Morgunblaðið - 30.01.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1975
19
Minni eftirspurn
erlendis
MEÐ hækkandi sól fara stang-
veióimenn að hugsa til sumarsins
og þess er eflaust ekki langt að
bíða, að sumir hverjir fari að taka
fram veiðitækin sín, pússi þau
upp og hafi þau i góðu lagi þegar
fyrstu árnar verða opnaðar.
Umræður um ár á Islandi, sér-
staklega laxveiðiár, hafa verið
miklar undanfarin ár, og sumum
hverjum finnst, að við ættum ekki
að hleypa útlendingum i okkar
laxveiðiár, þrátt fyrir allan þann
gjaldeyri, sem þeir skilja eftir í
landinu og okkar gjaldeyris-
þyrstu þjóð veitir ekki af. Um
þessi mál og fleiri ræddi Mbl. við
Barða Friðriksson, formann
Stangveiðifélags Reykjavíkur, á
dögunum, en Stangveiðifélagið er
nú með mörg mál á prjónunum
þessari spurningu hér á undan,
en vil þó aðeins vekja athygli á
eftirfarandi.
Það er næsta furðuleg skoðun,
að það sé einhvers konar þjóðnýt-
ingarathæfi að selja útlendingum
veiðileyfi. Erum við ekki á öllum
sviðum að leita uppi gæði, sem við
getum selt útlendingum? Eftir
ovi sem þjóðinni vex fiskur um
irygg reynir hún að renna fleiri
itoóum undir framleiðslu sína og
ekjuöflunarleiðir. Þarna er ein.
Þeir, sem svipta vilja land-
ngendur veiðirétti sínum, nota
n.a. þau rök, að landeigendur
tafi lítið gert til að auka eða
/iðhalda veiði i ám sínum. Meðal
innars af þessum ástæðum beri
ið svipta þá þessum eignum. Urá
'ornu fari hafa að því er virðist
tér á Islandi, bæði landeigendur
og löggjafinn, haft i huga að veiði-
ínum yrði ekki spillt með ofveiði
og eignarréttur eins skaði ekki
jm of eignarrétt annarra.
Laxveiðin hefur
aukizt um
Lagarfljót. Á hér eftir að verða mesta laxagengd á tslandi?
„Lagarfljótsáætlun sú stærsta
sinnar tegundar í V-Evrópu”
Rætt við Barða Friðriksson formann
Stangaveiðifélags Reykjavíkur
eins og t.d. ræktun Lagarfljóts-
svæðisins, sem verður stærsta
stangveióisvæði landsins, og
sennilega í allri Norðurálfu,
þegar það kemst i gagnið i sumar.
Fyrst spurðum við Braga hvort
ásókn útlendinga í íslenzkar lax-
veiðiár færi nú minnkandi?
„Það virðist sem markaðurinn
erlendis sé nú eitthvað tregari en
áður,“ segir Barði, „en hinsvegar
virðist eftirspurn innanlands
vera svipuð. Veiðileyfi hér hafa
hækkað mest um 15—20% á
meðan kaup hefur hækkað um
48%, og sumsstaðar hafa þau
staðið i stað. Við erum farnir að
reikna með minni sölu til útlend-
inga og til marks um það, eru
útlendingum nú ætlaðar 5 veiði-
vikur i Grímsá i staó 7 áður. En
eftir þvi sem umboðsmaður okkar
í Bandaríkjunum segir nú, er
þessi tími allur lofaður. I Norðurá
verður engin breyting, þar verða
örfáir útlendingar, viðskipta-
menn frá gamalli tíð. Og til gam-
ans má geta þess, að á vegum
félagsins kemur „holl“ frá Kan-
ada, þrátt fyrir, að þeirra laxveiði-
ár hafi batnað mikiö síðustu
árin.“
— Veldur þaö ekki nokkrum
erfiðleikum í rekstrinum, að
ásælni útlendinga í íslenzkar lax-
veiðiár er ekki eins mikil og
áður?
„Vissulega er það, en salan hér
innanlands hefur gengið mjög vel
s.l. 2 ár og nú verðum við að vona,
að árnar verði ekki eins vatns-
litlar og s.l. sumar."
— Nú hefur veiðileyfissala til
útlendinga verið gagnrýnd af
mörgum íslenzkum stangveiði-
manninum. Ættum við kannski
alveg að hætta að selja útlend-
ingum veiðileyfi?
„Hún er m.a. gagnrýnd vegna
þess, að hún hefir orðið til að
stórhækka leigu fyrir ýmsar þær
ár, er við nú höfum á leigu eða
jafnvel misst af af þessum sökum.
Mín skoðun er að slík veiði-
leyfissala sé a.m.k. innan vissra
marka sjálfsögð og eðlileg. Þróun-
in hefir orðið sú, að fjórar til sex
vikur í ýmsum beztu ánum eru
seldar til útlendínga, en hin tíma-
bilin til íslendinga. Þetta stafar
að sjálfsögðu af því að útlendu
veiðimennirnir vilja borga hærra
verð fyrir þessi gæði en við.
Þegar Islendingar geta og vilja
greiða sambærilegt verð, kaupa
þeir að sjálfsögðu þennan tíma
líka. Yfirleitt reynum við að fá
bezta fáanlegt verð fyrir þau
gæði, sem við höfum til sölu? Eða
eigum við e.t.v. af þjóðernisástæð-
um að hætta að flytja bezta og
verðmætasta fiskinn úr landi?
Eigum við af föðurlandsást að
hætta að selja kjöt af blessuðum
litlu lömbunum okkar til annarra
þjóða
200 þús. kr. í
gjaldeyri
Rétt er að geta þess í þessu
sambandi, að hver erlendur veiði-
maður, sem stundar hér veiðar í
Unnið að gerð laxastiga við Faxa í Tungufljóti.
Barði Friðriksson.
eina viku í góðri á, kemur með
gjaldeyri, sem svarar u.þ.b. kr.
200.000,-. Ég tel mjög vafasamt
eins og nú er háttað i þjóðfélag-
inu að við höfum efni á að missa
af þessum gjaldeyri. Það munar
verulega um hann í þjóðarbúinu. '
— Nú hefur komið fram þings-
ályktunartillaga þess efnis, að öll
fallvötn og stöðuvötn á afréttum
verði alþjóðareign, þannig að það
verði ríkið eitt, sem geti leyft og
leigt fiskirækt og veiðirétt. Hvert
er þitt álit og stangveiðimanna
yfirleitt á þessari tillögu?
„Ekki leikur á tveim tungum,
að í tillögunni felast ódulbúnustu
þjóðnýtingaráform, sem komið
hafa fram á Alþingi frá upphafi,
svo að líklegt er, að flestir sósíal-
istar felli sig vel við þau. Við, sem
ekki erum áhangendur þess
trúarflokks, höfum hinsvegar
margt við þau að athuga.
Ef rætt er sérstaklega urn
spurninguna, hvort svipta eigi
landeigendur eignaraðstöðu að
lax- og silungsveiói koma eftir-
talin rök þeirra, er það vilja gera,
einkum til athugunar. 1. Okur-
leiga landeiganda á veiðileyfum.
2. Sala veiðileyfa til útlendinga.
Ég ætla þá fyrst að ræða um
hina svokölluðu okurleigu land-
eigenda á veiðileyfum.
Ekki leikur vafi á, að leiga fyrir
laxveiðiréttindi hefir mjög
hækkað á síðustu árum vegna
aukinnar ásóknar Islendinga og
útlendinga í þessi gæði. I stað
þess, að laxinn var áður nær ein-
göngu veiddur í net eru nú fleiri
og fleiri, sem sækjast eftir að
veiða hann á stöng og vilja greiða
landeigendum miklu hærra verð
en þeir hefðu haft upp úr neta-
veiðinni.
Nú er spurningin. Eiga land-
eigendur að neita að taka á móti
hækkandi upphæðum fyrir þessi
gæði? Getur nokkur vænzt þess?
Ég svara þessari spurningu hik-
laust neitandi. Eiga landeigendur
að neita að selja veiðileyfi til út-
lendinga á hæsta fáanlegu verði
vegna þess að einhverjir íslenzkir
stangveiðimenn viljdu kaupa
þessi leyfi fyrir verð, sem þeir
sjálfir skömmtuðu. Allir raunsæir
menn hljóta, að telja slíkt fjar-
stæðu. Með þvl töpuðu veiði-
réttareigendur og þjóðin miklum
og árvissum tekjum. Er þá með
réttu hægt að brigzla landeigend-
um um okur, þótt þeir selji þau
verðmæti, sem þeir hafa á boð-
stólum fyrir hæsta markaðsverð.
Mér finnst slíkt í hæsta máta
ósanngjarnt og heimskulegt. Það
væri í raun og veru alveg sam-
bærilegt við það, að framleiðend-
ur neituðu að selja kjöt og fisk,
nema á verði sem væri fyrir
neðan markaðsverð.
Ég kem þá að hinni spurning-
unni. Á að neita að selja út-
lendingum veiðileyfi:
Ég hefi að nokkru svarað
helming síðan
1959
I 56. kafla hinnar fornu Jóns-
bókar koma fram merkileg
ákvæði þar sem fjallað er um
landsréttindi og hlunnindi jarða.
Þegar þessi lagaákvæði voru sett
var íslenzka þjóðveldið fyrst og
fremst bændaþjóðfélag. I þessum
lagaákvæðum kemur fram hverj-
um augum jarðeigendur hafa litið
á gildi göngu fisksins og þá fyrst
og fremst laxins.
I þessum ákvæðum felst
ákveðið friðunarsjónarmið, sem
hlýtur að byggjast á þeirri grund-
vallarskoðun, að einn megi ekki
ganga um of á rétt annars eða
möguleika til að njóta þessara
hlunninda. Hin gullvægu ákvæði,
sem ég á hér við eru svohljóðandi:
„Ganga skal guðs gjöf til fjalls
sem til fjöru, ef gengið vill hafa."
Þessi fögru ákvæði Jónsbókar
munu áreiðanlega ekki hafa verið
lögfest gegn vilja landeigenda, en
þau fela í raun og veru í sér hin
fyrstu lagaákvæði um fiskrækt,
sem þekkt eru hérlendis.
Siðasta endurskoðun á lögum
um lax- og silungsveiði er frá
1970. Er þar að finna itarleg
ákvæði um veiðirétt, friðun,
göngu fisks, veiðitæki, mann-
virkjagerðir i veiðivötnum, styrk-
veitingu til fiskræktar, réttarfar
og fl. Öll eru þessi ákvæði til bóta
frá því sem áður var og eru góð og
gild. Það sem ég held þó að orðið
Framhald á bls. 23
Nýr leigusamningur var undirritaður um Eiliðaárnar á s.I. hausti. A
þessari mynd sjást þeir Viggó Jónsson og Steingrímur Jónsson að
veiðum i ánum.