Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
TS 21190 21188
LOFTLEIÐIIt
Æbílaleigan ^IEYSIR CAR RENTAL a, 24460 * 28810 piONcen Útvarp og stereo kasettutæki
FERÐABILAR h.f.
Bílaleiga, sími 81260.
Fólksbilar — stationbílar,
sendibílar- hópferðabílar.
tei 14444 * 25555
BiLALEIGA CAR RENTAlI
Hópferðabílar
Til leigu i lengri og skemmri
ferðir 8—50 farþega bilar.
KJARTAN
INGIMARSSON
Sími 86155 og 32716.
símh19294
RAFTORG
símh 29960
IGNtS
kæliskápar
| STAKSTEINAR
Ríkisútvarpið
og Þjóðviljinn
1 lesendadálkum Velvakanda
birtist fyrir nokkrum dögum
bréf, þar sem rætt var um
tengsl Rfkisútvarpsins og Þjóð-
viljans. Bréfritari benti þar
m.a. á nfu dæmi um þetta
atriði. Sá hluti bréfsins fer hér
á eftir:
1) „Einn og sami maður er lát-
inn sjá um bókmenntaþátt
Þjóðviljans og Rfkisútvarps-
ins.
2) Fréttastjóri Þjóðviljans
annast fréttaskýringar f inn-
lendum fréttaskýringaþætti
f Sjónvarpinu.
3) Einn og sami maður hefur
yfirstjórn á erlendum
fréttaflutningi Þjóðviljans
og fjallar um erlendan
fréttaskýringaþátt Sjón-
varpsins.
4) Einn og sami maður er
ábyrgur fyrir leiklistarþætti
Þjóðviljans og Rfkisútvarps-
ins.
5) Sami maður sér um þjóð-
háttaþátt Þjóðviljans og
Ríkisútvarpsins.
6) Unglingaþáttur Rfkisút-
varpsins, „Frá ýmsum hlið-
um“, er frá upphafi tryggð-
ur f höndum kommúnista,
og þegar hann var gagnrýnd-
ur með röksemdum f Morg-
unblaðinu, svaraði umsjón-
armaður hans ekki á sama
vettvangi, heldur með
ósannindum f málgagni sfnu
(og þáttarins?), þ.e. f Þjóð-
viljanum.
7) Einn og sami maður annast
popp-þátt f Þjóðviljanum og
Ríkisútvarpinu.
8) Séð hefur verið til þess, að
þátturinn „Spurt og svarað"
sé alltaf f höndum öruggra
marxista, sbr. fimmtán mfn-
útna auglýsingasvörin (við
heimatilbúnum spurn-
ingum) varðandi Marx-
Leninista-samtökin, Menn-
ingar- og friðarsamtök fs-
lenzkra kvenna og fleira
álfka.
9) Fram til skamms tfma sá
sama kona um að skrifa um
barnabækur f Þjóðviljann
og að velja efni handa Rfkis-
útvarpinu til flutnings fyrir
börnin okkar. Geðslegt, eða
hitt þó heldur. Nú er sú
kona farin af landi brott f
bili, en önnur kona farin að
fjalla um barnabækur f
Þjóðviljanum. Hún heitir
Olga Guðrún Árnadóttir, og
auðvitað verður hún að fá að
eiga að taka þátt f þvf að
velja, þýða og flytja efni
handa börnum okkar f
Rfkisútvarpinu. Þó að hún
hafi lýst yfir þvf á prenti (f
Þjóðviljanum, náttúrulega),
að hún sé á móti útvarps-
kerfinu, — hvað sem það
skyldi nú annars vera —, þá
virðist hún vera svo ómiss-
andi hjá kerfisstjórunum,
að geti þeir ekki haft hana á
kontórunum hjá sjálfum
sér, þá senda þeir hana bara
á börnin okkar.“
Söluskatturinn
og símagjöldin
1 forystugrein Suðurlands á
Selfossi var nýlega rætt um
hækkun afnotagjalda hjá Pósti
og síma og þá rekstrarörðug-
leika, sem sú stofnun hefur átt
við að etja. Þar sagði m.a.:
Póst- og sfmagjöld hafa
hækkað mjög að undanförnu.
Þegar síðasta hækkun þessara
gjalda var ákveðin var þvf
borið við, að fjárhagur Pósts og
síma væri það bágborinn að
ekki yrði hjá þvf komist að
auka tekjurnar með hækkun
notendagjalda. Var frá því
skýrt, að Landsfminn væri með
yfirdráttarskuld um 900
milljónir króna, sem safnast
hefði fyrir á 2—3 árum. Vinstri
stjórnin komst til valda
sumarið 1971 og gekk þvf frá
fjárlögum fyrir árið 1972. Þá
var ákveðið að auka tekjur
rfkissjóðs með þvf að leggja
söluskatt á Póst og síma. Hafði
það aldrei verið gert áður, þó
fjárþörf rfkissjóðs væri alltaf
mikil. Söluskattur, sem hefur
verið innheimtur af Landsfm-
anum 1972—73 og 1974 nemur
sömu upphæð og fyrrnefnd
skuld stofnunarinnar við
sfðastliðin áramót. Ef sölu-
skatturinn hefði ekki verið
lagður á f ársbyrjun 1972 og
innheimtur sfðan, hefði ekki
verið nauðsynlegt að hækka
póst- og símagjöldin, þegar það
var sfðast gert.
ORÐ í EYRA GAS
Það má með sanni seigja að
verið hafi handagángur í menn-
ingaröskjunni undanfarið.
Ölýgnir seigja mér að menníng-
arneyslan aukist í öfugu hlut-
falli við ökuneyslu og verði
jafnframt þvi meiri sem leingra
dragi frá höfuðstöðvum gáfaðra
og míkilhæfra myndgarpa og
skáldmenna. Tilaðmynda ku
menníngarneysla með fátæk-
legra móti meðal Súmera, að
ekki sé minnst á hring þann
ekki smáan hvers miðja eður
sentrúm er í heilabúi Þorleifs
Haukssonar.
Að venju birtust þjóð vorri
ýmis dæileg hugverk á jóla-
föstu. Ber þar að sjálfsögðu
hæst glæsilega skrifaða, víð-
sýna og gáfuíega ritdóma ójoð i
vísi til dagblaðs, sem og þætti
ritstjóra þess blaðs um bændur
og önnur óarðbær fyrirbæri
velferðarþjóðfélags. Þykir
Jakobi einsýnt að menn setjist
nú þegar að útlendum kjötkötl-
um og veisluborðum í stað þess
að vera sýknt og heilagt að
hakka í sig gæðasmjör og niður-
greitt rolluket, ásamt með
mygluðum kartöflum frá Jó-
hanni í grænmetinu. Er ekki
vafi á að margan hefur dreymt
litfögur svinslæri og drjúpandi
uxabrjóst siðan téður ritstjóri
bar fram vísdómsfullar ábend-
íngar sinar um fækkun bænda
og innflutníng hræbillegs góð-
gætis frá útlandinu. Og svo
gerði hann Gylfa heimaskits-
mát i leiðinni.
Þá ber ekki að gleyma fram-
lagi megass til menningarneysl-
unnar enda meingar gas það nú
bæði undirlendið og háfjöllin i
svokölluðum menníngarheimi
islenskra. Má undarlegt heita
að fleiri en við menníngarvit-
arnir skuli ekki hafa glaðst yfir
þessum óvænta gasfundi i ís-
lensku menningarneyslusamfé-
lagi, þegar aðrar þjóðir og
frumstæðari verða að láta sér
nægja að gorta af jarógasi í
löndum sínum og aðrar beita
jafnvel svo ómerkilegu gasi
sem táragasi i lífsbaráttunni.
Megas þetta hefur nú þegar
náð að frjóvga ýmislegt dót,
bæði gamalt og nýtt, á menn-
íngarakrinum, svo sem mínn-
inguna um listaskáldið góða og
fleiri afdánkaða kalíbera úr
upploginni sögu, sem sumir
hafa verið að bera sig að kalla
islandssögu. Þó ber þvi ekki að
neita að gvuðbergur eyminginn
átti hér fyrrmeir marga anna-
sama mæðustund og af fési
hans draup margur sveitadrop-
inn á þeim akri við samskonar
iðju.
Jakobi er það fyllilega ijóst
að megasið i islensku menn-
íngarlifi er verðugt rann-
sóknarefni ýmsum öðrum en
ritdómurum og jafnvel enn
merkilegra fyrirbæri en útlent
svínakjöt.
25 ára afmæli Lúðra-
sveitar Hafnarfjarðar
SUMIR þættir félags- og menn-
ingarlifs hafa stundum átt
erfitt uppdráttar i Hafnarfirði,
og þá oft kennt um nálægð við
höfuðborgina. Ber því að fagna,
þegar tekizt hefir langan, sam-
felldan tíma hjá einstökum
áhugamannahópum að halda
uppi þróttmiklu menningar-
starfi, eins og raunin hefir t.d.
orðið hjá Lúðrasveit Hafnar-
fjarðar, en i dag, 31. janúar, eru
liðin 25 ár frá stofnun hennar. I
tilefni þeirra tímamóta verður
hér stuttlega minnzt þessa
ágæta félagsskapar í bæjarlífi
Hafnarfjarðar.
Það var árið 1890, sem fyrst
var stofnað til lúðrasveitar í
Hafnarfirði, aðallega fyrir for-
göngu Jóns kaupmanns Bjarna-
sonar, og starfaði hún um ára-
bil. Á árinu 1908, er bærinn
hlaut kaupstaðarréttindi, vakn-
aði aftur áhugi á lúðrablæstri
og þá stofnuð lúðrasveit, sem
lék i nokkur ár. Aftur varð til
lúðrasveit í Hafnarfirði árið
1923 og starfaði um fimm ára
skeið. Hlaut hún nokkurn styrk
úr bæjarsjóði.
Formennsku I Lúðrasveit
Hafnarfjarðar hefir lengst af
gegnt Einar Sigurjónsson,
rakarameistari, eða um 15 ára
skeió, en fyrsti formaður henn-
ar var Friðþjófur Sigurðsson,
byggingafulltrúi. Auk Frið-
þjófs hafa þeir Eiríkur
Jóhannesson og Guðvarður
Jónssonar verið í lúðrasveitinni
frá upphafi.
Fyrsti stjórnandi Lúðrasveit-
ar Hafnarfjarðar var Albert
Klahn og um tólf ára skeið eða
þar til hann féll frá. Þá tók vió
Jón Ásgeirsson i þrjú ár eða
unz Hans Ploder Fransson varð
stjórnandi hennar. Hefi ég orð
þeirra lúðrasveitarmanna fyrir
því, að hann hafi reynzt hinn
ágætasti félagi og átt hvað rík-
astan þátt i því að auka hróður
lúðrasveitarinnar og móta þann
létta anda og góðu samheldni,
sem rikt hefir innan félags-
hópsins.
Lúðrasveitin hefir lengi verið
talinn sjálfsagður þáttur i flest-
um útihátíðahöldum i Hafnar-
firði síðasta aldarfjórðung.
Einnig hefir hún komið fram
viðar hér á landi. Eiga margir
ljúfar og ánægjulegar endur-
minningar frá leik hennar, en
óhætt mun að fullyrða, að fáar
greinar tónlistar eiga jafn al-
mennum vinsældum að fagna
og lúðrablástur. Samkomuhald
í Hafnarfirði hefði oft orðið
fátæklegt að yfirbragði, ef ekki
hefði notið við lúðrasveitarinn-
ar.
Framhald á bls. 20