Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 7 Jules Chomé, lögfræðingi í Briissel, stendur á sama þótt hann valdi nýjum árekstrum milli stjórnar Belgiu og yfir- valdanna í Zaire, sem áður var Belgíska Kongó, og hann sættir sig við tilhugsunina um að verða aftur fyrir likamsárás „mannapa“ Mobutus forseta. Þótt belgíska utanríkisráðu- neytið óttist harðar gagnað- gerðir i Kinshasa, hefur Chomé gefið út nýja bók með árásum á „æðsta leiðtoga og föður þjóðar- innar“ í Zaire, Mobutu Sese Seko hershöfðingja, sem fyrir 15 árum hét Joseph-Désiré Mo- butu, og var liðþjálfi í bók- haldsdeild belgíska nýlendu- hersins. Frá því Mobutu tók sér algert einræðisvald yfir 22 milljönum íbúa Zaire fyrir níu árum hafa belgísk stjórnvöld og fjölmiðlar sýnt ítrustu varúð i öllum sam- skiptum við hann. Utanríkis- ráðuneytið hefur jafnan bent á dvöl 30 þúsund Belga í Zaire sem ástæðu til að draga sem mest úr allri gagnrýni („Mo- butu.getur notað landa okkar þar sem gisla ...“). Blöðin hafa yfirleitt fylgt þessari stefnu, en til að tryggja að skoðanir hans komist örugglega til skila hefur Mobutu keypt viðlesið belgískt vikurit. Chomé telur hins vegar sjálf- sagt að skýra frá atburðum í þessari fyrrum nýlendu „á sama hátt og þegar við afneit- uðum Hitler, Mussolini og Stal- ín, eða eins og við fordæmum alla Francoa og Pinocheta nú- tímans.“ Hugsanlegt er að sú gífurlega reiði, sem fyrsta Mo- butu-bók hans vakti í Kinshasa, hafi hvatt hann til að ítreka árásirnar. Sérgrein Chomé er mannrétt- indamál, og áður en bók hans um Mobutu kom út í París árið 1973 hafði hann skrifað 10 bæk- ur með gagnrýni á nýlendu- stjórn Belga og afskipti af fyrri nýlendum. Mobutu fór þess á leit við frönsk yfirvöld að bókin yrði bönnuð, og þar sem Frakk- ar þorðu ekki að hætta á sam- drátt í umfangsmikilli vopna- og tækjasölu til Zaire, urðu yf- irvöldin i París við þessari ósk hans. Olli þetta engum erfið- leikum, því samkvæmt frönsk- um lögum geta yfirvöldin bann- að sölu hvaða bókar sem er án þess að skýra frá ástæðunni, sé bókin eftir erlendan höfund. Snemma á síðasta ári var bók- in endurútgefin í BrUssel, og afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Þegar Chomé flutti fyr- irlestur við háskólann í Liége 7. marz réðst Zairebúi einn að honum með barsmíð, og að rannsókn lokinni lýstu samtök lýðræðissinnaðra lögmanna því yfir að maðurinn hefði verið sendur þangað á vegum sendi- ráðs Zaire. Viku seinna krafðist sendiherra Zaire þess af Renaat van Elslande utanríkis- ráðherra að hann léti gera bók- ina upptæka. Þegar ríkisstjórn- in svaraði því til að samkvæmt belgiskum iögum væri ekki heimilt að banna neina bók nema þegar um klám væri að ræða, birti Mobutu yfirlýsingu þar sem hann ásakaði belgísku stjórnina fyrir að „vanrækja skyldur sinar og sýna dæma- lausa hræsni í verki.“ Belgar búsettir í Kinshasa sömdu áskorun til stjórnarinn- ar í Brussel um að stöðva sölu á bók Chomé þar sem hún varp- aði rýrð á Mobutu Sese Seku, og gáfu einnig út yfirlýsingu þar sem þeir ítrekuðu tryggð sína við þjóðarleiðtogann. 25. marz kallaði Mobutu heim sendiherra sinn frá Brussel, rifti vináttusamningnum við Belgíu, og leysti upp fasta- nefnd fulltrúa ríkjanna tveggja, sem skipuð hafði verið til að leysa sameiginleg vanda- mál, sem aðallega stöfuðu af þvi að öllum belgískum fyrir- tækjum í landinu var breytt i nóvember 1973 og þau skráð í Zaire. Chomé lét árásirnar ekk- ert á sig fá, en benti á að þrátt fyrir allan orðaflauminn frá forseta Zaire og málgagni hans, Óþœgilegar ádeilur á „œðsta leiðtoga og föður þjóðarinnar” Mobutu Sese Seku, einvaldur Zaire. Fréttastofu Zaire, hefði engin af staðreyndum hans verið af- sönnuð, né einu sinni mótmælt. Seinna á árinu var sambandið milli Brussel og Kinshasa tekið upp á ný, og 30. desember varð belgíska stjórnin að sætta sig við enn frekari þjóðnýtingarað- gerðir, sem þurrkuðu út þau fáu fyrirtæki, sem enn voru í höndum Belga í Zaire. Rétt er það að í Jiinum nýja bæklingi Chomé (Mobutu, Guide Supréme) er margt að finna, sem vakið getur reiði Mo- butus, því þar er hann meðal annars ásakaður fyrir freklega auðsöfnun, og skopazt er að þeirri stefnu hans að snúa þjóð- inni aftur til afrisks uppruna síns, og segir höfundur að bar- átta Mobutus á því sviði gangi skripaleik næst. 1 fyrri bók sinni skýrði Chomé frá því hvernig „stjórn- andinn rnikli" skipulagði morð- ið á Patrice Lumumba, fyrsta forsætisráðherra Kongó; hvern- ig hann lét myrða Pierre Mul- ele fyrrum leiðtoga uppreisnar- manna eftir að hafa heitið hon- um algerri náðun ef hann sneri heim úr útlegð; hvernig hann lét drepa þúsundir uppreisnar- sinnaðra hermanna, einnig eft- forum world features Eftir Henri Schoup ir að hafa heitið þeim „fyrir- gefningu syndanna"; hvernig hann lét hengja á almannafæri fjóra þekkta pólitíska andstæð- inga sína eftir sviðsett réttar- höld; og eftir að hafa náð alræð- isvaldi í landinu hafi hann lýst Lumumba, sem hann hafði látið drepa, þjóðarhetju. 1 síðari bók- inni, eða bæklingnum, lýsir Chomé þvi nákvæmlega hvern- ig Mobutu hefur á niu ára valdasetu tekizt að verða „fimmti ríkasti þjóðhöfðingi heims" á sama tíma g meðal árstekjur landsmanna eru sem svarar 90 dollurum á mann (um kr. 10.500,-). Flest það, sem fram kemur i nýjasta bæklingi Chomé er á vitorði þeirra, sem fylgjast náið með málefnum Zaire, en þarna eru staðreyndirnar skráðar í fyrsta sinn: að hann safnar að sér auði með því að láta allan útflutning landsmanna fara um einkasölur, sem hann stjórnar; hvernig hann ver þessum gróða í fjárfestingar í fasteignum í París (avenue Foch), Lausanne og Brussel (mörg einbýlishús og að minnsta kosti eitt óðals- setur), og hvernig honum tekst jafnvel að mjólka fjárlög lands- ins með því að hirða 17% heild- arupphæðarinnar lil eigin nota á sama tima og aðeins 2% renna til heilbrigðismála. Chomé gagnrýnir einnig harðlega „upprunabaráttu“ Mobutus, sem hefur neytt alla landsmenn til að leggja niður nöfnin, sem þeir höfðu borið frá fæðingu, og taka upp afrisk nöfn; bannað allan vestrænan klæðaburð (engar siðbuxur fyr- ir konur, engar skyrtur og bindi fyrir karla); fyrirskipað „drykkjarfórnir" í síódegisboó- um. „Hér áður fyrr, þegar Kongóbúar drukku eingöngu pálmavín,“ segir hann, „flaut oft grugg ofan á blöndunni. Þaðan kemur sá siður að hella ofurlitlu úr glasinu á gólfið áð- ur en drukkið var úr þvi. En Mobutu og vinir hans drekka nú kampavin og viskí, svo þessi svonefnda drykkjarfórn er tóm vitleysa. Og svo er það nafnið Zaire. Ef nokkurt orö skortir afrískan uppruna þá er það þetta orð. Löngu áður en hvíti maðurinn kom á þessar slóðir var fljótið mikla sem rennur um landið er síðar var Kongó- nýlendan, nefnd N’Kongo — gamalt Bantu nafn. Það voru Portúgalar, sem tóku upp nafn- ið Zaire með því að bera rangt fram Kikongo orðið „nzadi“, sem þýðir fljót. Og jafnvel nán- ustu samstarfsmönnum Mobut- us finnst það hálf undarleg ráð- stöfun hjá leiðtoga þessarar upprunastefnu að senda börnin sín í skóla í Belgiu. Chomé lítur á upprunabarátt- una eins og nokkurs konar skripaleik til að beina athygl- inni frá raunverulegum vanda- málum, en þau segir hann að séu þessi: alger harðstjórn ríkir í landinu, og er það mjög ó- afrískt fyrirbæri; þetta er eitt auðugasta land Afriku, en er nú fátækara en það var sem nýlenda; það verður nú að flytja inn flest öll matvæli, jafnvel hrisgrjón og korn, þar sem búgarðarnir eru að fara í eyói; tveir af hverjum þremur háskólamenntuðum Zairebúum eru atvinnulausir. Chomé heldur áfram aó skrifa og flytja sína fyrirlestra, en belgiska utanrikisráöuneyt- ið bíður i ótta eftir nýjum árás- um og aðgerðum frá Kinshasa. Til sölu steypuvélar hrærivél og tveir traktorar. Sími 92-2223. Til sölu steypuvélar, hrærivél og tveir traktorar. Sími 92-2223. Vil kaupa góða 3—4 tonna trillu. Upplýsingar í síma 93-6685. Barnagæsla Get tekið að mér barnagæslu allan daginn. Upplýsingar i sima 52131. Óska eftir til leigu 50—100 fm jarðhús- næði. eða samliggjandi bílskúrum. Upplýsingar í síma 71871 eftir kl. 8 á kvöldin. Eitt herbergi með sér salerni óskast á leigu fyrir gömul hjón, helzt i nágrenni Fjöln- isvegar. Há leiga i boði. Tilboð merkt: „herbergi — 6588", send- ist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 1 5. febrúar. Notað píanó óskast keypt. Upplýsingar í sima 14529. Til sölu ca 300 fm báruplast, timbur, járn- sperrur ofl. Uppl. i sima 81 690. Eignarlóð Til sölu raðhúsalóð á góðum stað i borginni. Uppl. ásamt nafni og heimilisfangi sendist Mbl. fyrir 12. febrúar n.k. merkt: „Eignarlóð 9749" Lóðir óskast Óskum að kaupa lóðir á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Lóðir 8960 '. Hafnarfjörður og nágrenni Reykt folaldakjöt 280 kr. kg. kindahakk 270 kr. kg. Reyktar og saltaðar rúllupylsur á 348 kr. stk. KJÖTKJALLARINN, Vesturbraut 1 2, Hafnarfirði Hafnarfjörur og nágrenni Ódýru sviðin, ungkálfakjöt, 6 dósir ávextir á 1088 kr. ódýr sulta 108 kr. kukkan. KJÖTKJALLARINN, Vesturbraut 1 2, Hafnarfirði. Hafnarfjörður og nágrenni Folaldabuff og gullash 580 kr. kg. Nautahakk og gullash 650 kr. kg. Nautahakk 450 kr. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12, Hafnarfirði Reglusama Ijósmóður vantar íbúð. Uppl. i sima 3241 3. Tjaldvagn nýr eða nýlegur óskast. Helzt Comy Camp. Staðgreiðsla. Simi 93-7148. Peugeot til sölu árg. '68, Peugeot 404 diesel árg. '68 til sölu Góður bill. Uppl. i sima 22830 og 861 89. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Simi 53044. Tvær Westinghouse fatahreinsunarvélar til sölu. Upp- lýsingar i sima 1 6346 og 41 883. Skattuppgjör Tek að mér skattoppgjör fyrir minni fyrirtæki. Til viðtals frá kl. 9 e.h. til 8 e.h. Svavar H. Jóhannsson, Klapparstig 31, Simi 1 7249. JHóTgwnblabib nucLvsmcnR ^-.22480 SUMARNÁMSKEIÐ SAMEINUÐUÞJÓÐANNA Sameinuðu þjóðirnar gangast fyrir tveimur sumarnámskeiðum um starfsemi sijytakanna Annað þeirra verðuc haldið i New Yark 28. júli til 22. ágúst 1975, og er það ætlað háskólastúdentum i hagfræði, lögfræði, þjóðfélagsfræði eða skyldum greinum. Hitt námskeiðið verður haldið i Genf 1 5. júli til 1. ágúst 1 975 og er ætlað kandidötum i sömu greinum og áður getur. Þátttakendur greiða sjálfir ferða- og dvalarkostnað. Umsóknir um þátttöku berist fyrir 27. febrúar 1975 til Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi, pósthólf 679, Reykjavik. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Guðmundi S. Alfreðssyni, Bólstaðrhlið 36, simi 85770. Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi. Fiskiskip Höfum til sölu fiskiski af eftirfarandi stærðum. Stálskip: 29, 75, 76, 103, 105, 1 15, 125, 146, 148, 193, 197, 207, 218, 228, 229, 230, 265. Tréskip:: 12, 17, 29, 34, 37, 38, 39, 43, 44, 48, 50, 51, 52, 53, 56, 61, 62, 63, 64, 65, 66, 67, 70, 71, 72, 74, 75, 80, 81, 82, 83, 85, 89, 92, 94, 100, 101, 103, 104, 144. Landssamband ís/. útvegsmanna. Skipasala— 16650.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.