Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 32
:*2
MOKÍiUNBLAÐIÐ, LAUOAKDAGUK 8. FEBKUAK 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón
Thoroddsen
Sumt af fólkinu lót þessa pródikun vel líka. t>að
trúði ekki öðru en þetta «æti oröiö sæmilegur
prestur með tímanum, sa«ði það, en flestum fannst
þetla ekki ná nokkurri átt, og þeííar prófastur kom í
yfirreið, þá kærði fólkið prestinn og sagöi, að enginn
hefði í manna minnum heyrt aörar eins ræður og
hann höldi, og einn, sem mundi meiri hlutann af
síðustu ræðunni, lofaði prófastinum að heyra.
Kn prófasturinn kvað þetta ágætis pródikun, þvf
það væri að vænta að klerkur hefði talaö í líkingum
um að leita ljóssins og forðast myrkrið og þess verk,
og um þá, sem gengju á hinum þriinga og breiða
vt'gi, og sórstaklega sagði hann, var lýsingin eftir
hrúnu merinni indæl líking um þaö, hvernig að
lokum myndi fara lyrir okkur. Vasinn meö gatinu
þýddi hve fátækur presturinn væri, og bótin væru
þau offur og gjafir, sem hann byggist við af söfnuð-
inum, sagði prólastur.
Já, það sagðist fólkið hafa skiliö, að hann heföi
veriö að mælast til gjafa.
Að iokum sagði prófastur, að honum fyndist söfn-
uðurinn hafa fengiö þarna ágætis prest, svo góðan,
að það ætti ekki að vera að kæra hann, og þar að
auki væri ekki gott að l'á annan. Kn fólkinu fannst
klerkur alltaf versna, og svo kærði það hann fyrir
biskupi.
()g biskup kom líka, þótt ekki væri fyrr en eftir
langan tíma, og átti þá að verða biskupsmessa. En
daginn áður hafði kolageröarmaöurinn farið út í
HÖGNI HREKKVÍSI
Ja'ja. vinur. þú skalt athuga það. aö sá dagur mun
renna upp, að þú neyðist til að leita hjálpar okkar.
kirkju svo enginn vissi um, og sagað lausan pré-
dikunarstólinn, það var rétt svo að hann hékk uppi,
ef hann steig varlega upp í hann. Þegar svo fólk var
komið í kirkju og kolaklerkur átti að fara að prédika
í áheyrn biskups, þá læddist hann upp í stólinn og
fór að tala eins og hann var vanur, en er hann
hafði talað um stund, fór hann að hafa
hærra, veifa höndunum og hrópaði hátt:
„Ef nokkur sá er hér inni, sem veit að
hann hefir illvirki drýgt, þá er best að hann
fari héðan út, því á þessum degi mun verða
slíkt hrun, að annað eins hefir aldrei komið fyrir í
heiminum," og með það sló hann í stólinn, svo buldi
í öllu og prédikunarstóllinn og presturinn hrundu
niður og ultu fram kirkjugólfið með slíku bramli, aö
fólkið varð dauðskelkað og þusti út úr kirkjunni,
eins og dómsdagur væri kominn.
En þá sagði biskupinn við fólkið, að hann væri
alveg steinhissa á því, að nokkur söfnuður skyldi
vilja afsegja slíkan ræðuskörung, með svo mikla
spádómsgáfu og visku, að hann gæti sagt fyrir
óorðna hluti. Hann sagði að sér fyndist slíkur maður
í það minnsta eiga að vera prófastur, og það leið
Norsk æfintýri
P. Chr. Asbjörnsen og Moe:
Kolagerðarmaðurinn
Jens Benediktsson íslenzkaði
saman, þegar forsælan væri komin ofan í slakkann;
en sem hún var að hugsa um þetta með sér, varð
henni litið yfir um ána og í hvamm einn þar á móti;
þar var hóll einn í miðjum hvamminum og grár
steinn efst á hólnum, og sýndist Sigríði piltur svart-
klæddur koma út úr honum og hverfa skjótara en
auga væri rennt upp eftir hvamminum. Nú fór
Sigríði ekki að lítast vel á blikuna og vildi nú sem
fyrst vera komin burt úr dalnum; hjarta hennar fór
að berjast um í brjóstinu af hræðsiu, en í sama bili
heyrir hún hóað hinum megin í dalnum svo hátt, aó
ómaði í báðum hlíðunum. Lubbi Sigríðar hafði legió
um daginn þar í brekkunni fram á lappir sínar, ekki
langt frá Sigríði, en er hann heyrði hóið bergmála í
klettunum, stökk hann upp, hristi sig og bretti eyrun
og tók allt í einu undir sig fætur og var horfinn
Sigríði á svipstundu. Kindurnar stukku úr hlíðar-
geirunum og hlupu allar saman í einn hnapp rétt hjá
brekkunni. Sigríður tók þá í skyndi að kasta á þær
tölu, og taldist henni enga vanta. Meðan Sigríður var
aó telja, var forsælan komin ofan í slakkann, og fór
hún þá að reka heim og kom með féð á bólið í þann
mund, sem vant var að mjalta á kvöldin, og var
engrar áar vant; þótti mönnum Sigríði litlu hefði
tekizt vel hjásetan í fyrsta sinni.
FERDINAND
Líklega er grimudans-
leikurinn í númer 89.
-k
Það verður ekki of mikið
eftir af þeim þegar skatt-
urinn hefur tekið sinn
skammt, skal ég segja
þér.
Nei, vinur, þú segir: Þú
býrð ekki eins góðan mat
og hún mamma mín, en
þá segi ég á móti:
Heyrðu lagsi þú ert ekki
eins duglegur að afla
fjár og hann pabbi minn
gamli. — Ha?
Það var strákur sem
kallaði á eftir mér
pppfnvpn
Nei, ég rétti þér ekki
hnífinn minn.