Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR
31. tbl. 62. árg.
LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975
Prentsniiðja Morgunblaðsins.
Fá Tyrkir
hernaðar-
aðstoð frá
Aröbum?
Washington 7. febrúar, Reuter.
BANDARlSK stjórnvöld telja að
Tyrkir séu að leita fyrir sér um
fjármagn frá Arabalöndunum til
vopnakaupa nú eftir að hergagna-
aðstoðinni frá Bandaríkjunum
hefur verið hætt, að því er hátt-
settir embættismenn í Washing-
ton skýrðu frá í kvöld. Nánara
samband Tyrkja og Araba hefði í
för með sér mikla uppstokkun á
viðhorfum í sambúð hervelda og
kynni að skapa alvarlegt ástand
ef til nýrra stríðsátaka kemur í
Miðausturlöndum, segja embætt-
ismenn. Áhyggjur Bandaríkja-
manna eru þvl meiri vegna þess
að þau tvö Arabalönd, sem Tyrkir
virðast vera að leita ásjár hjá,
Líbýa og írak, eru fjandsamlegust
I garð Bandaríkjanna af öllum
öðrum ríkjum á þessum slóðum.
Óttast ríkisstjórn Fords að
ákvörðun Bandaríkjaþings um
stöðvun vopnaaðstoðar við Tyrki
eigi eftir að bola Tyrklandi úr
samtökum vestrænna þjóða.
Um 100 létust 1
átökum í Perú
Kyrrö að mestu komin á
AP-símamynd
DANMÖRK: Anker Jörgensen svarar spurningum fréttamanna í
gærkvöldi fyrir utan Amalienborg eftir að Margrét drottning fól
honum að reyna myndun meirihlutastjórnar fimm flokka.
Buenos Aires 7. febrúar,
Reuter,
HERSVEITIR gengu um götur
Lima, höfuðborgar Perú, f dag en
ró virtist að mestu komin á eftir
mikil átök á miðvikudaginn, sem
hófust er hermenn brutu upp-
reisn lögreglumanna á bak afturv
Samkvæmt upplýsingum frá
hernum, sem bárust til Buenos '
Aires I dag, létust um 100 manns f
bardögunum, en talið er, að
margir fleiri hafi særzt er skrið-
drekar hófu skothrfð á mótmæl-
endur. Hermenn og lögreglu-
menn í borgaralegum klæðum
voru sagðir byrjaðir að handtaka
óeirðarseggi, en lögreglumenn
eru mættir aftur til vinnu eftir
verkfallið.
Skothríð heyrðist öðru hvoru í
höfuðborginni í gærkvöldi á
meöan 9 klukkustunda útgöngu-
bann var í gildi, en ekki varð vart
við átök i dag. Tveir fréttamenn
Reuters-fréttastofunnar, sem
handteknir voru vegna „endur-
tekinna rangfærslna" um
ástandið f Perú, eins og innan-
ríkisráðuneytið orðaði það, voru
reknir úr landi í dag.
Verkamenn voru sagðir hafa
unnið að hreinsun gatna og rústa
brunninna húsa, og verzlanir opn-
uðu að nýju. Talsmaður stjórnar
Juan Velasco Alvarado, forseta,
sagði, að atburðir síðustu daga
myndu ekki leiða til neinna breyt-
inga á stjórninni.
Jörgensen falin mynd-
un meirihlutastiórnar
Kaupmannahöfn 7. febrúar.
Frá fréttaritara
Morgunblaðsins
Gunnar Rytgaard:
% ANKER Jörgensen, formaður
Jafnaðarmannaflokksins, verður
að öllum líkindum hinn nýi
Isvestija:
NATO beitir
Dani og Norð-
menn þvingunum
Moskvu 7. febrúar — NTB.
YFIRSTJÓRN Atlantshafs-
bandalagsins reynir að þvinga
Norðmenn og Dani til að láta
af hefðbundinni stefnu land-
anna varðandi herstöðvar og
styrkja um leið hernaðar-
aðstöðu NATO í Norðursjó,
segir málgagn sovézku rikis-
stjórnarinnar, Isvestija, að þvf
er Tass-fréttastofan hermir.
Gerir blaðið harða hríð að viss-
um aðilum í NATO vegna þess
að þeir hafi reynt að ógna
áðurnefndum löndum til að
veita bandalaginu heimild til
að hafa hersveitir í olíubor-
unar- og olíuleitarstöðvum
þeirra í Norðursjó, og láta loka
stórum svæðum umhverfis
fyrir skipaumferð. Yrði eitt af
hlutverkum þessara nýju út-
varða NATO að fylgjast meo
ferðum sovézkra herskipa
Norðursjó, segir Isvestija, og
Framhald á bls. 20
forsætisráðherra Danmerkur.
Margrét drottning fól honum í
kvöld myndun meirihlutastjórn-
ar fimm flokka, Jafnaðarmanna,
Radikale Venstre, lhaldssama
þjóðarflokksins, Kristilega þjóð
arflokksins og Miðdemó-
krata. Þessi flokkar hafa á
bak við sig 89 þingsæti af 179 f
danska þjóðþinginu, en þar af
eiga Færeyjar og Grænland fjóra
þingmenn, sem sumir greiða ekki
atkvæði f dönskum málum. Er
hann kom af fundi drottningar
gaf Jörgensen í skyn, að myndun
þessarar meirihlutastjórnar yrði
ekki auðveld. Einkum er talið að
thaldssami þjóðarflokkurinn og
Kristilegi þjóðarflokkurinn eigi
erfitt með að taka þátt f stjórn
undir forystu jafnaðarmanna. Ef
myndun þessarar meirihluta-
stjórnar tekst ekki þá þurfa
flokksleiðtogarnir að koma til nýs
fundar með drottningu, og þar
með hefst ný umferð.
0 t gær skýrði Karl Skytte, for-
seti þjóðþingsins, drottningu frá
þvf, að könnun hans á möguleik-
um fyrir myndun meirihluta-
stjórnar á breiðum grundvelli
hefði verið árangurslaus, og dró
hann sig í hlé. Eftir fund með
Poul Hartling, fráfarandi for-
sætisráðherra, f dag, kallaði
drottningin flokksleiðtogana á
sinn fund og urðu úrslit þau, að
Anker Jörgensen var útnefndur
forsætisráðherraefni af flokks-
leiðtogum sem hafa meirihluta
þingsæta á bak við sig. Þeir sem
mæltu með Jörgensen voru jafn-
aðarmenn, Radikale Venstre,
Sósíalfski þjóðarflokkurinn,
kommúnistar og vinstrisósfalist-
ar, en Venstre, Framfaraflokkur-
inn, Kristilegi þjóðarflokkurinn
og fhaldsmenn bentu á Poul
Hartling. Miðdemókratar réðu úr-
slitum þar eð þeir mæltu með
Karl Skytte. Þar með fékk
Jörgensen 88 þingsæta stuðning,
en Hartling 85.
Danska alþýðusambandið hefur
fylgzt náið með stjórnarmyndun-
arviðræðunum, og vegna mikillar
andstöðu við stjórn Hartlings,
sem vildi grípa inn í frjálsan
samningsrétt aðila vinnumarkað-
arins, beitti sambandið sér gegn
samvinnu milli jafnaðarmanna og
Venstre-flokks Hartlings. Stjórn
sambandsins sat á fundum í dag,
og samkvæmt heimildum Kristi-
legs dagblaðs hefur hún skýrt
Jafnaðarmannaflokknum frá því,
að sambandið hafi ekkert á móti
stjórnarsamvinnu jafnaðar-
manna, Ihaldssama þjóðarflokks-
ins, og Kristilega þjóðarflokksins.
En spurningin er sem fyrr seg-
ir, hvort íhaldsmenn og Kristilegi
þjóðarflokkurinn geti að nokkru
leyti tekið þátt í ríkisstjórn undir
forystu jafnaðarmanna, eftir að
hafa mælt með Hartling sem for-
Framhald á bls. 20
Sjálfstæði
Eritreu er
útilokað
— segir herstjórn Eþíópíu
Addis Abeba 7. febr. Reuter
— AP.
HERSTJORNIN I Eþfópfu sagði f
harðorðri útvarpsyfirlýsingu f
kvöld, að hún hefði alls ekki f
hyggju að veita héraðinu Eritreu
f norðurhluta landsins sjálfstæði.
A.m.k. 1600 manns hafa beðið
bana f bardögum undanfarna
viku milli frelsishreyfingar
héraðsins og hermanna Eþfópfu.
t yfirlýsingunni sagði, að ein-
ing Eþfópfu væri friðhelg og
„samsæri" f Eritreu voru for-
dæmd. Kveðst stjórnin ætla að
brjóta ofbeldisverk á bak aftur,
og er talið að hún hyggist upp-
ræta eritrefsku frelsishreyfing-
una ELF.
Yfirlýsing stjórnarinnar var
gefin út skömmu eftir að Meng-
istu Haile Marian, majór og valda-
mesti maður herstjórnarinnar,
sneri aftur til Addis Abeba frá
höfuðborg Eritreu, Asmara.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum fór Mengistu til
Asmara á miðvikudag til að
stjórna heraðgerðum þar. Hann
var einnig sagður hafa unnið að
lausn „agavandamála“ meðal her-
manna.
Framhald á bls. 20
MOTMÆLAGANGA í
BON ÞRÁTT FYRIR
LISSA-
BANNIÐ
Lissabon 7. febrúar — Reuter.
0 UM 5000 mótmælendur gengu
fylktu liði gegnum miðborg Lissa-
bon f kvöld, þrátt fyrir bann
stjórnvalda við öllum mótmæla-
aðgerðum þangað til á miðviku-
dag, og beindu skeytum sfnum að
Atlantshafsbandalaginu, auðvald-
inu og atvinnuleysi. Mótmæla-
gangan, sem stöðvaði alla umferð
f borginni, var farin um leið og
NATO-floti með 19 herskipum
lagðist að bryggju f Lissabon, en
floti þessi hefur verið að heræf-
ingum undan ströndinni. Báru
mótmælendur skilti með áletrun-
unum „Burt með NATO“, „Drep-
um kapftalista, burt með heims-
valdasinna". Lögreglan gerði
enga tilraun til að koma f veg
fyrir gönguna.
Flestir mótmælendanna köll-
uðu slagorð um atvinnuleysi og
lágt kaup, sem í upphafi áttu
raunar að vera aðaltilefni göng-
unnar. En flugmiðum var dreift
um Lissabon, þar sem menn voru
hvattir til að gera hetta að mót-
mælum gegn NATO lfka.
Verkamenn við skipasmíða-
stöðvar, klæddir samfestingum og
með hlífðarhjálma, gengu í 10
manna breiðfylkingarbrjósti, en
foringjar með gjallarhorn gættu
þess að ekkert færi úr böndunum
og stjórnuðu slagorðasöngnum.
Kommúnistaflokkurinn, sem á
aðild að rfkisstjórninni, fordæmdi
í kvöld mótmælagönguna og kall-
aði hana „eins konar þvingun á
stjórnmálaástandið í Portúgal“.
Mario Soares, leiðtogi sósialista,
kallaði gönguna ótímabæra. Báðir
flokkar höfðu stutt bannið við
mótmælaaðgerðum, en þriðji
flokkurinn í samsteypustjórninni,
Demókratíski þjóðarflokkurinn,
sagði, að engin skýring hefði Ver-
ið gefin á því hvers vegna eðli-
legur lýðræðisréttur væri tak-
markaður.
Um 8000 franskir, hollenzkir,
brezkir og bandarfskir sjóliðar
voru væntanlegir í land i leyfi
eftir að NATO-flotinn hafði lagzt
að, og voru sumir þegar komnir í
land í kvöld, klæddir í borgaraleg
klæði, en með nöfn skipa sinna á
jökkunum. Að ósk portúgalskra
yfirvalda hætti NATO í dag við að
ieyfa almenningi að skoða her-
skipin í höfninni á morgun. Var
lögregluvörður um skipin í kvöld.