Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐÍÐ, LÁUGÁRDÁGUR 8. PEBRUAR 1975 17 Norðmenn auka sölu fiskstauta Ösló, 6. febrúar. NTB. NORSKA fyrirtækið Frionor hef- ur að undanförnu gert nokkra samninga um mikla söiu á fisk- stautum til Bandarfkjanna og nokkurra Evrópulanda. Þessir samningar tryggja at- vinnu I 70 verksmiðjum Frionors f að minnsta kosti hálft ár að sögn forstjðra fyrirtækisins, Arne Ascers aðmfráls. Hann vildi ekki segja frá þvi hvað magnið væri mikið er samið hefði verið um en sagði að ekki væri aðeins um þorsk að ræða heldur einnig kola og lúðu. Hann sagði að á sama tíma og verð á matvælum á útflutningsmarkaði hefði lækkað verulega að undanförnu hefði framleiðslukostnaður aukizt mikið í Noregi. Jafnframt kvað hann erfiðleikana hafa aukizt vegna ástandsins í gjaldeyris- og olíumálum. Frionor hefði gert stóra samninga sem væru greiddir i dollurum eða pundum og þegar doilarinn eða aðrir gjaldmiðlar féllu i verði yrði Frionor fyrir verulegu tjóni. Um 25% af framleiðslu Frionor fer á Bandaríkjamarkað. Myndin sýnir Ringo og Maureen á meðan þau voru enn saman. Bítlahjóna- band fyrir bí London 7. febrúar — Reuter RINGO Starr, trommuleikari Bftlanna sáfugu, tilkynnti í dag að hjónabandi hans með æsku- ást hans, Maureen, væri lokið. Þar með er síðasta „Bítla- hjónabandinu" lokið, en hjóna- bönd John Lennons og George Harrison fóru bæði út um þúf- ur. Ringo tjáði fréttamönnum þetta á Heathrow-flugvelli í dag er hann fór til Bandarfkjanna ásamt vinkonu sinni, Nancy Andrews, 24 ára bandarískri fyrirsætu. Ringo, sem er 34 ára að aldri, sagði að konan sín væri á heimili þeirra í Ascot ásamt þremur börnum þeirra. Paul McCartney f jórði bitillinn, kvæntist ekki fyrr en Bítlarnir voru að leysast upp. Jackson deilír á dr. Kissinger Washington 7. febrúar — Reuter HENRY Jackson, öldunga- deildarþingmaður, réðst f dag harkalega á utanrfkisstefnu Henry Kissingers f fyrstu ræðu sinni eftip að hann tilkynnti um að hann gæfi kost á sér sem for- setaefni demókrata f kosningun- um 1976. Jackson sagði að það væri hægur vandi að fylgja utan- rfkisstefnunni á miklu opnari, heiðarlegri og næmlegri hátt en Kissinger gerði. Hann gagnrýndi einkum afstöðu Kissingers til deilunnar f Miðausturlöndum, og sagði: „Varðandi Araba eigum við ekki vera að velta fyrir okkur einvers konar „fallbyssu- diplómatfu“, heldur reyna að finna varanlega lausn á orku- vandanum. Það er beittasta svarið við olfuvopninu.“ Þá gagnrýndi hann einnig stefnuna f málefnum Indókfna, og varaði við þvf að senda „gúmmftékka" til Suður- Vfetnam og Kambódfu. Henry Jackson hefur löngum verið Rabin reiðubúinn að skila fjallaskörðum é/ New York, 7. febrúar. AP YITZHAK Rabin forsætisráðherra Israels sagði f dag að tsraelsmenn væru reiðubúnir að láta af hendi skörðin Mitla og Gida og olfusvæð- ið Abu Rudeis á Sinai-skaga ef Egyptar skuldbyndu sig til að binda enda á styrjaldarástand þjóðanna. Hann sagði f viðtali við ABC- sjónvarpið að Israelsmenn mundu krefjast þessarar skuld- bindingar af Egyptum „án tillits til þess sem gerast mundi f sam- skiptum Israelsmanna, Jórdanfu- manna og Sýrlendinga" og ann- arra þjóða. Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti hefur krafizt þess að tsraels- menn afsali sér skörðunum og olfusvæðunum f næsta áfanga samningatilrauna Henry Kissing- ers, utanrfkisráðherra Bandarfkj- anna. Yfirlýsing Rabins fylgir f kjöl- far annarrar yfirlýsingar þess efnis að Sadat geti lagt fram raun- hæft friðartilboð ef hann lofi tsraelsmönnum þvf að Egyptar og Sýrlendingar muni ekki koma af stað nýju strfði í Miðausturlönd- um. Hann sagði á heimsþingi Gyð- inga að Sadat hefði þegar gefið f skyn að Egyptar og Sýrlendingar mundu ekki hefja nýja styrjöld. „Ef hann meinar það lofar það góðu,“ sagði Rabin. Rabin lýsti yfir fullum stuðn- ingi við þá stefnu Kissingers að leysa deilumálin stig af stigi og sagði að tsraelsmenn mundu ekki taka þátt í friðarráðstefnu í Genf fyrr en allar aðrar leiðir til þess að finna lausn hefðu verið þraut- kannaðar. Hann kvaðst telja að ef friðar- viðræður yrðu fljótlega teknar upp að nýju kæmust þær fljótlega í sjálfheldu og þá mundi aukast hætta á nýjum stríðsaðgerðum. Rabin telur að lykillinn að frið- artilraununum sé samningur við Egypta um Sinai, því ef Egyptar stigi fyrsta skrefið muni önnur Arabalöndin fljótlega feta í fót- spor þeirra. FRETTIR Mikið tjón í jarðskjálfta Peking, 6. febrúar. Reuter BJÖRGUNARSTARF er hafið eftir mikla jarðskjálfta í fylkinu Lianoning í norðaustur hluta Kína. Mikið tjón varð í jarð- skjálftanum sem mældist 7,3 stig á Richters-mælikvarða. Harðastur var jarðskjálftinn á þéttbýlu iðnaðarsvæði. Á þvf svæði eru bæirnir Yingko (íb.: 250.000) og Haicheng (íb.: 75.0001. Deyja hundruð þúsunda úr hungri vegna vanrækslu? Washington, 7. febrúar. AP. ROBERT McNamara, fram- Skozkur þjóðérnis- sinnaher í uppsiglingu? Berwich-on-Tweed, 7. febrúar — Reuter LÖGREGLAN hóf í dag rann- sókn á starfsemi skozks þjóð- ernissinnahers, sem nú f vik- unni lýsti sig ábyrgan fyrir tveimur sprengjutilræðum á Norður-Englandi. Skozkir þjóð- ernissinnar hafa ekki lagt of- beldisaðgerðir fyrir sig að ráði, en þessi þjóðernisher kom fyrst fram á sfðasta ári og kvaðst hafa gert sprengjuárásir á olfuleiðslur f Skotlandi. Sfðan hefur verið hljótt um hann, en í dag skýrði lögreglan frá þvf að hann hefði lýst yfir ábyrgð sinni á árás á tvær rafstöðvar skammt frá Berwick-on-Tweed. Þessi aukna starfsemi hers- ins kemur í kjölfar umræðna á brezka þinginu um sérstök þing fyrir Skota og Walesbúa, en slík þing eru helzta baráttumál þjóðernissinna á báðum stöð- um. Er talið að skozku þjóð- ernissinnarnir séu gramir yfir seinaganginum í þessu máli, og í dag sagði talsmaður þeirra að augljóslega væri verið að tefja málið. Hann kvað þjóðernisher- inn, sem skipaður væri 100 liðs- mönnum, engu að síður vera mjög á móti því að mannslffum væri stofnað í hættu' með að- gerðum. kvæmdastjóri Alþjóðabankans, sagði f gærkvöldi að sennilega mundu hundruð þúsunda manna vfða f heiminum deyja á næstu fimm til tfu árum vegna vanrækslu rfkisstjórna landa sinna og auðugri þjóða. Hann fagnaði því að olfufram- leiðsluríki hefðu aukið aðstoð sfna við fátæku löndin en gagn- rýndi harðlega að dregið hefði úr aðstoð iðnvæddra rikja. McNamara sagði að alvarlegast væri ástandið hjá 800—1000 mill- jónum manna með innan við 200 dollara meðaltekjur f löndum eins og Bangladesh, Indlandi, Pakistan og löndunum sunnan BREZK ÞYRLA TOK TOGARA North Shields, 6. febr. Reuter. YFIRVÖLD hafa til athugunar hvort höfða skuli mál gegn skip- stjóranum á danska togaranum Onyx, sem var staðinn að ólögleg- um veiðum innan 12 mílna fisk- veiðilandhelgi Breta áNorðursjó. Henry Jackson — kosn- ingabaráttan hafin? þekktur sem harðlfnumaður varð- andi Vfetnam-stríðið. Sovézka fréttastofan Tass sagði í dag, að Jackson væri andstæð- ingur „detente“-stefnunnar um slökun spennu í sambúð austurs og vesturs. „Hann er handbendi afturhaldssinna innan hersins, stóriðjunnar, hinnar hægrisinn- uðu forystu ANL-CIO verkalýðs- sambandsins, og samtaka zíónista." Saharaeyðimerkurinnar i Afríku. Hann sagði að efnahagsaðstoð frá vestrænum löndum eins og Vestur-Evrópulöndunum, Banda- rfkjunum, Kanada og Japan hefði ekki haldið i við verðbólguna. McNamara gagnrýndi óréttláta tekjuskiptingu f þróunarlönd- unum en taldi réttláta tekjuskipt ingu ekki einhlíta lausn á vandan- um heldur aukna framleiðni og endurskipulagningu á þjónustu- kerfi landanna. Hann kvaðst þess fullviss að með bættu skipula ,i mætti auka matvælaframleiðslu landanna og koma í veg fyrir víðtæka hungurs- neyð. Þyrla brezku landhelgisgæzl- unnar gaf skipstjóranum merki um að stöðva og herskip fylgdi togaranum til hafnar í North Shields. Þyrla hefur þar með í fyrsta skipti tekið erlent fiskiskip i brezkrl iandhelgi. Óttazt að þjófarnir eyðileggi málverkin Urbino, 7. febrúar. Reuter. ÖTTAZT er, að þrjú ómetan- leg málverk, sem hefur verið stolið úr hertogahöllinni f Urbino, verði eyðilögð ef lausnargjald verður ekki greitt, að sögn ftalskra blaða f dag. Málverkin eru Húðstrýking Krists og Madonna frá Seni- gallia eftir Pierro Della Franc- esca og Málleysinginn eftir Raphael. Þau eru svo kunn, að sérfræðingar eru vissir um að þjófarnir geti ekki selt þau. Þessi málverkaþjófnaður er einn hinn mesti sem um getur á þessari öld og honum hefur verið Ifkt við ránið á Monu Lisu f Parfs 1911, en talið er að enginn málverkaþjófnaður komist f hálfkvisti við hann. Lögreglan vill ekkert segja um þá tilgátu blaðanna, að þjófarnir hóti að eyðileggja listaverkin ef þeir fá ekki greitt fé fyrir að skila þeim, en yfirmaður stjórnardeildar, sem annast leit að stolnum list- munum, dr. Rodolfo Siviero, sagði: „Þjófarnir hljóta að vera nautheimskir ef þeir halda að þei geti selt málverk- in.“ Eitt blaðið gizkar á, að póli- tískir öfgamenn hafi stolið málverkunum til að reyna að neyða yfirvöldin til að sleppa félögum sínum úr fangelsi. Þjófnaðurinn hefur valdið miklu uppnámi og stjórnin hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að gæta ekki bétur einstæðrar listaarfleifðar Itala. Tvær fyrirspurnir voru bornar fram á þingi þess efnis hvað stjórnin hygðist gera til að koma í veg fyrir slíka glæpi. Aðeins venjulegir lásar eru í mörgum kirkjum og söfnum þar sem ómetanleg listaverk eru geymd og 50.000 listaverk um hefur verið stolið siðan 1948. I höllinni i Urbino var ekkert nýtízku neyðarbjöllu kerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.