn staðinn maður gæti komist, til þess að hafa tímann fyrir sér, svo hann tók sleggjuna sína og hélt af stað. Þegar hann hafði farið nokkra leið, kom hann að krossgötum, þar sem vegurinn til himnaríkis liggur frá þeim sem til heljar má snúa. Þarna náði smiður- inn skraddara einum sem hraðaði sér áfram með pressujárnið sitt í hendinni. „Góðan daginn,“ sagði smiðurinn. „Hvertætlar þú?“ „Til himnaríkis og reyna hvort ég fæ ekki inni þar,“ sagði skraddarinn. „En hvert ferð þú?“ „Og, við eigum þá ekki langa samleið," sagði smiðurinn. „Ég hefi nú hugsað mér að reyna í víti fyrst, af því að ég þekki húsbóndann það lítilshátt- ar.“ Svo kvöddust þeir og hvor fór sína leið, en smiðurinn var sterkur maður og göngugarpur hinn mesti og gekk langtum hraðar en skraddarinn, og ekki hafði hann lengi gengið áður en hann kom að hliðum vítis. Hann lét vörðinn segja frá komu sinni, og segja að hann vildi gjarnan segja nokkur orð við mcÖtnorQunkoííínu Lagfærið þér heimaklippt hár? A E XPZN MKEY POLLUX Læknir, ég hef áhyggjur af manninum mfnum, hann fer nú orðið með bros á vör niður I gjaldheimtuna. 5. Þakka þér fyrir hjálpina hann fór f gang. Mér sýnist hann þesslegur ná- unginn að reyna flótta. h 311 /ife Eg skil að það geti verið þreytandi að geta ekki sofnað, en farðu nú niður aftur kunn- ingi, nú skal ég leika fyrir þig vögguvísu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.