Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1975
13
Frá skákþinginu
í Banja Luka
Skömmu fyrir áramót
lauk í borginni Banja Luka
í Júgóslavíu sterku alþjóð-
legu skákmóti og urðu úr-
slit sem hér segir: 1. Vukic
(Júgósl.) 10,5 v., 2.
Kuzmin (Sovétr.) 10 v.,
3.—4. Hort (Tékkósl.) og
Timman (Holland) 9,5 v.,
5. Ivkov (Júgósl.) 8,5 v.,
6. — 7. Tarjan (U.S.A.) og
Mestrovic (Júgósl.) 8 v.,
8. —10. Marovic og Bukic
(Júgósl.) og Csom
(Ungv.l.) 7,5 v., 11. Popov
(Búlgaría) 7 v., 12. —13.
Planinic og Lakic (Júgósl.)
6 v., 14. —15. Mihaljcisn
(Júgósl.) og Hartoch (Hol-
land) 5 v., og 16.
Damjanovic (Júgósl.) 4,5
v.
Skák
eftir JÓN Þ. ÞÓR
Eins og sjá má af þessari
upptalningu var hér um all-
sterkt mót að ræða þótt úr-
slitin komi lítið á óvart,
nema þá ef vera skyldi sigur
Vukie. Hann er einn hinna
fjölmörgú ungu og efnilegu
skákmeistara Júgóslava,
teflir mjög skemmtilega á
köflum og vinnur þá sæta
sigra, en er hins vegar mjög
mistækur. Árangur Horts og
Kuzmins kemur fáum á
óvart og sama verður að
segja um Timman, en hann
er nú kominn í fremstu röð
stórmeistara og vafalítið orð-
inn sterkasti skákmaður Hol-
lands. i Banja Luka tefldi
Timman skemmtilega að
vanda, vann margar skákir,
en fékk slæma skelli inn á
milli. Við skulum sjá viður-
eign hans gegn tveimur
Júgóslövum.
Hvítt: Timman
Svart: Ivkov
Ungversk byrjun.
1. e4 — e5, 2. Rf3 —
Rc6, 3. Bc4 — Be7, 4. d4
— d6. 5. dxe5 — dxe5, 6.
Bd5 — Bd7, 7. Rbd2 —
Rf6, 8. Rc4 — o-o, 9. o-o
— Rxd5, 10. exd5 —
Rb4, 11. Rcxe5 — Bf5,
12. Rd4 — Be4, 13. c4 —
Bd6, 14. He1 — f5, 15.
Re6 — De8, 16. Bf4 —
g5, 17. h4! — gxf4, 18.
Hxe4 — Hf6, 19. He1 —
Hxe6, 20. dxe6 — Dxe6,
21. a3 — Ra6, 22. Dd4
— Hd8, 23. Rc6 — Dg6,
24. Rxd8 — gefið.
í síðari skákinni er stríðs-
gæfan ekki jafn hliðholl
Hollendingnum.
Hvítt: Timman
Svart: Marovic
Aljekinsvörn.
1. e4 — Rf6, 2. e5 —
Rd5, 3. d4 — d6, 4. c4 —
Rb6, 5. f4 — Bf5, 6. Rc3
— dxe5, 7. fxe5 — e6, 8.
Rf3 — Rc6, 9. Be3 —
Be7, 10. d5 — Rb4, 11.
Hc1 — exd5, 12. a3 —
c5, 13. axb4 — d4, 14.
Bxd4 — cxd4, 15. Dxd4
— Bxd4, 16. c5 — Rd5,
17. Bb5+ — Bd7, 18.
Dxd5 — Bxb5, 19. Dxb7
— Hb8, 20. De4 — a5,
21. Kf2 — Bxc5 + , 22.
Kg3 — o-o, 23. Hhd1 —
Db6, 24. Rg5 — Bf2 + ,
25. Kf3 — f5, 26. exf6
frhj.hl. — Dxf6 +, 27. Kg4
— h5+ og hvítur gafst
upp.
HORGUmABlS
fyrir 50 árum
Fyrirlestur flytur H. Kiljan Laxness? í Nýja Bió á morgun kl. 4,
um árásir þær, sem Þórbergur Þórðarson hefir gert í bók sinni
„Brjef til Láru" á trúarbrögðin, og þá sjerstakiega um árásir
hans á kaþólsku kirkjuna. í riti sínu hefir Þórbergur borið
þyngri sakir á kaþólsku kirkjuna en flest annað, sem hann
sakfellir, en Halldór Kiljan er manna kunnugastur kaþólskum
efnum af innlendum mönnum . . . Kiljan er og vel máli farinn,
frumlegur í hugsun, djarfur i skoðunum, og má því búast við
skemtilegu erindi, og ekki síst þar sem um dálitla ádeilu mun
verða að ræða þarna.
Uppgripaafli hefir verið á Sandi síðastliðna viku. T.d. fengust
á laugardag 60—70 kr. hlutir, en þá var og líka tvíróið.
Nýlega hefur rikisstjórnin skipað dýrtíðarnefnd. Henni mun
vera ætlað að rannsaka orsakirnar til þeirrar dýrtiðar, sem
talin er að vera hjer i bæ, auk almennrar dýrtiðar sem er
alstaðar i landinu.
Bærinn hefir nýlega auglýst Breiðholt laust til ábúðar og hafa allmargir
sótt um ábúð á jörðinni.
MATSEÐILL
VIKUNNAR
Umsjón:
Hanna Guttormsdóttir
MÁNUDAGUR (bolludagur)
Steiktar kjötbollur I sósu,
hrærðar kartöflur,
vatnsdeigsbollur (sjá uppskrift).
ÞRIÐJUDAGUR (sprengikvöld)
Saltkjöt og baunir,
soðnar rófur,
grænertusúpa.
MIÐVIKUDAGUR (öskudagur)
Smurt brauð (sjá uppskrift).
FIMMTUDAGUR
Fiskflök með tómatsósu (bakað i ofni),
hvít sagósúpa.
FÖSTUDAGUR
Djúpsteiktur fiskur (sjá uppskrift),
hrátt salat,
saftsúpa.
LAUGARDAGUR
Soðin bjúgu,
hrærðar kartöflur,
skyr með púðursykri og rjómablandi.
SUNNUDAGUR
Rússasúpa (sjá uppskrift),
steiktar kótelettur,
hrátt salat,
karamellubúðingur (sjá uppskrift).
VATNSDEIGSBOLLUR
125 g smjörliki,
2'A dl vatn,
125 g hveiti,
4 egg.
Sjóðið vatn og smjörlíki saman i potti.
Bætið hveitinu út í. Sjóðið þar til þið hafið
búið til jafning. Setjið jafninginn í hræri-
vélarskál og hrærið eggjunum saman við
einu i senn. Setjið deigið með teskeið á
smurða plötu. Bakið við 225° C í 20—30
mín., í miðjum ofni. Varist að líta i ofninn
fyrstu 10—15 mín., þvi þá geta bollurnar
fallið. Þegar kökurnar eru bakaðar eru
þær fylltar með þeyttum rjóma og gjarnan
niðursoðnum ávöxtum. Þá'má líka bræða
súkkulaði og húða bollurnar með þvi.
SMURTBRAUÐ
Hafið brauðið ekki aiveg nýtt. Varist að
lála það þorna og breiðið því yfir það rakt
stykki eða smjörpappir og setjið það i
plastpoka, á meðan smurt er. Hafið
smjörið vel lint. Hér koma nokkur sýnis-
horn af smurðu brauði:
Rúgbrauð: kartöflusalat, skreytt með
síld og gúrkusneiðum.
Rúgbrauð: Sild i tómat, skreytt með
eggjum og graslauk.
Maltbrauð: Steik, skreytt með rauðkáli,
sveskju og gúrku.
Hveitibrauð: Rækjur skreyttar með
majunese, sitrónu og steinselju.
Hveitibrauð: Tómatar og steinselja.
Margt fleira kemur til greina en reynið
nú sjálf.
DJUPSTEIKTUR
FISKUR
750 g. flök
1 tsk. salt,
Vt tsk. pipar,
lA dl brauðmylsna,
1 eggjahvíta,
steikarfita.
Verkið fiskflökin og þerrið. Skerið þau í
hæfilega bita. Veltið honum í eggjahvítu,
brauðmylsnu og salti. Leggið bitana í pott
með heitri tólg og látið sjóða eins og
kleinur. Færið fiskinn upp og raðið á fat.
Skreytið með sitrónum.
RÚSSASÚPA
300 g rauðrófur,
vatn, salt,
80 g gulrætur,
150 g hvitkál,
1 msk. tómatkraftur,
7 dl kjötsoð,
3 dl hangikjötssoð,
salt,
'A dl súr rjómi,
50 g hangikjöt.
Rífið rauðrófurnar. Skerið gulrætur og
kál í ræmur og sjóðið. Skerið kjötið í bita
og leggið það siðast í. Þeytið rjómann og
berið hann fram með súpunni.
KARAMELLUBÚÐINGÚR:
Karamella:
250 g sykur,
2 dl vatn,
2 dl rjómi.
4 egg,
20 g sykur,
4 dl mjólk eða rjómi,
1 Vt tsk. vaniljudropar.
Þekið hringmót með karamellu. Brúnið
sykurinn á þurri heitri pönnu og hellið
honum i þurrt hringmót, sem hefur verið
hitað (haldið á mótinu með pottaleppum).
Smyrjið karamellunni i flýti með
pönnukökuspaða upp um hliðar mótsins.
Hellið afganginum á pönnuna aftur. Látið
vatn saman við, og sjóðið karamellusósu,
sem síðan er kæld. Þeytið egg og sykur
litið eitt, og blandið mjólk og rjóma og
vaniljudropum saman við. Hellið eggja-
blöndunni i hringmót gegnum sáld. Látið
lok eða álþynnu yfir. Setjið hringmótið i
ofnskúffu með vatni og síóan inn i ofn.
Ofnhiti um 150°C. Bökunartimi um '/2 klst.
eða þar til búðingurinn er orðinn stifur.
Hvolfið mótinu, og kælið karamelluhring-
inn. Þeytið rjómann og blandið karantellu-
sósuna, sem borin er fram með hringnum.