Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 i ' i ~ THE LAST PICTURE SHOW THE LAST PICTURE SHOW. Bandarfsk, frá 1971, Columbia Pictures. Sýningarstaður: Stjörnubíó. Kvikmyndataka: Robert Surtees; handrit: Peter Bogdanovich og Larry McMurtry, byggt á sögu þess sfðarnefnda; leikstjórn: Peter Bogdanovich. ★ ★★★ Það sem gerir TLPS svo framúrskarandi er hið stilli- lega tilgerarleysi myndar- innar. Yfirborð hennar er það sannfærandi að það sem við sjáum á tjaldinu er ekki enn ein melódraman, heldur atburðir sem minna okkur á eigin reynslu. TLPS hefur inni að halda heilmikið af blæ- brigðum smábæjarlffs, en bendir okkur um leið á að þau eru öll auðsæ á yfirborðinu. Kvikmyndin hagnýtir sér ekki mannlegar ástríður eða vesæld, ofnotar hvergi til- finningalifið. Bogdanovich er svo hreinn og beinn í endur- sköpun sinni á þvf hvað það merki að vera menntaskóla íþróttastjarna, hvernig sveita- ballstaður lítur út, á sleikinn í aftursæti eða kvikmynda- húsi, eða þá tómlætið sem ánægju og tilbreytingu frá hversdagsgrámanum. En Sam fellur frá einmitt er Sonny þarfnast hans mest. Undirstöðutónn TLPS er einskonar velsæmistilfinning. Hún segir frá fólki sem er að reyna að ná hvert til annars, oft á einkar einfaldan hátt, og þegar það tekst ekki þá verður það vansælt. Þessu er vand- kvæðum bundið að lýsa í dag án þess að virðast þver eða flónslega barnalegur. Það er því stórkostlegt að sjá kvik- mynd sem er ósvikin að þessu leyti; Bodanovich er ekkert banginn við viðkvæmnina, og þetta óttaleysi kemur vel í ljós I einu besta atriði myndar- innar, í lokin þegar mynda- vélaraugað hvílir lengi á þjáningarfullu andliti Sonnys. Leikurinn er yfirleitt með miklum ágætum. Bogdanovich hefur fundið hinn eina sanna Sam „the Lion“ í Ben Johnson, sem sjálfur hefur farið með fjölmörg hlutverk í frægum vestrum, þ. á m. „SHANE, RIO GRANDE, THE WILD BUNCH og THE WAGONMASTER, sem fylgir þvf að útskrifast úr skóla, að hann kemst sjálfsagt meistaralega nálægt því að lýsa bandarísku smábæjarlífi. Bærinn Anarene í Texas yrði aldrei álitinn hollt um- hverfi til að eyða æskuárun- um, heldur er hann hráslaga- legasta, minnsta og eyðilegasta afbrigði bandarísks slétt- lendis-sveitaþorps. McMurtry skrifaði einnig bókina HORSE- MAN, PASS BY, sem kvik- myndin HUD var byggð á, og þessi kvikmynd gerist á sömu slóðum, í miðju rykugu og oliu- auðugu Texas-fylki. En hand- rítið að HUD var skrifað af at vinnumönnum Hollywood með stjörnuleikara og „boðskap" f huga. En í þetta sinn skrifar höfundurinn kvikmyndahand- ritið ásamt leikstjóranum, og frásagnarlist McMurtry og áreiðanleiki halda sér. Sam- tölin eru svo eðlilegt útstreymi persónanna, að áhorfandinn skynjar þau vart sem samtöl. TLPS er um Iffsreynslu ung- linga, séða í umhverfi banda- rísku sléttunnar; einmana- leika, fáfræði í kynferðismál- um, óvissu framtiðaráforma. Sonny (Timothy Bottoms) og Duane (Jeff Bridges) full- orðnast í skorti á fyrirmynd- um. Eini maðurinn sem þeir líta upp til er Sam „the Lion“ (Ben Johnson), sem er nokkuð skáldsöguleg föðurímynd, en hann sér einmitt um þær þrjár stofnanir í þorpinu, billiard- stofuna, kaffistofuna og bfóið, sem veita þeim félögunum einmitt er sýnt úr i kvik- myndahúsinu i Anarene. Þá fara þau Bottoms, Bridges og Cybill Shepherd mjög vel með sín hlutverk. En Cloris Lach man er ósannfærandi. Grátur hennar verður skoplegur, og feimnisleg ást hennar til hins unga Sonny skortir ósvikna hlýju. Andlit hennar' o'ftast óviðkunnanlega tómlegt. Hún virðist vera lítið annað en nefið og beinin, jafnvel strák eins og Sonny, sem nýbúinn er að fá hvolpavit, getur varla fundist hún nautnalegri en hrífuskaft. Þetta er aðeins önnur kvik- mynd Bogdanovich, og þó að það megi kannski hæla honum fyrir flest annað en frumleika þá eru myndir hans með þvf besta sem gert er vestan hafs í dag. TLPS er að vissu leyti óður til meistaranna Howard Hawks og sérstaklega John Ford. Auk þess sem hann beitir tækni þeirra, þá er TLPS jafnvel svart/hvít. Að lokum vil ég benda kvik- myndahúsgestum á eitt. Fyr ir örfáum mánuðum sýndi Stjörnubíó úrvalsmyndina FAT CITY. Það varð að hætta að sýna hana eftir örfáæ daga sökum dræmrar aðsóknar. Nú er hér boðið uppá annað lista- verk, og ég vona að þið látið ekki sömu söguna endurtaka sig. Það er nefnilega ekki nóg að kvarta og kveina undan lélegu myndavali, það verður að sjást að maður kunni að meta það sem vel er gert. Annars verða óskirnar hjá- róma væl. Sæbjörn Valdimarsson. PAPILLON Sýningarstaður: Hafnarbíó. Frönsk-bandarísk frá Allied Artists. Leikstj. Franklin Schaffner, kvikm.taka: Fred Koenkamp; tónlist: Jerry Goldsmith. I Laugarásbíó er nú verið að sýna vinsælustu myndina í Bandaríkjunum í fyrra, og nú hefur hafið göngu sfna í Hafnarbíó þriðja mest sótta myndin þar í landi á því herr- ans ári. Þetta er mjög ánægju- leg og virðingarverð þróun og lofsamleg þjónusta við mör- landann, sem löngum hefur mátt bíða alltof lengi eftir myndunum. Það þarf enginn að undrast vinsældir PAPILLON. Bók Charriérs, sem er ein af mest seldu bókum heimsbyggð- arinnar, fjallar um ævintýra- legar flóttatilraunir hans frá Djöflaeyjunni illræmdu. Frelsisþrá mannsins var ódrepandi, enda fór svo að lokum að viljinn sigraði, og Charriér gat um frjálst höfuð strokið. PAPILLON er mynd sem ástæðulaust er að brjóta til mergjar. Tilgangur hennar er sá að vera fólki góð afþrey- ing og það tekst með miklum ágætum. Má segja að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Schaffner (PATTON) leik- stýrir f gömlum og góðum „grandour" stíl, tónlist Gold- smiths er afbragðsgóð að venju, og kvikmyndatakan oft á tiðum mikilfengleg. En það eru þeir félagarnir, Steve McQueen og Dustin Hoffman, sem eru skærustu stjörnur myndarinnar. Og þá sérstaklega sá McQueen, — sem aldrei hefur verið betri, enda útnefndur til OSCARs- verðlauna á sfðasta ári fyrir leik sinn í myndinni. Hér er því sem sagt á ferðinni vönduð afþreyingarmynd, sem engan ætti að svíkja. Sæbjörn Valdimarsson. AUSTURBÆJARBÍÓ THE LAST OF SHEILA Spennandi, velgerð og skrif- uð mynd, af þeirri gerð sem bandarískir nefna „whodonit", eða morðgáta. (Góð þýðing vel þegin). Myndin ber aðals- merki þessarar kvikmynda- gerðar, þ.e. lausnin liggur aldrei f loftinu fyrr en á sfð- ustu augnablikunum, og endir- inn er meinfyndinn. Vönduð og vel leikin mynd. S.V. kvikl mijnl /íöon Sæbjörn Valdimarsson Sigurður Sverrir Pálsson ó kjciklinu STJÖRNUGJÖF — S.V.: laugarAsbíó ★ ★ ★ ★ TÓNABÍÓ ★ ★ ★ NVJA BÍÓ ★ ★ HASKÓLABÍÓ ★ ★ Blóðugt líf Mánudagsmynd Háskóla- bíós: Les Noces Rouges (Blóðugt brúðkaup). Frönsk/ítölsk frá 1973. Leikstjóri: Claude Chabrol. Aðalhlutverk: Michel Piccoli, Stép- hanie Audran, Claudie Pieplu og Eliane De Santis. Kvikmyndir Claude Chabrols hafa verið sýndar nokkuð sem mánudagsmyndir og er það vel. Maðurinn hefur hins vegar verið ærið afkastamikill síðustu ár og m.a. sendi hann frá sér tvær myndir árið 1971, La Cécade Prodigieuse og Juste avant le Nuit, sem ég minnist ekki að hafi verið sýndar hér. Slíkar eyður koma sér afar illa fyrir þá, sem fylgjast náið með þróun leikstjórans, sérstaklega þegar fjalla á um nýrri mynd, eins og Les Noces Rouges, sem hlýtur að vera undir sterkum áhrifum næstu mynda á undan. Á sfðasta ári var frumsýnd eftir Chabrol myndin „Nada“, sem af efnislýsingu gæti verið skyld þessari og vonandi fáum við að sjá hana fljótlega, áður en Les Noces Rouges líður alveg úr minni. Chabrol er nefnilega mjög kerfisbundinn leikstjóri, þ.e. að hann fæst oft við sama viðfangsefnið í mynd eftir mynd á mismunandi hátt. Les Noces Rouges fjallar um pólitíska og siðferóilega spill- ingu tveggja háttsettra embætt- ismanna í bænum Valencay. Upphaflega var myndin, sem sögð er vera byggð á sönnum heimildum, bönnuð af stjórn- völdum, þar til kosningar höfðu farið fram I landinu, og renna þessar aðgerðir stoðum undir sannleiksgildi myndarinnar. Lucille er gift Paul borgar- stjóra, en hann hefur uppi ráða- brugg um stórkostlegt lóða- brask bak við tjöldin. Sér til stuðnings við þetta kallar hann Pierre, sem giftur er Clotilde. Pierre og Lucille verða hins vegar yfir sig ástfangin og byrja að elskast á Iaun, unz Pierre myrðir Clotilde til að geta verið frjálsari. Nokkru síð- ar myrðir Pierre og Lucille borgarstjórann og láta líta svo út, sem um bílslys hafi verið að ræða. Pólitfsk yfirvöld neyða lögreglumenn staðarins til að úrskurða þetta opinberlega sem slys, þar eð éftirgrennslan gæti leitt vafasöm pólitísk atriði í ljós. En þar með er málinu ekki lokið, þvf persónur Chabrols verða ævinlega að gjalda fyrir afbrot sín. Chabrol fjallar hér á átakanlega ljósan hátt um veikleika mannsins til að játa tilfinningar sfnar opin- berlega, sérlega ef þær ganga gegn ríkjandi siðareglum þjóð- félagsins eða staðbundnu al- menningsáliti. Chabrol hefur því að hluta til það sama í huga og Bertolucci í Tangó. Eftir að hjúin Pierre og Lucienne hafa verið afhjúpuð, rekur Chabrol smiðshöggið á þennan skilning, þegar annar lögreglumannanna spyr þau forviða, hvers vegna þau hafi ekki einfaldlega stungið af. „Stinga af? Það datt okkur aldrei í hug,“ svarar Pierre. Sem er sama og Chabrol segi: Okkur fannst eðlilegra að drepa á laun, til að forðast hneyksli. Þetta leiðir beint að sam- bandi Chabrols og Bertlucci og hugtökunum „frelsi" og „frjáls- ar ástir“. Báðir virðast þeir vilja benda á, að þó ýmsir séu hlynntir frjálsræði, þá berjast aldagömul, rótgróin siðferðis- lögmál hvers þjóðfélags á móti þessu frelsi. Þetta skapar ákveðna togstreitu og tvfskinn- ung í þessu hugtaki svo að jafn- vel margt fólk, sem iðkar aukið frelsi á laun, þorir ekki að viðurkenna raunhæft gildi þess, ef til kastanna kemur. Þegar Paul uppgötvar, að hann hefur verið kokkálaður, fyrir- gefur hann báðum elskend- unum og óskar þeim meira að segja alls hins bestá, þ.e.a.s. úr því að þeim hefur tekist að halda því leyndu fyrir um- hverfinu. Paul gerir þetta þó ekki af göfugmennsku eða trú á frjálsar ástir, heldur af póli- tískum ástæðum, til að tryggja sér stuðning Pierre’s, auk þess sem þetta er mjög góð ráðstöf- un, þar eð Paul er náttúrulaus. En Lucilla, sem þarf ekki lengur að fara á bak við mann sinn, bregst ökvæða við og þolir nú Paul ekki lengur í nærveru sinni. Hvort þessi afstaða Lucille er skýrt dæmi um þá togstreitu og tvöfeldni, sem felst f hugtakinu „frelsi", eða hvort hún þolir einfaldlega ekki yfirdrepsskap þjóðfélags- ins, er ákvörðunarefni hvers áhorfanda. En myndin ætti að geta vakið einhverja til um- hugsunar um ýmis tilfinninga- leg vandamál, sem vesturlanda- búar virðast eiga við að stríða í baráttunni fyrir auknu frelsi. Og það skyldi þá ekki koma í ljós, að mannskepnan sé enn sem komið er ófær um að hag- nýta sér til góðs það frelsi, sem við sækjumst eftir??? SSP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.