Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 36
4HQgnttI»(ftfrifr
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1975
Banaslys
á miðunum
BANASLYS varð í gær um borð f
vb. Friðrik Sigurðssyni AR-17 frá
Þorlákshöfn. Einn af skipverjum
lenti f spili bátsins og slasaðist
svo mikið að hann lézt nokkru
síðar.
Ekki fengust upplýsingar í gær
um nánari tildrög slyssins en bát-
urinn var að veiðum við Alviðru
er slysið var. Báturinn hélt þegar
með hinn slasaða mann áleiðis til
Vestmannaeyja en þaðan fór
Lóðsinn til móts við bátinn með
lækni innanborðs. Skipverjinn
reyndist hins vegar látinn þegar
bátarnir komu til Vestmannaeyja.
Að svo stöddu er ekki hægt að
skýra frá nafni hins látna, þar
sem ekki hafði í gærkvöldi náðst
til allra aðstandenda.
LOÐNUBRÆÐSLA
Á VESTFJÖRÐUM?
EINN Vestfjarðabátur var f gær á
leið til loðnuveiða á miðum þeim
út af Vestfjörðum, þar sem togar-
ar og bátar hafa að undanförnu
orðið varir við töluvert magn
loðnu. Að sögn Guðfinns Einars-
sonar, forstjóra f Bolungarvfk,
hafa forráðamenn fiskimjöls-
verksmiðjunnar þar fullan hug á
að fá loðnu þessa til bræðslu og er
þess vegna hugsanlegt að fleiri
bátar frá Vestfjörðum haldi til
loðnuveiða. Töluvert þróarrými
er hjá verksmiðjunni f Bolungar-
vfk en afköstin hins vegar ekki
veruleg. Annars kvað Guðfinnur
Vestfirði ekki hafa margar fisk-
mjölsverksmiðjur og fyrir utan
verksmiðjuna í Bolungarvík mun
aðeins vera ein önnur verksmiðja
— á Patreksfirði.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæm-
undsson var í gær á leið vest-
ur með Norðurlandi áleiðis
á loðnumið þessi. Að sögn
Jakobs Jakobssonar, fiskifræð-
ings, eru fiskifræðingar töluvert
spenntir fyrir því að fylgjast með
ferðum þessarar Vestfjarðaloðnu
— hvort hún stökkvi suður á bóg-
inn og staðnæmist úti af Jökli eða
hvort hún haldi á eftir aðalgöng-
unni — austur með Norðurlandi
og suður með Austfjörðum. Mun
Bjarni Sæmundsson því verða
settur til höfuðs Vestfjarðaloðn-
unni næstu daga.
Að sögn Jakobs hefur þessi
loðna fundizt alveg í Isafjarðar-
djúpi og allt vestur undir Víkurái.
Þetta er kynþroska loðna og eftír
upplýsingum að dæma virðist
vera töluvert af henni á þessum
slóðum. Einnig kvað Jakob tölu-
vert hafa orðið vart við loðnu úti
af Norðurlandi en þar er á ferð
ókynþroska loðna.
Ljósm. Sigurgeir.
Fyrsta loðnan barst til Vestmannaeyja f gær. Er það tíu dögum seinna en á vertíðinni í fyrra. í gær
tilkynntu 26 bátar um samtals 7.500 tonn af loðnu og er heildaraflinn nú kominn yfir 100 þúsund tonn.
Málm- og skipasmUÍjur:
Eiga 1100 milljónir kr.
hjá útgerð og fiskiðnaði
„Algert neyðarástand,” seg-
ir Guðjón Tómasson frkvstj.
„NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem
við erum að Ijúka við sýna að
málm- og skipasmiðjur eiga úti-
standandi hjá útgerðinni um 1100
hundruð milljónir króna og þar
af er helmingur þessarar skuldar
30 daga eða eldri, við teljum ekki
þær sem eru yngri,“ sagði Guðjón
Tómasson framkvæmdastjóri
Sambands Málm- og skipasmiðja f
samtali við Mbl. f gær, er við
spurðum hann um ástandið.
„Við höfum nú fengið svör frá
60% þeirra fyrirtækja, sem könn-
unin nær til með alls- um 1763
mannár. Þau sýna, að útistand-
andi skuldir þessara fyrirtækja
hjá útgerð og fiskiðnaði, en það
eru um 90% af viðskiptunum,
10% eru við aðra aðilja, voru 655
milljónir kr. eða um 400 þús. kr. á
hvern starfsmanna. Þessar skuld-
ir voru 30 daga og eldri, þær yngri
tökum við ekki með eins og fyrr
segir, og um helmingur þessarar
fjárhæðar er 90 daga og eldri. Ef
við hlutfallsreiknum þessar tölur
miðað við þann mannafla, sem
vinnur að þessu, sem er um 2700
manns yfir landið í vélsmiðjum og
dráttarbrautum og eru þá ekki
teknar með blikksmiðjur og önn-
ur framleiðslufyrirtæki, þá er hér
um að ræða um 1100 milljónir af
30 daga skuldum og eldri og eitt-
hvað yfir 550 milljónir, sem er 90
daga og eldra. Þannig er augljóst,
að um neyðarástand er að ræða og
sum fyrirtæki eru komin í algert
greiðsluþrot, hafa ekki getað
staðið í skilum með opinber gjöld,
lífeyrissjóði o.fl.“
— Er komið til stöðvunar hjá
einhverjum fyrirtækjum?
„Ekki enn, en það getur komið
hvenær sem er. Þessu hefur verið
fleytt áfram á skammtímalánum í
bönkum, en rekstrargrundvöllur
er enginn til. Það hefur verið
reynt að halda þessu gangandi
eins og útgerðinni frá degi til
dags. Það, sem kannski er alvar-
legast, er að þessar tölur eru
algerlega fyrir utan þá 3,3
Framhald á bls. 20
Berkla vart innan MA
BERKLA hefur orðið vart
meðal nemenda í Menntaskól-
anum á Akureyri. Varð uppvfst
um þetta, er einn skólapilta
leitaði til læknis vegna ein-
hvers slappleika. Var hann
sendur f myndatöku og komu
þá fram berklaeinkenni f lung-
um. Sú niðurstaða leiddi til
þess, að allsherjarberklapróf
fór fram á öllum nemendum og
starfsmönnum skólans. Kom þá
f Ijós, að 29 nemendur höfðu
fengið berklabakterfuna frá
þvf allsherjarskoðun fór fram
við venjulega skólaskoðun f
haust.
Að sögn fréttaritara Morgun-
blaðsins á Akureyri hefur
enginn þessara 29 nemenda þó
reynzt hafa berklasmit, og
aðeins einn hefur veikzt til
þessa. Er það pilturinn, sem
fyrst reyndist hafa berklaein-
kenni í lungum og hefur hann
verið vistaður að Kristneshæli.
Aðrir stunda hins vegar nám
sitt sem áður en eru á lyfjagjöf
til öryggis. Það er athyglisvert,
að aðeins 6 fyrrgreindra nem-
enda búa í heimavist mennta-
skólans en allir aðrir úti í bæ og
eru flestir þeirra raunar Akur-
eyringar. Smituppsprettan er
enn ófundin en unnið er að
kappi við að komast fyrir rætur
hennar.
62,5% verðlækkun á
loðnu til frystingar
miðað við allar aðstæður nú.
Hann var að því spurður hvort SH
Framhald á bls. 20
Verðmœti sjávar-
afurðabirgða:
4,8 millj-
arðar kr.
UM sfðustu áramót voru til f
landinu birgðir af sjávarafurðum
samtals að upphæð um 4,8
milljarðir króna, að sögn Más
Elfssonar, fiskimálastjóra en
Fiskifélagið annast samantekt
slíkra birgðaskýrslna. Sagði Már,
að miðað við undanfarin ár væru
þetta hlutfallslega mjög mikiar
birgðir, en þess bæri að geta að
hluti þessara birgða væri þá
Framhald á bls. 20
NÝTT lágmarksverð var ákveðið í
gær á ferskri loðnu til frystingar
á yfirstandandi loðnuvertfð, og
táknar sú verðákvörðun f raun
62,5% verðlækkun frá því f fyrra.
Lágmarksverðið sem nú var
ákveðið, er kr. 5.10 á hvert kíló en
var á vertíðinni f fyrra kr. 13.60.
Verðið er miðað við þá loðnu sem
nýtist f frystingu samkvæmt þeim
reglum sem gilt hafa.
Þetta verð var ákveðið með
atkvæðum tveggja fulltrúa I yfir-
nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs-
ins — þeirra Jóns Sigurðssonar,
forstjóra Þjóðhagsstofnunar, sem
var oddamaður nefndarinnar, og
Árna Benediktssonar, fulltrúa
kaupenda fyrir hönd Sambands-
ins. Þrír nefndarmanna greiddu
ekki atkvæði, þeir Eyjólfur tsfeld
Eyjólfsson, fulltrúi kaupenda f.h.
Sölumiðstöðvarinnar, og Ingimar
Einarss, fulltrúi LfU, og Jón
Sigurðsson, formaður Sjómanna-
sambandsins, sem voru fulltrúar
seljenda.
Þá var ákveðið, að lágmarks-
verð á ferskri og frystri loðnu til
beitu og á ferskri loðnu til
skepnufóðurs skuii vera kr. 4.10
hvert kíló. Þetta verð er miðað við
loðnuna upp til hópa, segir í
fréttatilkynningu frá verðlagsráð-
inu, og var þetta verð ákveðið
með fjórum samhljóða atkvæðum
en Eyjólfur ísfeld greiddi ekki
atkvæði.
Morgunblaðið leitaði i gær álits
forráðamanna helztu hagsmuna-
samtaka á þessari verðákvörðun.
Guðjón B. Ölafsson, fram-
kvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar SfS, sagði, að hann teldi,
að þetta verð á ferskri loðnu til
frystingar væri í hámarki en engu
að siður hefði sjávarafurðadeild
Sambandsins tekið ákvörðun um
að heimila frystingu á 2 þúsund
tonnum. Sagði hann, að hafizt
yrði handa um frystingu loðn-
unnar um leið og hún uppfyllti
sett skilyrði.
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, for-
stjóri Sölumiðstöðvarinnar,
kvaðst telja, að verðið væri of hátt