Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975
27
var Páll mjög samvizkusamur og
heiðarlegur í hvívetna. Hann vildi
hafa hrein viðskipti, engu mátti
skeika, allt varð að standa heima,
ekkert oftalið né vantalið. Fari
betur, að sem flestir hefðu sömu
sögu að segja. Páll sóttist aldrei
eftir metorðum, né að sökkva i
stóru ausunni, sem kallað er, en
sætti sig við hinn deilda verð. —
Hann var svo vel viti borinn að
hann vissi sem var, að gæfan er
hvorki fólgin í metorðum né auð-
æfum, heldur býr hún í eigin
brjósti. Velferð heimilisins og
uppeldi barnanna bar hann mest
fyrir brjósti auk þess sem hann
vildi verða hverju góðu máli að
sem mestu liði. Han taldi ekki
eftir sér sporin ef þvi var að
skipta, og heimti ekki ávallt dag-
laun að kvöldi.
Eftir minum kynnum má segja
um Pál að hann hafi unnið þann
mikla sigur að bregðast aldrei
vandamönnum né vinum á langri
leið.
Siðastliðið vor heimsótti ég Pál
og Hjálmfríði á ellideild héraðs-
hælisins á Blönduósi. Páli var þá
auðsjáanlega mikið þjáður, en
gleðiglampa brá fyrir i augunum
þegar hann sá mig í dyrunum, og
hlýtt handtak var hið sama og
áður, þetta voru okkar síðustu
samfundir.
Að leiðarlokum þakka ég Páli
góða samvinnu og vináttu við mig
og mína. Lítil stúlka, mér skyld,
þakkar honum stóran greiða og
góða samfylgd, þegar hún 5 ára
gömul hóf fyrstu skólagönguna og
hann tók hana i bilinn sinn og
flutti i skólann inn fyrir Blöndu,
en hún átti heima á ytri bakkan-
um. I tvo vetur naut hún þeirrar
hjálpsemi, sem aldrei verður full-
þökkuð.
Með þessum fátæklegu línum
sendi ég konu Páls, börnum,
tengda- og barnabörnum hjartan-
legar samúðarkveðjur. Góður
maður er genginn, sem ljúft er að
minnast.
I guðs friði.
Hulda Á. Stefánsdóttir.
Halldór Guðmundsson
Siglufirði — Minning
Fæddur 23. maí 1889
Dáinn 28. janúar 1975
Halldór Guðmundsson verður
jarðsettur i dag frá Siglufjarðar-
kirkju.
Halldór var þjóðkunnur
aldur fram af slysförum; Gunnar
framkvæmdastjóri sem dáinn er
fyrir tæpum tveim árum kvæntur
Guðnýju Óskarsdóttur Halldórs-
sonar hins þekkta síldarútgerðar-
manns, og Sævar ljósmyndari
kvæntur Auði Jónsdóttur
Hannessonar múrarameistara.
Framhald á bls. 20
Messur á morgun
Dómkirkjan
Messa kl. 11 árd. Altarisganga.
Þórir Stephensen. Messa kl. 2
síðd. Sr. Öskar J. Þorláksson dóm-
frófastur. Barnasamkoma i Vest-
urbæjarskólanum við Öldugötu
kl. 10.30 árd. Hrefna Tynes talar
við börnin.
Neskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Sr. Jóhann S. Hlíðar. Messa kl. 2
síðd. Sr. Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarnes
Barnasamkoma i Félagsheimilinu
kl. 10.30 árd. Sr. Frank M.
Halldórsson.
Grensássókn
Barnasamkoma kl. 10.30 árd. —
Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Sr.
Halldór S. Gröndal.
Fríkirkjan í Reykjavík
Barnasamkoma kl. 10.30. Guðni
Gunnarsson. — Messa kl. 2 e.h.
Sr. Þorsteinn Björnsson.
Borgarspítalinn
Guðsþjónusta kl. 10 árd. Sr.
Halldór S. Gröndal.
Fíladelfía
Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 síðd.
Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd.
Einar Gislason.
Laugarneskirkja
Messa kl. 2 síðd. — altarisganga.
Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sr.
Garðar Svavarsson.
Langholtsprestakall
Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sr.
Árelíus Níelsson. Guðsþjónusta
kl. 2 siðd. Sr. Árelíus Níelsson.
Óskastundin kl. 4. Sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson.
Elliheimilið Grund
Messa kl. 10 árd. Sr. Lárus
Halldórsson.
Kirkja Óháða Safnaðarins
Messa kl. 2.
Séra Emil Björnsson.
Dómkirkja Krists
konungs Landakoti
Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa
kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síð-
degis.
Háteigskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Sr. Jón Þorvarðssnn Messa kl. 2
síðd. Sr. Gunnar Kristjánsson i
Vallanesi prédikar. Sr Arngrímur
Jónsson.
Árbæjarprestakall
Barnasamkoma kl. 10.30 árd i Ár-
bæjarskóla. Guðsþjónusta i skól-
anum kl. 2 siðd. Kvöldvaka Æsku-
lýðsfél. á sama stað kl. 8.30 siðd.
Sumarbúðabörnum frá Skálholti
og foreldrum þeirra úr sókninni
sérstaklega boðið. Helgileikur
fluttur og litskuggamyndir frá
sumarbúðastarfinu sýndar. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
Sunnudagaskóli Kristniboðsfé-
laganna
er i Álftamýrarskóla kl. 10.30 árd.
Breiðholtssókn
Sunnudagaskóli i Breiðholtsskóla
kl. 10.30 árd. og messa í skólanum
kl. 2 siðd. Sr. Lárus Halldórsson.
Hallgrimskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 10 árd.
Messa kl. 11 árd. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Messa kl. 2 síðd. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson.
Bústaðakirkja
Barnasamkoma kl. 11 árd. Messa
kl. 2 siðd. — altarisganga. Barna-
gæzla meðan á messu stendur. Sr.
Ólafur Skúlason.
Kársnesprestakall
Barnaguðsþjónusta i Kársnes-
skóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11 árd. — Alt-
arisganga Sr. Arni Pálsson.
Digranesprestakall
Barnaguðsþjónusta i Vighóla-
skóla kl. 11. Guðsþjönusta i Kópa-
vogskirkju kl. 2 síd. — altaris-
ganga. Að lokinni messu almenn-
ur safnaðarfundur. Rætt um
stofnun safnaðarfélaga eða félaga
innan prestakallsins. Safnaðar-
fólk er hvatt til að mæta. Sóknar-
nefndin.
Hafnarfjarðarkirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. Sr.
Bragi Benediktsson ávarpar börn-
in. Sr. Garðar Þorsteinsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Messa kl. 2 síðd. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson.
Kirkjuvogskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 4 síðd. Sr.
Jón Árni Sigurðsson.
Keflavíkurkirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd.
Messa kl. 2 síðd. Sr. Björn Jóns-
son.
Ytri-Njarðvíkursókn
Messa í Stapa (stóra salnum) kl. 4
síðd. Tekið á móti framlögum til
Bibliufélagsins. Sr. Björn Jóns-
son.
Útskálakirkja
Messa kl. 2 siðd. Sr. Guðmundur
Guðmundsson.
Eyrarbakkakirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. árd
Sóknarprestur.
Stokksey rarkirkj a
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Beðið fyr
ir sjómönnunum. Sóknarprestur.
Heiðarhöfn
Jörðin Heiðarhöfn á Langanesi er laus til leigu
til 5 ára. Hlunnindi eru grásleppuveiðar og reki.
Tilboð óskast send Sýslumanni Þingeyjarsýslu
fyrir 20. febrúar n.k.
athafnamaður, kenndur við hús
sitt við Vetrarbrautina á Siglu-
firði sem heitir Frón. Allir kann-
ast við Halldór i Frón, nánari
lýsing óþörf.
Hann var sonur Guðmundar
Björnssonar bónda í Böðvarshól-
um í Vestur-Húnavatnssýslu og
Þórunnar Hansdóttur frá Litla-
Ósi.
Hann ólst upp á Bergsstöðum
og Böðvarshólum til 18 ára aldurs
við venjuleg sveitastörf en fór þá
í Flensborgarskóla i Hafnarfirði
og stundaði þar nám 1908 — 1910.
Flensborgarskóli var í þá daga
mjög góður skóli (og er sennilega
enn) og margir ungir menn
þeirra tíma fengu þar sitt vega-
nesti, sem hefur dugað þeim vel.
Árið 1910 fór Halldór til Noregs
og dvaldist þar í nokkur ár. Þar
nam hann beykisiðn ásamt ýmsu
fleiru, sem að gagni mætti koma,
norska hagsýni og fleira.
Eftir heimkomu frá Noregi
byrjaði hann á sildarsöltun á
Siglufirði, einn af hinum kunnu
brautryðjendum á því sviði, og
hefur alia tið síðan verið Siglfirð-
ingur í húð og hár. Þar setti hann
upp fyrstu tunnuverksmiðju á Is-
landi, rak umfangsmikla útgerð
og verzlun um áratuga skeið.
Arið 1918 kvæntist Halldór Sig-
riði Hallgrímsdóttur og áttu þau 3
börn, sem öll urðu góðir og þekkt-
ir borgarar, öll búsett i Reykja-
vík, en þau eru: Birna gift Vil-
hjálmi Guðmundssyni verkfræð-
ingi og framkvæmdastjóra Sildar-
verksmiðja ríkisins, sem dó um
Grísaveizla-Resta Espanol
Hótel Sögu,
sunnudaginn 9.
febrúar
★ Húsið opnað kl. 19.00. Sangrfa og svaladrvkkir.
Veizlan byrjar kl. 19.30. Verð aðeins kr. 890.00.
Álisvfn, kjúklingar og fleira.
Söngur, gleði, grfn og gaman.
Borðum verður ekki haldið lengur en til kl. 19,30.
Verið þvf stundvfs.
if Skemmtiatriði.
if Ferðabingó. Vinningar — Kanarfeyjaferð, Austurrfkisferð,
og Maliorkaferð.
★ Dans. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar.
Njótið skemmtunar og gleðistunda sem alltaf eru á þessum
vinsælu Sunnukvöldum. Tryggið yður borð hjá yfirþjóni á
föstudag frá kl. 15 f síma 20221.
VERIÐ VELKOMIN
í SÓLSKINSSKAPI MED SUNNU
FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA
Viö bjóöum gestum okkar úrval rétta, allt
frá heitum samlokum upp í stórar steikur.
Einnig eru á boöstólum súpur, forréttir,
eftirréttir, kaffi og meö því, aö ógleymdum
rétti dagsins hverju sinni.
Allt þetta sem viö bjóöum upp á, hefur
eitt sameiginlegt, og þaö er veröiö, þaö er
eins lágt og hægt er aö hafa þaö.
Opið frá kl. 08.00 til 22.00 alla daga.
DHDTEL#
Suöurlandsbraut 2 Reykjavík. Sími 82200
Hótel Esja, heimili þeirra er Reykjavik gista