Morgunblaðið - 30.01.1975, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975
27 stór íþróttahús
byggð á næstu árum
I ÁVARPI sem Gisli Halldórsson,
forseti ISl, flutti i kaffisamsæti
sem Iþróttasambandið efndi til á
afmælisdegi sinum i fyrradag,
komu fram mjög athyglisverðar
upplýsingar um breytta stefnu i
byggingamálum íþróttahúsa. Gat
Gísli þess, að nú sæti á rökstólum
rikisskipuð nefnd sem semja ætti
reglugerð um stærð og gerð
íþróttahúsa og hefði nefnd þessi
nýlega átt fund með menntamála-
ráðherra. Sagði forseti ISÍ, að
hingað til hefði of smátt verið
hugsað við byggingu íþróttahúsa,
en útlit væri fyrir breytta stefnu í
þeim málum. Væri áformað að
byggja á næstu árum 27 íþrótta-
hús sem hefðu vallarstærðina
22X44 metrar ásamt áhorfenda-
rými og alls væri gert ráð fyrir að
á næstu árum yrðu byggð hvorki
fleiri né færri en 80 íþróttahús.
Þá gat Gísli Halldórsson þess
einnig í ávarpi sínu að hér væri
nú staddur erlendur aðili sem
væri að athuga um lagningu tart-
an-efnis á Laugardalsvöllinn, og
kvaðst Gisli vona að þess yrði ekki
lengi að bíða að það mál kæmist i
höfn.
Forseti ÍSl gat þess, að fjár-
stuðningur opinberra aðila hefði
farið vaxandi á undanförnum ár-
um. T.d. hefði framlag til íþrótta-
sjóðs hækkað á fáum árum úr 50
milljónum króna í 84,0 milljónir
króna og einnig hefðu hækkað
framlög til kennslumála og mörg
byggðarfélög hefðu hækkað sín
framlög verulega. Þetta bæri allt
vott um aukinn skilning á gildi
íþróttastarfsins.
Fagna ber sérstaklega þeirri
stefnubreytingu í byggingu
íþróttahúsa, sem forseti ISl
greindi nú frá, og einnig þeim
skyndilega stórhug sem virðist
ríkja á þessu sviði. Hingað til hafa
aðeins verið byggð tvö íþróttahús
á íslandi sem hafa löglegan
keppnisvöll fyrir allar greinar
íþrótta, Laugardalshöllin og
Iþróttahúsið í Hafnarfirði, og
hafa mál skipast svo með mjög
vaxandi þátttöku i flestum
íþróttagreinum að um hreint
ófremdarástand hefur verið að
ræða. Má geta þess t.d. að i yfir-
standandi Islandsmóti i hand-
knattleik þurfa Reykjavíkurfélög-
in að senda lið sín út úr borginni
til þess að keppa hvort við annað,
og þá í iþróttahúsum sem hafa
ekki löglega vallarstærð. Á
Reykjavíkursvæðinu eru tvö hús
sem veitt hefur verið undanþága
til þess að keppa i, á Seltjarnar-
nesi og í Garðahreppi. Bæði þessi
hús hafa 18X33 metra vallar-
stærð, en sú stærð húsa virðist
hafa verið í miklu uppáhaldi und-
angengin ár, og er t.d. verið að
byggja slíkt hús í Borgarnesi um
þessar mundir.
Það mun muna um minna en 27
keppnishús þegar þau verða kom-
in í gagnið, en það verður á næstu
árum, samkvæmt því sem kom
fram í ávarpi forseta ÍSl, auk
þeirra 53 minni húsa sem byggja
skal. En auðvitað má ætla að það
taki nokkurn tíma að koma hús-
um þessum upp, og ef að líkum
lætur munu þau kosta gífurlegt
fjármagn.
Þá eru það veruleg tiðindi að nú
skuli vera hafin alvarleg athugun
á því að fá tartan-efni á hlaupa-
brautirnar á Laugardalsvellinum,
sem er raunar eini íþróttavöllur-
inn á islandi, þar sem frjáls-
íþróttakeppni getur farið fram
við sæmileg skilyrði. Þó er svo
komið, að hingað munu ekki fást
nein meiri háttar mót, né íþrótta-
menn í fremstu röð, fyrr en gervi-
efni verður komið á hlaupabraut-
irnar. Breytir þar engu um þótt
íþróttafulltrúi ríkisins lýsti því
yfir í útvarpsþætti um áramótin,
að einn þeirra er hafði með bygg-
ingu Olympiumannvirkjanna í
Munchen að gera, hefði sagt sér,
að sér kæmi það á óvart að Islend-
ingar væru að leggja gerviefni á
atrennubrautir Laugardalsvallar-
ins, þar sem þeir hefðu yfir að
ráða hinu ágæta „eldfjallaefni".
Þær upplýsingar sem fram
komu í ávarpi Gísla Halldórsson-
ar um aukin fjárframlög opin-
berra aðila til íþróttastarfsins eru
einnig mjög gleðilegar. Þegar
hann greinir frá því að framlag til
íþróttasjóðs hafi hækkað „á fáum
árum“ úr 50 milljónum i 84 millj-
ónir, ber þó að athuga að ekki
mega árin vera mörg til þess að
fjárframlag þetta hafi ekki bein-
línis lækkað, ef tekið er mið af
þeirri gífurlegu verðbólgu sem
verið hefur i landinu undanfarin
ar' — stjl.
Hreinn Halldórsson, varpaði kúlunni 17,92 metra.
Slakur árangur á
Reykjavíkurmótinu
Reykjavikurmeistaramótið f
frjálsum fþróttum innanhúss,
sem fram fór um helgina f
Laugardalshöllinni og Baldurs-
haga, var f daufara lagi. Helzt var
það utanborgarfólk, sem lét að
sér kveða, og eina umtalsverða
afrekið vann Strandamaðurinn
Hreinn Halldórsson, sem varpaði
kúlunni 17,92 metra. Bendir af-
rek þetta til þess, að Hreinn sé f
góðri æfingu og líklegur til
frekari afreka næsta sumar.
Keppni í 50 metra hlaupi karla
var einnig hin skemmtilegasta. 1
undanrásum náði Bjarni Stefáns-
son beztum tíma, 5,9 sek., en
Björn Blöndal KR, átti annan
beztan tímann 6,1 sek. I úrslita-
hlaupinu hafði hinn kornungi
Efnilegt sundfólk
UNGMENNIN á meðfylgjandi
mynd eru úr Keflavík og hafa
að undanförnu vakið athygli
fyrir ágæt afrek og íslandsmet í
sundi í sfnum aldursflokkum.
Þau eru: Sveinbjörn Gizurar-
son, Eiríkur Á Sigurðsson og
Sonja Hreiðarsdóttir. Ef getið
er um helztu afrek þeirra má
nefna að á unglingamóti Ár-
manns sem fram fór 10. nóv-
ember s.l. synti Sveinbjörn 100
metra baksund á 1:28,1 mín. og
bætti metið í greininni um 5/10
úr sek. Á meistaramóti Hafnar-
fjarðar sem fram fór 2. desem-
ber synti Sveinbjörn 100 metra
bringusund á 1:28,0 mín. og
Eiríkur á 1:28,3 mín., en gamla
metið i aldursflokki þeirra var
1:28,6 mín. Á sama móti synti
Sveinbjörn 200 metra fjórsund
á 3:04,0 mín., og bætti þar eldra
met um 10 sek.
Krakkarnir voru enn á ferð-
inni á innanfélagsmóti Ár-
manns KR og Ægis, sem haldið
var skömmu fyrir áramót.
Sonja synti þá 200 metra bak-
sund á 3:06,1 mín., en gamla
metið var 3:24,0 mín. Eiríkur
og Sveinbjörn syntu 400 metra
bringusund á 6:40,7 mín., en
gamla metió var 7:13,6 mín.
Eiríkur synti síðan 1000 metra
bringusund á 17:46,5 mín.,
Sveinbjörn hætti metið i 200
metra baksundi úr 3:07,2 mín. i
3:01,5 mín. og jafnaði metið í 50
metra baksundi með því að
synda á 39,7 sek.
Þjálfari þessa unga og mjög
svo efnilega sundfólks er
Friðrik Ölafsson.
1 ;
Sigurður Sigurðsson úr Ármanni
hins vegar vinninginn og hljóp á
5,9 sek., — aðeins sekúndubroti
frá Islandsmetinu.
Þátttaka i mótinu var annars
mjög lítil, og flest bezta frjáls-
íþróttafólk borgarinnar lét sig af
einhverjum ástæðum vanta.
Helztu úrslit í einstökum keppnis-
greinum urðu sem hér segir:
1500 metra hlaup karta:
Róbert McKee, FH 4:32,9 mfn.
Gunnar P. Sigmundsson, FII 4:35,3 mfn.
Rúnar Hjartarson, UMSB 4:37,3 mfn.
Hafsteinn Óskarsson, IR 4:46,1 mfn.
Guðmundur Magnússon, HVl 4:56,2 mfn.
Magnús Haraldsson, FH 5:11,6 mín.
Sigurður Haraldsson, FH 5:15,5 mfn.
Langstökk karla:
Sigurður Sigurðsson, Á 6,26 metr.
Rúnar Jónsson, UMSB 6,05 metr.
Einar Óskarsson, UMSK 5,73 metr.
Óskar Thorarenssen, IR 5,65 metr.
Einar Guðmundsson, FH 5,49 metr.
Ágúst Ágústsson, FH 5,41 metr.
Hástökk kvenna:
Björk Eirfksdóttir ÍR 1,57 metr.
Anna Haraldsdóttir, FH 1,50 metr.
Þórdfs Gfsladóttir, tR 1,45 metr.
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, A 1,45 metr.
Ása Halldórsdóttir, Á 1,45 metr.
Kristbjörg Þórarinsdóttir, KR 1,40 metr.
Hildur Harðardóttir, FH 1,35 metr.
Kúluvarp kvenna:
Ása Halldórsdóttir, Á 10,84 metr.
Ingunn Einarsóttir, iR 8,56 metr.
Hanna Dóra Stefánsdóttir, (R 7,37 metr.
Hildur Harðardóttir, FH 7,04 metr.
Kúluvarp karla:
Hreinn Halldórsson, HSS 17,92 metr.
Guðni Halldórsson, HSÞ 15,51 metr.
Óskar J akobsson, IR 15,00 metr.
Stefán Hallgrímsson, KR 13,23 metr.
Hafsteinn Jóhannesson, UMSK 11,70 metr.
Stangarstökk:
Hafsteinn Jóhannesson, UMSK 3,60 metr.
Sigurður Krist jánsson, (R 3,40 metr.
800 metra hlaup kvenna:
Ánna Haraldsdóttir FH 2:39,1
Hildur Harðardóttir, FH 2:45,4
Inga Lena Bjarnadóttir FH 2:49,5
Kristjana Jónsdóttir, FH 2:49,6
Svandfs Sigurðardóttir, KR 3:01,7
50 metra grindahlaup kvenna:
Ása Halldórsdóttir, A 7,8 sek.
Hildur Harðardóttir, FH 9,6 sek.
Anna Haraldsdóttir, FH 9,7 sek.
50 metra grindahlaup karla:
Valbjörn Þorláksson, KR 7,4 sek.
Hafsteinn Jóhannesson, UMSK 7,4 sek.
Jón Sævar Þórðarson, (R 7,5 sek.
50 metra hlaup kvenna:
Asa Halldórsdóttir, A 6,9 sek.
Margrét Grétarsdóttir, A 7,1 sek.
Oddný Árnadóttir, UNÞ 7,1 sek.
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, A 7,2 sek.
Anna Haraldsdottir, FH 7,5 sek.
50 metra hlaup karla:
Sigurður Sigurðsson, A 5,9 sek.
Bjarni Stefánsson, KR 6,0 sek.
Björn Blöndal. KR 6,2 sek.
Skeggi Þormar, KR 6,5 sek.
Góð þátttaka í
unglingamóti SR
UM SlÐUSTU helgi fór fram á
vegum Skíðafélags Reykjavíkur
skíðamót fyrir börn og unglinga i
Hveradölum. Alls mættu þarna
um 100 ungmenni til leiks, og var
um mjög skemmtilega keppni að
ræða í flestum aldursflokkunum.
Færi var nokkuð þungt á laugar-
daginn, en hins vegar betra á
sunnudaginn.
Keppt er um vegleg verðlaun
sem Verzlunin Sportval hefur
gefið, — nú fengu sigurvegararn-
ir verðlaunapeninga, en þegar
mótum Skíðafélagsins lýkur
verða afhentir bikarar til þeirra
sem bezt hafa staðið sig á mótun-
um.
Sigurvegarar í einstökum ald-
ursflokkum urðu sem hér segir:
Stúlkur 10 ára og yngri: Þórunn
Egilsdóttir, Á 72,3 sek.
11—12 ára stúlkur: Asdís Alfreðs-
dóttir, A, 104,8 sek.
13—15 ára stúlkur: Maria Viggós-
dóttir, KR, 100,7 sek.
Piltar 10 ára og yngri: Tryggvi
Þorsteinsson, Á, 64,6 sek.
11—12 ára piltar: Kristján
Jóhannsson, KR, 114,3 sek.
13—14 ára piltar: Jónas Ólafsson,
A, 80,5 sek.
15—16 ára piltar: Ólafur Gröndal,
KR, 76,8 sek.
Skólamót
SKÓLAMÓT í knattspyrnu á að
hefjast um miðjan febrúar. Þátt-
tökutilkynningar þurfa að hafa
borizt til KSÍ i pósthólf 1011, fyrir
1. febrúar n.k.