Morgunblaðið - 26.01.1975, Side 48

Morgunblaðið - 26.01.1975, Side 48
JWorgunt'ln&ib nuGivsincHR <g, ^22480 OPIÐ TIL KL. 22 ÞRIÐJUD4GA Reykjavikurvegi 72 Hafnarfirði Sími 53636 SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 BíIHnn fauk út af Ökumaðurinn varð undir OFSAROK var undir Esju í fyrra- kvöld og um áttaleytið í fyrra- kvöld fauk þar bifreið út af veg- inum og slasaðist ökumaðurinn nokkuð. Hér var um að ræða vörubifreið með boddí á vörupalli og í einum sviptivindinum fauk bifreiðin út af veginum. Ökumaðurinn kast- aðist út um framrúðu bifreiðar- innar og varð hann undir bílnum með annan fótinn. Fljótiega tókst þó að ná manninum undan bíln- um en fóturinn mun hafa brotnað nokkuð illa. Boddíið, sem á vörupallinum var, fannst hvergi. Lögreglumenn leituðu þess á nálægum slóðum og allt niður að sjó. Telja þeir víst að boddíið hafi fokið á haf út, og segir það sina sögu um hvass- viðrið sem þarna var. I gær var gerð frá Dómkirkjunni útför fjögurra af þeim 7, sem fórust í þyrluflugslysinu á Kjalarnesi. (Jtför þeirra Lúðvfks Karlssonar og Kristjáns S. Helgasonar var gerð s.l. fÖstudag, en f gær var útför þeirra Stefáns Ólafssonar verkfræðings, Indriða H. Einarssonar verkfræðings, Sigurbjargar Guðmundsdóttur og Tómasar Sigurðssonar verkfræðings. A morgun, mánudag, verður útför Guðmundar Hannessonar yfirverkstjóra. Myndin var tekin í Dómkirkjunni f gær. Dómur ráðuneytisins: BORGA SKAL TOLL AF SÁLMABÓKLNNI FJARMALARAÐUNEYTIÐ hefur synjað beiðni Hins fslenzka biblíufélags um niðurfellingu á tollum af nýrri útgáfu sálma- bókarinnar, sem prentuð er f Vestur-Þýzkalandi. Að sögn Þorsteins Ölafssonar deildarstjóra i fjármálaráðuneyt- inu eru heimildir í tollalögum þannig orðaðar, að fella megi niður tolla af bókum, sem prentaðar eru erlendis, ef ekki er hægt að prenta þær á viðhlítandi hátt hér innanlands. Hafi þessu aðallega verið beitt þar sem um svonefnda samprentun er að ræða, þ.e. sama bókin prentuð á mismunandi tungumálum en bók- in að öðru leyti eins í útgáfum hvers lands, t.d. sömu myndir notaðar. Slíkar útgáfur hafa mjög færzt í vöxt á undanförnum árum. Að mati ráðuneytisins flokkast prentun sálmabókarinnar ekki undir fyrrnefnda skilgreiningu, og verður Hið íslenzka biblíufélag því að greiða 10% toll af sálma- bókinni. Vegirnir lokast jafnóð- um og þeir eru ruddir SAMKVÆMT upplýsingum Hjör- leifs Ólafssonar hjá vegaeftirlit- inu hefur lftil breyting orðið á færð á vegum landsins undan- farna sólarhringa. 1 fyrrakvöld var t.d. versta veður á Hellisheiði og vfða á Suðurnesjum, en f gær- morgun var komið ágætisveður á þessum slóðum, en þó gekk á með éljum á Hellisheiði. 1 Arnes- og Rangárvallasýslu var vel fært og f gærmorgun var byrjað að moka út frá Vík í Mýrdal, bæði til austurs og vesturs. Var það mikið verk og óvfst hvenær vegurinn opnaðist. Færð í Hvalfirði og Borgarfirði var sæmileg og stærri bilar komust um Snæfellsnes og vestur Söfnuninhafin Eins og Morgunblaðið skýrði frá í vikunni er hafin fjársöfnun til styrktar eiginkonu og börnum Geirfinns Einarssonar. Framlög- um er veitt móttaka hjá Morgun- blaðinu og Vísi, svo og á gfró- reikning Hjálparstofnunar kirkj- unnar nr. 20000. 1 Keflavfk taka Sparisjóðurinn og sr. Björn Jóns- son við framlögum. 43 bátar SKÖMMU fyrir hádegi i gær voru 43 loðnubátar búnir að tilkynna um afla til Loðnulöndunar- nefndar frá því í fyrradag alls 4555 lestir. Bátarnir fóru flestir út frá Austfjörðum á föstudags- morguninn og fyrir miðnætti voru 22 búnir að tilkynna afla. Á svipuðum tíma hvessti á ný og fóru þá bátarnir af stað til lands og þá tilkynnti 21 bátur um afla, flestir með slatta. 1 gærmorgun lægði á ný á veiðisvæðinu úti fyrir Austfjörðum og þá sneru sumir við, sem voru á leið til Dali. Á norðanverðum Vestfjörð- um var það að frétta, að fært var frá Isafirði til Bolungarvíkur og Súðavíkur, en aðrar fréttir höfðu ekki borizt að vestan. Vegurinn norður í land opnaðist milli Skagafjarðar og Reykjavíkur í fyrradag, en i gær var hann orð- inn ófær á Holtavörðuheiði og i Vatnsskarði. Fasteignamarkaðurinn: Brunabótamat nálgast mark- aðsverð íbúðarhúsnæðis Vegurinn til Siglufjarðar var opnaður í fyrradag og til þess voru notaðar 5 jarðýtur. En draumurinn stóð ekki lengi, því ekki voru ýturnar fyrr búnar að moka, en vegurinn varð ófær á ný. Þá tókst einnig i fyrradag að koma bilum og moksturstækjum niður af Öxnadalsheiði, er voru búin að vera þar i einn sólar- hring. Vegurinn þar varð strax ófær aftur og nú hefur öllum mokstri á þessari leið verið slegið á frest. Hjörleifur sagði, að mikil ófærð væri í Eyjafjarðarsýslu, en ekki hefðu borizt fregnir af NA-landi. Frá Austfjörðum væri það hins vegar að frétta, að þar væru allir vegir ófærir. Aftur á móti opnaðist vegurinn frá Höfn vestur i Öræfi um tíma í fyrradag. lands með einhvern afla. Eftir- talin skip tilkynntu um afla: Pétur Jónsson KÖ með 380 tonn, Sandafell GK 150 t, Gull- berg VE 220 t, Fífill GK 50 t, Sveinn Sveinbjörnsson NK 140 t, Keflvíkingur KE 140 t, Jón Finns son GK 60 t, Helga Guðmunds- dóttir BA 100 t, Gísli Árni RE 100 t, Hafrún ÍS 80, Bergur VE 60 t, Ársæll GK 40 t, Ásver RE 50 t, Jón Garðar GK 170 t, Sæberg SU 100 t, Hrafn Sveinbjarnarson GK 60 t, Örn RE 80 t, Asberg RE 130 FASTEIGNAMARKAÐURINN er f góðu meðallagi nú um þessar mundir. Morgunblaðið hefur rætt við nokkra fasteignasala um ástand markaðarins og bar flest- um saman um að markaðsverð væri yfirleitt mjög stöðugt og hefði verið undanfarna mánuði. Aðeins hefði verið um óverulega hækkun markaðsverðs að ræða ef einhver breyting væri merkjan- leg. Á stærri eignum er ástandið orðið þannig að markaðsverð er t, Reykjaborg RE 200 t, Eldborg GK 100 t, Halkion VE 80 t, Þórður Jónasson EA 60 t, Ólafur Magnús- son EA 40 t, Faxaborg GK 30 t, Isleifur VE 80 t, Skirnir AK 60 t, Ásgeir RE 100 t, Náttfari ÞH 140 t, Bjarnarey VE 70 t, Súlan EA 200 t, Guðmundur RE 300 t, Ólafur Sigurðsson AK 50 t, Harpa RE 70 t, Óskar Magnússon AK 20 t, Héðinn ÞH 25 t, Rauðsey AJ 340 t, Þorsteinn RE 30 t, Sigurður RE 60 t, Bjarni Ólafsson AK 80 t, Albert GK 150 t og Arsæll Sigurðsson GK 30 tonn. nú að verða jafnhátt brunabóta- mati, en við eðlilegar aðstæður markaðarins má jafnvel gera ráð fyrir því að markaðsverð sé um 20 til 25% hærra en brunabótaverð. Talsverð hreyfing er á fast- eignamarkaðinum og hljóp kippur í hana upp úr áramótum. Er það ekki óvenjulegt, þar eð i desembermánuði, einkum er jól fara að nálgast færist venjúlega deyfð yfir markaðinn. 1 haust gátu menn, sem ætluðu að selja fasteign, jafnvel búizt við því að þurfa að hafa hana í sölu I 2 mánuði eða svo, en þessi timi hefur nú stytzt verulega. Engir þeir fasteignasalar, sem Mbl. ræddi við vildu þó segja fyrir um þá þróun, sem þeir byggjust við á næstunni. Spádómar í þessum viðskiptum hafa aldrei reynzt marktækir. Efnahagsástandið, sem kunngert hefur verið í fjöl- miðlum, hefur þó ekki enn sett neitt mark á fasteignamarkaðinn, hvað sem verður. Líkur benda og til að svart efnahagsástand komi alla jafna síðast fram í fasteigna- markaðinum, þvi að eins og einn fasteignasalinn orðaði það í við- tali við Mbl.: „Slæmt má ástandið verða, ef menn hætta að hafa áhuga á að fá sér þak yfir höfuðið, því að hvernig sem ástand efna- hagsmála er þá er eigin Ibúð þó ávallt veigamestur þáttur I efna- hagslegu sjálfstæði einstaklings- ins“. Útborganir i ibúðum hafa heldur lækkað siðustu misseri og hafa þær dreifzt á lengra tímabil og kemur fyrir að þær dreifist á allt að 12 mánuði, en fyrir nokkr- um misserum var algert hámark um 8 mánuðir. Eftirstöðvar eru yfirleitt lánaðar til 8 ára og al- gengustu vextir af þeim eru 12%. Astand fasteignamarkaðarins er sem sé talsvert óvenjulegt, þar sem markaðsverð og brunabóta- mat eru nú svo til hið sama. Brunabótamat er eða á að vera sem næst byggingakostnaði og því vaknar sú spurning, hvernig byggingaiðnaðinum reiðir af i þessari stöðu. Er jafnvel orðið ódýrara að kaupa notað húsnæði, en kaupa íbúð í nýbyggingu. Áður fyrr á meðan verðbólga var af eðlilegri íslenzkri stærðargráðu var eðlilégt að markaðsverð not- aðs húsnæðis væri 20 til 25% hærra en byggingakostnaður. Því getur verið vafasamt að tala um verðbólguhagnað af íbúðarhús- næði á meðan þetta ástand ríkir. með 4555 lestir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.